Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 26
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Sviðsljós Hér sést Bergleif ásamt Guðrúnu Einarsdóttur, eigin- konu sinni, sonunum Þorsteini og Jóhanni og Hrefnu Zoéga en hún heldur á syni sinum og Jóhanns, Hjálm- ari litla. Bergleif var lengi kokkur á aflaskipum Eskfirðinga og þótti afskaplega góður. Þetta eru fyrrum skipsfélagar hans af Hólmaborg SU-11, talið frá vinstri: Benedikt Hilmarsson, Ómar Jónsson og Jóhann Kristjánsson skipstjóri. DV-myndir Emil Eskifjörður Hótelstjórinn fimmtugur Emil Thorarensen, DV, Esldfirði: Bergleif Joensen, hótelstjóri á Eskiiirði, hélt upp á 50 ára afmæli sitt nú á dögunum. Að sjálfsögðu tók hann á móti gestum á hótelinu sínu, nefnilega Hótel Öskju á Eskifirði. Margir komu og heilsuöu upp á afmæhsbarnið á þessum merku tímamótum í lífinu og þáðu í leiöinni stórglæsilegar veitingar í mat og drykk. Bergleif er færeyskur. Þorsteinn Kristjánsson, sem var skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, réð þenn- an snjalla matreiöslumann á skip sitt í Færeyjum fyrir 10 árum. Síðan hefur Bergleif aiið sinn aldur hér- lendis og lengst af starfað sem afar vinsæll kokkur á aílaskipum Esk- firðinga. Talaðu viöokkur um BÍLASPRAUTUN BÍLARÉTTINGAR Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 Laugavegi55 a 21414 Hér má sjá sönghópinn Betra seint en aldrei og á bak við hann er big bandið. DV-mynd Kristján Sigurðsson Iðnaðarmannahá- tíð í Stykkishólmi Kristján Sigurðssan, DV, Stykkishólmi: Árshátíð iðnaðarmanna fór fram undir öruggri stjóm Daða Þórs Ein- arssonar veislustjóra. Um 270 manns sóttu veisluna og heiðursgestir voru Jónas Ámason rithöfundur og kona hans. Meðal skemmtiatriða á hátíðinni var big band Jóns Svans Pétursson- ar, sem flutti mörg falleg lög, og söng- ur sönghópsins Betra seint en aldrei sem flutti ýmis lög við texta Jónasar. Einnig fór fram tískusýning og vom sýnd fót frá versluninni Par hér í Stykkishólmi. Fimm ungar stúlkur sáu um að sýna fötin og starfsfólk Hárgreiðslustofu Maríu greiddi þeim en Helena Bæringsdóttir snyrti. Skemmtunin tókst í alla staði vel og var aðstándendum til mikils sóma. [ Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum 1 -Ævintýraleg sumardvöl í sveit fyrir 6-12 ára börn- 7. starfsár: Reiðnámskeið, íþróttir, sveitastörf, siglingar , ferðalög, sund, kvöldvökur ofl. Tímabil: 31 maí-6júní 14júní-20júní 28júnf-4júlf 12júlf-1Sjúlf 26júlf-1 águst 7 júnf-13 júnf 21 júní-27 júní 5 júlí-11 júlf 19 júli-25 júlf 3 ágúst-9 ágúst Sama verð og í fyrra kr. 15.800.- Systkinaafsláttur Innritun og upplýsingar í s-98-68808 daginn, 98-68991 kvöld og helgar V MINI - STÆÐA 120 WOTT i Active Servo Technology Sértilboð: stgr. 64.950,- YAMAHA HLJÓMTÆKI Munalán SS Aíborgunarskilmálar VONDUÐ VERSLUN HUOMCO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 DV Hjónavígsla í skála ungra elskenda HaHa Höskuldsd., DV, Hreðavatns skála: Laugardaginn 4. apríl sl. fór fram borgaraleg hjónavígsla í Hreða- vatnsskála í Borgarfirði en það er í fyrsta sinn sem það gerist í sögu skálans. Hreðavatnsskáli var stofnaður 1933 af Vigfúsi Guðmundssyni. Vig- fús kallaði staðinn Hreðavatns- skála - stað ungra elskenda. Nú- verandi eigendur nota þetta slag- orð einnig. Gefin vom saman Ásta Baldvins- dóttir og Steini Þorvaldsson. Edda Símonardóttir, fulltrúi sýslumanns í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, gaf þau saman. Hjónin hafa bæði stundað nám við Samvinnuháskól- ann á Bifröst undanfarin ár. A þessari mynd sjást brúðguminn, Steini Þorvaldsson, brúðurin, Ásta Baldvinsdóttir, og Edda Símonardóttir, fulltrúi sýslumanns. Þetta var fyrsta hjónavígsla Eddu en hún var áður lektor við Samvinnuháskólann á Bifröst og kenndi þar brúðgumanum, Steina. Dv-mynd Halla Smáauglýsingar - Sírni 632700 Minnaprófs-vörubill til sölu, Volvo, árg. ’81, 611, með Hiab krana, ekinn 200 þús., verð 450 þús. sænskar fob.-verð Göteborg, s. 91-71195. Econoline ’83, C-6 skipting, NP-205 millik., DANA 44" fr„ DANA 60 aft„ drifhl. 1:5,38. S. 679610/985-29448. Hjólanökkvinn trá Kraftmax. Erum að selja þetta sýningartæki, selst á mjög góðu verði. Einnig erum við með 2ja og 4ra manna nýja bíla. Upplýsingar í síma 91-39140 og 91-679311 á daginn eða símum 91-79240 og 91-686901 á kvöldin. Nissan Patrol turbo disil, stuttur, árg. ’84, upphækkaður, á 38" dekkjum og með sérskoðun, ekinn 117 þúsund km, verð 1200 þúsund, skipti á ódýrari fólksbíl. Uppl. í síma 98-65540. Toyota Hilux extra cab V6 EFi, árg. '88, til sölu, ekinn 49 þús. km, 35" dekk, jeppaskoðaður, skipti koma til greina. Uppl. í síma 91-73555 eftir kl. 19. Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! Alfa Romeo Spider, árg. ’80, nýupptek- in vél, bíll í toppstandi, skoðaður ’93, til sölu, verð 850 þús. eða 750 þús. stað- greitt. Uppl. í síma 91-653422 seinni partinn. Nissan Pathfinder SE V6, árg. ’88, sjálf- skiptur, sportfjöðrun o.fl. Uppl. í síma 98-34408. ■ Þjónusta Þarftu að komast i form fyrir sumarið? ( Við getum aðstoðað með Trim Form, sogæðanuddi og megrun. Uppl. í World Class, s. 35000, Hanna Kristín. Smíðum dekkjarekka og dekkjahengi í bílskúra og geymslur. Upplýsingar í síma 91-26835. ■ Ymislegt • Tal - nudd i fyrsta skipti á íslandi. Þetta einstaka nudd losar um verki og streitu. Verð 1900. Tímapantanir í s. 27305 og 629470. Vesturgata 5, Hreyfilistashúsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.