Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 28
Fréttir
.§£$1 jiirii f
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992.
Bjöm Mikaelsson, yfírlögregluþjónn á Sauðárkróki:
Ekki er forsvaranlegt
hve f áliðaðir við erum
- sjö stöðugildi á svæði þar sem búa fímm þúsund manns
3ylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það hversu fáliðaðir við erum er
auðvitað ekki forsvaranlegt því 7
stöðugildi í lögregluliði á svæði þar
sem búa tæplega 5 þúsund manns er
ekki nóg,“ segir Bjöm Mikaelsson,
yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, og
er hvorki mjög ánægður með hversu
fáhðað lögregluliðiö er né heldur hitt
hvernig skorið hefur verið af íjár-
veitingum til lögreglunnar.
Lögreglan á Sauðárkróki flutti fyr-
ir um ári í nýtt og rúmgott húsnæði
við Suðurgötu og Bjöm sagðist mjög
ánægður með þá aðstöðu sem hðið
væri nú í. En það er e.t.v. til marks
um það hvemig þrengt er að að í
herbergi sem merkt er „rannsóknar-
lögreglumaður" starfar enginn. Þar
nni er skrifborð og stóll en fjárveit-
ng th að ráða rannsóknarlögreglu-
nann fæst ekki.
„Við höfum hér sjö stöðugildi. Hér
:ru 6 menn sem ganga 8 tíma vaktir,
cveir og tveir í senn. Tveir eru ávallt
í frh þannig að við erum með vakt í
16 tíma á sólarhring. Á nóttunni frá
miðnætti til kl. 8 á morgnana erum
við með símsvara hér og þar er hægt
að fá uppgefin símanúmer tveggja
manna sem eru á bakvakt og þeir
hafa báðir aðgang að bifreið. Ég vinn
svo dagvinnu og annast stjórn og
skrifstofuvinnu ýmiss konar," segir
Bjöm.
Hann segir það mjög bagalegt
hversu fáhðað lögregluliðið sé og að
ekki skuh vera unnt að hafa vakt
allan sólarhringinn. „Það er stað-
reynd að ahs kyns „gengi“ úr Reykja-
vík eru farin að stunda það að fara
út á land til afbrota og þar sem ekki
er lögregluvakt ahan sólarhringinn
skapar það auðvitað hættu og óör-
yggi fyrir íbúana. Viö höfum fengið
þessa hópa í heimsókn og í langflest-
um tilfehum eru þeir að fjármagna
fíkniefnakaup með afbrotum."
Björn segir að samkvæmt fjárlög-
um hafi lögregluembættið á Sauðár-
króki átt að fá 25,8 milljónir króna
og í sjálfu sér hefði hann ekki verið
svo óánægður með það. Hins vegar
hefði „bandormurinn“ komist í þessa
upphæð og „étið“ af henni 1,4 millj-
ónir.
„Þetta þýðir að við þurfum að reka
embættið fyrir 2 mhljónir á mánuði
og auðvitað er það misjafnt hversu
erfiðir mánuðirnir eru,“ segir Björn
og nú beinist umræðan að umferð-
inni.
Bjöm segir umferðarþungann sí-
feht vera að aukast og það kalli á
aukið eftirht og fyrirbyggjandi að-
gerðir eins og þær að vera úti á veg-
unum. Sauðárkrókslögreglan og lög-
reglan á Blönduósi hafa tekið upp
samstarf við að manna bh sem fer
um báðar sýslurnar og sem dæmi
um þörfina nefnir hann að í þremur
fyrstu ferðunum hafi þrír verið
sviptir ökuleyfi fyrir hraðakstur,
menn óku á aht að 175 km hraða. „En
bara það eitt að vera á vegunum með
lögreglubh skapar nauðsynlegt að-
hald,“ segir Björn.
Hann sagði að þótt fjárveitingin til
embættisins næmi 2 mhljónum
króna á mánuði þýddi ekki að ríg-
binda sig við þá upphæð, ekki væri
hægt að fresta því að sinna útköllum
þegar þau bærust þótt „mánaðar-
kvótinn" sé fuhur. „Við getum ekki
svarað í símann og sagt að við kom-
um eftir mánaðamót ef einhverjir
þurfa á aðstoð okkar að halda, það
hljóta allir að sjá,“ sagði Björn.
DV-mynd gk
Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.
