Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. 19 Menning Marjas spilaður í samnefndu sjónvarpsleikriti sem gert er eftir smásögu Einars H. Kvaran. Að spila rass- inn úr buxunum RÚV fnunsýndi á sunnudagskvöld nýja sjónvarps- mynd, Maijas, byggða á sögu Einars H. Kvaran. Viðar Víkingsson gerði handritið og útfærði efnið fyrir sjón- varp, auk þess sem hann leikstýrir myndinni og ann- ast klippingu. Myndin er rúmlega klukkutíma löng, þroskasaga ungs drengs sem er á mótum þess að teljast 1)3111 og unglingur. Augu hans eru að opnast fyrir mannlegu eðh og í hugmyndaheimi hans hlandast saman barns- legt traust og vangaveltur um lífið sem ennþá eru litað- ar af trú hans á álfa og huldufólk. Borgarkletturinn, sem blasir við úr glugganum hans, er helgur staður og honum tengjast hugrenningar drengsins. Hann verður leiksoppur tveggja ungra manna. Þeir keppa um hylh heimasætunnar á bænum, (sem hann er reyndar sjálfur svohtið veikur fyrir) og áður en varir er drengurinn grimmilega niðurlægður. Sá sem hann hélt vera vin sinn bregst honum og í máttvana reiði og örvæntingu gerir hann uppreisn og grýtir álfa- borgina þó að hann trúi því sjálfur að það boði ógæfu. Grjótkastið er honum eins konar manndómsvígsla. Löngu seinna leitar hann heim á gamlar slóðir, brot- inn maður eftir stærsta skipbrot lífs síns. Hann riijar upp gamla tímann og öðlast loksins ró þegar hann sér hlutina í víðara samhengi og skhst að aht er þetta hégómi, „skuggar af hrófathdri heimskunnar“ eins og fóstra hans orðar þaö. Viðar færir tíma sögunnar fram og lætur hana ger- ast einhvers staðar upp úr 1960. Það er ekki bara Mundi hth sem stendur á krossgötum heldur endur- speglast sama togstreita í lífi fólksins þar sem nýi og gamh tíminn vega salt í atvinnuháttum og umhverfi. Kýmar eru handmjólkaðar og heyið liggur í snyrti- legum flekk á túninu þar sem það er rifjað með gamla laginu. En tæknin er samt komin með tána inn í líf fólks- ins. Þarna syngur ekki lengur í orfi sem er sveiflað létthega við slátt heldur drynin- þyngslaleg dráttarvél eftii- túninu. Sundurrifmn Bjúkki úti í skemmu er það leynivopn sem engin yngismey fær staðist þegar hann hefur öðlast fyrri glæsheik. í bakgrunni atburðanna, sem eiga eftir að hafa svo örlagarík áhrif á líf Munda, er þannig athyghsverð þjóðháttalýsing frá þessum árum. En gagnstætt því sem stundum hefur vhjað brenna við í íslenskum kvik- myndum verður hún hér eðhlegur hluti myndarinnar. Henni er hvergi tranað fram og ótrúlega vel tekst að skapa andrúmsloft þessara ára. Yfir lifmu á bænum er þúsimd ára ró en undir niðri krauma þungir straumar afbrýðinnar. AÍlt myndmáhð er vandlega unnið og persónumar vel leiknar. Án þess að dvelja um of við hveija eina lýsa snögg svipbrigði og leiftur af augnatihiti innri hræringum. Það er eftirtektarvert hvað leikstjómin er hnitmiðuð í þessrnn hluta myndarinnar, hún bein- ist inn á við að kjamanum. Tæknivinnan er líka óvenjulega vönduð og laus við frumbýhngsbraginn sem oft hefur óprýtt innlent sjónvarpsefni. Lýsingin er vel unnin, jafnt úti sem inni, og hljóð- setning