Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 18
Amarunmi
Meistaramót golfklúbbs Mos-
fellsbæjar fór fram um helgiiia. í
1. flokki karla sigraöi Amar Sig-
urbjörnsson gLæsilega á 308 högg-
um. Annar varö Tómas Jónsson
á 315 höggum og þriðji Ragnar
Ragnarsson á 326. I 1. flokki
kvenna sigraöi Eiínborg Kristj-
ánsdóttir á 456 höggum. 12. flokki
sigraöi Davíö Helgason á 385
höggum og í 3. flokki vanh Ðaníel
Þórðarson á 348. í 4. flokki sigraöi
Guðmundur Svavarsson á 366
höggum og í 5. flokki vann Ómar
Garðarsson á 427 höggum. í
drengjaflokki sigraði Ólafur
Gunnlaugsson á 209 höggum og í
öldungaflokki sigraöi Sigurþór
Hjartarson á 193 höggum en þar
var leikinn styttri vegalengd.
Staðaní
4. deild
A-riðill:
ReynirS......8 8 0 0 53-2 24
Njarðvík.....8 5 2 1 33-13 17
VíkingurÓ....8 5 2 1 28-13 17
Afturelding....8 4 2 2 34-14 14
Hafhir......8 2 1 5 12-26 7
Emir.........8 2 1 5 14-39 7
Árvakur.....8 116 14-51 4
Hvatberar....8 0 1 7 9-41 1
B-riðiU:
HK...........7 7 0 0 42-4 21
LeiknirR.....8 5 1 2 22-11 16
Ármann.......7 4 1 2 17-13 13
Fjölnir......8 3 1 4 14-15 10
SnæfeU.......7 3 l 3 15-19 10
Víkverji.....8 3 1 4 15-23 10
Bolungarvík...8 2 1 5 12-20 7
Léttir.......7 0 0 7 3-38 0
C-riðUh
Hvöt.........5 5 0 0 19-4 15
Konnákur.....5 2 1 2 10-6 7
SM...........5 12 2 10-13 5
HSÞ-B........5 2 0 3 11-10 6
Neísti.......4 2 0 2 8-9 6
Þrymur.......4 0 1 3 2-21 0
D-riðill:
Höttur.......9 9 0 0 43-0 27
Slndri.......9 5 2 2 38-17 17
VaiurRf......7 4 1 2 24-6 13
LeiknirF.....6 4 1 1 18-8 13
Austri.......9 3 2 4 19-15 11
HuglnnS........9 4 2 3 24-14 14
Einhetji....-7 3 2 2 23-14 11
Neísti.......8 116 14-36 4
KSH..........8 0 2 6 6—29 2
HuginnF......8 0 1 7 1-72 1
íþróttir
Kylfingará
faraldsfæti
fslenskir kylfingar verða á fer-
aldsfæti á næstunni. Fimm kylf-
ingar taka um næstu helgi þátt í
opna Lúxemborgarmótinu en
þeir eru Björgvin Sigurbergsson,
GK, Úlfar Jónsson, GK, Siginjón
Amarsson, GR, Karen Sævars-
dóttir, GS og Þórdís Geirsdóttir,
GK. Eftir mótið halda þau Karen,
Sigurjón og Björgvin tíl Þýska-
lands þar sem þau taka þátt í
opna þýska meistaramótinu dag-
ana 16.-19. júlí.
Ellertkjönnn
varaformaður
EUert B. Schram, forseti
íþróttasambands íslands, hefur
veriö valinn varaformaöur fram-
kvæmdanefhdar Knattspymu-
sambands Evrópu, UEFA, sem
mun sjá um framkvæmd Evrópu-
mótanna í knattspyrau 1992-1994.
Kjartan sigraði
áSeffossmðtinu
Kjartan Gunnarsson varö hlut-
skarpastur í 1. flokki á meistara-
móti Golfklúbbs Selfoss sem lauk
um Uöna helgi. Hann lék á 292
höggum en annar varö Gunnar
Marel Einarsson á 295 höggum. í
þriðja sæti hafnaði Vignir
Bjarnason á 301 höggl Stefán
Gunnarsson sigraði í 2. flokki á
312 höggum og Kristján Már
Gunnarsson í 3. flokki á 316 högg-
um. í 1. flokki kvenna sigraði
Ásta Jósefsdóttir á 267 höggúm. í
2. flokki kvenna sigraði Kristín
Pétursdóttir á 2% höggum og í
3. flokki Guðfmna Ólafsdóttir á
304 höggum,
Óskar bestur
alh-aáHellu
Óskar Pálsson vann yflrburða-
sigur á meistaramóti Gqlfkiúbbs
HeUu um síðustu helgi. Óskar lék
holumar 72 á 302 höggum. Annar
í meistaraflokki varð Amgrímur
Beqjamínsson á 318 höggum og
. þriðji Kjartan Aöalbjömsson á
355 höggum. í kvennaflokkl sigr-
aði Soflla Pálsdóttir á 243 höggum
en önnur varð HáUdóra Magnús-
dóttir á 346 höggum.
