Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Blaðsíða 30
5P; Fólk í fréttum ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992. '■ppr r.fr'n V BTT-,»rnmqri Þorgeir Pálsson Þorgeir Pálsson verkfraeöingur, Barðaströnd 21, Seltjamamesi, tók við starfi flugmálastjóra 1. júlí sl. Starfsferill Þorgeir er fæddur 19.5.1941 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í ísaksskóla, Laugamesskóla og tók landsprófi frá Gagnfræða- skólanum í Vonarstræti. Þorgeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1961, BS-prófi í flugverkfræði frá MIT Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum 1966, MS-prófi 1967 og ScD-prófi 1971. Þorgeir vann á sumrin á ungl- ingsárum við vömafgreiðslu hjá Eimskip og við raftengingar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann var við rannsóknarstörf og aðstoð- arkennslu við MIT Measurement Systems Labatory 1967-71, verk- fræðingur í reiknistofu Raunvís- indastofnunar Háskóla íslands og stundakennari við sama skóla 1971-72, verkfræðingur hjá The Analytic Sciences Corporation Re- ading í Massachusetts frá 1973, dós- ent í kerfisverkfræði við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla is- lands frá 1976, forstöðumaður kerf- isverkfræðistofu verkfræðistofnun- ar Háskólans frá upphafi 1983, pró- fessor frá 1986 og skipaöur flug- málastjóri frá 1. júlí sl. Þorgeir sinnti ráðgjafarstörfum fyrir Northrop Corporation 1970, Loftleiðir hf. 1971, Flugleiðir hf. 1979 og Landhelgisgæsluna og Flugmála- stjóm frá 1976. Hann sat í flugmála- nefnd, sem lauk störfum 1986, en nefndin vann að áætlun um upp- byggingu flugvalla á íslandi og í flugráði 1984-87. Þorgeir hefur setið í ratsjárnefnd utanríkisráðuneytis- ins frá stofnun hennar 1984 og gegn- ir nú formennsku í nefndinni. Hann keppti á íslandsmótinu í svifílugi 1963 en réttindi til svifflugs öðlaðist hann 16 ára gamall. Þorgeir var um tíma í stjóm Svifílugfélags íslands. Hann er félagi í Rotary-klúbbi Sel- tjamarness. Þorgeir sat í ýmsum nefndum á vegum Háskólans. Þorgeir hefur ritað fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Skrif hans hafa einkum verið á tæknisviðinu. Fjölskylda Þorgeir kvæntist 12.6.1964 Önnu Snjólaugu Haraldsdóttur, f. 20.9. 1942, deildarstjóra hjá Ferðaskrif- stofu íslands. Foreldrar hennar em Haraldur Sigurðsson, f. 12.10.1913, fv. aðalgjaldkeri Pósts og síma, og kona hans, Brynhildur Sigþórsdótt- ir, f. 26.2.1917, húsfreyja, þau em búsettíReykjavík. Dætur Þorgeirs og Önnu Snjó- laugar: Sigrún, f. 28.9.1964, söng- kona og efnafræöingur, maki Þór Ásgeirsson, f. 6.4.1964, kennari, þau eiga eina dóttur, Ragnheiði Önnu, f. 16.4.1989; Brynhildur, f. 23.3.1970, nemi í viðskiptafræði, unnusti hennar er Davíð Benedikt Gíslason, f. 30.12.1969, nemi í lögfræði; Elísa- bet, f. 23.3.1970, nemi í lyfjafræði, unnusti hennar er Hörður Gauti Gunnarsson, f. 21.3.1970, nemi í verkfræði. Systir Þorgeirs er Hekla Pálsdótt- ir, f. 2.5.1945, húsmóðir, maki Björg- vin Schram, f. 6.6.1945, viðskipta- fræðingur og framkvæmdastjóri, þau eiga þijá syni, Björgvin, f. 14.8. 