Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. Iþróttir unglinga Akranesstúlkurnar hvetja stöllur sínar í boðsundi hnáta. Þær sigruðu með nokkrum yfirburðum. DV-myndir Hson Unglingasundmót KR-Arena 1992: Kristinn með fjögurgull Það var mikið um að vera í Sund- höll Reykjavíkur á dögunum þegar unglingasundmót KR-Arena fór fram. Þátttakendur voru 447 talsins, frá 17 félögum víðs vegar af landinu. Margur glæsilegur árangur vannst og er ljóst aö ekki þarf að kvíða framtíð sundsins hér á landi því að krakkamir sýndu svo sannarlega hvers þau verða megn- ug þegar fram líða stundir. Ægir hlaut flest stig, eöa 309, og fékk veglegan bikar. SFS varð í 2. sæti með 156 stig, KR í 3. sæti með 115 stig og Akranes í 4. sæti með 109 stig. Önnur félög voru með minna. - Mótsstjóri var Valgerður Gunnarsdóttir. Er líka í Fram Bjami Freyr Guðmundsson, 9 ára, er í Ægi og 6. flokk Fram í fótbolta. Hann segist æfa báðar íþróttirnar allt árið. „Uppáhaldssundgrein mín er skrið- sund. Eg æfi samtals fjórum sinnum í viku og er það ekkert erfitt," sagði Bjami Freyr. Móðir Bjarna, Kristjana Jónatans- dóttir, segir að öll vinnan við að koma Bjama til og frá æfingum og svo að fylgjast með keppni hja honum sé al- veg þess virði. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að æfa sund en hefur ver- ið mun meira í fótbolta. Bjami fær rpjög mikið út úr íþróttunum og ekki skortir hann félaga, sem er afar mik- ils virði að mínum dómi,“ sagði Krist- jana. Martin qóður þjálfari Krakkamir í SFS, þau Sigrún Hall- dórsdóttir, Róbert Birgisson, Eyjólfur Alexandersson og Helgi Már Hannes- son, voru á einu máli um að þýski þjálfarinn hjá þeim, hann Martin Radimacher, væri alveg frábær. „Hann er langbestur því að hann læt- ur okkur púla svo mikið, þannig að við verðum miklu betri. Samt er eins og hann píni okkur ekkert. Við æfum svona fjorum til sex sinnum í viku. Það fer mikið eftir aldri,“ sagði Eyjólf- ur. Ánægður með krakkana Þjálfari SFS, Martin Radimacher, kvaðst vera mjög ánægður með frammistöðu sinna krakka, eins og hapn orðaði það. „Eg er búinn að vera við þjálfun hjá SFS í eitt og hálft ár. Þeim hefur farið mikið fram síðastliðiö ár og það verð- ur gaman að sjá hvemig staðan verður eftir þetta keppnistímabil. Við störfum þannig að æft er í mörgum aldurshóp- um svo betra sé að sinna sem flestum og mikilvægt er að þau hafi nægt pláss í lauginni," sagði Martin. Umsjón Halldór Halldórsson Birna vann síðasta riðilinn Bima Hildur Ólafsdóttir, KR, er 11 ára. Hún sigraði í síðasta riðli í 100 m skriðsundi. „Eg er mjög ánægð með þetta sund hjá mér en ég veit ekki hvort það dug- ir tO sigurs. Það verður bara að koma í ljós. Ájinars er aðalgrein mín bringu- sund. Ég æfi þrisvar í viku og þá klukkutíma í senn og er Baldur Þor- steinsson þjálfarinn minn og er hann mjög góður. Sigurjnn kom mér á óvart Steinar Örn Steinarsson, SFS, 9 ára, sigr.aði í 50 m skriðsundi hnokka. „Eg er mjög ánægður með sigurinn þvf hann kom mér svolítið á óvart. Eg hélt að félagi minn, hann Amald- ur, myndi vinna. Annars fannst mér