Góður árangur
hiá JAnS Amflri
I^|€i liMiii Mu ii€w i
Jón Amar Magnússon, HSK,
náöi mjög góðum árangri 1 tug-
þrautarkeppni í Svíþjóð um síö-
ustu helgi. Jón Amar hlaut 7.570
stig en islandsmet Þráins Haf-
steinssonarer 7.592 stig.JónAm-
ar var þvi aðeins hársbreidd frá
metinu en öHu iengra frá lág-
markinu fyrir óiympíuieikana
eöa rúmlega 200 stigum.
á heimslistanum
Bandaríski kylfingurinn Fred
Couples er enn í efsta sæti á
heimslistanum yfir bestu kylf-
ihga heimsins sem birtur var í
gær. Couples er með 17,52 stig en
næstur og skammt á eftir kemur
Bretinn Nick Faido með 16,63 stig.
Spánveijinn Jose Maria Olazabal
Næstir á listanum em Ian Woos-
nam, Bretlandi, Greg Norman,
Ástralíu, Severiano BaUesteros,
Spáni, og Davis Love 1U. er í 8.
sæti, í 9. sæti er Paul Azinger en
10. sætiö vermir Mark McNuíty
frá Zimbabwe.
-SK
_____________________________________________________39
_______________________________________________íþróttir
Fer Arnór aftur
til Anderlecht?
- framkvæmdastjóri félagsins segir málið vera 1 athugun
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Eitt stærsta dagblað Belgíu, Het
Nieuwsblad, sagði frá því í gær að
svo gæti farið aö Ámór Guðjohn-
sen væri aftur á leiðinni til And-
erlecht.
Amór hefur undanferin tvö ár
veriö á kaupleigusamningi hjá
franska félaginu Bordeaux en sam-
kvæmt frétt blaðsins hafa samn-
ingar ekki verið endumýjaðir og
ekkert bendir til að svo verði.
Framkvæmdastjóri Anderlecht
segir við Het Nieuwsblad að máUð
sé í athugun en á þessari stundu
vflji hann ekki frekar tjá sig um
það.
Þess má geta að áhangendur
Anderlecht hafa haft spumir af
þessu og í kjölfarið hafa fjölmörg
lesendabréf borist til belgíska
blaðsins. í mörgum þeirra kemur
fram að stuðningsmenn And-
erlecht fagni því innilega ef Amór
gangi á ný til liðs við Anderlecht.
Þeir kaUa Amór hvítu jámbraut-
arlestina úr norðri og hafi hann
verið elskaður af stuðningsmönn-
um.
Amór fór til Bordeaux fyrir
tveimur árum og gekk á ýmsu í
byrjun. Félagið var dæmt gjald-
þrota og fyrir vikið lék liðiö í 2.
deild á síðasta tímabih. Liðinu gekk
vel og tryggði sér á nýjan leik sæti
í 1. deild.
„Núverandi eigendur Bordeaux
keyptu upp gamla klúbbinn en yf-
irtóku ekki gamlar skuldir. Enn-
fremur keyptu nýju eigendurnir
upp samninga leikmanna og þjálf-
arans. Það rétt að Anderlecht hefur
ekki fengið greidda þá upphæð sem
Bordeaux átti að greiða fyrir mig
en það er hins vegar núverandi eig-
endum óviðkomandi. Þetta er leið-
indamál og nú er svo komið að það
er komið inn á borð hjá FIFA sem
vfll að félögin komist að einhverri
niðurstöðu. Það getur vel farið svo
að FIFA dæmi mig til að fara aftur
til Anderlecht en ég hef minn rétt
enda er ég ekki samningsbundinn
Anderlecht á nokkum hátt,“ sagði
Amór Guðjohnsen í samtali við DV
í gær.
