Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Page 15
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. 15 Mínir menn í boltanum Úrslitakeppni FH og Selfoss var góður lokasprettur á íslandsmót- inu í handbolta. Þar fengu menn allt sem hægt er að fá í slíkri keppni, spennu, hörku og tilfinn- ingasveiílur. Ekki sakaði að það var spútnikhð af landsbyggðinni sem keppti við helsta handbolta- veldið á höfuðborgarsvæðinu. Bein sjónvarpsútsending var nauðsyn- leg og þar stóðu þeir á Stöð 2 sig vel er þeir keyptu sýningarréttinn. Snerpa Stöðvarmanna varð til þess að vekja ríkisrisann, keppinaut þeirra, svo nú hefur sá síðarnefndi gengið frá samningum um beinar sendingar frá fótboltanum í sumar og landsleikjum á næstunni. Þessi samkeppni er af hinu góða því þar með eru tryggðar beinar útsend- ingar annarrar hvorrar stöðvar- innar frá spennandi leikjum. Áhorfendur kætast. Góð útrás fyrir sálina Þetta form úrshtakeppninnar fær ólíklegustu menn til þess að fylgj- ast með íþróttum. Menn sem ella fylgjast alls ekki með slíku. Nú fengu menn til dæmis færi á þvi að halda með ungu Uði gegn marg- reyndu. Menn sem vissu jafnvel ekki að handbolti væri leiídnn á Selfossi. Það sama átti sér stað í körfuboltanum. Þar kepptu Valur og Keflavík í fimm úrsUtaleikjum. Þeir sem venjulega hafa engan áhuga á körfubolta fylgdust með. Þannig kviknar áhugi sem smitar út frá sér. Það er eftirtektarvert hve mörg böm og unglingar sjást nú í körfubolta á útiieikvöUum og hvar sem körfu er að finna. Þetta má þakka athyglinni sem barátta Vals og Keflavikur vakti. Handbolti og körfubolti njóta þess að þetta em góðar íþrótta- greinar fyrir sjónvarp. Hraðinn er mikiU og spennan oft mögnuð. Hlutirnir em fljótir að breytast. Lið sem virðist með ömgga forystu getur glutrað henni niður á ör- skömmum tíma. Það er hollt fyrir sáUna að fá útrás, halda með Uði, hrópa og skemmta sér. Allt annað gleymist á meðan. Menn eru hafnir tU skýjanna fyrir getu sína eða ósk- að á versta stað fyrir eitthvað sem miður fer. Ef aUt annaö þrýtur og leikur tapast má svo skella skuid- inni á dómarana. Þeir Uggja vel við höggi leikmanna og áhorfenda. Með hverjum skal halda? Mér hefur stundum fundist tíl- gangsUtið að horfa á íþróttaleik nema að halda með öðru Uðinu. Víst getur verið gaman að horfa á vel gerða hiuti en það er þó aðeins hálft gaman á við hitt að sleppa sér í stuðningi við annan aðUann. Pist- Uskrifari hefur frá blautu bams- beini verið aðdáandi og stuðnings- maður Víkings. Ég ólst upp í Vík- ingshverfi og ekkert fær breytt samstöðu með klúbbnum. Jafnvel þótt ég sé löngu Uuttur í annað bæjarfélag. Mér þykir að vísu gott ef mínu heimafélagi gengur vel og er stoltur fyrir hönd bæjarins þeg- ar það gerist. Það breytir því þó ekki að ég held með Víkingi gegn félagsliði bæjarins míns. Þetta er auðvitað ákveðinn geðklofi en við því er ekkert að gera og ég hvorki vU né get breytt þessu. Ég er hins vegar hættur að fara á leiki Víkings og Breiðabliks ef leikið er í Kópa- vogi. Það gengur ekki fyrir heima- mann að halda með aðkomuliðinu. Sveitimgar mínir hta mig hom- auga ef ég ljóma og læt öUum illum látum þegar gestunum gengur bet- ur. Selfoss og mínirmenn Samt er það svo sérkennUegt að skyndUega getur maður farið aö halda með einhverju hði án þess í B-keppninni að ísland komst í A-flokk. Nú þótti mér þetta hinn versti maður. FH og mínir menn Úrslitunum varð þó ekki breytt og Selfoss keppti við gamla stór- veldið í Hafnarfirðinum tU úrslita. Og þá geröist það furðulega. Ég horfði á aha fjóra leikina í sjón- varpi og nú vom Selfyssingar skyndilega mínir menn. Það dugði htt þótt ég ætti skrautritað skjal þar sem fram kemur að ég sé vinur