Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Page 32
F R ETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku
frétt, hringdu þái síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn ~ Auglysingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992.
ísnó gjaldþrota:
Skuldar
- Landsbanka
300 milljónir
„Það er ekki fjarri lagi að ísnó
skuldi bankanum um 300 miiljónir
króna ef allt er talið en það er alveg
óráðin gáta hvað upp í þá skuld kem-
ur. Guð einn má því vita hvað Lands-
bankinn tapar á gjaldþroti fyrirtæk-
isins. Ég veit ekki hvaða verðmæti
hggja í þeim fiski sem er í stöðinni,"
segir Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans.
Heildarskuldir ísnó nema um 700
mihjónum króna. Mestar eru þær við
Landsbankann eða um 300 mUljónir
króna, skuld við Framkvæmdastjóð
■^íslands eru um 100 milljónir, aðrar
skuldir eru við aðra viðskiptamenn
og erlendar lánastofnanir.
ísnó hefur barist fyrir lífi sínu að
undanförnu og átt í samningavið-
ræðum við lánardrottna sína. Til að
unnt yrði að halda rekstrinum áfram
vantaði rekstrarlán sem Landsbank-
inn hafnaði í gær að veita fyrirtæk-
inu. Því var ákveðið að óska eftir
gjaldþrotaskiptum. -J.Mar
Félag íslenskra fræöa:
Mótmæla
vinnubrögðum
ráðherra
„Ég hafði ekkert samráð við starfs-
fólk á Þjóðminjasafninu. Ég hafði
ekkert við það að gera. Það er ekki
það sem velur þjóðminjavörð. Ég
hafði hins vegar samráð við formann
þjóðminjaráðs um vai staðgengils,"
sagði Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra vegna umdeUdrar
skipunar hans á staðgengli þjóð-
minjavarðar.
Félag íslenskra fræða hefur sent
'ó frá sér mótmæh vegna þessara ráð-
stafana menntamálaráðherra.
„Við andmæltum vinnubrögðun-
um sem viðhöfð voru við val stað-
gengUs þjóðminjavarðar," sagði Örn-
ólfur Thorsson, stjómarmaður í Fé-
lagi íslenskra fræða. „Sérstaklega
fannst okkur óeðlUegt að gengið væri
fram hjá þjóöminjaráði og öhum
starfsmönnum." -JSS
Norðurstjarnan:
Öllum sagt upp
Um 30 af 40 starfsmönnum Norður-
stjörnunnar, fiskvinnslu og niður-
suðu í Hafnarfirði, missa atvinnuna
í dag. Öllu starfsfólkinu var sagt upp
um áramót og munu þeir tíu, sem
höfðu lengstan uppsagnarfrest,
hættaumnæstumánaðamót. -VD
Hrafn kvik
myndar í frið-
lýstri Gróttu
- hyggst reisa þar fornmannahaug fyrir varptímann
Mesta varplandi höfuöborgar- „Grótta er gullmoh náttúrulifs. hvern hátt umferð almennings á
svæöisins, hinni fiðlýstu eyju Eyjan er eitthvert mesta varpland svæðinu."
Gróttu, verður breytt í eins konar höfuðborgarsvæðisins og algerlega Almenningi er heimiiuð för um
kvikmyndaver í sumar. Hrafn friðlýst frá 1. maítil 1. júh á meðan Gróttu utan varptímans. Síðasthð-
Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- varp stendur yfh'.“ ið sumar var haldin hstaverksýn-
maður hefur fengið leyfi hjá Vita- Þóroddur segir ennfremur að ing í Gróttu. Þar fengu listamenn
og hafharmálastofnun tii að kvik- hann telji ekki mikla hættu á ferð- að raða upp steinum eftir hentug-
mynda þar nýja mynd sina í sum- um þótt Hrafn fái að kvikmynda í leikum. Um 100 manns komu á
ar. Þegar í apríl, fyrir varptímann, eyjunni í sumar með öllu því um- hverjum degi.
