Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. 15 Orsök og af leiðing Það hallast ekki á milli flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks eða Alþýðu- bandalags, hver heiðurinn á eða skömmina af því hvemig staða sjávarútvegsins er um þessar mundir. Það er broslegt að heyra málsvara þeirra reyna að kenna þar hver öðrum um. Reddingar og „bjargráð“ Staðreyndin er því miður sú að allt frá því á haustdögum 1983 hafa aðgerðir stjómvalda sem tengst hafa fiskveiðistefnu og sjávarút- vegsmálum verið reddingar og „bjargráð" sem hefur þurft að beita til að koma í veg fyrir afleiðingar núgildandi fiskveiðistefnuþ.e. póh- tískrar ákvarðanatöku sem þessir flokkar bera ábyrgð á. Sú stefna hefur verið borin uppi af Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki og einnig alltaf þegar á hefur reynt af forustu- og ráðaliði Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags og hafa í þessu máli lýðræðissinnar og flokkseigendur verið samherjar í báðum flokkum. Nú býsnast stjórnarandstæðing- ar út í ríkisstjórnina út af stöðu sjávarútvegsins - stjómarliðar minna á mislukkaða sjóðafyrir- greiðslu fyrri stjómar. Klögumáhn ganga á víxl og útkoman er óbreytt ástand. Þegar staðið er frammi fyrir fjár- hagserfiðleikum einhverrar at- vinnugreinar eins og t.d. sjávarút- vegs á íslandi þá þarf fyrst og fremst að gera sér grein fyrir því hverjar séu orsakir erfiðleikanna. Vandi verður ekki leystur, mein- semd verður ekki læknuð nema vitað sé um hver og hvar mein- KjaUaiinn Skúli Alexandersson fyrrv. alþingismaður semdin er - hver sé orsök vandans og fyrir liggi hvað sé orsök og hvað afleiðing. Þetta em svo algild sann- indi að það er næstum broslegt að vera að árétta þau. Reddingar og bjargráð íslenskra stjórnvalda fyrir sjávarútveginn hafa að engu orðið undanfarin ár vegna þess að ekki hefur mátt nefna höfuðorsök erfiðleika at- vinnugreinarinnar, þ.e. kvótakerf- ið, núverandi stjórn fiskveiða sem í gildi hefur verið með smávægifeg- um breytingum frá 1. jan. 1984. Orsakir núverandi stöðu Til að tíunda aðalgalla kvótakerf- isins þarf langt mál. Það verður ekki gert hér, aðeins nefnd þrjú atriði sem öh hafa haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu sjávarútvegsins og eru beinir orsakavaldar núverandi stöðu atvinnugreinarinnar. 1. Veiðiheimhdir í þorskstofninn eru nú aðeins rúmlega helmingur þess sem þessi undirstöðuveiði- stofn íslensks sjávarútvegs gæti gefið af sér og gaf af sér í áraraðir fyrir tíma kvótakerfis. 2. Fiskveiðistefnan varð þess valdandi að smíðaðir voru margir smáflskihátar (allt að 9,9 tonn að stærð) sem ekki eru lengur not fyr- ir. Verðmæti þessara ónotuðu báta kemur til greiðslu hjá sjávarútveg- inum. Trúlega er kostnaður vegna hrans loðdýrabúskaparins ekki mikið tíl að býsnast yfir miðað við það fjármagn sem sjávarútvegur- inn þarf að greiða í skatt til að ná veiðiheimUdum af smábátunum. 3. Nú er mikið rætt um offjárfest- ingu í fiskyinnslustöðvum og að slíkar stöðvar standi víða ónotaðar og verðlausar. Hér er fyrst og fremst um afleiðingar fiskveiði- stefnunnar að ræða. Á síðustu árum hafa verið byggð ný frystihús í tugatah. Þau eru ekki við hafnirn- ar vítt um landið eða í sjávarbyggð- unum. Nei, þau eru út á hafi, þ.e. verksmiðjutogaramir, og þar er unnið á eins auðveldan máta úr hráefnum og mögulegt er. Hér hef- ur átt sér stað gífurleg verðmæta- sóun hjá sjávarútveginum og er ein höfuðorsök núverandi erfiðleika. Tillögur hafa verið felldar Þeir sem standa að fiskveiði- stjórnuninni halda því oft fram að ekki hafi komið tillögur um aðrar leiðir til að stjórna fiskisókninni. Það er rangt. Bent hefur verið á ýmsar leiðir í tihögum frá samtök- um í blaðagreinum, með tfllögum á Alþingi og breytingartiUögum við framvörp ríkisstjórna um stjórn fiskveiða. SUkar breytingartUlögur hafa alltaf verið feUdar með sameigin- legu atfylgi framannefndra for- ingja stjórnarflokkanna. TUlögur um aðrar leiðir en núverandi afla- markaðsleið hafa ekki fengist ræddar þar sem skipt hefur aðal- máh. Skúli Alexandersson „Nú býsnast stjórnarandstæðingar út 1 ríkisstjórnina út af stöðu sjávarút- vegsins - stjórnarliðar minna á mis- lukkaða sjóðafyrirgreiðslu fyrri stjórn- ar. Klögumálin ganga á víxl og útkom- an er óbreytt ástand.