Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Side 27
I
26
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992.
Eurovisionkeppnin í kvöld:
Svíar spá okkur
b otninum
- en við gerum okkar besta, segir Grétar Örvarsson
„Þetta hefur gengið mjög vel og
hópurinn hefur staðið sig frábær-
lega. Stjómin fær þá umsögn hér að
vera glaðlegasti hópurinn enda eru
þau hress og jákvæð," sagði Sig-
mundur Öm Amgrímsson, aðstoðar-
maður Sveins Einarssonar, í samtali
við helgarblað DV, en hann dvelur í
Málmey með okkar mönnum í Euro-
visionkeppninni. Sigmundur var
mjög ánægður með þær viðtökur
sem hópurinn hefur fengið í Svíþjóð
og einnig allt skipulag keppninnar
sem hann segir einstaklega gott. „Ég
hef tvisvar áður fylgt Eurovisionhóp-
um og fmnst mun betur staöið að
skipulagi hér en í hinum löndunum.
Auk þess em Svíamir mun sveigjan-
legri með breytingar," sagði Sig-
mundur Öm.
Grétar Örvarsson, liðsstjóri Stjórn-
arinnar, tók í sama streng. Hann er
afar ánægður með allt skipulag í
kringum keppnina. „Sviöið er mjög
gott og ég er ánægður með hvernig
við komum út á skjánum," segir
hann. Grétar segir jafnframt að þessi
vika haíi verið ánægjuleg fyrir hóp-
inn þó vissulega hafi verið strangt
æfingaprógramm. í gær átti að fara
fram lokaæfing og í gærkvöldi gener-
alprufa með áhorfendum.
„Þetta hefur gengið ljómandi vel,“
segir Grétar. „Æfingarnar hafa allar
tekist vel enda emm við vel undirbú-
in. Við höfum ekki yflr neinu að
kvarta."
Honum er spáð sigri. Tony Wegas
flytur lag Austurríkis i keppninni.
Sænski söngvarinn Christer Björk-
man segir að islendingar eigi enga
möguleika i keppninni og verði í
botnsætunum.
Fulltrúa Möltu í keppninni, Mary
Spiteri, er spáð einu af efstu sætun-
um. Hún er ein af frægustu söngkon-
um Möltu og hefur margsinnis sigr-
að í söngkeppnum.
Vel heppnaður fundur
Stjómin hélt blaðamannafund á
fimmtudagskvöldið undir stjóm Jak-
obs Magnússonar, menningarfull-
trúa í London. „Við héldum þennan
fund hér á hótelinu þar sem við bú-
um og það mættu mun fleiri en við
áttum von á eða um 250 manns. Gest-
ir okkar fengu að bragða íslenska
Eurovision 9. maí 1992 í Málmey, Svíþjóö
LAND LAG FLYTJANDI C C O CL (/) 2. Belgía 3. Israél 4.Tyrkland 5. Grikkland 6. Frakkland o o S > C/5 8. Portúgal 9. Kýpur 10. Malta 11.lsland 12. Finnland 13. Sviss 14. Lúxemborg 15. Austurríki 16. Bretland 17. Irland 18. Danmörk 19. Italía 20. Júgóslavia 21. Noregur 22. Þýskaland 23. Holland Samtals
