Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. Getur kvikasilfur í tönnum valdið eitrunaráhrifum? Mér leið alveg herfilega segir Jón Börkur Ákason sem vill láta banna notkun amalgams Jón Börkur Akason fór að finna fyrir ýmsum alvarlegum sjúkdómseinkennum haustiö 1990. Hann horaðist, var slappur og máttlaus, svaf illa og skammtímaminnið bilaði. Eftir ráp milli lækna, vonleysi og mikla vanlíöan þótt- ist hann hafa komist að rótum vandans: eitrun af völdum kvikasilfurs sem lak úr amalgamfyllingum í tönnunum. DV-mynd Brynjar Gauti „Ég byijaði að veikjast haustið 1990. Ég varö að taka mér frí frá störfum á sjó, nokkuð sem ég hafði aldrei þurft að gera. Ég fékk reyndar tíma- t'ondinn bata eftir lyíjameðferðir en ástandið versnaði samt alltaf jafnt og þétt. Þegar komið var fram í apríl í fyrra var ég úrskurðaður óvinnu- fær. Þá var ég orðinn mjög slappur og máttlaus. Mér leið alveg herfilega. Ég varð var við miklar andlegar breytingar sem lýstu sér í stökustu vandræöum með að muna einföld- ustu hluti. Ég gat varla lært á tækin um borð í togaranum. Síöar komst ég reyndar að raun um að eitt af megineinkennum kvikasilfurseitr- unar er skert skammtímaminni," segir Jón Börkur Ákason, 42 ára full- trúi Tannsjúkdómasambandsins og fyrrum stýrimaður á skuttogara. Jón Börkur fór að verða var við ýmis sjúkdómseinkenni haustið 1990, einkenni sem hvorki hann né læknar gátu fundið viðhlítandi skýringar á. Eftir langa mæðu var Jóni Berki tjáð að hann þjáðist af kvikasilfurseitrun. Hann varð hissa aö heyra þá niður- stöðu og enn furðuiegra þótti honum að heyra hvar rót þessarar eitrunar væri að fmna: í tannfyllingarefninu amalgam sem nóg var af í tönnum hans, eins og vel flestra íslendinga sem verið hafa í meðferð hjá tann- læknum. Amalgam er mikið notað fylhngar- efni í tannviðgerðum (þetta grá- svarta). í efni þessu eru kvikasilfurs- sambönd sem fullyrt er að geti losnað úr fylhngunum þegar tuggið er eða tennumar burstaðar, svo ekki sé minnst á shpun eða borun í tannvið- gerðum. Amalgambann í Þýska- landi og Svíþjóð? Reyndar greinir menn á um hætt- uná af amalgami sem tannfylhngar- efni. Umræðan hófst ekki að marki fyrr en fyrir 15 árum en hefur farið stigvaxandi síðan þá. í Svíþjóð hefur ríkisstjómin bann við notkun amalg- ams í tannviðgerðum th umfjöllunar. í Þýskalandi var byijað að banna notkun einnar tegundar amalgams 1. mars síöasthðinn vegna kvikasilf- ursins sem lekur úr því. Vanfærar konur em sérstaklega varaðar við amalgami, vegna hættulegra áhrifa kvdkasilfursins á fóstur, og auk þess böm og nýmaveikir. í Svíþjóö vom einnig sendar út vdðyaranir th van- færra kvenna. Einkenni kvdkasilfurseitrunar em margvísleg og um leið einstakhngs- bundin. Jón Börkur segist hafa orðið var vdð ýmis einkenni sem hann stað- hæfir að megi rekja th tannfylling- anna. „Ég þjáðist af innvortis sýkingum sem komu með reglulegu milhbih hér og þar um ahan hkamann: í hálsi, munni, eyrum, þvagfærum og meltingarfærum, með thheyrandi meltingartruflunum og truflun á upptöku næringarefna. Þessu fylgdi mikhl líkamlegur slappleiki. Matar- lystin ýmist kom eða fór og ég byij- aði hægt og rólega að horast án þess að gera neitt sérstakt th þess. Svo varð ég var vdð að hárið á mér dökkn- aði mjög skyndilega. Mánuðirnir liðu og ég var stöðugt að reyna að gera mér grein fyrir hvað væri aö. Þessu fylgdu mikh hlaup mihi sérfræðinga og tilheyrandi vonleysi og örvdngl- un.