Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 29
LAUGAKDAGUR 9. MAÍ 1992. 41 Helgarpopp Bubbi vinnur næstu hljómplötu sína á Kúbu: Blanda af dæmigerðum Bubba og kúbverskum takti áfram. „Hemingway dvaldi á Kúbu, þar sem hann skrifaði Gamla manninn og hafið. Fleira gæti ég tínt til sem gerir það að verkum að mig langar að vinna þar. Ég hélt satt að segja fyrirfram að það yrði nánast ógjörningur að fá leyfi til að fara til Kúbu og taka þar upp plötu. Það tók hins vegar ekki nema viku að ganga frá því máh svo að það hefði verið í hæsta máta heimskulegt að slá ekki til.“ Brasilía eða Louisiana Plötur Bubba Morthens eru orðn- ar fjölmargar á tólf ára ferh. Engan skyldi því undra að hann langi til að breyta til og vinna við aðrar aðstæður en venjulega. Enda á ferðin til Kúbu sér alhangan að- draganda. „Það eru sennilega orðin þijú ár síðan ég fór fyrst að tala um að mig langaði til að gera plötu með suður-amerískum áhrifum. Ég hef verið síðan að gæla við þessa hug- mynd án þess að stíga skrefið til fulls fyrr en nú,“ segir Bubbi. „Brasiha var efst á óskahstanum og þar á eftir, merkilegt nokk, Lou- isiana ríki í Bandaríkjunum. Það verður nefnilega einnig nokkurs konar cajun tónhst á plötunni. Hvergi eru menn flinkari að fást við hana en einmitt í Louisiana. En Kúba varð fyrst og fremst fyrir valinu vegna þess að þangað hafa vestrænir tónlistarmenn ekki farið svo að árum eöa jafnvel áratugum skiptir. Ég held meira að segja að ég sé fyrsti tónlistarmaðurinn frá Norðurlöndunum sem fer þangað til að vinna.“ Bubbi heldur áfram: „Þaö er fleira sem dregur mig til Kúbu en bara það að þangað fer fólk helst ekki. Á eyjunni eru bestu rythma- spharar veraldar. Þarna er urmuh af stórkostlegum tónhstarmönnum sem hafa kannski ekki tækifæri th að ferðast. Þeirra tækifæri th að fá að spila með öðrum er því þegar einhver kemur th þeirra. Og fyrst það var jafnlítið mál og raun varð á að fara og taka upp á Kúbu var ekki réttlætanlegt aö sleppa því.“ Þarf að sveigja formið Bubbi Morthens bjó sig undir Kúbuferðina af kostgæfni. Hann las aht sem hann komst yfír um land og þjóð og gluggaði í ljóð kúb- verskra ljóðskálda. Þá hlustaði hann gaumgæfilega á tónhst frá Kúbu í langan tíma, jafnt nýja og gamla. Sumt meira að segja frá þriðja áratugnum. „Það var byijunin aö lesa, hlusta og lesa svo meira og hlusta," segir hann. „Síðan slekkur maður einn Umsjón Ásgeir Tómasson daginn á öhu saman og bíður í viku th tíu daga. Þá er sest niður við að skrifa. Það hggur ekki beint við að semja tónhst í suður-amerískum sth og ætla síðan að halda sig við íslenska bragformiö. Það er reynd- ar mjög ríkt af hrynjandi en ég varð að sveigja það að erlendu áhrifunum með öhum tiltækum ráðum. Þegar ljóðin og textarnir lágu fyr- ir byijaði ég á lögunum,“ heldur Bubbi áfram. „Stíhinn er mjög suð- ur-amerískur, jafnvel spænskur á köflum. Ég ætla samt eins og ég get að halda mínum vestrænu áhrifum og beygja kúbversku tónlistar- mennina undir að spha mína sveiflu en ekki gefa eftir og aðlaga mig þeirra. Þess vegna tek ég Gunnlaug Briem trommuleikara með mér. Hann er vestrænn trommuleikari sem hefur jafn- framt ríka innsýn í suður-ameríska slagverkstónhst. Útkoman verður því vonandi einhvers konar blanda af dæmigerðum Bubba og kúb- verskri sveiflu. Með það í huga fer ég að minnsta kosti utan.