sundið ekki erfitt. Þetta er mín aðal- grein, ásamt baksundi," sagði Steinar. Munaði millímetrum Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, er 10 ára.og sigraði í 100 m fiugsundi meyja „Eg vinn oft á endasprettinum og það tókst að þessu sinni og munaði núna nokkrum mOlímetram á okkur. Eg er mjög ánægð því að Lilja er frá- bær. Flugsundið er ekki mín aðalgrein frekar en aðraj og syndi ég allar grein- amar jafnt. Ég á eftir að velja mér aðalgrein," sagði Lára Hrund. Laugin heima er of lítil LOja Friðriksdóttir, HSÞ, varð í 2. sapti í 100 m flugsundi meyja. „Eg hefði átt að taka eitt sundtak í viðbót en ekki að láta mig renna að bakkanum. Vegna þess þá komst hún Lára Hrund í Ægi fram úr mér. Það munaði millímetrum. Þetta var klaufaskapur hjá mér og maður bara lærir af þessu. Við æfum fjórum sinn- um í viku og höfun frábæran þjálfara, hana Þórhöllu Gunnarsdóttir. Annars æfum við í 16 metra laug á Húsavik, sem er allt of lítil laug og er mjög mikil viðbrigði að keppa hér í Sundhöllinni í Reykjavík," sagði LOja. -Hson Hinn efnilegi Kristinn Pálmason, Ægi, 12 ára, stóð sig frábæriega því að hann sigraði í 4 greinum í flokki sveina á Arenasundmótinu. Þessar stúlkur skipuðu efstu sætin i 100 m flugsundi meyja. Frá vinstri: sigurvegarinn, Lára Hrund Bjargar- dóttir, Ægi, 10 ára, og til hægri er Lilja Friðriksdóttir, HSÞ, 11 ára. Sundúrslit 200 m skriðsund nilta: Richard Kristinsson, Ægi...2:06,12 200 m skriðsund stúlkna: HOdur Einarsdóttlr, KR....2:14,44 100 m bringusund drengja: Benedikt Sigmundsson, IA...1:19,29 100 m bringusund telpna: Eydfs Konráðsdottir, SFS...1:21,14 100 m bringusund pilta: MagnúsKonráðsson.SFS.......1:10,08 100 m bringusund stúlkna: Inglbjörg Ó. ísaksen, Ægi.1:19,48 100 m baksund drengja: Davíð Þórunnarson, SH.....1:10,64 100 m baksund telpna: Eydís Konráðsdóttir, SFS..1:10,a3 100 m baksund pilta: Magnús Konráðsson, SFS.....1:04,43 10Q. ro baksund hnokka: Steinar O. Steinarsson, SFS.43,88 1.00 m baksund hnáta: Louísalsaksen, Ægi...........46,78 100 m baksund sveina: Kristinn Pálmason, Ægi.......1:18,73 100 m baksund meyja: Lára Hrnnd Bjargard., Ægi....1:23,78 4x50 m fjórsund hnokka: A-SveitÆgis................3:35,61 4x50 m fjórsund hnáta: A-sveit Ægis...............3:08,81 4x50 m fjórsund sveina: A-sveit UMSK...............3:06,23 4x50 m flórsund meyja: A-sveít Ægis...............2:36,24 50 m skriðsund hnokka: Steinar Ö. Steinarsson, SFS..41,38 50 m skriðsund hnáta: Sígriður R. Þórisdóttir, Ægí.38,40 100 m þaksund stúlkna: Ingibj örg O. Isaksen, Ægi...1:12,99 4x50 m fjórsund drengja: A-sveit Ægis...............2:21,17 4x50 m fjórsund telpna: A-sveitÆgis................2:21,77 4x50 m fjórsuud stúlkna: A-sveitSFS.............,....2:11,32 (Islandsraet) 50 m bringusund hnokka: Amar DórHannesson, SFS.......50,36 50. m bringusund hnáta: Louísa Isaksen, Ægi..........49,49 100 m bringusund sveina: Kristinn Pálmason, Ægi ..„.,....1:33,53 100 m bringusund meyja: LáraHrundBjargard., Ægí....1:27,16 100 m skriðsund sveina: Kristinn Pálmason, Ægi....