Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. 5 DV Fréttir Fulltrúi minnihlutans 1 bæjarstjóm Seltjamamess: Landsvæðið var keypt til að f riðlýsa það - segir fyrirhugaðar framkvæmdir svik við íbúa og fyrri bæjarstjómir „Við viljum láta friðlýsa allt svæð- ið sem er opið vestan Nesstofu. Reyndar mætti útbúa teikningu varðandi frágang á jaöri svæðisins og þar mætti koma fyrir örfáum hús- um. Bærinn hefur verið að kaupa upp svæðið af einstaklingum til að geta friðlýst það. En að fara út í bygg- ingarframkvæmdir og vegarlagn- ingu vestan við núverandi byggð væru hrein svik,“ segir Guðrún Þor- bergsdóttir, annar af tveim fulltrú- um minnihlutans í bæjarstjóm á Seltjamamesi. Að sögn Guðrúnar hafa bæjaryfir- völd lítið sem ekkert farið eftir giid- andi aðalskipulagi frá 1974 varðandi nýtingu landsvæöis á vestanverðu Seltjamarnesi. Aðalskipulagiö byggi á verðlaunateikningu sem meðal annars geri ráð fyrir háhýsum og hringvegi yst út á Snoppu. „Þessi tillaga hafði svo marga gaila að það hefur ekki verið unnið sam- kvæmt henni. Á síðari ámm hefur bæjarstjóm lagt mikiö fé til landa- kaupa á umræddu svæði því það var ljóst að ef það ætti að friðlýsa svæðið þyrfti bærinn að hafa yfirráðarétt yfir því. Nú höfum við eignast meiri- hluta svæðisins og það væm því hrein svik við bæjarbúa og fyrri bæjarstjórnir að byggja svæðið í stað þess að halda við fyrri stefnu og frið- lýsa það.“ Að sögn Guðmars Magnússonar, fyrmm forseta bæjarstjómar og eins af forystumönmnn Sjálfstæðis- flokksins, er það von hans að meiri- hluti sjálfstæðismanna hverfi frá þeirri hugmynd að stækka byggðina í vesturátt. Hann ásamt þeim Jóni Hákoni Magnússyni, formanni full- trúaráðs flokksins, og Magnúsi Er- lendssyni, fyrrverandi forseta bæjar- sfjórnar, ritaði fulltrúum Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjórn bréf fyrir skömmu þar sem látið er að því hggja að Sjálfstæðisflokkurinn kunni að klofna hætti meirihlutinn ekki við áform sín. „Við erum ekki að fará með neitt fleipur í bréfinu. Teikningarnar vom sýndar íbúum bæjarins á opnum bæjarmálaráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins í síðustu viku og þar var andstaðan mjög mikil. Það er því hætt við að einhveijir kunni að snúa baki við flokknum taki meirihlutinn þessa andstöðu ekki til greina. Hvað okkur þremenningana varðar er þetta mál hins vegar búið á opinber- um vettvangi. Svo verður bara að sjá hver framvindan verður." Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri segist ekki taka bréf þremenningana mjög alvarlega enda hafi engar ákvarðanir enn verið teknar varð- andi nýtingu þess svæðis sem deilt er um. Hann segir umræðuna um þessi mál ekki tímabæra og neitar alfarið að láta DV í té umræddar teikningar. „Viö erum með fjórar teikningar þar sem vegurinn hggur á mismun- andi stöðum. Við opinberum ekki þessar teikningar fyrr en hður á þessa vinnu. Þetta eru dæmigerð vinnuplögg og um leið og þau væru birt þá væri búið að festa þau að ein- hverju leyti í sessi.