Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Ný kynslóð ókomin
Launafólk í landinu getur bætt kjör sín verulega og
án þess að leggja út í herkostnað á borð við verkfoll.
Þetta getur fólk með því að skipta um forustu í stéttarfé-
lögum og stéttasamböndum. Til skjalanna þarf að koma
forusta nútímafólks, sem sér gegnum gamlar klisjur.
Hin hefðbundna aðferð kjarabaráttu felst í að heimta
hærri laun í viðræðum við forustumenn samtaka at-
vinnurekenda og blása til verkfalla, ef tregt gengur að
semja. Þessi aðferð hefur gefizt verr og verr á síðustu
áratugum og er nú orðin nánast vonlaus með öllu.
í gamla daga voru kauphækkanir einfaldlega hirtar
til baka með verðbólgu og gengislækkunum. Síðan vísi-
tölur og rauð strik komu til skjalanna hefur þurft flókn-
ari leiðir til að eyða lífskjarabatanum, en allar ríkis-
stjórnin hafa fundið þær, ef þær hafa lagt sig fram.
Þetta hafa margar gamlar verkfallshetjur séð og eru
því tregar til átaka af þessu tagi. í staðinn hafa komið
græningjar á borð við forustumenn kennara, sem hafa
hvað eftir annað þurft að reka sig á nákvæmlega þá
hluti, sem fyrir löngu voru kunnir í einkageiranum.
Langt er síðan náðist jafnvægi í hlutdeild lífskjara
almennings í þjóðarbúskapnum. Síðan hefur ekki verið
hægt að afla bættra lífskjara með því að sækja þau til
atvinnurekenda. Þessi lexía hefur verið fyrir allra aug-
um í nokkra áratugi, en samt skihzt fremur treglega.
í seinni tíð hefur kjarabarátta einkum beinzt að fé-
lagsmálapökkum ríkisstjórna og loforðum þeirra um
að stela ekki nýfengnum kaupmætti. Þessi aðferð hefur
ekki gefizt miklu betur en hin fyrri, svo sem sést af
því, að lífskjör hafa farið dalandi á síðustu árum.
Kjaraviðræður síðustu vikna eru hápunktur þessarar
aðferðar. Þær hafa að litlu leyti fahzt í kröfum á hendur
harðskeyttum atvinnurekendum og að miklu leyti í
kröfum um félagsmálapakka frá lingerðri ríkisstjórn.
Þessi leið sprakk, af því að skotið var yfir markið.
Nú eru forustumenn launafólks að reyna að prófa
gömlu aðferðina að nýju, en hafa ekki erindi sem erf-
iði, af því að forustumenn atvinnurekenda eru fastir
fyrir. Hótanir um verkfóll eru léttvægar, af því að við
núverandi aðstæður treystir margt fólk sér ekki í átök.
Svo kann þó að fara, að verkfóh séu nauðsynleg til
að fólk skilji, að forustumenn launafólks eru ekki færir
um að gæta hagsmuna almennings. Þeir eru stirðnaðir
í gömlum hugarheimi kauphækkana og félagsmála-
pakka og geta með engu móti séð möguleika stöðunnar.
Nú á tímum er hægt að bæta lífskjör með því að
leggja niður einokun og viðskiptahömlur. Með afnámi
innflutningsbanns og einokunar í landbúnaði einum er
hægt að bæta kjörin sem svarar 26.000 krónum á mán-
uði á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu.
Ef launafólk hætti að tefla fram klisjungum, sem
hafa sannað vangetu sína, og veldi nútímafólk til for-
ustu í kjaramálum, væri auðvelt að bæta lífskjörin, án
þess að það sé á kostnað atvinnurekenda eða ríkissjóðs.
Th þess þarf bara nýtt fólk með nýjan hugsunarhátt.
Bætt kjör á íslandi felast í afnámi viðskiptahafta, þar
á meðal í Qölþjóðlegu samstarfi, svo sem með samning-
um í GATT, alþjóðlega fríverzlunarklúbbnum, og samn-
ingum um fríverzlun við helztu viðskiptablokkir heims,
svo sem Evrópubandalagið, Bandaríkin og Japan.
Launakjör byrja fyrst að batna að nýju, þegar til for-
ustu er komin í stéttarfélögum ný kjmslóð, sem skilur
nútímann. Á þeirri kynslóð örlar því miður ekki enn.
Jónas Kristjánsson
mm f 'E
„Eg er einn þeirra sem telja að lögsaaa okkar sé ekki lengur i hættu né heldur yfirráð okkar á nýtingu
auðlinda innan hennar."
Heimildir er-
lendra f iskiskipa
til haf nþjónustu
IDV þ. 18. mars sl. skrifar Gunn-
ar Svavarsson um langþráðar
breytingar. Hann á við frumvarp
til laga um rétt til veiða í efnahags-
lögsögu íslands sem var samþykkt
sem lög frá Alþingi sl. miðvikudag,
25. mars.
í fyrrnefndri grein lýsti Gunnar
þeirri skoðun að tillögur sjávarút-
vegsnefndar Alþingis við aðra um-
ræðu setji í hættu það markmiö
sem að var stefnt - jafnvel geri ár-
angur laganna að engu. Ég er ann-
arrar skoðunar.