“ Jóni Berki var bent á að breyta mataræðinu þar sem lyfin rugluðu oft meltinguna. Viö það lagaðist hann svohtið en einkennin héldu samt áfram. Hvaðertumeð í tönmmum? „Dag einn benti vdnur minn mér á mann sem hlyti að geta sagt mér hvað amaði að. Það var Olafur Sveinsson sjúkranuddari sem fengist hefur vdð vítamínráðleggingar og þess háttar. Þegar ég lýsti öllum ein- kenmmum fyrir honum sagöi hann mér að ég hlyti að vera með kvdkasilf- urseitrun. Hann spurði hvað ég væri með í tönnunum og ég kom algerlega af fjöllum, sagðist halda að ég væri með sömu fyhingar og flestir aðrir. Hann sagöi mér þá í guðs bænum að losa mig strax vdð fyllingamar og leita læknis. Ég lét strax hreinsa úr mér ahar amalgamfyhingamar. Af öhu fram- ansögðu hljómar það sem hið eina rétta en það voru engu að síður stór mistök. Hvorki ég né tannlæknirinn höfðum hugmynd um að sérstakan öryggisbúnað þyrfti þegar fylhng- amar væm hreinsaðar út. Við út- hreinsunaraðgerðir getur kvdkasilf- urslosunin út í hkamann nefnhega margfaldast. Áhrifin á taugakerfið vom mjög mikh, hendumar titmðu, sjónin varð þokukennd og ég fann fyrir svdma. Ég varð mjög máttlaus í fótum, auk þess sem ég átti erfitt með að anda. Þá varð ég einnig mjög ör, gat ekki veriö kyrr eina einustu rnínútu." Úrvömísókn í beinu framhaldi af þessu fór Jón Börkur til Hveragerðis eftir að hafa ráðfært sig við lækni. Þar var hann sex vdkur og sneri vöm í sókn. Þar breytti hann mataræði sínu og reyndi að afeitra líkamann með hjálp lækna. Þá náði Jón Börkur sambandi vdö mann sem benti honum á samtök í Svíþjóð sem hafa verið starfandi í mörg ár og í eru yfir 12 þúsund manns. „Hjá samtökunum var mér sagt að ég þyrfti að komast í rannsókn hjá sérfræðingum ytra. Ég fór því th Stokkhólms. í Svíþjóð gekk ég í Tannsjúkdómasamtökin og fékk þá um leið aðgang að lesefni sem vís- indamenn, læknar, tannlæknar, efnafræðingar og fleiri hafa skrifað um amalganeitrun og afleiðingar hennar. Eg byijaði að fikra mig eftir þeim leiðbeiningum sem ég fékk og hef gert þaö alveg síöan. Ég hef lag- ast stórlega síðasthðna tvo mánuði. Skammtímaminniö hefur batnaö, ég sef betur og melting og úrvdnnsla næringarefna er mun betri. En samt á ég töluvert í land th að teljast sæmi- lega góður th heilsunnar." Góður undirbúningur nauðsynlegur Jón Börkur leggur ríka áherslu á að fólk undirbúi sig sérlega vel áður en það lætur hreinsa úr sér amalg- amfylhngar og styðst þar vdð reynslu þúsunda manna í Svíþjóð. „Númer eitt er að ijúka ekki th og láta hreinsa úr sér fyhingarnar né heldur eiga vdð þær að neinu leyti. í hvert skipti sem hreyft er vdð fylling- unum, þær shpaðar á yfirborðinu eða boraöar út, losna eitraðar kvdka- silfursgufur úr læðingi. Ef úthreins- un er framkvæmd með sama hætti og gerðist hjá mér hafa niöurstöður vísindamanna sýnt að eitrunar- magnið getur allt að fjórfaldast í hk- amanum. Hjá mjög veikum manni getur það skilið mhli hehsu og van- hehsu eða lífs og dauða. Það eru til dæmi um það. Saksóknarinn í Frankfurt í Þýskalandi er þannig að rannsaka sjö dauðsföh sem tahð er að rekja megi til kvdkasilfurseitrunar úr amalgamfyhingum." Jón Börkur segir að þegar grunur um eitrun vaknar sé aðalatriðið að hafa samband vdð lækni. Nauðsyn- legt sé að taka tveggja mánaða vdtam- ín-, steinefna- og málmsaltameðferð áður en úthreinsun er byijuð. Oft finna menn fyrir jákvæðum breyt- ingum vdð það eitt. Þrátt fyrir öryggisútbúnaö verður fólk fyrir eitrunum. Fólki er ráðlagt aö láta taka eina fyllingu úr einni tönn th að byija með, gjarnan úr þeirri minnstu, og láta líða sex vdkur þar til næsta tönn er tekin.