“ Þrátt fyrir neitun bæjarstjórans hefur DV engu að síður komist yfir þessar teikningar. Samkvæmt þeirri tihögu sem gengur lengst er gert ráð fyrir að aht að 97 íbúðir verði byggð- ar vestan við núverandi byggð á Sel- tjamamesi. Að auki gerir hún ráð fyrir að vegur verði lagður í sveig vestan við Nesstofu er tengi núver- andi byggð á norðanverðu og sunn- anverðu Seltjarnarnesi. Heimhdir DV herma að þessi sama tihaga hafi einkum átt upp á pallborðið hjá bæj- arstjóranum. -kaa Sú tillaga að sklpulagi á vestanverðu Seltjarnarnesi, sem gengur lengst, gerir ráð fyrir að byggðar verði 97 íbúðir á svæði sem margir vilja fríða. Að auki er gert ráð fyrir lagningu vegar vestan Nesstofu. Landbrot á Seltjamamesi hindrað með mold: Óttumst ekki moldina enda af henni komin - segirSigurgeirSigurðssonbæjarstjóri Að frumkvæði Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, hefur verið gerður hólmi í Bakkatjörn. Fram- kvæmdir standa enn yfir en í þær var ráðist án samráðs við skipulagsnefnd og bæjarstjóm. Nokkur kurr rikir meðal bæjarbúa, náttúruunnenda og einstakra bæjarfulltrúa vegna þessa. Þykir alls óvist að fuglavarp á Nesinu aukist með nýja hólmanum en þau rök voru flutt Náttúruverndarráði þegar það óskaði eftir skýringum. Upphaf- lega stóð til að hafa hólmana þrjá en frá því hefur þó veriö horfið. DV-mynd S „Við eigum við mikið landbrot að elja við norðurströndina og höfum verið að reyna að breikka landið fyr- ir neðan veginn. Til þess notum við jarðvegsefni sem við fáum fyrir ekki neitt. Moldin skolast síöan burtu en steinamir verða eftir. Ætlunin er síðan að setja gijót utan á þetta th varnar. Markmiðjð er að ná ein- hveiju broti af því landi sem sjórinn hefur haft af okkur á undanlomum ámm,“ segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamamesi. Undanfarnar tvær vikur hefur hátt í 15 þúsund rúmmetmm af mold ver- ið ekið frá Reykjavík í fjörur á Sel- tjamamesi, einkum meðfram vegin- um sem liggur með norðurströnd- inni. Hefur það vakið furðu margra að mold skuli vera notuð th aö koma í veg fyrir landbrotið enda líklegt að hún berist inn á land og út á sjó við hafrót. Að sögn Sigurgeirs óttast hann ekki moldarmengun í kjölfar hafróts. Mold sé ekki hættulegur mengunar- valdur enda emm við öh af moldu komin. „Við höfum áhyggjur af ahs konar mengun en ekki af moldinni. Lífið byijar og endar í henni,“ segir hann. -kaa Sérstakt tilboðsverð í 5 siglingar með lystiskipinu Karelíu. 33 siglingar um öll heimsins höf allt árið r Páskaferð suður um hðfin \ með Kareliu (KA 53), v_ 14 daga sigling, 15.-30. april ) Sumarferð suður um hðfin með Kareliu (KA 61), 14 daga sigiing, 27. júlf—11. ágúst Vorferð tii Þýskalands og Norðurlanda með Kareliu (KA 54), 8 daga sigling, 29. april-8. mai. Vorferð til Miðjarðarhafs með Karelfu (KA SS), 15 daga sigling, 8.-24. mai r Haustferð suður um höfin með Karelíu (KA 65), 13 daga \ sigling, 14.-28. september ) Ógleymanleg upplyfting, skoðunarferðir i hverri höfn, fjölbreyttar skemmtanir um borð. Karelía er yfir 15 þús. tonn, líkt og fljótandi lúxushótel. Barnaafsláttur og hafa börnin sérstaka aðstöðu um borð. Takmarkað rými til sölu á okkar vegum. Tekið á móti pöntunum, sendir bæklingar, lánaðar videospólur. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44, simi 686255

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.