1.Spánn „Todo esto es la musica" Serafin
2. Belgla „Nous on vout des violons" Morgane
3. Israel „Zeraksport" Dafna
4. Tyrkland „Yazbitti" Aldogan Simsekyay
5. Grikkland „Olou tou kosmou i elpida" Cleopatra
6. Frakkland „Montélarivié" Kali
7. Svlþjóö „I morgon ar en annan dag" Christer Björkman
8. Portúgal „Amor d'agua fresca" Dina
9. Kýpur „In Love ITrust" Evridiki
10. Malta „Little Child" MarySpiteri
11. Island „Neieöajá" Heart 2 Heart
12. Finnland „Yamma Yamma" Pave
13. Sviss „Mister Music Man" Daisy Auvray
14. Lúxemborg „Sou frai" Marion Welter
15. Austurrlki „Zusammengehn" Tony Wegas
16. Bretland „One Step out of Time" Michael Ball
17. Irland „Why me" Linda Martin
18. Danmörk „Alt det som ingen ser" LotteN.og Kenny L.
19. Italla „Rapsodia" Mia Martini
20, Júgóslavla „Ljubinte pesmana" Extra Nena
21. Noregur „Visjoner" MeretheTröan
22. Þýskaland „Traume sind fur alle da" Wind
23. Holland „Wijs me de weg Humphrey Campbell
sfid, íslenskan lax, bjór og brennivín.
Einnig sýndum við myndina Iceland
Today. Sljómin tók síðan lagiö fyrir
blaðamennina og Sigrún Eva Ár-
mannsdóttir söng eitt lag. Sú uppá-
koma gerði feikimikla lukku. Hér eru
afiir á fullu að kynna sig og það voru
nokkrir blaðamannfundir í gangi
þetta sama kvöld,“ segir Grétar enn-
fremur.
Tuttugu og þijár þjóðir keppa í
söngvakeppni Evrópskra sjónvarps-
stöðva í kvöld. Keppnin verður send
beint tfi fjörutíu og eins lands en auk
þess munu nokkrar þjóðir sýna
keppnina eftir á. Meðal þeirra eru
Suður-Afríka sem sýnir hana í fyrsta
skipti. Keppnin er einnig sýnd í Áust-
ur-Evrópu og Ástralíu.
Grétar segir að það geti verið erfitt
að ná athygli fiölmiðla því sam-
keppnin sé hörð milli þeirra landa
sem eiga þátttakendur. „Þær Sigga
og Sissa hafa þó verið býsna snjallar
að ná athyglinni og yfirleitt hefur það
tekist. Hins vegar er því ekki að neita
að það þarf mikið að hafa fyrir því.
Hingað koma allir til að sigra. Nokkr-
ar þjóðir hafa fengið mestu athyglina
en það eru Malta, Austurríki, Júgó-
slavía og írland enda er þeim þjóðum
spáð efstu sætunum," segir Grétar.
Lélegt myndband
íslenski hópurinn hefur ekki velt
fyrir sér spám veðbanka og hefur lít-
inn áhuga á því. Grétar segir að
myndband þeirra hafi ekki orðið
þeim til framdráttar þar sem það
hafi ekki verið nógu gott. „Austur-
ríki var með frábært myndband og
einnig nokkrar aðrar þjóðir og-allt
hefur þetta áhrif,“ segir hann. „Það
er á brattann aö sækja en mér sýnist
að við séum að vinna á. Við höfum
talsvert fundið fyrir því.“
Grétar segist ekkert vilja spá um
gengi íslenska lagsins í keppninni í
kvöld. „Það eina sem ég vil spá er
að þetta verði hörð keppni. Það er
fifilt af góðum lögum sem taka þátt.“
- Verður þetta barátta um toppsæt-
in?
„Sumir segja það, aðrir ekki.
Sænski söngvarinn segir að við séum
sénslaus þannig að það eru allar
hugmyndir um það. Svíamir hampa
mjög sínum manni og segja að við
lendum á botninum. Við látum ekki
svoleiöis á okkur fá.“
íslenska hópnum var boðið í veislu
tfi Norðmanna ásamt Svíum eftir að
blaðamannafundinum lauk á
fimmtudagskvöldið. Þar buðu frænd-
ur vorir upp á lax og bjór. „Við áttum
ágæta stund með Norðmönnum. Þeir
sungu fyrir okkur og við fyrir þá.