Krakkarnir á Stöðvarfirði æfa frjálsíþróttir stíft þessa dagana fyrir sumarmót UÍA sem fram fer á Eiðum um miðj-
an júlí. Undir merkjum Ungmennafélagsins Súlunnar ætla þau að vinna frækna sigra. Björgvin Ingimundur Lúð-
víksson, íþróttamaður Stöðvarfjarðar, þykir líklegur til verðlauna en á myndinni sést hann fljúga hátt í fjóra metra
í langstökki. Aðdáun þjálfarans, Jónu Petru Magnúsdóttur, og hinna krakkanna leynir sér ekki. Aðspurð segja þau
hættulegasta andstæðinginn á Austfjörðum vera Ungmennafélagið Hött á Egilsstöðum. „Aðalatriðið er náttúrlega
að vera með, en það væri sárt að sjá á eftir gullinu upp á Hérað,“ segja öll einum rómi. DV-mynd GVA
Leiguhúsnæði á Hallveigarstöðum:
Fræðsluskrifstofan liklega
inn í stað borgardóms
Borgardómaraembættíð hefur ver-
ið í leiguhúsnæði á Hahveigarstöð-
lun við Túngötu en með tilkomu hér-
aðsdóms flytur embættið í gamla
Útvegsbankahúsið við Austurstræti.
Eftir standa tvær hæðir auðar á Hah-
veigarstöðum. Samkvæmt heimhd-
um blaösins standa viðræður yfir um
að Fræðsluskrifstofa Reykjavikur-
borgar taki húsnæðið á leigu og flytji
í Hahveigarstaði í haust. Samningar
hafa ekki verið undirritaðir.
Borgardómur hafði húsnæðið á
leigu og rennur leigusamningurinn
út 1. ágúst næstkomandi. Fræðslu-
skrifstofan fer væntanlega inn í lok
ársins, ef samningar nást, eftir að
einhverjar breytingar hafa farið
fram á húsnæðinu. Um er að ræða
800 fermetra pláss og mun öh aðstaða
Fræösluskrifstofunnar flytjast í
Hahveigarstaði en hún hefur verið á
þremur stöðum í borginni th þessa.
Höfuðstöðvamar hafa verið í Aust-
urstræti en húsaleigusamningur þar
rennur út um næstu áramót.
-bjb
Þorlákshöfh 1 Ölfushreppi:
Engar stórar
framkvæmdir í ár
- vegna þátttöku hreppsins 1 atvinnulifmu
„Atvinnuástandið er thtölihega
gott eins og er en aht er þetta mjög
viðkvæmt," sagði Guðmundur Her-
maimsson, sveitarstjóri í Þorláks-
höfn, í samtah við DV um stöðu
mála hjá Ölfushreppi. Vegna þátt-
töku sveitarfélagsins í atvinnulífinu
á staðnum verða engar framkvæmd-
ir í ár ef undan eru skhdar árlegar
umhverfisframkvæmdir í sumar.
„Humarvertíðin hefur gengið vel
en hún stendur stutt yfir. Haustið er
sá tími sem menn kvíða mest fyrir,“
sagði Guðmundur um horfur næstu
mánuði. Á þessu ári leggur Þorláks-
höfn th 70 milljónir í atvinnuhfið,
mest í útgerð. „Við vonumst til að
geta borgað þá upphæð af sjálfsafla-
fé,“ bætti Guðmundur við.
Nýlega er búið að taka í notkun
stórt og mikið íþróttahús í Þorláks-
höfn og segir Guðmundur reynsluna
vera mjög góöa af því. Húsið kostaði
um 160 mihjónir króna og var aht
greitt með framkvæmdafé sveitarfé-
lagsins. Að sögn Guðmundar eru
núna um 10 íbúðarhús í byggingu á
vegum einstakhnga sem verður að
teljast ágætt í 1200 manna byggðar-
lagi. Um 25 félagslegar íbúðir eru á
staðnum og að sögn Guðmundar hef-
ur grænt ljós fengist á tvær í viðbót.
„Þorlákshöfn er þannig staður að
framtíðin er björt. En við erum ekk-
ert undanskhdir þeim erfiðleikum
sem ganga yfir þetta þjóðfélag. Við
höfum ýmislegt upp á að bjóða og
hér hefur verið fólksíjölgun undan-
farin ár,“ sagði Guðmundur að lok-
um í samtah við DV.
-bjb
Guðmundur Hermannsson sveitarstjóri segir aö framtið Þorlákshafnar sé
björt vegna góðrar staðsetningar sveitarfélagsins. DV-mynd JAK