„1:06,75 100 m skriðsund meyja: Lára Hmnd Bjargard., Ægi...1:09,36 50 m flugsund hnokka: Arnar Dór Hannesson, SFS....52,29 50 m flugsund hnáta: SlgríðurR. Þórisd.,Ægi......45,32 100 m flugsund sveina: Kristinn Pálmason, Ægi....1:21,70 8x50 m skriðsund hnokka: A-SveitÆgis...............8:45,57 8x50 m skriðsund hnáta: A-sveit SFS...............5:56,23 8x50 m skriðsund sveina: A-sveit SFS...............5:27,09 8x50 m skriðsund meyja: A-sveitlA.................4:52,49 100 m skríðsund drengja: Davíð F. Þórunnarson, SH..1:01,36 100 m skriðsund telpna: Eydís Kom'áösdóttir, SFS..1:03,15 100 m skriðsund pilta: Omar Amarson, Oðrú..........57,44 100 m skriðsund stúikna: Hildur Einarsdóttir, KR...1:01,26 100 m flugsund drengja: DavíðF. Þórunnarson, SH...1:12,06 100 m flugsund telpna: Eydís Konráðsdottir, SFS..1:09,40 100 m flugsund pilta: ÓmarÁmason, Oðni..........1:02,96 100 m flugsund stúlkna: Hildur Einarsdottir, KR...1:09,91 8x50 m skriðsund drengja: A-sveit Ægis............ 4:16,95 8x50 m skriðsund telpna: A-sveit Ægis..............4:17,56 8x50 m skriðsund pilta: A-sveit UMSK..............3:46,43 8x50 m skriðsund stúlkna: A-sveit Ægis..............4:07,15 Rikarglíma Islands haldin að Laugum: Skarphéðinsfólk sigursælt Sigurvegarar í Bikarglímu íslands 1992. Frá vinstri: Unnur Sveinbjörnsdóttir, HSK, sigurvegari í telpnaflokki. Ólafur Kristjánsson, sem sigraði í piltaflokki, 10-12 ára. Karólína Ólafsdóttir, HSK, sigraði í flokki meyja, 13-15 ára. Ólafur O. Sigurðsson, HSK, sigraði í flokki sveina, 13-15 ára. Ingibergur J. Sigurðsson sem vann í flokki unglinga, 16-19 ára. Lengst til hægri er hinn unglegi en sterklegi Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, en hann sigraði í karlaflokki. Bikarglíma íslands, Flugleiðamót, var haldin að Laugum í Suður- Þingeyjasýslu laugardaginn 7. mars. Keppt var í 6 flokkum og voru keppendur 55 talsins, frá 4 félögum, HSK, HSÞ, KR og Umf. Víkveija í Reykjavík. Það setti svip á ferðina að keppendur að sunnan uröu veðurtepptir á Húsavík einn sólarhring en þeir höfðu orðið sam- ferða norður í Flugleiðavél. Keppendur frá HSK urðu sigur- sælir á mótinu en þeir hlutu fjóra bikara af þeim sex sem keppt var um, þ.e. í karlaflokki og í flokki 13-15 ára sveina og stúlkurnar frá HSK hlutu báðar kvennabikarana sem keppt var um, þ.e. í flokki 10-12 ára og í flokki 13-15 ára. HSÞ hlaut einn bikar í flokki 10-12 ára pilta og Víkverji hlaut einn bikar í flokki 16-19 ára. Nánari úrslit urðu sem hér segir. Telpur, 10-12 ára: 1. IJnnur Sveinbjömsdóttir....HSK 2. Ólöf H. Þórarinsdóttir.....HSK Meyjar, 13-15 ára: 1. Karólína Ólafsdóttir......HSK 2. HeiðaBjörgTómasdóttir.....HSK Piltar, 10-12 ára: 1. Ólafur Kristjánsson........HSÞ 2. Sölvi Amarson..............HSK Sveinar, 13-15 ára: 1. Olafur O. Sigurðsson.......HSK 2. Torfi Pálsson..............HSK Unglingaflokkur, 16-19 ára: 1. Ingibergur Sigurðsson.Víkverja 2. Tryggvi Héðinsson..........HSÞ Karlaflokkur: 1. Jóhannes Sveinbjörnsson...HSK 2. Kristján Ingvarsson........HSÞ -jþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.