“ Jón Börkur segir að starf Tann- sjúkdómasambandsins hér sé ekki með formlegum hætti. Heldur byggi starfið á óformlegum samtölum ákveöins hóps þar sem skipst er á upplýsingum. „Viö leggjum ofuráherslu á að leik- menn séu ekki að taka að sér hlut- verk lækna. Fólk getur leitað til mín hafi það grunsemdir um kvikasilf- urseitrun en ég ítreka að ég er ekki læknir og gef ekki læknisráð. Ég hvet fólk strax til að hafa samband vdð sinn heimilislækni og segja hon- um formálalaust írá grunsemdum sínum, koma með skrifaðan hsta yfir sjúkdómseinkenni og sjúkrasögu og að fara fram á rannsókn. Úrskuröar- valdið er í höndum læknis og tann- læknis." Ófullkomin mælitækni Jón Börkur segir amalgamfylling- ar mikið notaðar hér en þó séu th tannlæknar sem ekki hafa notað þær í mörg ár og vdlji þaö ahs ekki. „Flestir tannlæknar, sem ég hef talað vdð, vdðurkenna að losna verð- ur vdö amalgam sem fyrst en um leið verður að finna jafngóð efni í stað- inn. Þau eru th að okkar mati.“ Jón Börkur segir að þó kvdkasilf- ursmæhngar í blóði og þvagi reynist lágar, undir vdðmiðunarmörkum, segi þær mæhngar ekkert th um það kvdksasilfursmagn sem bundið er í líffærum. „Helmingunartími kvdkasilfurs í blóði er miklum mun styttri en í líf- færum. Einfaldar þvag- og blóðrann- sóknir, sem sýna kvdksasilfursghdi sem eru undir vdðmiðunarmörkum, afsanna engan veginn kvdkasilfurs- eitrun." Áskorun til landlæknis í síðustu vdku afhenti Jón Börkur landlækni áskorun um tafarlaust og skhyrðislaust bann á notkun amalg- ams í tennur hér á landi og að fólk, sem veikst hefur af völdum amalg- ams, fái tafarlausa læknisaðstoð og rétta sjúkdómsgreiningu. Aihenti hann um leið ítarleg gögn um áhrif amalgams og meðal annars niður- stöður rannsókna Alþjóða hehbrigð- isstofnunarinnar á upptöku manna á kvdkasilfri úr umhverfinu. Sam- kvæmt þeim niðurstöðum er mest upptaka á kvdkasilfri úr amalgam- fyhingum í tönnum (3-17 míkrógrömm á dag, kvdkasilfursguf- ur), þá fiskum og sjávarréttum (2,3 míkrógrömm á dag, methylkvdkasilf- ur), annarri fæðu (0,3 míkrógrömm á dag) en magn úr lofti og vatni var ekki merkjanlegt. „Ég býst vdð góðum vdðtökum hjá landlækni. Fordæmin eru th hjá Svíum og Þjóðveijum og Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur vakiö at- hygh á vdðvönmum th bamshafandi kvenna.“ -hlh Ólafur Ólafsson landlæknir: Ofnæmi frekar en eitrun „Við erum búnir að skoða þetta ar ekki viljað vdöurkenna að það aö til hefur ekki fengist staöfest að mál töluvert Á undanfornum hafi áhrif á staifsemi hkamans,“ th sé amalgameitrun." árum hafa komið upp nokkur th- sagöi Ólafur Ólafsson landlæknir. - Nú vdrðast Svíar hafa komist aö felli af ofiiæmi fyrir amalgami i - Þeir sem eru á móti notkun því aö um eitrun sé að ræða? Bretlandi og Skandinavíu en það amalgams halda stíft fram að um „Ekki kemur það alveg heim og er mjög sjaldgæft. í framhaldinu eitrun sé aö ræða. saman viö þá vitneskju sem vdö hafa komið upp getgátur um það „Ég veit það. Við erum með höfumumviðhorfþeirra.Enrann- að th sé eitthvað sem heitir amalg- nefnd, skipuð tveimur læknum og sóknum er haldið áfram. Ýmsir ameitrun. Shfuramaigara, sem einum tannlækni, sem er að skoða telja sig hafa einkenni sem þeir inniheldur meðai annars kvikasílf- öh möguleg gögn í raáiinu. Mögu- vhja rekja th einhvers konar eitr- ur, er mest notaða tannfyhingar- leikar á amalgameitrun haia verið unar. Það þarf að rannsaka vel og efiíi sem vöi er á. Sýnt hefur veriö mhdð ræddir, síöast á norrænum vandlega. Ef th vhl era ekki öll fram á aö sinámagn af kvdkasilfri tannlæknafundi. Þá hefur þetta kurl komin th grafar.“ getur lekið úr amalgamfyllingun- veriö rætt á fundum Alþjóða heh- -hlh um en sérfræðingar hafa hins veg- brigðisraáiastofhunarinnar. Hing-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.