Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992.
3
Fréttir
Löggæsla í Húsafelli:
Við Kristleif ur erum
í slæmum málum
- segir yfirlögregluþjónninn í Borgamesi
Eins og kom fram í blaðinu í gær
er Kristleifur Þorsteinsson í Húsa-
felli ekki ánægður með viðskipti sín
við lögregluna í Borgarnesi. Upp úr
sauð um helgina þegar hópur manna
gekk berserksgang á svæðinu í Húsa-
felli aðfaranótt sunnudags. Lögregl-
an gat einungis farið í stutta eftirlits-
ferð og gat ekki dvalið lengur vegna
fjárskorts embættisins í Borgarnesi.
Þórður Sigurðsson, yfirlögreglu-
þjónn í Borgamesi, sagði í samtah
við DV að bæði hann og Kristleifur
væm í slæmum málum. „Við höfum
því miður ekki fjárveitingu fyrir
meiri yfirvinnu og í Húsafelli getur
skapast hættuástand hvenær sem er
sem Kristleifur gæti átt erfitt með
að ráða við,“ sagði Þórður.
„Ástandið batnaði þegar lögreglu-
mennimir sáust. Þeir vom tilbúnir
til að vera lengur en höfðu skipun
um að fara strax ef til vandræða
horfði,“ sagði Kristleifur Þorsteins-
son, landeigandi í Húsafelli, í samtali
við DV. Þórðm- Sigurðsson sagði að
þetta væri rugl. „Það sér það hver
heilvita maður. Lögreglumenn vinna
ekki eftir þeim reglum að forða sér
ef einhver verkefni blasa við. Síðan
er spurning hvort menn eiga að
sinna hlutum sem þeir augljóslega
ráða ekki við án aðstoðar. Mínir
menn hafa þau fyrirmæli, hvort sem
það er í Húsafelli eða annars staðar,
að vera ekki fram yfir sinn vinnu-
tíma nema líf eða hmir fólks séu í
hættu. Við getum ekkert gert þótt
fylhbyttur raski svefnfriði fólks,"
sagði Þórður ennfremur.
Kristleifur, ásamt fulltrúa orlofs-
Við höfum því miður ekki fjárveitingu fyrir meiri yfirvinnu, segir Þóröur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn í Borgar-
nesi. Þórður og hans menn höfðu í nógu að snúast um helgina. Hér kíkir hann í húfu sína en þar getur að líta
dagskrá vegna heimsóknar forseta íslands í Borgarfjarðarhérað. Heimsókninni lauk í fyrradag. DV-mynd JAK
húsaeigenda, hefur fundað meö lög-
reglunni í Borgarnesi um löggæslu í
Húsafelh en talað fyrir daufum eyr-
um, að sögn Kristleifs. Kristleifur
sagöi að þeir yrðu að taka lögin í sín-
ar hendur. „Við getum haft eftirht
með því hveijir koma og tjalda við
Húsafell en það er erfiðara að fylgj-
ast með því hverjir dvelja í orlofshús-
unum,“ sagði Kristleifur að endingu.
Þórður sagði að yfirvinnukvótinn
væri fuhur og lögregluembættið í
Borgarnesi þyrfti að eiga eitthvað
eftir í kassanum fyrir síðari helming
ársins. „Við urðum harkalega fyrir
sparnaðaráformum. Þeir sem sýna
aðhald og sparnað lenda í verri mál-
um en þeir sem bruðla og fara fram
úr öhum áætlunum. Þetta er ekki
spuming um hvort við viljum sinna
öhum verkefnum. Okkur er einfald-
lega þröngur stakkur skorinn," sagði
Þórður að lokum í samtah viö DV.
-bjb
Lögreglan á Selfossi þarf helmingi fleiri menn:
Langt er síðan mælirinn fylHist
- segir Tómas Jónsson yfirlögregluþjónn
Það eru fleiri lögregluembætti en
embættiö í Borgarnesi sem þurfa að
kljást við skerta þjónustu vegna yfir-
vinnukvóta. Selfosslögreglan er með
mikið svæði í sínu lögsagnarum-
dæmi þar sem eru fjölsóttir ferða-
mannastaðir. Má þar nefna Þing-
velh, Laugarvatn, Flúðir, Þjórsárdal
og sumarbústaðasvæðið í Grímsnesi.
Alls eru um 3000 bústaðir á svæði
lögreglunnar. Tómas Jónsson, settur
yfirlögregluþjónn á Selfossi, sagði í
samtah við DV að mörg ár væru síð-
an mælirinn hafi verið orðinn fuhur
hvað varðar niðurskurð á yfirvinn-
unni. Tómas segist þurfa 15-20 lög-
reglumenn á vakt um helgar en núna
hefur hann eingöngu átta menn.
„Við höfum einfaldlega ekki úr
meiru að spila. Við gerum það sem
við getum og ekki meir. Ég þarf að
láta dæmið ganga upp,“ sagði Tóm-
as. Yfirvinnan er skorin niður í ár
um 20% og sagði Tómas niðurskurð-
inn hafa aukist jafnt og þétt síðustu
ár.