hefur heppnast ágætiega. Sá hluti myndarinn- ar sem lýsir æsku Munda rennur þæghega áfram og khppingar eru vel hugsaðar. Þau atriði úr nútímanum sem lýsa sphafíkn Guð- mundar og for hans til Austurlanda þar sem hann fer Leiklist Auður Eydal á húhu og bókstaflega sphar rassinn úr buxunum em hins vegar vandræðaleg og hkt og úr annarri mynd. Þau eru ofhlaðin og yflrborðskennd og alveg á skjön við einfalda frásagnaraðferð hins hlutans. Þorleifur Öm Arnarson leikur drenginn af með- fæddri einlægni. í andhti hans speglast margvíslegar tilfinningar, aht frá hehbrigðri forvitni bamsins th sársauka, örvæntingar og þijóskublandinnar reiði. Rúnum rist andht Guðmundar á fuhorðinsaldri geymir enn minninguna um drenginn og Þorsteinn Gunnarsson fer vel með hlutverk hans, þó að hann sé full liflaus. Jakob Þór Einarsson sýnir blæbrigðaríkan leik og vel unninn í hlutverki Gríms. Myndavélin er óspart notuð til að fanga minnstu svipbrigði og vinalegt lát- bragð þegar Grímur er að spha með strákinn. Og ekki er síðri lítt duhn þrá hans th Huldu, sem Þórunn Bima Guðmundsdóttir leikur. Hún hefur ljómandi útht, sambland af barni og gyðju og vel trúlegt að hún æri og trylli ungu mennina á bænum. En Þómnn réð ekki nógu vel viö framsögnina sem var of flöt og thgerð. Hhmar Jónsson leikur hinn vonbiðihnn, sem er gróf- ari og breytist í „Úlf óþveginn“ í rímnakveðskap Munda af því að hann er í og með hálfsmeykur við hann. Hhmar vinnur ágætlega úr hlutverki vega- vinnubhstjórans sem er töffari síns tíma og kaldur karl. Förðunin, þegar Jónas tekur hamskiptum, var skemmthega unnin. Hanna María Karlsdóttir vann ákaflega vel úr mik- hsverðu hlutverki fóstrunnar, sem er eini vinur Munda, og Theodór Júhusson var traustur sem fóstr- inn þó að hann segði fátt. RÚV-sjónvarp: MARJAS Sjónvarpsleikrit byggt á sögu Einars H. Kvaran. Kvikmyndataka og lýsing: Páll Reynisson. Hljóöupptaka og hljóðblöndun: Pétur Einarsson. Leikmyndahönnun: Gunnar Baldursson. Handrit, stjórn upptöku, leikstjórn og klipping: Viðar Vikings- son. Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður hl. úr fasteigninni Hólmgarði 34, þingl. eign E. M. Aftrico neytendaþjónustunnar sf„ boðinn upp að nýju og seldur á nauðungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 2. apríl kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Búnaðarbanki íslands, Landsbanki íslands og íslandsbanki hf. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ Í REYKJAVIK SUMARBÚSTAÐUR Starfsmannafélag óskar að kaupa vandaðan sumarbústað, helst í Borgarfirði. Um staðgreiðslu er að ræðá og til greina kemur einnig að kaupa innbú með. Tiiboð sendist ÐV, merkt „S-3943", fyrir 5. apríl nk. Fundarboð Aðalfundur Húseigendafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 9. apríl nk. kl. 17.00 í samkomusal iðnaðarmanna, Skipholti 70, 2. hæð, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál. Stjórnin Bækur til sölu Aldarminning prenthstarinnar á íslandi, handlitað eintak, Dansk Biografisk Leksikon 1.-19. bindi, Úr fylgsnum fyrri alda 1.