Jakob Magnússon stakk upp á því
að við myndum skiptast á stigum,
Norðurlandaþjóðimar þyrftu að
standa saman eins og önnur lönd
virðast gera.“
Grétar segir að eftir samkvæmið
hjá Norðmönnum hafi Sfióminni
verið boðið í næturklúbb þar sem
hún tók nokkur lög fyrir gesti við
frábærar viðtökur."
Miklar æfíngar
Stjómin með þeim Grétari og Sig-
ríöi Beinteinsdóttur stóð sig frábær-
i
LAUGARDAGUR 9- MAÍ 1992.
39
íslenski Eurovisionflokkurinn. Sigríður Beinteinsdóttir, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Grétar Örvarsson, Friðrik Karlsson og Jóhann Ásmundsson. Á myndina vantar trommuleikarann, Halldór
Gunnlaug Hauksson. DV-mynd Brynjar Gauti
lega í Zagreb í Júgóslavíu með lagið
Eitt lag enn. Grétar segir mikinn
mun á öllum hlutum í Málmey eða
í Zagreb. Sérstaklega tekur hann
fram að allt skipulag sé með öðrum
hætti. „Svíamir em afburðavel
skipulagðir. Það vantaði hins vegar
mikið upp á slíkt hjá Júgóslövum."
íslenski hópurinn, þrjátíu manns,
kom til Málmeyjar á mánudag en
strax fyrsta kvöldið var skoðuð
skautahöllin þar sem keppnin fer
fram. Æfing var strax fyrsta kvöldið.
Á miðvikudag héldu æfingar áfram
en um kvöldið var sérstök móttaka
í ráðhúsinu fyrir þátttakendur. í
Málmey er starfræktur þessa viku
sérstakur Eurovision-klúbbur fyrir
gesti sem íslensku þátttakendumir
heimsóttu eins og aðrir.
í tengslum viö keppnina er mikið
menningarlíf í Málmey og margar
góðar leiksýningar hafa verið settar
upp.
Ballöðukeppni í ár
Mjög margir íslendingar eru bú-
settir í Málmey og segist Grétar hafa
heyrt að hópur manna ætli að hittast
í samkomuhúsi í kvöld og horfa á
keppnina saman.
Að sögn Grétars hafa sænskir
fiölmiðlar fiallað töluvert um
söngvakeppnina og mikfil áhugi
virðist vera fyrir henni í landi gest-
„Kýpur á eftir að koma á óvart í keppninni," segir Grétar örvarsson en
honum list vel á lag söngkonunnar Evridiki.
Sænsku kynnarnir í söngvakeppn-
inni i kvöld, Lydia Capolicchio og
Harald Treutiger.
gjafans. Mest er þó fiallað um sænska
söngvarann, Christer Björkman.
„Við spáum því ekki að hann komist
í toppsætin," segir Grétar en bætir
við að sennfiega sé það vegna orða
Christers um frammistöðu Sfiórnar-
innar.
„Þetta virðist ætla að verða ein-
hvers konar ballöðukeppni,“ útskýr-
ir Grétar og vill meina að róleg lög
eigi meiri möguleika þetta árið. „Ég
hef það að minnsta kosti á tilfinning-
unni. Húsasmiðjan getur alveg verið
róleg."
Grétar ítrekar að endanleg niður-
staða keppninnar fáist hjá dóm-
nefndunum tuttugu og þremur í
kvöld. Þá kemur endanleg niður-
staða sem getur verið allt önnur en
spár segja til um. „Mér finnst sjálfum
lagið frá Kýpur ákaflega skemmtilegt
og þaö er eitthvað sem segir mér að
það geti komið á óvart,“ segir Grétar.
nett pólitík í gangi hvað stigagjöfina
varðar. Ég vil því biðja íslensku dóm-
nefndina um að gefa þeim ekkert
stig," segir Grétar og hló. „Það er
allt í lagi að við borgum fyrir okkur.“
Grétar, Sigríður Beinteinsdóttir,
Sigríður Eva Ármannsdóttir, Friðrik
Karlsson, Jóhann Ásmundsson og
Halldór Gunnlaugur Hauksson ætla
að gera sitt besta á sviðinu í kvöld
en hópurinn kallar sig Heart 2 Heart
í keppninni.