Amór sagði að engar reglugerðir
væm til innan FIFA þegar félög
færa á hausinn eins og gerðist með
Bordeaux á sínum tíma. Arnór seg-
ist ekki hafa verið í neinum beinum
viðræðum við Anderlecht enda
væri hann ákveðinn í að leika
áfram með Bordeaux en tvö ár era
eför af samningi hans við félagið.
Æfmgar fyrir tímabilið, sem hefst
8. ágúst, hófust í síðustu viku en
vegna meiðsla hefur Amór ekki
getað æft. Amór sleit vöðva í kálfa
fyrir leikinn gegn Grikkjum í for-
keppni heimsmeistaramótsins í
maí en er á batavegi og vonast til
hefja æfingar í næstu viku.
-JKS
MJÓLKURBIKARKEPPNI KSÍ
ÍBK - FH
í KVÖLD KL. 20.00
SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK
- sérstakur styrktaraðili leiksins
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ Í992.:
1. Unqlinqalandsmót U.M.F.I.
verður haldið á Dalvík og nágrenni
10.-12. júlí 1992.
Skemmtun fyrir aila fjölskylduna.
* íþróttakeppni
* Gönguferðir
* Tívolí
* Útiskemmtanir
* Hestaleiga
* Heilsuskokk
* Ljósmyndasamkeppni
Mótsnefnd býður alla velkomna til
Dalvíkur á Unglingalandsmót.
o
Forkeppni ólympíuleikanna 1 körfubolta:
Króatar í sama
riðli og Kanar
- „Draumaliöið“ mætir Angola í fyrsta leiknmn á ÓL
Bandaríkin og Litháen era líkleg-
ust til sigurs í riðlunum tveimur í
körfuknattieikskeppni ólympíuleik-
anna í Barcelona. Bandaríkin lentu
í sama riðh og hið sterka hð Króatíu
en Litháen lenti í riðli með Samveld-
inu. Enn á eftir að taka ákvörðim
um þátttöku Júgóslaviu á leikunum
en það verður gert á fundi fram-
kvæmdanefndar alþjóðaólympíu-
nefndarinnar næstkomandi laugar-
dag.
í riðh með bandaríska „draumahð-
inu“ veröa Afríkumeistaramir frá
Angola, sem verða fyrstu andstæð-
ingar Kananna, Spánn, Króatía,
Brasilía og Þýskaland. í hinum riðl-
inum leika Litháen, Samveldið, Ástr-
alía, Venezuela, Puerto Rico og Kína.
Fái Júgóslavía, sem vann til silfur-
verðlauna á síðustu leikum, að keppa
í Barcelona verður einu hði úr for-
keppni Ameríkuliða bætt við.
I fyrrinótt vann bandaríska hðið
Venezuela 127-80 í forkeppninni í
Portland. Karl Malone og Charles
Barkley skoraðu 17 stig hvor, Christ-
ian Leattner 16, Clyde Drexler 15 og
David Robinson 14 stig. Bandaríska
liðiö gerði fyrstu 15 stigin í leiknum
en leikmenn Venezuela brenndu
fyrstu 10 skotum sínum í leiknum
af og hittni þeirra í fyrri háiíleik var
aðeins 26%. Staðan í leikhléi var
67-26. Bandaríska liðið sigraði í öU-
um sex leikjum sínum í keppninni
með að meðaltali 51,5 stiga mun sem
er einsdæmi í alþjoðakeppm.
„Þetta er aðeins byrjunin en við
verðum að spila af sömu leikgleði í
Barcelona, það er ekki víst að þar
verði sama virðing borin fyrir okkur
og hér,“ sagði Larry Bird eftir leik-
inn. Bird, sem hvílt hafði síðan í
fyrsta leik liðsins í keppninni vegna
bakverkja, fór í gang undir lok leiks-
ins og sýndi gamalkunna takta.
Óhætt er að segja að andstæðingar
bandaríska hðsins hafi borið virð-
ingu fyrir því og til dæmis má nefna
að leikmenn Venezuela báðu banda-
rísku stjömumar um eiginhandará-
ritanir í leikhléi í leiknum á sunnu-
dag.
Carl Herrera var stigahæstur hjá
Venezuela með 21 stig. „Þeir era
langbestir, það á ekkert lið mögu-
leika á að sigra þá,“ sagði Herrera.
Brasilía vann Puerto Rico, 93-91, í
hinum leiknum á sunnudag, Oscar
Schmidt skoraði 27 stig fyrir Brasil-
íu.