-2. bindi, Tímarit Máls og menningar 1940-1989, Tímaritið Réttur, kplt., Menn og menntir 1-4 e. Pál Eggert Ólason, Kvæði og dans- leikir 1-2 e. Jón M. Samsonarson, Bókmenntasaga Stefáns Einars- sonar, Lestrarbók Sigurðar Nordals 1400-1800, íslenzkar bók- menntir í fornöld e. dr. Einar Ól. Sveinsson, Jólavaka Jóhannesar úr Kötlum, Fjallamenn e. Guðmund frá Miðdal, Austantórur 1-3 e. Jón Pálsson, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi e. dr. Guðna Jónsson, Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar e. Björn O. Björnsson, lúxus-skinnband, Landnám í Vestur-Skaftafells- sýslu e. dr. Einar Ól. Sveinsson, Nýja sagan, kplt., e. Pál Mel- steð, Saga Natans og Rósu e. Brynjúlf á Minna-Núpi, Veraldar- saga Sveins á Mælifellsá e. sjálfan hann, Bólu-Hjálmars saga e. Brynjúlf Jónsson, Æviskrá MA-stúdenta II. og IV. bindi, Hver er maðurinn? 1-2 e. Brynleif Tobíasson, Stokkseyringasaga 1-2 e. Guðna Jónsson, Föðurtún, ættir Húnvetninga, e. Pál Kolka, Strandamannabók Péturs á Stökkum, Deildartunguætt 1.-2. bindi e. Hjalta Pálsson o.fl., Formannsævi í Fyjum e. Þorstein í Lauf- ási, Sagnaþættir Guðna Jónssonar 1-12, íslenzkar ártíðaskrár með ættartöflum e. dr. Jón Þorkelsson, Fomyrði Lögbókar e. Pál Vídalín, Lögmál Parkinsons, þýðing Vilmundar Jónssonar, Lýsing Vestmannaeyjasóknar e. Brynjólf Jónsson, tölusett útg., Mannaferðir og fornar slóðir e. Magnús á Syðra-Hóli. Ákæruvald- ið e. Lárus Jóhannesson, Bæjarskrá Reykjavíkur 1934-1935, gaml- ar símaskrár fyrir árin 1931, 1935, 1936, 1937, Byltingin á Spáni e. Þórhall Þorgilsson, tímaritið Óðinn ritstj. Þorsteinn og Vil- hjálmur Þ. Gíslason, komplet, Hvað sagði tröllið? e. Þórleif Bjarnason, Mállýzkur I. e. Björn Guðfmnsson, Hugsunarfræði e. Eirík Briem, Annálar 1400-1800 1.-5. bindi, Annáll 19du aldar 1.-3. bindi, Skagfirzk fræði 1-7, Rauðabókin um starfsemi ísl. sósíalista í austantjaldslöndum, áritað eintak frá Davíð Odds- syni, Bókin um veginn e. Lao Tse, Deildir Alþingis e. Bjama Benediktsson, Blað lögmanna 1-4, allt sem út kom, Helsingjar e. Stefán frá Hvítdal, frumútg., Verk Nordahls Grieg 1-7, Verk Guy de Maupassant 1-7, Erlend nútímaljóð, útgáfa Jóns Óskars, Flöjtespilleren e. Halldór Laxness, áritað eintak frá skáldinu, ýmis sálmakver og söngbækur, bækur um Raspútín, MA-kvart- ettinn, söngskrár, gömul söngprógrömm úr Reykjavíkurlífínu, gamlar skipa- og togaramyndir, íslensk póstkort og erlend frá fyrri tíð, gamanvísnakver og kímnisögur, bækur um kristindóm og kommúnisma og ótal ótal margt hnýsilegt nýkomið. Einnig frumútg. af Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson, lúxuseintak í skinnbandi og ósnert eintak af Tíminn og vatnið e. Stein Stein- arr, ób. m.k. Við höfum bækur í öllum grcinum fræða, vísinda og fagurfræða, vandlega sundurgreint í deildum. . Kaupum íslenskar bækur og erlendar, heil söfn og stakar betri bækur, íslensk póstkort. Metum bækur fyrir dánar- og skiptabú og tryggingafélög. Vinsamlega hringið, skrifið eða lítið inn. Bókavarðan Bækur á öllum aldri Hafnarstræti 4, sími 29720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.