Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SÍMI (91)63 27 00
SiMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hugsjónir í hrærigraut
Með aðstoð barna gróðursetur forseti íslands tré á
ferðum sínum um landið. Þessi athöfn er orðin táknræn
fyrir forsetaembættið, eins konar helgisiður. Hún kem-
ur þeirri hugmynd á framfæri við börn og fullorðna,
að skógrækt flytji þjóðina inn í framtíðina.
Þessi skilaboð renna inn í safn misvísandi upplýsinga
um stöðu og stefnu okkar í skógrækt, landgræðslu og
náttúruvemd. Á sama tíma er hópur landgræðslufólks
önnum kafinn við að rífa lúpínu í þjóðgarði Skaftafells.
Og Mývetningar slá skjaldborg um beit á eyðisandi.
Fyrir allmörgum áratugum sáu menn ísland fyrir sér
sem landbúnaðarland með rennisléttum túnum upp í
miðjar hlíðar. Grafnir voru skurðir út og suður til að
eyðileggja mýrar, sem menn sakna nú. Farið er tala um,
að moka þurfi niður í þessa skurði til að vemda land.
Landþurrkun er ekki lengur talin göfug, heldur bein
árás á lífríki landsins, meira að segja án nokkurs efna-
hagslegs tilgangs, því að þjóðin þarf ekki á öllum sínum
túnum að halda. Verðmætamatið breytist svo snöggt,
að menn vita ekki, hvaðan á sig stendur veðrið.
Til skamms tíma fögnuðu menn lúpínu sem harð-
gerðri jurt, er legði undir sig sanda og mela, breytti
yfirborði þeirra í jarðveg og léti síðan öðrum jurtum
eftir landið. í þessu skyni hefur lúpínu verið plantað
víða á skógræktarsvæðum, svo sem í Skaftafelli.
Nú er kominn upp sá flötur, að þetta sé ekki svona
einfalt. Lúpínan eigi það til að ráðast á annan gróður
og kaffæra hann. Ennfremur gefi hún stundum ekki
eftir fyrir gróðri, sem eigi að einkenna staðinn. Allt í
einu er í náttúruvemdarskyni farið að rífa lúpínu.
Til skamms tíma notaði skógræktin verndarsvæði sín
miskunnarlaust sem skjólgarða fyrir barrtré. Nú er
komið í ljós, að margir telja eðlilegt að rífa þessi barrtré
svo að náttúrulegir birkirunnar svæðisins geti betur
notið sín. Áratuga skógrækt er afskrifuð sem skaðleg.
Landgræðsla hefur áratugum saman haft það verk-
efni að breyta svörtu í grænt. Uppblástursland er girt
og friðað, sáð í það fræjum og áburði. Nú vilja sumir
fara að vernda sandinn fyrir landgræðslunni, meðal
annars vegna þess, að ferðamenn vilji heldur sjá sand!
Menn vita ekki lengur, við hvað eigi að miða í um-
hverfismálum landsins. Á að rækta það eða á að varð-
veita það í einhverju fyrra ástandi og þá í hvaða? Á að
miða við síðustu aldamót eða upphaf landnámsaldar,
þegar land allt var viði vaxið milli fjalls og fjöru?
Nefndir, ráð og bændur í Mývatnssveit standa í mold-
roki að rekstri sauðfjár á eyðisanda gegn eindregnum
andmælum Landgræðslu ríkisins, sem lengi hefur tekið
bændur silkihönzkum. Nú segir hún þennan afrétt ekki
þola neina beit, hvorki nú né í náinni framtíð.
Hinir mývetnsku landeyðingarmenn eru staffírugir
og hóta andmælendum sínum meiðyrðamálum. Þeir eru
í rauninni að verja afar skammsýna stundarhagsmuni,
þvi að almennt ætti að vera í langtímaþágu bænda, að
gróður fari vaxandi í úthögum þeirra og afréttum.
Meðan mývetnskir landeyðingarmenn beijast um
með rollur sínar í moldrokinu, er eyðisandurinn kominn
að jaðri Dimmuborga og hótar að kaffæra náttúruundr-
ið. Hvar er sá vandi í röð á óskalista þeirra, sem settir
eru til að hugsa fyrir okkur um mál af þessu tagi?
Þjóðin þarf að ákveða, hvað skuli snúa upp og hvað
niður í skógrækt, landgræðslu, landvemd og náttúm-
vemd, svo að hugur fylgi máli í opinberum helgisiðum.
Jónas Kristjánsson
„ ... þessa dagana eru islensk iðnfyrirtæki að færa orkunofkun sina úr rafmagni yfir í olíu,“ segir Sveinn m.a.
í greininni.
Iðnaður innan
girðingar og utan
Undanfarin ár hafa öðru hverju
komið fram tiliögm- um að komið
verði á fót svonefndu fríiðnaðar-
svæði á Keflavíkurflugvelli. í því
felst að fyrirtæki, sem þar starfa,
yröu undanþegin flestum sköttum
og gjöldum sem venjuleg innlend
fyrirtæki þurfa að standa skil á.
Nú hefur þessi umræða á ný komið
upp á yfirborðið enda sjá menn
frarn á verulega alvarlegt atvinnu-
leysi, ekki síst á Suðumesjum.
Erlendir hafa engan áhuga
Engu er líkara en stjórnmála-
menn séu sumir hverjir að átta sig
á því að þau starfsskilyrði sem inn-
lend atvinnufyrirtæki búa við séu
vart boðleg erlendum flárfestum.
