Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLl 1992.
Utlönd
Kjarnorku-
úrgangurí
Kazakhstan
Kazakhstan hefur lýst þvi yfir
að svæði, sem er nálægt stað þar
sem Sovétmenn voru með kjam-
orkutilraunlr, sé umhverfislega
hættulegt. Einnig heftu- stjórn
lýðveldisins boðið erlendum sér-
fræðingum að koma og athuga
hvort hægt sé að hreinsa upp
svæðið.
Svæðið, sem um er að ræöa,
nær yfir Semipalatinsk og hluta
af Pavlodar og Karaganda. Land-
búnaður hefur verið bannaður
þar og munu smábæimir fá
skaðabætur.
Málhöfðaðá
hendurbresku
stjórninni
Breska stjómin á nú yfir hölöi
sér málshöfðun vegna þeirra
bama sem fengu vaxtarhormón
úr látnu fólki til þess að stækka.
Eftir hormónagjöfma fengu böm-
in lífshættulegan sjúkdóm sem
leggst á heila.
Aö sögn lögfræöinga ættingja
barnanna hefur stjórnin neitað
aö setja á fót sjóð fyrir börnin,
sem fengu svokallað Creutzfeldt-
Jakob sjúkdóm, ólæknandi and-
legan hrörnunarsjúkdóm. Um
þaö bil 1900 böm fengu hormónin
á árunum 1959 til 1985.
Ríkustu menn
heimseru
Japanir
Að sögn bandaríska tímaritsins
Forbes em tveir ríkustu menn
heims frá Japan, en tímaritið
birtir á morgun, miövikudag,
sjötta árlega listann yfir ríkustu
menn heims.
Ríkasti maður heims er Taikic-
hiro Mori, áttatíu og átta ára fast-
eignabraskari. Eignir hans munu
vera metnar á litla 715 milljarða.
Annar í rööinni er Yoshiaki
Tsutsumi, 58 ára, eigandi 550
milljarða.
Yfirmaður
bandariskaflot-
ansgæti
orðiðkona
Svo gæti farið að næsti yfirmað-
ur bandaríska flotans yrði kona.
George Bush, forseta Bandaríkj-
anna, mun vera mikið í mun að
eyða því orði er af sjóhemum fer,
en hann þykir mikið vígi karla-
rembusvina.
Tímaritið Newsweek heldur því
fram í grein nýlega aö tvær konur
komi til greina í starfið, þ.e. Bar-
bara Pope og Beverly Byron, fyrr-
um þingmaöur, en hin síðar-
neftida þykir koma mjög sterk-
lega til greina.
Fráfarandi yfirmaður sjóhers-
ins, Lawrence Garett, varð að
segja af sér eftir að konur úr sjó-
hernum kvörtuðu yfir því að
hann hefði ekki brugðist við sem
skyldi þegar þær tilkynntu um
kynferöislega áreitni.
Létsprengja
upp kóralrif
H, Ross Perot, óformlegur fram*
bjóðandi í bandarísku forseta-
kosningum, mun hafa láiið
sprengja upp kóralarif á
Bermúdaeyjum til að hann gæti
komið snekkjunni sinni fyrir ut-
an við sumarhús sem hann á þar.
Umhverfisdeild Bermúda hafði
neitað Perot rnn leyfi til aö
sprengja upp rifið þar sem þaö
var friöaö samkvæmt umhverfis-
lögum. Reuter
Forseti Moldavíu, Mircha Snegur tekur hér í Russlandsforseta Boris Jeltsín eftir blaðamannafund sem leiðtogarn-
ir héldu. Símamynd Reuter
Leiðtogar fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna funda:
Friðargæslulið
til Moldavíu
Leiötogar flestra fyrrum lýðvelda
Sovétríkjanna áttu fund í Moskvu í
gær. Þeir samþykktu þar að stofna
sameiginlegt friðargæslulið og sam-
ræma efnahagsstefnu sína.
Gengið var frá nokkrum samning-
um á miili leiðtoga Samveldisríkj-
anna sem tryggja eiga lausn á efna-
hagsvandræðum landanna og þjóð-
emisdeilum sem víða hefur leitt til
mikils ofbeldis.
Leiðtogarnir forðuðust hins vegar
að taka á erfiðasta deilumálinu eða
hvemig hátta eigi yfirstjóm kjam-
orkuvopna fyrrum Sovétríkjanna.
Sem stendur hefur Borís Jeltsín, for-
seti Rússlands, einn aðgang og stjórn
á kjamorkuheraflanum en leiðtogar
Úkraínu hafa lagt fram kröfu um
stjóm á þeim kjamorkuvopnum sem
staðsett em innan landamæra lands-
ins.
Leiðtogar Samveldisríkjanna sam-
þykktu að hinar fyrirhuguðu friðar-
gæslusveitir landanna myndu fyrst
verða sendar til að stilla tfi friðar í
Moldavíu svo fremi sem þing lands-
ins setti fram formlega beiðni þar
um. Forseti Moldavíu, Mircea Sneg-
ur, hefur sagst ætla að biðja um að-
stoð friðargæslusveitanna.
Forseti Arrnena sagði hins vegar
að Samveldi sjálfstæðra ríkja (fyrr-
um lýöveldi Sovétríkjanna) hefði
engar lausnir tfi að stöðva þjóðemis-
defiurnar.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
sagði að Samveldisleiðtogamir hefðu
fahð honum að biðja vestræna lánar-
drottna um frestun á lánaafborgun-
um um nokkur ár.