1968, Brynjólf Pál, f. 14.11.1973, og Amald Geir, f. 15.9.1978. Foreldrar Þorgeirs em Páli Þor- geirsson, f. 27.7.1914, fv. stórkaup- maður en hann rak timburverslun í áratugi og síðast í Ármúla 27, og kona hans Elísabet Sigurðardóttir, f. 24.10.1912, húsfreyja, þau em bú- settíReykjavík. Ætt Á meðal móðursystkina Þorgeirs era Ingibjörg, ljósmyndari í Reykja- vík, Bryndís hárgreiðslukona í Reykjavík, Þuríður, hárgreiðslu- kona í Reykjavík, Sigurður, húsa- smíðameistari í Reykjavík, Harald- ur Öm, klæðskeri og útfararstjóri í Reykjavík, María, viðskiptafræð- ingur og kennari, og Pétur, kaup- maður, en sá síðasttaldi er látinn. Elísabet er dóttir Sigurðar, vél- stjóra, Ámasonar, útvegsbónda í Hænuvík, Jónssonar bónda Guð- mundssonar. Móðir Sigurðar Áma- Þorgeir Pálsson. sonar var Ingibjörg, dóttir Sigurðar Sigurðssonar bónda og Ingibjargar Ólafsdóttur en hún var áður gift Jóni Jónssyni, presti í Otradal. Móð- ir Elísabetar var Þuríður Péturs- dóttir, bónda á Brúsastöðum í Þing- vallasveit, Jónssonar. Páll er sonur Þorgeirs, forsljóra í Reykjavík, Pálssonar, útvegsbónda í Leyni á Reykjanesi, ísleifssonar. Móðir Páls var Aldís, dóttir Sigurð- ar Jónssonar, sjómanns í Móakoti í Reykjavík, og Guðrúnar Jóhannes- dóttur, húsfreyju. Fyrri kona Þor- geirs Pálssonar forstjóra var Kristín Eiríksdóttir og eignuðust þau tvö böm, Magnús, kaupmann í Reykja- vík, og Emilíu, húsfreyju í Reykja- vík. Afmæli Ólafur G. Einarsson Ólafur Garðar Einarsson mennta- málaráðherra, Stekkjarflöt 14, Garðabæ, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur er fæddur á Siglufirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1953 og lögfræðiprófi frá HÍ1960. Ólafur var sveitarstjóri í Garða- hreppi 1960-1972 og í hreppsnefnd Garðahrepps 1966-1975. Olafur var í bæjarstjóm Garðabæjar 1975-1978 og oddviti 1972-1975. Hann var for- seti bæjarstjómar Garðabæjar 1975-1978 og varaformaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 1967- 1978. Ólafúr sat í stjóm Lánasjóðs sveitarfélaga 1971-1978 og í bruna- málastjóm 1968-1982. Hann sat í stjóm Framkvæmdastofnunar rík- isins 1974-1978 og 1983-1985 og í stjóm Byggðastofnunar 1985-1987 og var varaformaður stjómar Hita- veitu Suðumesja frá stofnun, 1975, til 1981 og frá 1984-88. Ólafur var formaður TVyggingaráðs 1983-1987 og umdæmisstjóri Rotary á íslandi 1969-1970 og í miðstjóm Sjálfstæðis- flokksins 1969-1971 og 1980-91. Hann sat í framkvæmdastjóm Sjálfstæð- isflokksins 1982-88, var varaformað- ur þingflokks sjálfstæðismanna 1978-1979 og formaður 1979-91. Ólaf- ur hefur verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanes- kjördæmi frá 1971, sat í Norður- landaráði 1983-91, hefur verið for- maður íslandsdeildar ráðsins frá 1986 og sat í Þingvallanefnd 1988-92 og gegndi þar formennsku. Fjölskylda Kona Ólafs er Ragna Bjarnadóttir, f. 21.11.1931. Foreldrar hennar vora Bjami Bjamason, söðlasmiður á Patreksfirði, og kona hans, Guð- finna Guðnadóttir. Dóttir Ólafs og Rögnu er Ásta Ragnhildur, f. 17.1.1968, starfsmað- ur hjá Flugleiðum hf. í Reykjavík, sambýhsmaður hennar er Þröstur Sigurðsson. Systkini Ólafs: Dórothea Júlía, f. 1929, gift Gísla J. Eyland, stöðvar- stjóra Pósts og síma á Akureyri, þeirra böm era Ólöf Jenný, maki Sigurður Jóhannsson, þau eru bú- sett í Kanada, og Einar Eyland; Kristján Bogi, f. 1943, bankastarfs- maður í Reykjavík, kvæntur Sól- veigu Haraldsdóttur. Foreldrar Ólafs vora Einar Krist- jánsson, lyfiasveinn á Siglufirði, síð- ar forsfióri Sana hf. á Akureyri, og kona hans, Ólöf ísaksdóttir. Ætt Faðir Einars var Krisfián, verka- maður á Siglufirði, Krisfiánsson, b. á Dalabæ í Úlfsdölum, Bjömssonar. Meðai foðursystkina Ólafs voru Guð- rún, móðir Elisabetar Þorgeirsdóttur, konu Jóns Ásgeirssonar tónskálds, og Þorgeirs Þorgeirssonar rithöfund- ar, og Steinn Krisfiánsson, faðir Krisfiáns læknis. Móðir Einars var Rósa ljósmóðir Einarsdóttir, verka- manns á Siglufirði, Halldórssonar. Móðursystkini Ólafs vora Ingi- björg, kona Jóhanns Kr. Briem, prests á Melstað í Miðfirði, en þau vora foreldrar Sigurðar Briem, fv. deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu; Níls, faðir