í forkeppni Evrópuríkja vann Lit-
háen 100-87 sigur á Ítalíu á sunnu-
dag. Arvydas Sabonis skoraði 33 stig
og Sarunas Marciulonis 23 stig fyrir
Litháen. Þýskaland vann Tékkósló-
vakíu 90-74, Detlef Schrempf skoraði
22 stig fyrir Þýskaland. Samveldiö
sigraði Slóveníu 84-82 í æsispenn-
andi leik þar sem Slóvenar brenndu
af 3ja stiga skoti á síöustu sekúndu
leiksins.
-BL
Magic Johnson á fullri ferð í leiknum gegn Venezuela í fyrrinótt. Sam Shepard, bakvörður Venezuela, reynir að stöðva Magic en brýtur á honum.
Símamynd Reuter
Samæfing hjá skíðagöngufólkinu haldin í Fljótum:
Mjög góð æfing fyrir
íslenska göngufólkið
- íslenski hópurinn fékk góð ráð hjá norsku göngusnillingunum
Öm Þórarinsson, DV, njótunx
Fyrsta samæfing skíðagöngufólks í sum-
ar var haldin í Fljótiun í síöustu viku.
AUs mættu 16 göngumenn á æfinguna,
aUt besta göngufólk landsins að Rögnvaldi
Ingþórssyni undanskildum. Göngufólkið
hitti norska skíðafólkið á fóstudag og tók
aUur hópurinn eina létta æfingu saman
auk þess sem íslendingamir fengu ýmis
góð ráð hjá hinum útlendu meisturum.
Fannst okkar fólki að vonum gaman að
komast í kynni við erlenda keppnisfólkið
og mátti skflja á unglingunum að það yrði
þeim mikil hvatning á íþróttabrautinni í
framtíðinni.
Hópurinn hélt til í Sólgarðaskóla meðan
hann dvaldi í Fljótunum og lét vel af dvöl-
inni þar enda hentar staðurinn að mörgu
leyti ágætlega sem æfingabúðir fyrir
íþróttafólk.
Æfingamar fólust í hlaupum auk þess
sem gengið var á rúUuskíðmn en til þess
hentar einmitt klæðingin á vegum í sveit-
inni vel.
Þetta hefur tekist
vonum framar
„Mér finnst, miðað við hvemig veðrið
hefur verið, að þetta hafi tekist vonum
Flestir skíöamennirnir samankomnir í lok dvalarinnar í Fljótunum. DV-mynd örn
framar, það er gífurleg ánægja í
hópnum með móttökumar og gest-
risnin hér á Bjamagfli hefur verið
alveg einstök," sagði Gunnar Jóns-
son, fararstjóri útlendinganna sem
dvöldu á Bjamagili í Fljótum í síð-
ustu viku.
Gestirnir kynntust
íslensku veröurfari
Gestimir, sem vora fimmtán að tölu,
fengu sannarlega að kynnast ís-
lensku veðurfari í ferðinni hingað.
Þeir komu í sveitina í hríð og ófærð
þannig að htlu mátti muna að þeir
kæmust ekki yfir Lágheiðina en
tveim dögum síðar var komið glamp-
andi sólskin og hiti. Það ríkti mikil
ánægja meðal gestanna þegar frétta-
maður tók nokkra þeirra tali síðasta
dag heimsóknarinnar og ljóst að allir
höfðu kynnst einhverju nýju sem
þeir þekktu ekki áður. Það var auö-
heyrt aö stangaveiði og hesta-
mennska höföu heillað gestina hvað
mest, þá naut sundlaugin vinsælda
og sömuleiðis vatnakajakar sem
menn sigldu á niður Fljótaá. Með í
hópnum vora Steinar og Lars Odd-
var Fossgard en þeir reka eitt stærsta
skíðasvæðið í Noregi og komu m.a.
til að líta á aðstæður í Fljótunum
með uppbyggingu skíðamannvirkja
í huga. Þeirra álit er að sveitin með
sínu fjölbreytilega landslagi og
margvíslegu afþreyingarmöguleik-
um henti vel til að starfrækja þar
æfingabúðir fyrir skíðafólk og aðra
náttúraunnendur.
Búin að vera
frábær skemmtun
„Þetta er búin að vera frábær
skemmtun," sagði Pol Gunnar Mik-
kelsplass þegar fréttamaður hitti
þennan heimsfræga göngugarp á
Bjamagili í Fljótum á síðasta degi
heimsóknar skíðafólksins þangað í
síðustu viku.