Úrelt bannlög loks afnumin
Hin nýju lög afnema lög nr. 33 frá
1922 sem voru afar ströng og í raun
bönnuðu erlendum fiskiskipum að
koma í íslenska landhelgi nema í
neyðartilvikum. Þau höfðu þó síðar
verið rýmkuð nokkuð, t.d. með lög-
um nr. 30 frá 1969.
Síðan hafa oft verið lögð fram
frumvörp um frekari rýmkun en
ávaílt stöðvuð. Þingmenn hafa ekki
viljað fórna né setja í hættu þau
úrræði sem lögin veittu til að
tryggja hagsmuni okkar á miðun-
um. Lífsbjörg okkar vildu þeir
verja.
Breyttir tímar
Allt frá byrjun þessarar aldar
höfum við íslendingar háð harða
baráttu fyrir rétti okkar sem eyþjóð
til að ná fullum og óskoruðum yfir-
ráðum á auðhndum hafsins við
landið. Þorskastríðunum lauk með
sigri okkar málstaðar, 200 sjómílna
efnahags- og fiskveiðilögsaga er nú
meginregla um yfirráð strandríkja
á auðlindum sjávar og hafsbotns.
Ég er einn þeirra sem telja að
lögsaga okkar sé ekki lengur í
hættu né heldur yfirráð okkar á
nýtingu auðhnda innan hennar.
Þvi fagnaði ég eindregið frumvarp-
inu og tók ótrauður þátt í að vinna
því byr við umfjöUun í þingi og
þingnefndum.
Ásteytingarsteinn
Gunnar segir tiUögin- sjávarút-
vegsnefndar hafa snúið meginreglu
frumvarpsins um frjáls viðskipti í
andhverfu þess - bann - en gert
frelsið að undantekningu þá sér-
staklega standi á.
Meginreglan um hafnviðskipti
erlendra veiðiskipa kemur fram í
fyrstu málsgrein þriðju greinar
KjaHarinn
Árni Ragnar Árnason
alþm. Sjálfstæöisflokksins
fyrir Reykjaneskjördæmi
laganna sem segir: „Erlendum
veiðiskipum er heimilt að landa
eigin afla og selja í íslenskum höfn-
um og sækja þangað alla þá þjón-
ustu er varðar útgerð skipsins."
Nefndin lagði til að sú málsgrein
yrði óbreytt.
Önnuf málsgrein þriðju greinar
íjaUar um þá undantekningu frá
meginreglunni að leyfa ekki viö-
skipti skipa sem veiða úr sameigin-
legum nytjastofnum okkar og ann-
arra þjóða sem ekki hefur verið
samið um nýtingu á. Tillaga nefnd-
arinnar um þá málsgrein var lögð
fram eftir umræöu í þinginu og ít-
arlega umfjöllun í utanríkismála-
nefnd og sjávarútvegsnefnd þings-
ins sem fengu umsagnir frá mörg-
um aðilum, þ. á m. hagsmunasam-
tökum. Báðar þingnefndir voru
sammála um tfilöguna.
Mismunur frumvarpsins og til-
lögunnar var þessi:
- í frumvarpinu segir síðan að
sjávarútvegsráðherra sé heimilt að
takmarka þær vegna skipa er
stundi veiðar úr þessum stofnum.
- í tiUögu nefndarinnar segir síð-
an að það sé þó ekki heimilt þegar
um veiðar úr þessum stofnum er
að ræða en sjávarútvegsráðherra
heimilt að víkja frá því þá sérstak-
lega stendur á.
Við aðra umræðu var breytingar-
tifiaga nefndarinnar samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða í þinginu.
Nýir möguleikar
Eg fæ ekki séð að tiUaga nefndar-
innar hafi gjörbreytt éfni og anda
þessara laga frá frumvarpinu.
Fyrsta málsgrein lagagreinar kveð-
ur á um meginreglu. Þær sem á eft-
ir koma kveða á um frávik eða und-
antekningar sem geta komið til.
Ég tel ekki að markmiðum frum-
varpsins hafi verið teflt í voða með
breytingunni og hef hvorki heyrt
né séð rökstuðning fyrir þeirri
skoöun að þær hafi gert árangur
laganna að engu.
Hin nýju lög eru um rétt til veiða
í efnahagslögsögu íslands og um
það flaUa megingreinar þeirra.
Hlutverk laganna er að tryggja
stjóm okkar á auðlindum lögsög-
unnar og úrræði í samskiptum við
aðrar þjóðir sem veiða úr sömu
nytjastofnum. Lögin tryggja rétt
okkar og yfirráð. Þau gefa stjóm-
völdum lögformlegt úrræði tU af-
skipta í samræmi við stefnu okkar
tU að tryggja okkar eigin veiðihags-
muni. Þau veita okkur jafnframt
aukið frelsi til athafna og viðskipta
við úthafsveiöiflota annarra þjóða
á norðurhöfum.
Þetta síðasttalda er markmið
þriðju greinar laganna - og það
náðist. Með þeim hafa skapast nýir
möguleikar til aukinna umsvifa við
sjávarsíðuna. Það er atvinnulífsins
að gera þá aö veruleika og ég vona
svo sannarlega að stjómendur þess
láti ekki breytt orðalag viUa sér sýn
svo herfilega að þeir grípi ekki
tækifærin. AUt sem þarf er vUji.
Árni Ragnar Árnason
„Hlutverk laganna er að tryggja stjórn
okkar á auðlindum lögsögunnar og
úrræði í samskiptum við aðrar þjóðir
sem veiða úr sömu nytjastofnum.“