Hafnarfjarðar. Sú vinátta sagði ekki neitt í baráttunni við drengina mhia frá Selfossi. Gleymd var nú meðferðin á Víkingunum. Ég fór að þekkja Selfossstrákana meö nöfnum og gladdist yfir kúnstum þeirra. Siggi Sveins var aftur orð- inn minn maður. Stórskytta sem glotti og spaugaði hvort sem það var í leik eða utan vahar. Vinur Hafnarfjarðar Mínir sveitamenn stóðu sig eins og hetjur en urðu að láta undan síga að lokum. Verst þótti mér að fá ekki fimmta leikinn. Hafnfirð- ingamir vora vel að sigrinum komnir. Það get ég játað þegar aht er afstaðið. Þeir unnu þrefalt í vet- ur, deUd, bikar og enduðu sem ís- landsmeistarar. TU hamingju með það. Ég er nú þrátt fyrir allt vinur Hafnarfjarðar. Áfram Blackpool Svona gengur þetta fyrir sig í sportinu. Menn ýmist gleðjast eða spælast. Það er þó fljótt að jafna sig. Eftir stendur minningin og umræðan. Menn halda með sínum mönnum og gefa ekkert eftir jafn- vel þótt áratugir séu síðan síðasti meistaratitiU vannst. Margir vinnufélagar mínir eiga sér uppá- haldslið í ensku knattspymunni. Flestir sýndust mér í vetur á bandi Manchester United. Þeir vom hins vegar fohr og fáir og fóru með veggjum þegar upp var staðið. Ein- hverra hluta vegna hélt ég hins vegar með Leeds. Ég hef enga skýr- ingu á því og veit raunar ekkert um enska boltann. Með mér vinna hins vegar margir sérfræðingar á því sviði. Ég þorði hins vegar ekki að láta uppi hug minn tU Leeds og gladdist bara í hjarta mínu. Ég hef heldur ekki flíkað því að lengi vel var mitt lið í enska boltanum Blackpool. Ég hef heldur ekki skýr- ingu á því af hverju það var. Þeim gekk ákaflega iUa í allri keppni. Kannski hefur stuðningur minn stafaö af meðaumkun. Raunar veit ég ekki lengur hvort þetta hð er enn til og hvort það spilar í fjórðu deUd eða hefur náð að pota sér ofar. Svona var þetta hka með Víkinga í gamla daga í fótboltanum. Þeir gátu ekki neitt. Samt hélt ég með þeim. Þetta hefur breyst. Víkingur er nú stórveldi á íþróttasviðinu, íslandsmeistari í knattspymu og margverðlaunað handboltahð. Skaginn, KR eða mínir menn Vetraríþróttirnar eru nú að baki. Handbolta- og körfuboltamenn fá hvfld um sinn en fótboltinn tekur við. Þar verður ekki síður tekist á og fjör framundan á velhnum, áhorfendapöUum og fyrir framan sjónvarpið. Ég held því fram, þar til annað kemur í ljós, að mínir menn verji titihnn. Þeir þurfa að vísu aðeins að taka sig á frá Reykja- víkurmótinu en það kemur. Aðrir halda því fram að Skagamenn muni eiga sumarið, komnir beint úr endurhæfingu í annarri deUd. Svo em það þeir halda því fram að nú hljóti gamla vesturbæjarveldið, KR, að fara að endumýja takið á bikarnum. Við sjáum til. Það má þá aUtaf kennar dómar- anum um ef Ula fer. að á því fmnist skynsamlegar skýr- ingar. Þannig var þetta í handbolt- anum núna. Mitt lið, Víkingur, lék undanúrslitaleiki við Selfoss. Vík- ingur er og hefur verið stórveldi í handbolta. Fyrirfram taldi ég það formsatriði að leikirnir færa fram. Víkingur hafði unnið Selfoss í deUdarkeppninni, í annað skiptið með 15 eða 16 marka mun ef ég man rétt. Svo gerðist hið ómögu- lega. Selfyssingar unnu báða leik Laugardagspistill ina. Ég horfði á þann seinni í sjón- varpi í beinni útsendingu frá Sel- fossi. Ég bölsótaðist út í þessa sveitamenn og harmaði það eitt að Ölfusárbrúnni hefði ekki verið endanlega lokað fyrir leikinn. Hvað vUdu þessir mjóUcurbæjarmenn upp á dekk. Var ekki klárt og löngu frágengið að FH og Víkingur ættu að spUa úrslitaleikina? Ég lagði þaö tíl á mínu heimih þegar eftir leik- inn aö Selfoss yrði girtur af og ein- angraður. Sigga Sveins hafði ég dáð og þakkað það einkaframtaki hans Jónas Haraldsson fréttastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.