Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 2
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992. Grundvallarskekkja í stofnmati að mati smábátaeigenda: Meira er til af stórum f iski en Hafró heldur fram „Samanburður okkar á útílutn- ingsskýrslum Sambands íslenskra fiskframleiðenda og töflum Hafrann- sóknastofnunar leiðir í ljós að um vanmat er að ræða á stofnstærð þorsksins. Þaö er mikið meira um stóran fisk í sjónum en þeir hjá Hafró halda fram,“ segir Arthur Bogason, formaöur Landssambands smábáta- eigenda. Samkvæmt niðurstöðu Landssam- bands smábátaeigenda fá útreikning- ar Hafró ekki staöist af þeirri ástæðu að sá fiskafjöldi, sem þeir gefa sér að sé aö baki útflutningi Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda á saltfiski, er slíkur að svo smár fiskur væri útilokaöur til saltfiskvinnslu. Til þess að saltfiskurinn standist kröfur þarf hann að vera a.m.k. 7 kg segir Arthúr Bogason, að þyngd. Ef útreikningar og for- sendur smábátaeigenda eru réttar liggur fyrir að stofnmat Hafró er rangt og mun meira er veitt af kyn- þroska fiski en áður hefur verið tal- ið. Afleiðingin verður sú að mat stofiiunarinnar á hrygningarstofni annars vegar og veiðistofni hins veg- ar brenglast. Samkvæmt útreikning- um Hafró voru 1 milljón 342 þúsund fiskar að baki útflutningi SÍF árið 1989. Heildarþyngd þessara fiska er að mati stofnunarinnar 11 þúsund 993 tonn. Smábátaeigendur segja þessa tölu ekki standast, hver fiskur verði að vera þyngri til að falla að saltfiskvinnslunni. Þeirra niður- staða er því að heildaraflinn sé rúm 32 þúsund tonn eða rúmum 20 þús- und tonnum meiri en Hcifró heldur formaður Landssambands smábátaeigenda fram. Svipuð skekkja á sér stað árin 1990 og 1991 að mati smábátaeigenda svo sem sjá má á meðfylgjandi súlu- riti. Sigfús Schopka, fiskifræöingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í viðtali við DV að menn þar væru að fara yfir þessar niöurstöður smábátaeig- enda. Hann sagði að mat stofnunar- innar á þessum staðhæfingum væri aö í útreikningum smábátaeigenda fyrir árið 1991 virtust þeir ekki átta sig á því að yngri fiskur væri mun þyngri en þeirra forsendur gera ráð fyrir. í því ljósi væru menn að tala um sömu niðurstöður. -rt slendingar og Rússar hafa átt í fjörugum bílaviöskiphim undanfarna daga. Meðalverð á hverjum bíl var í kringum !0 þúsund. Skipstjórinn náði sér þó i sænskan eðalvagn á 55 þusund kr. Russamir eru á heimleið eftir fjogu nánaða úthald með 42 bfla um borð. 'my Hitaveita Eyra og Selfossveitur: Viðræður standa yf ir um sameiningu Viðræður standa yfir um fyrirhug- aða sameiningu Hitaveitu Eyra við Selfossveitur. Hitaveita Eyra rekur rafveitur Stokkseyrar annars vegar og Eyrarbakka hins vegar. Að sögn Grétars Zophaníassonar, sveitar- stjóra Stokkseyrarhrepps, er búist við að máhn skýrist á næstuhni. Hitaveita Eyra hefur átt 1 miklum fjárhagserfiðleikum og með samein- ingu við Selfossveitur sjá menn ákveðið ljós í myrkrinu. Á síðasta ári námu skuldir veitunnar um 150 milljónum króna. Heimild héfur ver- ið á síðustu tveim flárlögum um að ríkið yfirtaki um 40% af skuldum Hitaveitu Eyra en ríkisvaldið lagöi hendur í skaut á meðan sameining- arviðræður færu fram. Á sínum tíma hugðist Eyrarbakkahreppur ætla að selja Rarik rafveituna en þá hætti ríkið við áform um yfirtöku skulda. Ekkert varö úr fyrirhugaðri sölu til Rarik. Núna á að láta reyna á sameiningu við Selfossveitur og eru hagsmuna- aðilar bjartsýnir um árangur. „Það er öflugra að sveitarfélög standi sam- an og sameinist um mál af þessu tagi frekar en að sundrung og ósam- heldni eigi sér stað,“ sagði Grétar í samtaliviöDV. -bjb Fengu kauptilboð í stolinn bíl - lögreglan búin að klippa númerin af honum í júní í fyrra var lögreglunni í lögreglunnar í Reykjavík breyt Reykjavík tiíkynnt um bílstuld. Fyrir um það bil mánuði var hringt í eig- endur bílsins og þeir spurðir hvort þeir vildu selja bílinn. Hann var þá á bílastæði í Hólahverfi í Breiðholti og hafði lögreglan khppt númerin af bílnum í maí síðasthðnum þar sem hann haföi ekki verið færöur til skoðunar á réttum tíma. Lögreglan hafði hins vegar ekki áttað sig á aö um stolinn bíl var að ræða. Svipað atvik átti sér stað í fyrra. TU að koma í veg fyrir að slíkt endur- tæki sig var forriti í tölvu í stjómstöö þannig að heyrast á píp í tölvunn þegar bókuð er afkhpping á númer um bíls sem hefur verið eftirlýstur. „Það getur auðvitað veriö að bókur um afkhppingu hafi ekki farið rétt' fram,“ segir Geir Jón Þórisson aðal-, varðstjóri. Hann útilokar ekki held- \ ur aö nýja kerfið hafi ekki virkað og þess vegna hafi tölvan ekki pípt. Þess má geta að eigendur stolna bílsins fengu greiddar bætur hjá tryggingafélagi sem er því eigandi hans nú. -IBS Beið eftir nýju hjarta og lungum: Lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð Svava Ágústsdóttir, sextán ára ömul stúlka frá Keflavík, lést á júkrahúsi í Gautaborg þann 30. júní. vava hafði beðið eftir nýjum lung- m og hjarta síðan í september í yrra og verið á Sahlgrenska-sjúkra- túsinu í Gautaborg frá þvi 1 apríl. Móðir Svövu, Inga Þóra Arnbjöms- lóttir, segir aðstæður til líffæraflutn- nga í Svíþjóð mjög góðar. „Það er stórkostlegt hvað læknarn- ir era að gera þar, það sáum við með eigin augum. Þótt dóttir okkar lifði ekki af að fá þessa hjálp þá er hún fyrir hendi þar. Allur undirbúningur og aðhlynning sjúklinga er til fyrir- myndar. Starfsfólk sjúkrahússins er sérstaklega yndislegt og hjálpaöi okkur á allan hátt,“ segir Inga Þóra Ambjömsdóttir. Útfór Svövu fer fram á fimmtudag. JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.