Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992.
11
Sviðsljós
Michael Jackson er umhugað um að fólk glati aldrei sakleysi sínu.
Michael Jackson skáld:
Yrkir nm söknuð
og sakleysi
Menn spyrja sig nú hvað Michael
Jackson sé að hugsa þessa dagana.
Flestir eru hættir að kippa sér upp
við fregnir af ótal fegurðaraðgerðum,
söfnunaráráttu og ýmiss konar sér-
visku. En nú kemur maðurinn enn
og aftur öllum á óvart. Hann er nefni-
lega farinn að yrkja.
Innstu hugsanir goðsins og dýpstu
tilfinningar koma fyrir sjónir al-
mennings nú í júlí í bókinni „Danc-
ing the Dream“. Bókin verður einnig
prýdd fjölmörgum myndum úr lifi
skáldsins.
Tvö ljóða Jacksons birtust í banda-
rísku tímariti á dögunum og er ekki
annað að sjá en að maðurinn sé
nokkuö lunkinn með pennann. í
öðru ljóðanna, „Sakleysi", er Jack-
son umhugað að fólk glati aldrei sak-
leysi sínu, jafnvel þó að sakleysið
kunni að virðast einfeldningslegt og
barnalegt.
í hinu ljóðinu, „Ryan White“, beitir
skáldið stílbrögðum eins og enda-
rími, í runu og á víxl. Þar yrkir Jack-
son um horfinn vin sinn sem kenndi
honum sitthvað um lífið og hann
syrgir horfna gleði.
Whitney Houston er alveg viss:
Ætlar að gifta sig
Poppstimið Whitney Houston hef-
ur tekið stóra ákvörðun. Hún ætlar
að giftast söngvaranum Bobby
Brown. Nú segist Whitney vera alveg
viss og muni ekki hætta við brúð-
kaupið eins og hún hefur gert tvisvar
á síðustu þremur mánuðum. Brúð-
kaupsdagur hefur verið fastsettur,
18. júlí, að heimili Whitney í New
Jersey.
Fréttum þess efnis að hinn 22 ára
„soul-söngvari“, Bobby Brown, sé
um það bil að verða faðir í fjórða
skiptið og að bamið eigi að fæðast
skömmu eftir að hann kvænist
Whitney hefur verið staðfastlega
neitað.
Whitney, sem nú er 28 ára og hefur
mörgum sinnum komist í hæstu
hæðir vinsældalista þar vestra, sagði
á liðnu ári: „Bobby er allt sem ég
þarfnast." Síðan hefur hún bætt við:
„Ég er ástfangin í fyrsta skipti. Ég
veit ekki hvort hann elskar mig
meira en ég elska hann.“
Whitney hefur nýlokið við að leika
í fyrstu mynd sinni, „The Body-
guard“, þar sem hún leikur aðalhiut-
verkið á móti sjálfum Kevin Costner.
Woody Allen og Mia Farrow:
Bæta við barnaskarann
Woody Allen og Mia Farrow sáust
opinberlega á dögunum í fyrsta
skipti í langan tíma. Þau voru í
göngutúr í Central Park ásamt hiuta
af stórum barnahópi sínum.
Mia og Woody hafa veriö saman í
12 ár en virðast hins vegar ekki vera
í neinum giftingarhugleiðinguni.
Nýlega ættleiddu þau sameiginlega
lítinn, svartan strák.
Nýi fjölskyldumeðlimurinn var
með í göngutúmum og einnig sjö ára
ættleidd dóttir þeirra, Dylan, og fjög-
urra ára sonur, Satchel, sem þau
eignuðust saman.
Auk þess á Mia þijá syni með síð-
ari eiginmanni sínum, tónskáldinu
André Previn, og fimm ættleidd
böm, þar á meðal tvö frá Víetnam
og tvö frá Kóreu.
„Ég hreinlega elska böm,“ segir
hin 47 ára Mia. Mia og Woody búa
ekki saman en em greinilega óhenyu
náin.
Woody Allen og Mia Farrow fóru í göngutúr með þrjú barna sinna á dögun-
um. Ljósmyndarar létu það ekki fram hjá sér fara því þetta var í fyrsta skipti
í langan tima sem þau sjást opinberlega.
HANDVERKFÆRI
Á KYNNiriGARTILBOÐI
LÍTIÐ INN OG GERIÐ GÓÐ KAUP
n§@i©@ sð.
Skeifunni 11 D-sími 686466
ERT ÞÚ ORUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN A FULLRI FERDt 1
. . . OG SIMINN ER 63 27 00
• •
BMtntOTWM
Therés tme
mUrilerwhich
mayconcern
himinorethan
his fathers.
WHITE UE
7. JÚLÍ: PROBLEM
CHILD 2 OG WHITE LIE
PROBLEM CHILD 2
(PRAKKARINN 2): Þau
John Ritter, Michael Oliver,
Amy Yasbach og Jack
Warden snúa attur i þessari
geggjuðu gamanmynd þar
sem kimnin er í sérflokki.
Lilli (Oliver) og Ben Healy,
pabbi hans (Ritter), flytja til
baejar þar sem ógiftar konur
eru í yfirgnæfandi meiri-
hluta. Lilli bregður á fyrri
óknytti til að lifa af og
vernda föður sinn frá klóm
forríkrar konu sem þolir ekki
börn (Laraine Newman).
WHITE LIE (HVlT LYGI): Len
Madison (Gregory Hines)
er blaðafulltrúi borgarstjór-
ans i New York, A skrifstofu
hans berst gömul og snjáð
Ijósmynd i pósti. Á henni
má sjá hóp fagnandi hvítra
manna fyrir framan hengd-
an, þeldökkan mann. Móðir
hans útskýrir með tregðu að
myndin sé af föður Lens
sem hengdur var án dóms
og laga þrjátiu árum áður
fyrir að nauðga hvitri konu.
Len er miður sín og afræður
að fara til fæðingarstaðar
sins i Suðurrikjunum i þeirri
von að komast að raun um
sannleikann.
Á MYNDBANDALEIGUR í DAG
CIC MYNDBÖND
SÍMI 679787