Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Page 31
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. 43 Fjölskylda átti í sjö ára deildum við barnaverndaryfirvöld vegna drengs sem yfirvöld vildu taka af heimilinu. Stuðst var við álit sérfræðinga á vegum barnaverndaryfirvaida í úrskurðum þeirra. Sjö ára deila við bamavemdaryfirvöld: Bamið skyldi tekið þótt til átaka kæmi „Sálfræðingur Barnavemdarráðs taldi að tilfinningatengslin væm ekki góö á milli móður og bams. Þessu kollvarpaði síöan hlutlaus barnageðlæknir. Þá kom skýrt fram að tengslin milli þeirra væm mjög góð. Auk þess fékkst allt önnur nið- urstaða hjá sjálfstæðum sérfræðing- um miðað við sérfræðinga bama- vemdaryíirvalda. Þessa vegna hafa þeir réttílega neyðst til að semja við okkur núna,“ sagði Lilja Bjamadótt- ir, móðuramma níu ára drengs, sem staðfest var með samningi viö bama- vemdaryfirvöld að fengi að dvelja á heimih móður, ömmu og móður- bræðra. Samningur þessi var gerður í mars 1990, eftir sjö ára deilur íjölskyldu drengsins við bamavemdaryfirvöld. Deilurnar byijuðu strax þegar móðirin gekk með barnið. Félagsráð- gjafi á Landspítalanum sendi þábréf til Félagsmálastofnunar og lýsti áhyggjum sínum vegna tilvonandi móður. Allt frá þeim tíma átti fjöl- skyldan von á að drengurinn yrði tekinn og hann vistaður hjá ókunn- ugum foreldrum. Lilja sagði í viðtali við DV í mars 1990 að gengið hefði á ýmsu þessi sjö ár. Þannig hafi bamavemdaryfir- völd beðið hana um hjálp við að svipta dóttur sína sjálfræði, svo auð- veldara yröi að taka bamið. „Þá hljóp ég út,“ sagði Lilja. Góð umsögn kennara í desember 1989 kom úrskurður barnavemdamefndar þess efnis að drengurinn skyldi tekinn af heimil- inu, jafnvel þó til átaka kæmi. í úr- skurði Bamavemdarráðs sagði að móðir drengsins væri vanhæf sem móðir vegna greindarskorts og þroskaleysis. Móðirin veiktist af heilahimnubólgu þegar hún var bam. Eftir veikindin gat hún hvorki talað né gengið. Hún var við nám í Höfðaskóla og síðar Langholtsskóla, þaðan sem hún lauk unglingaprófi. Þá lauk hún námi við húsmæðra- skóla. Drengurinn hafði gengið í skóla. í umsögn kennara sagði að hann kæmi hreinn og snyrtilegur til fara og hefði með sér nesti. Þegar skólastarf hófst hafði hann reyndar verið ógegninn og hávær en það hafði lagast mikið þegar leið á veturinn. Fjölskyldan bjó í tveggja íbúða húsi í Kópavogi. Bræður móðurinnar vom í fullri vinnu og sáu heimilinu fyrir tekjum. Móðirin og amman fengu örorkustyrki. Fjölskyldan hafði nægar tekjur og hafði ekki átt í fjárhagsvandræðum. Allt virtist því ofur eðlilegt á heimilinu þegar úr- skurður barnaverndan.'firvalda kom. Óháðir sérfræðingar skoða málið Fjölskyldan fékk ekki að sjá gögn þau er úrskurðurinn byggði á og hafði ekki verið gefinn kostur á að veija sinn málstað. Fjölskyldunni tókst hins vegar að fá máhð allt end- urskoðað með fyrrgreindri niður- stöðu. „Það er í raun ákaflega skrýtið að eftir sjö ár skuli loksins vera komið til móts við okkur. Þegar málið var endurskoðað þá vom loksins fengnir sérfræðingar sem ekki vom á vegum bamavemdarnefndar til að skoða drenginn og þau gögn sem við feng- um aðgang að. Það er óhæft að bamavemdaryfirvöld starfi sem rannsóknar- og úrskurðaraðili í senn,“ sagði Lilja eftir að sigur vannst í deilunni. Lilja sagði Félagsmálastofnun hafa haldið því fram að hún hefði staðið fyrir stuðningsúrræðum fyrir fjöl- skylduna. Lilja vísar því á bug, helstu stuðningsúrræðin hafi verið að angra fjölskylduna með hótimum um að taka bamið. „Starfsmenn Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar hafa of fijálsar hendur með starfshætti. Þar ráða gjaman geðþóttaákvaröanir, þeir hafa of mikið vald. Þeir em búnir að sjá það núna að það gat ekki stað- ist hvemig þeir hafa unnið í þessu máli. Samningurinn frá því á fóstu- daginn er staðfesting á því að rétt vinnubrögð vom ekki viðhöfð fram að þeim tíma. Þeir byijuðu