Það hefur sem sé komið í ljós að
erlendir aðilar hafa nákvæmlega
engan áhuga sýnt á þvi að flárfesta
á íslandi undanfarin ár. Rýmkaðar
reglur frá sl. vori hafa heldur engu
breytt í þessum efnum. En hvaö er
það þá sem hindrar erlenda aðila í
því að flárfesta hér á landi?
Framleiðslukostnaöur er hár.
Allir aðdrættir eru kostnaðarsamir
fyrir okkur vegna flarlægðar og
launakostnaður er þegar ailt er tal-
ið hár á mælikvarða Evrópuþjóða.
Afkoma íslenskra fyrirtækja hefur
verið þannig að hún freistar ekki
erlendra aðila. Lítill og vanþróaður
hlutabréfamarkaður ber þessa
merki enda er hann nánast frosinn
efdr að dregið hefur verið úr
hvatningu í formi skattaafsláttar
vegna hlutabréfakaupa. Erlendir
aðilar geta nú að sönnu keypt
hlutabréf í nokkrum íslenskum
fyrirtækjum en það er undir hæl-
inn lagt hvort þeir geta selt þau
aftur.
Helstu auðhndir okkar, fiskur og
orka, eru illa nýttar. Við látum það
viðgangast án viðbragða að lagður
sé tollur á fullunnar sjávarafurðir,
sem við seljum til EB, og kyssum
á vöndinn með því aö selja því toll-
öjálst hráefni tíl þess ríkisstyrkta
fiskiðnaðar. Með þessu mótí flytj-
um við fiskiðnaöinn úr landi. Við
tölum um að við eigum mikla og
ódýra orku en þessa dagana eru
íslensk iðnfyrirtæki aö færa orku-
notkun sína úr rafmagni yfir í olíu.
Ástæðan er sú að það er búið að
flárfesta meira í orkuverum en við
höfum þörf fyrir.
En er þá ekki rétt að lækka raf-
magnsverðið og auka notkunina?
Nei, í viðskiptum við fyrirtæki í
KjaUarinn
Sveinn Hannesson
framkvæmdastjóri Félags
íslenskra iðnrekenda
eigu ríkis og sveitarfélaga gilda
engin venjuleg viðskiptasjónarmið,
enginn staðgreiðslu- eða magnaf-
sláttur. Landsvirkjun og rafmagns-
veitur eiga að hafa sitt á þurru, en
iðnaðurinn er látinn borga.
Fljótvirkasta leiðin
Við inngöngu íslands í EFTA fyr-
ir röskum 20 árum var samið um
niðurfellingu tollvemdar af ís-
lenskum iðnaði. Stundum er jafn-
vel talað um að iönaðurinn hafi þá
keypt tollalækkanir (bókun 6) fyrir
sjávarútveginn. Iðnaðurinn hefur
hins vegar enn ekki fengið þær lag-
færingar á sínum rekstrarskilyrð-
um sem nauðsynlegar eru til þess
að hann getí staðist aukna sam-
keppni.
Nú hefur samningurinn um EES
verið undirritaöur og með honum
má segja að mestöll atvinnustarf-
semi landsmanna sé komin í sam-
keppni við erlenda aðila líkt og iðn-
aðurinn fyrir tveim átatugum.
Þessi samningur kallar á breyting-
ar á mörgum sviðum í okkar lög-
gjöf og margt af því varðar starfs-
skilyrði atvinnuveganna. En samn-
ingurinn kallar á enn fleiri breyt-
ingar sem ekki er þó beinlíns um-
samið. Við getum tekið skattamálin
sem dæmi. Við getum einfaldlega
ekki haldiö áfram að vera meö
skatta á borð við aðstöðugjald á
atvinnurekstur okkar, þegar okkar
erlendu keppinautar þekkja ekki
fáránlega skattlagningu kostnaðar
af jiessu tagi.
Eg vil leyfa mér að fullyrða að
fljótvirkasta og besta leiðin tíl að
bregðast við aðsteðjandi efnahags-
vanda og atvinnuleysi sé sú að hlúa
að þeim atvinnurekstri sem til er í
landinu. Við getum ýmist sparað
gjaldeyri eða aflað hans með því
aö lagfæra starfsskilyrði iðnaðar
og hér er ekki um neina smáaura
að tefla. Sem dæmi má nefna að
innfluttur iðnvarningur í sam-
keppni við innlenda framleiðslu
var á árinu 1990 nálega 20 milljarð-
ar króna (SIF). Á sama ári var velta
iðnaðar (án stóriðju) um 76 millj-
arðar króna. Ef við framleiddum
allan þennan iðnvarning sjálf eða
flyttum út á móti því sem flutt er
inn, hefðum við 5.000-6.000 störf í
iðnaði upp á að bjóða.
Kínverjar í Garðabæ
Hættan er sú að stjórnmála-
mennimir okkar finni enn einu
sinni patentlausn á aðsteðjandi
vanda, sem sé þá að búa til skatt-
lausan sælureit uppi á Miönesheiði
til að reyna að lokka þangað er-
lenda aðila, t.d. frá Formósu, eins
og einn þeirra hefur nú nýlega lagt
til.
Um það er svo sem ekki nema
gott að segja en fljótvirkasta og
besta lausnin er miklu nær, nefni-
lega sú aö lagfæra almenn starfs-
skilyrði fyrir starfandi fyrirtæki í
landinu, síðan má bjóða Kínveijun-
um lóð í iðnaðarhverfinu í
Garðabæ.
Sveinn Hannesson
„Hættan er sú að stjórnmálamennirnir
okkar finni enn einu sinni patentlausn
á aðsteðjandi vanda, sem sé þá að búa
til skattlausan sælureit uppi á Miðnes-
heiði til að reyna að lokka þangað er-
lenda aðila, t.d. frá Formósu... “