hyggst hann reisa fommannahaug stangi sem slíku fylgir. „Þó að þarna komi tugir manna
í eyjunni, gerðan úr trégrind sem „Hrafn kemur hingað á mánudag með Hrafni 1 sumar og séu í nokkra
þakin verður torfi. til fundar með okkur þar sem farið daga á staðnum þarf þaö ekki að
Þóroddur Oddsson, fram- verður nákvaemlega í gegnum hans hafa nein áhrif á gróður og vera
kvæmdastjóri Náttúruverndar- hugmyndir. í friðlýsingunni segir neitt th tjóns. Það eru hins vegar
ráðs, sagði við DV í morgun að að allt jarðrask sé bannað. Hann hreinar línur að þarna verður ekki
Hrafn kæmi á fund ráðsins eftir verður að gera okkur grein fyrir farið með neinar taktorsgröfur eða
helgi, á mánudag, þar sem mái öhum slíkum hugmyndum. Eins neitt slíkt til að moka,“ segir Þór-
hans yrði tekið th umfjöhunar. hvort myndatakan trufh á ein- oddur. -JGH
Nú er unnið allan sólarhringinn við lagfæringu á Ölfusárbrú. Myndin var tekin þegar vegagerðarmennirnir voru
að hefja næturvinnuna með þvi að saga einingar úr brúargólfinu. Vel sjást skörðin sem myndast hafa i gólfið. Brúin
er lokuð fyrir allri umferð á milli kl. 17 á daginn og 7 á morgnana. DV-mynd Kristján Einarsson
Jón Baldvin:
Áfall fyrir
Verkamanna-
flokkinn
„Niðurstöður bresku þingkosning-
anna eru mikið áfall fyrir Verka-
mannailokkinn sem nú verður að
taka sjálfan sig til bæna. í huga ann-
arra en Breta sjálfra vakna spurn-
ingar um leikreglur lýðræðis þar í
landi. Tæplega 60 prósent þjóðarinn-
ar hafa engin áhrif haft á stjórn
landsins áratugum saman. Fyrir vik-
ið er Verkamannaflokkurinn orðinn
að eins konar eilífum andstöðu-
flokki, í stað þess að vera ýmist í for-
ystu, stjórnarandstöðu eða ríkis-
stjóm. Æth tveggja flokka kerfið i
Bretlandi virki miklu lengur?" segir
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra.
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, segir
sigur íhaldsflokksins í þingkosning-
unum hafa komið sér sumpart á
óvart. Þó hafi hann verið byrjaður
að fá á tilfinninguna að Kinnock,
leiðtogi Verkamannaflokksins, nyti
ekki trausts.
„Ég byrjaði að fá þetta á thfinning-
una eftir að hafa rætt við ýmsa
breska þingmenn. Meðal þeirra á ég
marga góða kunningja, sérstaklega í
Frjálslynda flokknum. Staðreyndin
er að Kinnock náði ekki til fólksins
og Major mildaði ímynd íhalds-
flokksins. Hann hefur horfið frá
ýmsum hugmyndum um einkavæð-
ingu og harðasta tahtcherismanum,“
segir Steingrímur. -kaa
íhaldsmenn
auka foryst-
una á loka-
sprettinum
John Major, forsætisráðherra
Breta, hefur öryggan meirihluta að
baki stjórnar sinnar. Þegar eftir var
að úthluta fáeinum sætum voru 343
menn komnir á þing fyrir íaldsflokk-
inn. Það er 17 sætum meira en þarf
th að hafa hreinan meirihluta í þing-
inu.
Talið er að Major hugi nú að upp-
stokkun í stjórn sinni. Hann hefur
nú styrk til að víkja enn frekar frá
stefnu Margrétar Thatcher eins og
hugur hans hefur staðið til.
Helst er tahð að fjármálaráðherr-
ann, Normen Lamont, verði látinn
víkja. Hins vegar er Douglas Hurd
utanríkisráðherra viss með sinn ráð-
herrastól þótt hann hafi keppt hart
við Major um leiðtogastöðuna í
íhaldsflokknum í fyrra. -GK
- sjá bls. 8-9
LOKI
Nú hljóta kratar að kinoka
sér við Kinnock!
Veðriðámorgun:
Hlýnandi
veður
Á morgun verður suðaustlæg
átt, strekkingur og súld við suð-
vesturströndina en hægari og
bjart veður norðanlands og
austan. Heldur hlýnandi veður.
Hiti verður á bhinu 3-5 stig.
ÞRÖSTUR
68-50-60
VANIR MENN