“ Að skipuleggja lóð fyrir matvöruverslun Þegar íbúðarhverfi era skipulögð þarf að huga að mörgu til að tryggja að væntanlegir íbúar geti með eðh- legum hætti fengið þá þjónustu sem nútímasamfélag krefst. Meðal þess nauðsynlegasta ásamt og með skóla og leikskóla er matvöraversl- un. En það er ekki alltaf þrautalaust að tryggja fólki þessa sjálfsögðu þjónustu eins og dæmið um „mat- vöruverslunina“ í Árkvörn sýnir best. Bráðabirgðaversl- unarhúsnæði Skipulag svæðisins var samþykkt í júh 1986 og lóð undir matvöru- verslun úthlutað í september sama ár. Lóðarhafinn óskar eftir aö fá að byggja 7 íbúðir í húsnæðinu til að létta undir við byggingu verslunar- hússins. íbúðir era auðseljanlegar á þessu svæði. T janúar 1987 er þessi beiðni sam- þykkt enda verði húsin byggð sam- tímis. í mars sama ár er lóðarhafa heimilað að setja upp bráðabirgða verslunarhús á lóðinni. Nýr aðih tekur við verslunar- rekstrinum áriö 1988 en lóðarhafi fær sama ár samþykkt skipulag sem gerir ráð fyrir verslunarhúsi allt að 800 m2. Mánuði seinna er samþykkt bygging verslunarmiðstöðvar á lóðinni, og í apríl er lögð fyrir bygg- ingamefnd og samþykkt teikning KjáHariim Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi aö 1997 m2 verslunarhúsi. Það byggingarleyfi var aldrei leyst út. Árið 1989 veröur lóðarhafi gjald- þrota og lóðinni er þá úthlutað til þess aðila sem rak verslunina. Þegar hingað er komið virðist áhugi lóðarhafa fara mjög þverr- andi á því að byggja verslunarhús, en að sama skapi eykst áhugi hans á að byggja íbúðir á lóðinni. í mars 1990 samþykkir skipulags- nefnd byggingu íjölbýlishúss og verslunaraðstöðu á lóðinni, en með ákveðnum fyrirvörum m.a. að íbúðir verði ekki fleiri en 10. Þremur mánuðum seinna sam- þykkir nefndin þó teikningu sem gerir ráð fyrir 12 íbúðum. Borgar- ráð fellst á þessa breytingu en sam- þykkir jafnframt að til þess að „tryggja uppbyggingu verslunar- hússins á lóðinni" skuli það byggt a.m.k. samhliða fjölbýlishúsinu eða á undan því. Skipulagsnefnd synjar í ársbyrjun 1991 verður að stöðva framkvæmdir við bygginguna þar sem skilmálar um uppbyggingu verslunarhússins voru ekki virtir. Enn verða eigendaskipti á fram- kvæmdunum og enn er sótt um fjölgun íbúða. En nú bregður svo við að skipulagsnefnd synjar beiðni um fjölgun íbúða úr 12 í 16, það er í janúar 1991. í ágúst sama ár samþykkir skipu- lagsnefnd fjölgun íbúða um tvær og núna 9. mars sl. samþykkir skipulagsnefnd að fjölga íbúðum enn og nú um þrjár. Sú tillaga er enn óafgreidd. Verslunarhúsnæðið, sem upphaf- lega var teiknað tæpir 2000 m2, er nú komið niður í um 250 m2 en íbúðir, sem upphaflega áttu engar að vera, urðu fyrst 7, síöan 10, þá 12, svo 14 og nú liggur fyrir tillaga um fjölgun um 3 íbúðir. Þessi lýsing sýnir glögglega hvernig fer þegar skipulagsmálum er ekki framfylgt og hvernig hægt er að snúa skipulagsyfirvöldum borgarinnar eins og snældurokki við að þjóna hagsmunum lóðahafa. Þetta dæmi, sem hér er rakið, er ekki einsdæmi um hringlandahátt skipulagsnefndar en vissulega eitt af þeim Ijótustu. Sigurjón Pétursson „Þetta dæmi, sem hér er rakið, er ekki einsdæmi um hringlandahátt skipu- lagsnefndar en vissulega eitt af þeim ljótustu.“ Matvöruverslunin í Arkvörn í Arbæjarhverfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.