Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992.
Utlönd
Herinn á
Kúbuorðinn
bensínlaus
Þaö árar heldur illa á Kúbu
þessa dagana. Herinn er nú orð-
inn svo eldsneytislaus að grípa
verður til allra hugsanlegra ráöa.
Aö sögn tímarits nokkurs þar í
landi þá hefur herinn þurfí aö
nota reiðhjól, hestvagna og þrí-
hjól til að flytja birgðir á tniili
staða, og jafnvel undir þunga-
vopnin. Er skorturinn afleiðing
þess aö Kúbumenn fa nú ekki
Iengur vörur frá Sovétrikjunum.
En eftir fall kommúnista í fyrrum
Sovétrikjunum hafa Kúbumenn
einangrast enn frekar.
Faðirfrönsku
atómsprengj-
unnar látinn
Francis Perrin prófessor, sem
kallaður var faöir frönsku atóm-
sprengjunnar, er iátinn. Var
hann níræður að aldri er hann
iést og var dauðdaginn eðlilegur.
Perrin var sonur eölisfræöings-
ins Jean Perrin sem fékk nóbels-
verðlaunin 1926. Var hann best
þekktur fyrir að þróa kjarnorku-
og vopnastefnu Frakka eftir síð-
ari heimsstyrjöldina. Hann var
viöurkenndur fyrir aö standa
mjög framarlega í kjarnorku-
rannsóknum og kenndi bæði viö
Sorbonne (Svartaskóla) í París og
Columbia-háskólann i New York.
Fiðluleikari fær
ískaðabætur
Fiðluleikari nokkur á Bretlandi
hefur fengið 110 miiljónir í skaða-
bætur eftir að hörmulegt bílslys
batt endi á feril hans sem þótti
lofa mjög góðu. Er þetta ein
stærsta upphæö sem nokkurn
tima hefur verið veitt í skaöa-
bótamáli á Bretlandi.
Hæstiréttur ákvað að skaða-
bæturnar skyldu vera notaöar til
þess aö fjárfesta svo aö fiöluleik-
arinn, Rosie Johnson, heföi
sæmilegar tekjur þaö sem hún á
eftir ólifað en Johnson er aöeins
26 ára gömul.
Demanta-
fyrirtæki
kvartarundan
tregrisölu
De Beers demantafyrirtækið
tilkynnti á mánudaginn að saia á
demöntum hjá sölufyrirtæki þess
í London, Central Seliing Org-
anization, hefði dregist saman á
fyrra helmingi þessa árs um tæp-
lega 100 milljarða.
CSO markaðssetur um fjórða
firamtu hluta allra óslípaðra
demanta í heiminum. Minnkaði
salan um 3 prósent miðað við
seinni helming síðasta árs og um
14 prósent ef miðaö er viö fyrri
helming 1991.
ströndin
Janeiro í Brasílu eru sammála
um það aö Copacabana-ströndin
sé enn með þeim fallegustu í
heimi en um þessar mundir er
verið aö halda upp á aldarafmæli
strandarinnar. Copacabana er
þéttbýlasta hverfi Ríó-borgar og
þar getur aö iíta gífurlega and-
stæður.
Reuter
Fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims:
Mikil mótmæli
skyggja á f undinn
Þýsk blöð fordæmdu harðlega að-
gerðir lögreglunnar í Múnchen í gær
þegar ráðist var gegn mótmælendum
meðan á fundi leiðtoga sjö helstu iðn-
ríkja heims stóð. Mótmælin og
harkaleg viðbrögð lögreglunnar, sem
notaði barefli við handtöku 200
manns, hafa skyggt nokkuð á fund-
inn sjálfan.
Bush Bandaríkjaforseti sagöi í
morgun að hann byggist ekki við því
að leiötogamir myndu ná með sér
samkomulagi sem leysa myndi þann
hnút sem Gatt-viðræðumar um tofla
og viðskipti væru komin í. Bandarík-
in og Evrópubandalagslöndin deila
hart um niðurgreiðslur landbúnað-
arafurða og hefur það stöðvað allar
Gatt-viðræður.
Leiðtogamir sátu á miklum fund-
um í gær og ræddu um hvemig tak-
ast mætti að glæða efnahagslíf
heimsins. Leiðtogamir vom sam-
mála um að ekki fyndist nein töfra-
formúla fyrir efnahagsbata.
Utanríkisráðherrar landanna sjö
samþykktu harðoröa ályktun um
ástandið í Júgóslavíu þar sem her-
valdi var hótað til vemdar matar-
sendingum til almennra borgara í
Sarajevo og öðrum borgum í Bosníu-
Hersegóvínu.