„Ég held að bílferðin frá Akureyri
að Bjamagili, þegar við lentum í
snjókomu og ófærð nú um hásumar-
ið, verði öUum ógleymanleg. Ég hef
komið tvívegis tfl íslands áður og lík-
ar mjög vel hér, því varð ég strax
hrifinn af þessu boði hingað þegar
þessi hugmynd var kynnt fyrir mér
í vetur. Dvölin hér hefur verið mjög
ánægjuleg og dekrað við okkur á aU-
an hátt. Keppnisfólk er vant að búa
á hótelum þegar það er á ferðalögum
en ég held að aliir séu sammála um
að dvöl á sveitabæ sé ágæt tilbreyting
enda verða öU kynni á einkaheimiti
nánari og persónulegri en á veitinga-
stöðum."
Fer í heyskap hjá
foreldrunum
Aðspurður hvað tæki við þegar heim
kæmi sagði Pol Gunnar „fyrst fer ég
hálfan mánuð í heyskap hjá foreld-
nun mínum sem búa á sveitabæ en
síðan taka við æfingar, hlaup og
rúlluskíði sem síðan þyngjast eftir
því sem líður á sumarið og nær dreg-
ur keppnistímabilinu. Mikkelsplass
sagði að skíðafóUcinu hefði staðið til
boða að ferðast til nokkurra landa,
það hefði hins vegar ákveðið að veija
Islandsferðina, mest vegna þess aö
það hefði aldrei fengið boð utan Nor-
egs um að dveija á sveitabæ og þess
vegna hefði því fundist þetta forvitni-
legt.
16. liöa úrslit mjólkurbikarsins:
Nágrannaslagur
Akureyraiiiða
- barist víöa um landiö í kvöld
I kvöld ræðst það væntanlega
hvaða Uð komast áfram í 8 liða úr-
slit bikarkeppni Knattspymusam-
bands íslands en þá fara fram átta
leUúr í 16 Uða úrslitum keppninnar.
Búast má við mörgum skemmtileg-
um leikjum en fljótt á litið er leikur
Akureyrarliðanna Þórs og KA at-
hygUsverðastur. Það er ávaUt hart
barist þegar þessir norðlensku erki-
fiendur eigast við á íþróttasviðinu
og leikur Þórs og KA í kvöld verður
örugglega engin imdantekning.
Reyðfirðingar duttu í lukkupottinn
þegar dregið var í 16 liða úrslitin og
fá efsta lið 1. deildar, Uð Skaga-
manna, í heimsókn í kvöld. Fyrir-
fram má búast við ömggum sigri
Skagamanna en heimamenn munu
örugglega selja sig dýrt.
í tveimur leikjum mætast hð sem
leika í 1. deild, ef leikurinn á Akur-
eyri er vmdanskilinn. Breiðablik fær
Val í heimsókn í Kópavoginn og Vík-
ingar leika gegn Eyjamönnum á Vík-
ingsveUi.
Stuðningsmenn BÍ geta verið
anægðir með mótheija liðsins í 16
Uða úrslitunum en Framarar fara í
kvöld til ísafjarðar. Lið BÍ hefur sýnt
það og sannað í 2. deildinni að það
getur bitið hressilega frá sér. Fram-
arar verða því að taka á öUu sínu ef
þeim á aö takast að innbyrða sigur.
Húsvíkingar fá líka sterkt 1. deildar
hð í heimsókn en KR-ingar mæta
Völsungi í kvöld á HúsavíkurveUi.
KR-ingar em í toppbaráttu 1. deildar
og heimamenn eiga greinilega eríið-
an leik fyrir höndum.
2. deUdar Uð ÍBK, sem vann stórsig-
ur á toppUði deildarinnar, Fylki, á
dögunum, leikur gegn FH og em
FH-ingar síður en svo öryggir með
sigur. FH-liðið hefur verið í basli í
síðustu leUcjum sínum í 1. deUd og
fengið á sig 8 mörk í síðustu tveimur
leikjum.
Marteinn Geirsson, þjálfari Leift-
urs, og lærisveinar hans fá topplið
2. deildar í heimsókn. Fylkismenn
ætla sér stóra hluti í bikarkeppninni
og svo er um fleiri lið. Aliir leikimir
í kvöld hefjast klukkan 20. -SK
Arnar Gunnlaugsson verður Reyð-
(irðingum væntanlega erfiöur í
kvöld.
Ragnar Margeirsson verður með
KR-ingum gegn Völsungum á Húsa-
vik.