strax þeg- ar dóttir mín var þunguð en núna er þessu vonandi lokið," sagði Lilja Bjamadóttir. -hlh Helga Hannesdóttir: Barnavemdargrý 1 a „Þegar verið er að reka barna- aðgerðanna í Sandgerði, Hún var vemdarmál sem lögreglu- og af- viðstödd er fógeti og lögregia radd- brotamál er baraavemdin komin ust inn í íbúð Hildar Lovísu Ólafs- út á hálan ís. Eg er ekki sannfærð dóttur þar sem hún leyndi 9 ára um að slíkar bamavemdaraðgerð- dóttur sinni. ir beri jákvæðan árangrn-. Mér „Bamavemaraögerðir af þessum finnst oft á tíðum aö bamavemd toga skila oft lélegum árangri. það hér á landi hafi snúist upp í bama- hafa rannsóknir sýnt. Þegar bama- vemdargrýlu, eins og einhver góð vernd er framkvæmd meö svona manneksja komst að orði. Hlutir á róttækum aögerðum þarf að hugsa borð við þann sem gerðist í Sand- út í það hvort ekki sé veriö að skaða gerði eru í raun og vera mjög ógn- meira með þeim aðgerðum sem vekjandi 1 svo litíu samfélagi sem gripiö er til heldur en láta bömin við búum í. Mér finnast þær mjög búa við núverandi aöstæður sín- varhugaveröar," sagði Helga ar.“ Hannesdóttir geölæknir i kjölíár Mæðgin tekin með valdi í Sandgerði: Drengurinn braust um á hæl og hnakka „Þetta vom mjög harkalegar að- gerðir og enginn, hvorki lögregla né fulltrúar bamavemdaraefndar, reyndu að miðla málum. Það reyndi enginn að ræða við dreng- inn eða útskýra fyrir honum hvað stæöi til. Þegar Anný kom niður með drenginn settist hún í stól inni í stofu og drengurinn ríghélt sér í hana. Hann var shtinn af móður sinni, hún handjámuð fyrir fram- an hann og dregin út úr húsinu á sokkaleistum og bol. Drengurinn var látinn horfa upp á þetta ásamt litlu systur sinni ogfjórum börnum mínum. Viðbrögð drengsins vom hræði- leg skelfing, hann féll saman á augabragði. Annar fulltrúi barna- vemdarnefndar tók svo drenginn með valdi, setti hendumar á hon- um aftur fyrir bak og hélt honum föstum. Hann braust um á hæl og hnakka þegar fara átti með hann út. Þá kom lögregluþjónn og hélt honum ásamt fulltrúa bamavemd- amefndarinnar. Drengurinn grét og hljóðaði og sagði meðal annars: Ef mamma fer í fangesli þá fer ég með henni. Ég get lofað því að ef þið pínið mig til að fara eitthvað annað þá strýk ég og ef ég fæ ekki að vera hjá mömmu minni þá vil ég deyja.“ Þetta er frásögn húsráðanda í Sandgerði sem birtist í DV laugar- daginn 8. febrúar. Hún hafði hýst um fertuga móður og börn hennar tvö, 11 ára dreng og nokkurra mán- aða gamla telpu, frá því um jól. Drengurinn var í forsjá bama- vemdamefndar Akureyrar, móðir hans hafði verið úrskurðuð óhæf til að annast hann. Fyrrum sam- býlismaður móðurinnar tók þátt í að nema drenginn á brott frá fóst- urfjölskyldu hans á Húsavík og Fréttir DV af Sandgerðismálinu svokallaða vöktu geysilega athygli. Hneykslun fólks var mikil vegna harkalegra aögerða lögreglu og barna- verndaryfirvalda er mæðgin voru tekin með valdi. kom honum til hennar í Reykjavík. Hún fór í felur og fannst ekki fyrr en í febrúar. Lögregla og fulltrúar bama- vemdamefnda á Akureyri og Sandgerði fóru inn í hús í Sand- gerði 5. febrúar og handtóku móð- urina og 11 ára son hennar eins og lýst er hér að framan. Húsið var fyrst umkringt og götunni lokað áöur en móðirin var dregin hand- jámuð út á sokkaleistunum. Eftir þaö tóku lögreglumaður og fulltrúi bamavemdanefndar í Sandgerði drenginn sem veitti mikla mót- spyrnu. Hver sem ástæða aðgerðanna kann að hafa verið vöktu þær gífur- lega reiði og hneykslan vegna þeirrar hörku sem var beitt. Drengnum var komið fyrir hjá nýrri fósturfjölskyldu. Forsjáraðili drengsins, bamavemdarnefndin á Akureyri, sagðist ekki ræða máhð viðfjölmiðla. -hlh / / OPNUM UTIBUIHAFNARFIRÐI Fiaukur Dór sýnir myndir á báðum stöðum 2. - 30. maí. V^lló velkomin ALFABORG P Sérverslun með flísar og hreinlætistæki. Knarrarvogi 4 - s. 686755 - Bæjarhrauni 20 - s. 654755

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.