Reuter
arlilsSlu
Eftirfíkingar af listaverkum eft-
ir fræga máiara eins og Van Gogh
eru nú seldar á verði sem slagar
upp í verðið sem fást myndi fyrir
upprunalegu myndimar.
Það er listagallerí í París sem
sérhæfir sig í sölu á „ekta eftirlík-
ingum“ af listaverkum frægra
málara. Þar er til dæxnis eftirlík-
ing á málverki eftir Van Gogh til
sölu á 825 þúsund.
Forstöðumaöur listagalierísins
hefur gert samninga við lista-
menn um að gera nákvæmar eft-
irlíkingar af málverkum götnlu
meistaranna. Hver mynd er svo
merkt vandlega sem efiirlíking
og seld sem slík, rándým veröi
þó,
Önnur listaverkagallerí í Paris
hafa gagnrýnt þetta athæfi.
„Þetta er ekki list, bara í þykjust-
unni. Reglulegir unnendur lista
munu ekki kaupa þetta,“ sagði
eigandi eins gallerís í París.
Norðmenn
lækka brennivín
líktogSvíar
Yfirvöld í Noregi hafa ákveöið
að feta í fótspor frænda sinna og
nágranna 1 Svíþjóð og lækka
veröið á dýrastu víntegundum
sínum.
„Við verðum víst að lækka ein-
hver sérgjöld og skatta. Noregur
verður að taka tlllit til þess sem
gerist í Svíþjóð og Danmörku,"
sagði ráðuneytisstjóri í norska
fjármálaráðuneytinu.
Hann segir að endurskoðun
skattlagningar á snyrtivörum sé
efst á listanum en þar á eftir komi
álagning á áfengi til kasta ráöu-
neytisins.
„Þetta er nauösynlegt skref þar
sem alltof margir Norðmenn
munu annars leita yfir til Sví-
þjóðar tfi aö kaupa sér áfengi. Ég
lofa hins vegar ekki að verðið á
áfenginu mxmi lækka jafnmikið
og í Svíþjóð," sagði ráðuneytis-
stjórinn en í Svíþjóð hefur áfeng-
isverö lækkaö um allt að 44 pró-
sent.
fylgjastmeð
Sögulegur
I undur á Norð-
ur-írlandi
Helstu stjómmálaflokkar á Norð-
ur-írlandi héldu í gær sinn fyrsta
fund í sameiginlegum friðarviðræð-
um með ríkisstjóm írlands.
Leitast er við að binda enda á meira
en tveggja áratuga langt ofheldi í
héraðinu. Þetta er í fyrsta skiptið
sem þessir aðilar ræðast við.
írski forsætisráðherrann og breski
forsætisráðherrann sendu frá sér
yfirlýsingar þar sem þeir segja við-
ræðurnar vera „sögulegt tækifæri tfi
að ná varanlegum pólitískum fram-
forum“.
Bretar binda vonir við að þeim tak-
ist að finna leið til þess að setja hér-
aðið undir heimastjóm en Norður-
írlandi hefur verið stjómað beint frá
London í 18 ár.
Norðmenn vilja
í Vestur-Evrópu-
sambandið
Norðmenn skýrðu frá því í gær að
þeir hygðust sækja um aukaaðfid að
hinu níu þjóða Vestur-Evrópusam-
bandi sem er vamarbandalag Vest-
ur-Evrópuríkja.
Utanríkisráðherra Noregs sagði að
utanríkisráðherra Þýskalands hefði
boðið Norðmönnum aðfid.
Reuter
Veggur gamals vöruhúss í Sydney í Ástralíu hrundi í heilu lagi niöur á
götuna þegar kviknaöi i húsinu í gær. Engan sakaði en fjöldi bila eyðilagð-
ist. Húsið, sem var yfirgefið og ónotað, hafði verið bústaður umrenninga
í nokkurn tíma áður en kviknaði í þvi en þeir höfðu hins vegar einnig yfir-
gefið hið sökkvandi skip nokkrum vikum fyrir brunann. Simamynd Reuter
Japanskt leigubílafyrirtæki
hefur tekið í notkun gervitungl
til að hafa uppi á leigubílum sín-
um og bæta þjónustuna við við-
skiptavinina.
Leigubílstjórar eru lítt hrifnir
af athæfinu enda hingað til verið
nokkuð fxjálsir í vinnu.
Fyrirtækið notar utvarpsbylgj-
ur og gervitungl til að fylgjast
með hverri hreyfingu leigubfi-
stjóranna en þannig getur það
saigt viöskiptavinum sinum ná-
kvæmlega til um hversu löng bið-
in veröur.
„Ég fékk mér þessa vinnu til
að vera ftjáls,“ sagöi einn leigu-
bílstjóri sem var heldur óhress
með þetta nýja kerfi.
Uppselt á Brúsa
Stökkstein
Æstir aödáendur bandarísku
rokkhetjunnar Brace Springste-
en höiðu hraðar hendur og
keyptu upp alla miða á tónleika
sem goðið heldur í London í þess-
ari viku.
Springsteen heldur fimm tón-
leika á Wembley leikvanginum í
London í þessari viku og uppselt
var á afia tónleikana einungis
nokkrum klukkustundum eftir
að tilkynnt var um þá fyrr á þessu
ári.
„Þetta er ein alhraöasta sala
sem við höfum nokkra sinni orð-
ið vitni að,“ sagði talsmaöur leik-
vangsins. ReuterogNTB