í ályktuninni eru Serbar sagðir
vera aðalsökudólgamir í átökunum
í fymum lýðveldum Júgóslavíu en
aðrir eru sagðir deila ábyrgðinni.
Leiðtogamir munu í dag gefa út
yfirlýsingu þar sem utanríkisstefnu
Jeltsín Rússlandsforseta er fagnað
og sú von reifuð að Rússar bæti sam-
skipti sín við Japan. Japanir hafa
gert það að kröfu sinni fyrir því að
samþykkt verði efnahagsaðstoð til
Rússlands að þeir skili Japönum
Kúríl-eyjum sem þeir herióku í
seinni heimsstyrjöldinni.
Leiðtogarnir tóku fálega í þá tillögu
Bush Bandaríkjaforseta í gær að
bjóða Jeltsín formlega í hópinn. Bor-
ís Jeltsín mun snæða kvöldverð með
leiðtogunum í kvöld og eiga viðræður
við þá á morgun eftir að fundinum
lýkurformlega. Reuter
Mótmælendur fyrir utan fundarstaö leiötoga sjö helstu iðnrikja heims fengu óbliöar viðtökur hjá þýsku lögreglunni. Mótmælendurnir sögðu aó leiðtogarn-
ir tækju ekkert tillit til landa þriðja heimsins. Símamynd Reuter
Utanríkisráðherra Noregs lætur ekkl undan þrýstingi:
Næst verður það laxinn
Utanríkisráðherra Noregs, Thor-
vald Stoltenberg sagði í gær að Norð-
menn myndu ekki láta undan alþjóð-
legum þrýstingi. Þeir myndu veiða
hval svo lengi sem hvalastofninn
væri það stór að veiðar ógnuðu hon-
um ekki. Hann gaf í skyn að ef látið
yrði undan þrýstingi nú myndu
vemdunarsamtök næst snúa sér að
vemdun laxastofna.
„Við höfum vísindalegar upplýs-
ingar sem styðja nýtingu hrefnunn-
ar,“ sagði Thorvald. „Þetta er grund-
vaflarmál fyrir okkur.“
Grænfriðungar efndu til mótmæla
í gær fyrir utan norska sendiráðiö í
Bandaríkjunum og aflar skrifstofur
norskra ræðismanna í landinu.
Talið er að bátur grænfriðunga,
Solo, sé á leið á Barentshaf tfl að
freista þess að stöðva hrefnuveiðar
sex hvalbáta sem þar em á veiðum.
Solo yfirgaf Glasgow fyrir helgi en
þar var fundur alþjóða hvalveiöi-
ráðsins haldinn í síðustu viku. Áhöfn
skipsins hefur neitað að gefa uppi
staðarákvörðun sína.
Norsku hvalveiöiskipunum sex,
sem nú eru á hrefhuveiðum, er ætlað
að veiða um 110 hrefnur í vísinda-
skyni. Um það bil 20 vísindamenn
em á veiðunum með sjómönnunum
til að rannsaka til dæmis hvaöa mat-
arvenjur hrefnan hefur.
Einungis einn hvalur hefur verið
veiddur en hann náðist í Vesturfirði
við Lofoten í Norður-Noregi á sunnu-
daginn.
NTB
Jórdanskir landamæraveröir athuga olíubíl á leið til írak til þess að full-
vissa sig um aö ályktun Sameinuðu þjóðanna um viðskiptabann á írak sé
i framfylgt. Símamynd Reuter
Deilur íraka og Sameinuðu þjóðanna:
Eftirlitsmenn fái
leyfi til að leita
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kraíðist þess í gær aö írakar gæfu
eftirlitsmönnum ráðsins strax leyfi
til að leita í landbúnaðarráðuneytinu
í Bagdad að sönnunargögnum um
skotflaugar. í tflkynningu ráðsins
sagði að viðhorf stjómarinnar í
Bagdad væri ósamþykkjanlegt brot á
ályktun um vopnahlé Persaflóa-
stríðsins. Ekki var tekið fram til
hvaða aögerða Sameinuðu þjóðimar
myndu grípa ef írakar fæm ekki eft-
ir settum reglum.
Deilan hófst á sunnudagsmorgun
er vopnaeftirlitsnefnd á vegum Sam-
einuðu þjóðanna fékk ekki leyfi til
að fara inn í landbúnaðarráðuneytið
í Bagdad. Sögðu írösk stjómvöld að
þær upplýsingar, sem geymdar væm
þar, væm fyrir utan verksvið Sam-
einuðu þjóðanna og að álykfimin
næði ekki yfir þær. Dr. Samir Al-
Nima, sendiherra íraks hjá SÞ, sagði
að engar upplýsingar leyndust hjá
ráðuneytinu sem hefðu með vopn að
geraeðagjöreyðingu. Reuter