“ Fleiri Evrópubúar en Gunnlaug- ur Briem taka þátt í aö hljóðrita lög Bubba Morthens á Kúbu. Eyþór Gunnarsson, félagi Gunnlaugs í Mezzoforte, mun leika á hljómborð og verða upptökustjóri. Upphaflega átti Svíinn Christian Falk að ann- ast það en hann kemst ekki með vegna anna. Ekki er ætlunin að fuhvinna upptökumar á Kúbu. Söngurinn verður hljóðritaður hér á landi og hér verður platan hljóð- blönduð. Vinnunni ytra verður annars þannig háttað að þremenn- Bubbi Morthens fékk hug- myndina að því að taka upp tónlist með suður-amerískum hljómlistarmönnum fyrir þrem- ur árum. Bubbi Morthens ætlar að hljóðrita næstu plötu sína á Kúbu. Sú tilhög- un mála hefur vakið mikla athygh, því aö það heyrir th tíðinda ef vest- rænir dægurtónlistarmenn leggja leið sína þangað. Bandaríkjastjóm hefur árum saman haldið uppi við- skiptabanni á ríki Kastrós og í raun og veru hefur það bann virkað sem alger einangrun fyrir eyjarskeggja. Bubbi segir aö það sé í raun og vem bæði stutt og löng saga að segja frá því hvers vegna hann ákvað að hljóðrita næstu plötu sína á Kúbu. „Kúba er lengi búin að vera eitt af uppáhaldslöndunum mínum,“ segir hann, „aht síðan ég var krakki og las ferðabók Magnúsar Kjartanssonar. Ég gleymi aldrei þeim orðum sem standa einhvers staðar í bókinni að ef maður planti þar niður girðingarstaur spíri hann eftir viku. Mér þóttu það tíð- indi á yngri árum að nokkurs stað- ar á jörðinni skyldi jarðvegurinn vera svo fijósamur. Síðan ég las bók Magnúsar hefur eitt og annað bæst við sem hefur vakið forvitni mína,“ heldur Bubbi Eurovisionlag íslendinga, Nei eöa já, kom út á svoköhuöum smágeisla í vikunni. Á geisladisk- inum er lagiðá ensku og íslensku og þar er einnig lagið Ein efth' Friðrik Karlsson. Það var á plötu Stjórnarinnar sem kom út 1 fyrra en hefur verið hljóðritað að nýj u. Þessi geisladiskur verður einn- ig gefinn út annars staðar áNorð- urlöndunmn og í Hollandi, Belgíu og Lúxemborg af hohenska fyrir- tækinu CNR. Höfundarréttarfyr- irtækið Wamer Chappel hefur tryggt sér lagið ef það slær í gegn í keppninni í Malmö í kvöld. Síðustu árin hafa öh eða ahflest lögin sem eru með í Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva komið út á plötu frá norska fyrirtækinu Continental Records. Shk plata verður ekki gefin út í ár. Að sögn Péturs Kristjánssonar, sem hefur haldið utan um útgáfumál söngva- keppnfiaganna síðustu þijú ár, virðist honum sem áhugi á keppninni fari dvínandi erlendis miðað við það sem áður var. ingarnir æfa lög Bubba ásamt sex kúbverskum tónlistarmönnum í vikutíma. Síðan fer vika í að taka lögin upp. En er ekki dýrt að fara alla leið th Kúbu th að taka upp plötu? Bubbi segir að það fari eftir því við hvað sé miðað. „Ég gæti leigt gott hljóðver hér á landi í tvo mánuði og unnið við plötuna. Það myndi kosta svipað og fara th Kúbu í tvær vikur,“ seg- ir hann. „Ég líki því tvennu hins vegar ekki saman. Að taka upp enn eina plötuna heima eða aö fara til lands sem er gjörsamlega úr alfara- leið og spha með úrvals hljóðfæra- leikurum þá tónlist sem mig er búið að dreyma um í þijú ár að semja og hljóðrita." /Sli* w Vegheflar Tilboð óskast í 6-8 veghefla fyrir Vegagerð ríkisins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 10. júní 1992, merkt: „Útboð 3823/2", þar sem þau verða opnuð í viðurvist við- staddra bjóðenda. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS BORGAR TUNI 7 105 REYKJAVIK Aukið möguleika ykkur á vinnumarkaði! Námskeiö um húsvörslu og eftirlit með fasteignum hefst núna þann 18. maí. Námskeiðinu fylgja ítarleg námsgögn og rekstrardagbók fyrir hús. Iðntæknistofnun íslands. Sími: 91-68 7000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.