Þetta er þrítugasta og sjöunda
Söngvakeppni Evrópuþjóða. Keppn-
in fór fyrst fram árið 1956. Skauta-
höllin í Málmey, þar sem keppnin fer
fram að þessu sinni, tekur 3700 áhorf-
endur í sæti. Útsendingin, sem er í
höndum sænska sjónvarpsins, er
mjög viöamikil með tíu myndavélum
í sal og tveimur í svokölluðu græna
herbergi. Kynnar eru Lydia Ca-
policchio og Harald Treutiger. Kynn-
ir fyrir íslands hönd er Ami Snæv-
arr, fréttamaður ríkissjónvarpsins á
Norðurlöndum.
íslensku þátttakendumir vora með
strangt æfingaprógramm áður en
haldið var til Svíþjóðar og sá Helena
Jónsdóttir dansari mn sviðsfram-
komu. Fatahönnuður er María Ólafs-
dóttir en þær Sigga og Sissa, eins og
þær em kallaðar, munu birtast á
skjánum í rauðum og gulum jökkum.
skiþtast hlutfóll rétt á milli kynja og
aldurs.
Grétar Örvarsson var bjartsýnn
þegar helgarblaðið ræddi við hann
símleiðis í gær og sagði. „Nú er bara
að sjá hvort stelpurnar sjarma ekki
dómnefndimar upp'úr skónum. Það
er okkar tromp.“
Sjónvarpsáhorfendur bíða sjálfsagt
margir eftir kvöldinu enda hefur
skapast viss hefð á Eurovisionkvöld-
um á mörgum heimfium. Maturinn
þarf að vera snemma tilbúinn því
keppnin fer í loftið klukkan sjö aö
íslenskum tíma.
Þess má að lokum geta að þettá er
í sjöunda skipti sem ísland tekur
þátt í Eurovision. Árið 1986 sendum
við lagið Gleðibankann til Noregs,
1987 var það Hægt og hljótt í Belgíu,
1988 fór Sverrir Stormsker með
Sókrates tfi írlands, 1989 var það lag-
ið Þaö sem enginn sér í Sviss, Stjóm-
in fór með Eitt lag enn til Júgóslavíu
árið 1990 og Eyjólfur Kristjánsson
hélt með Nínu til Rómar á síöasta
ári. Fyrstu þrjú árin var ísland í sext-
ánda sætinu, fiórða árið fengum við
ekkert stig, Sfiómin hafnaði hins
vegar í fiórða sæti fyrir tveimur
árum og Eyjólfur í því fimmtánda í
fyrra. Stóra spumingin er hvar á
stigatöflunni ísland verður þetta árið
en mun minni bjartsýni er ríkjandi
en oft áður varðandi toppsætin.
-ELA
Þýskaland
fær ekkert stig
„Þegar við sungum í Zagreb man
ég eftir að við náðum vel athygli
fiölmiðla. Þjóðveijar spáðu okkur
sigri bæði í blöðum og í veðbönkum
en síðan fengum við engin stig frá
þeipi. Það kom verulega á óvart.
Þýskaland er eina landið sem maður
hefur virkilega fundið fyrir að er
Okkartromp
Sextán manna dómnefnd situr í
sjónvarpssal í dag og fylgist með æf-
ingaútsendingum frá Málmey en
ákvörðun um stigagjöf veröur vart
tekin fyrr en eftir útsendingu í kvöld.
Guðmundur Ingi Krisfiánsson er
formaður dómnefndarinnar. Aðrir
meðlimir hennar era að hálfu fagfólk
og að hálfu áhugafólk. Dómnefndin
er valin víðs vegar af landinu og