Ólafs, endur- skoðanda og fv. skattrannsóknar- stjóra, Gústafs, starfsmanns í Kísil- iðjunnni við Mývatn, Boga rann- sóknarlögreglustjóra og Ónnu, konu Friðriks Hjartar, prests í Búð- ardal; Júlía, dó ung; Óh Magnús, fv. starfsmaður hjá Heklu hf.; og Bogi, lést 1951. Móðursystkini Ólafs, sam- feðra, vora Magnea, móðir Magnús- ar og Hjálmars Magnússona í Garð- inum; Sylvía, móðir Ingibjargar, konu Hallsteins Hinrikssonar í Hafnarfirði, en þau vora foreldrar Geirs, Ingvars, Amars og Sylvíu; Friðsemd, kona Eiríks Jónssonar, b. í Ási í Holtum, en þau vora for- eldrar ísaks á Rauðalæk og Guðrún- ar, konu Benedikts Ögmundssonar skipstj óra en þau vora foreldrar Guðbjargar, konu Eyjólfs Konráös alþingismanns. Faðir Ólafar var ísak, verslunarmaður á Eyrar- bakka, Jónsson, b. á Vindási í Land- sveit, Þorsteinssonar. Móðir ísaks var Karen ísaksdóttir Bonnesen, sýslumanns á Velh í Hvolhreppi, og konu hans, Önnu Kristínar Ohlmann, sem fyrr var gift Christ- ian Gynther Schram, langömmu Ellerts Kristófers, afa Eherts B. Schram ritsfióra. Móðir Ólafar var Ólöf, systir Guðríðar, ömmu Ólafs Jóhannssonar, læknis í Reykjavík. Önnur systir Ólafar var Sesselja, móöir Önnu Sigurjónsdóttur, konu Óskars Lárassonar, og Ólafar Sigur- jónsdóttur, konu Helga Hahgríms- sonar, en þau vora foreldrar Hah- gríms tónskálds, Ástríðar, konu Hans G. Andersen, Sigurðar, fv. Ólafur Garðar Einarsson. sfiómarformanns Flugleiða hf., og Gunnars lögfræðings. Bróðir Ólafar var Þorsteinn, afi Gríms Magnús- sonar, læknis í Reykjavik. Annar bróðir Ólafar var Ambjöm, kaup- maður í Keflavík, afi Einars Ólafs- sonar, bæjarfógetafuhtrúa í Kefla- vík. Þriðji bróðir Ólafar var Berg- steinn, faðir Gizurar, fv. hæstarétt- ardómara, föður Sigurðar bæjarfóg- eta, Bergsteins brunamálasfióra og Lúðvíkshrl. Ólafur og kona hans, Ragna Bjamadóttir, taka á móti gestum í Félagsheimilinu á Selfiamamesi í dagkl. 17-19. 90 ára Kristbjörg Gunnarsdóttir, Kasthvammi, Reykdælahreppi. Einar Sigurðsson, Mánavegi 1, Selfossi. Júlia Guðjónsdóttir, Þingskálum, Rangárvahahreppi. Soffia Púlsdóttir, Reitarvegi2, Stykkishólmi. Júlía María Helgadóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Þorbjöm Ásbjörnsson, Neshaga 17, Reykjavík. Fanney Guðnadóttir, Strandgötu 43, Eskifirði. Herdís Marteinsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. 60ára Ragnheiður Guðmundsdóttir, Hraunbæ 170, Reykjavík. Guðmundur Bjarnar Stefánsson, Grænumýri 19, Akureyri. Erla Sigurðordóttir, Sólveig Þórunn Daniefsdóttir, Hraunsvegi3, Njarðvík. Svandis Jónsdóttir, Hofgörðum 19, Seltjarnarnesi. Björn Svavarsson, Engihjalla 17,Kópavogi. Steinunn Jónsdóttir, Móabarði26b, Haftiarfiröi. Kristján Mikkaelsson, 40 ára Berta Sveinbjörasdóttir, Drífa Maríusdóttir, Heiðarhvammi 9c, Keflavík.; 80 ára 70 ára Haukur Högnason, Hólagötu 11, Vestmannaeyjum. Hermann Kristjánsson, Hlíf 2, Torfnesi, ísafiröi. Hulda Ragnarsdóttir, Fróðasundi lOb, Akureyri. Hjörtur Guðnason, Brimhólabraut 28, Vestmannaeyj- um. Arodís Ólöf Páisdóttir, Vesturgötu 10, Ólafsfirði. 50ára EHsabet Ballington, Skarðshhð 34d, Akureyri. Leif Hahdórsson, Hjöhum ll, Patreksfirði. Guðrún Stefnnsdóttir, Efstahjalla la, Kópavogi. Ásdts Kristinsdóttir bóndakona, Miökoti, Vestur-Ixtndeyjum. Ásdís verður að heiman. Hraunbæ 4, Reykjavflc. Sigvaldi Júlíusson, Hvassaleiti I55,Reykjavxk. Elinborg Sturlaugsdóttir, Furuiundi 4f, Akureyri. Sveinn Kjartansson, Móabarði 22, Haftiarfirði. Kristín V. Þórðardóttir, Keilugranda 6, Reykjavík. Auður Dúadóttir, Hjahalundi 18, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.