Þar til fyrir tveimur árum voru 12
tíl 13 menn á helgarvöktum á Sel-
fossi en vegna niöurskurðar eru þeir
núna aðeins átta. „Menn eru hér
bókstaflega á fuhu alla vaktina og
koma uppgefnir heim,“ sagði Tómas
og bætti við að sem betur fer væri
hann með nógu marga á launaskrá
til að standa vaktimar. Ahs eru 24
lögreglumenn á launaskrá hjá lög-
reglunni á Selfossi.
„Við eigum undir högg að sækja
því fólk skhur ekki af hverju við
komum ekki þegar aht er í vitleysu
og vandræðum. Ástæðan er ekki að
við vhjum ekki koma heldur tak-
markast vinna okkar af skertri íjár-
veitingu. Löggæslan í landinu kostar
kannski um fimm mhljarða og manni
finnst hart þegar ekkert er amast við
því að koma fyrir mengunarvarnar-
búnaði í bhum upp á 16 milljarða.
Það er örugglega ágætt mál því ekki
má menga loftið en það má líka koma
í veg fyrir mengun mannlífsins,"
sagði Tómas ennfremur.
-bjb
Fallhllfarstökk:
íslendingur í
heimsmeti
Nikolai Ehasson, ungur íslend-
ingur, var með þegar heimsraet
var sett í fallhlífarstökki yfir
Belgíu um helgina. 200 manns
stukku úr tveimur Herkúles-
flugvélum í 19 þúsimd feta hæö.
Var markmiðið að láta alla 200
mynda stjörnu, verða með í
myndun (formation). 150 stökkv-
urum tókst að mynda stjörnu, þar
á meðal var Nikolai, og slógu þeir
þar með eldra heimsmet sem var
stjarnal44stökkvara. -hlh
Ölvuní
Skaftafelli
Að sögn lögreglunnar á Höfn í
Homafirði var mikill mannsafn-
aður í Skaftafehi um helgina. Um
1000 manns vom þar saman-
komnir í tjöldum og var mikið
um ölvun og óspektir. Einn ungur
maöur var fluttur ofurölvi th
byggöa og kom lögreglan honum
til síns heima á Höfn.
Skaftafeh er i lögsagnarum-
dæmí lögreglunnar á Höfu, í 130
km fjarlægð. Þar er einn lög-
reglumaður aUtaf hafður á vakt
um helgar yfir sumartímann. Að
þessu sinni þurfö lögreglumað-
urinn að fá aðstoð starfsbræðra
sinna á Höfh vegna ölvunaróláta
átjaldsvæðinuíSkaftafelli. -bjb
Vestmannaeyjar:
Lögreglansekt-
arogsektar
Lögreglan í Vestmannaeyjum
hefur ekki haft undan síðustu
daga við að sekta bæjarbúa fyrir
umferöarlagabrot. Algengustu
brotin era nagladekkjanotkun,
bhastæöasektir og margir hafa
verið sektaðir fyrir að spenna
ekki beltin.
í skyndikönnun, sera gerð var
á sunnudagskvöld á 26 bílum,
reyndust bhbelti ekki vera í notk-
un í 40% thvikanna. Mikiö hefur
verið um aö bflum hefur verið
lagt ólöglega við áfengisverslun-
ina og Bónus-verslunina. Þó
komið sé fram í júlí eru margir
Vestmannaeyingar enn með
nagladekk undir bhum sinum.
-bjb
Dómsmálaráðuneytið:
Lögreglan verður að sjá
fyrir því óvænta
„Viö höfum engar aukafjárveiting-
ar handa lögreglunni. Hún verður
að sjá fyrir óvæntinn verkefnum. Við
höfum aldrei verið með puttana í því
hvemig daglegri löggæslu er stjóm-
að. Sumir hafa eitthvað í kassanum
th að mæta óvæntum verkefnum,
aðrir ekki,“ sagði Hjalti Zophanias-
son, ráðuneytisstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, um þá kreppu sem lög-
reglan kemst í um annasamar helgar
vegna minnkunar á yfirvinnu.
Hjaltí. sagði ráðuneytiö ekki vera 1
neinum aðgeröum vegna Húsafehs
en þar yrði að eiga við lögregluna í
Borgamesi. „Þeir sem eru með
skipulagða starfsemi fyrir ferða-
menn verða að vera reiðubúnir að
kaupa löggæslu ef þeir eiga von á
miklum fjölda,“ sagði Hjalti.
Fram th ársins í ár var útseld vinna
hjá lögreglu dregin frá yfirvinnu-
kvóta og færð sem aukatekjur í ríkis-
sjóö. Hjalti sagði þetta fyrirkomulag
ekki vera lengur við lýði. „Núna hafa
lögreglustjórar fijálsar hendur um
tekjur sem koma á móti. Ef þeir fá.
aukatekjur mega þeir eyða í viðbót
sem aukatekjunum nemur. Gamla
fyrirkomulagið var fáránlegt."
Að sögn Hjalta er stefnt á sama
niðurskurð á löggæslu á næsta ári
en hann gæti jafnvel aukist um 100
mhljónir. „Þá munum við endur-
skoða máhð. Menn búa ekki th ríg-
fasta reglu og neita svo staðreynd-
um,“ sagði Hjalti að lokum.
-bjb
Leigjum út seglskútu
heila og hálfa
daga í senn;
með eða án
skipstjóra
SIGLINGASKOUNN
Símar: 689885 - 31092 - 985*33232