Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992. 15 Inn á meö sérfræðinginn: Út af með Jón Baldvin Verði ísland aöili að EES gjör- breytist aðstaða verktaka hér á landi og verkamanna sem starfa hjá verktökum. Settar verða reglur sem gera ráð fyrir því að alevrópskt útboð fari fram - ef opinber innkaup nema 10 til 15 millj. kr. að minnsta kosti - ef verksamningar eru taldir kosta meira en 375 millj. kr. Það er engin leið að komast hjá úboði með því að bjóða út hvem verkþátt fyrir sig heldur verður að bjóða verkið út í heild. Skylt er að auglýsa útboðið FYRST í stjórnartíðindum EES og það er BANNAÐ að auglýsa fyrst í „heimalandinu" eins og það er orð- að í viðauka sextán með samningn- um um EES. Einn kostur íslenskra verktaka íslenskir verktakar hafa vissu- lega búið við alþjóðlega samkeppni sem betur fer. En setjum upp dæmi: Það fer fram útboð í Fljótsdals- virkjun. Útboðið er alevrópskt. TO- boðin sem koma byggjast á þeim launum sem greidd eru og þeim hlunnindum sem samningsbundin eru hér á landi - i tilboðum ís- lensku verktakanna. Erlendu verktakamir bjóða í miðað við strípaða taxtana. Fyrir þá vilja menn ekki vinna hér á landi. En erlendi verktakinn getur valið úr hundraðum þúsunda atvinnulausra einstakhnga, bæði faglærðra og ófaglærðra og sér- fræðinga um alla Evrópu sem sætta sig við að vinna á samningstöxtun- um. Augljóst er að erlendi verktak- inn getur við þessar aðstæður boð- ið lægra og tilboði hans verður tek- ið. Andspænis þessu eiga íslensku verktakarnir einn kost: Þann að bjóða eins í verkin miöað við stríp- KjaUarinn Svavar Gestsson alþingismaður fyrir Alþýðu bandaiagið sl. þar sem hann svarar grein minni um viðauka sextán í EES- samningnum frá 23. júní sl. í raun- inni hrekur hann ekkert af því sem ég segi í grein minni. Grein Áma er bersýnilega skrifuð að undirlagi yfirmanna hans. Þaö er athyglisvert hvernig starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa þannig verið notaðir í póli- tíska umræðu að undanfórnu með þessum hætti. Væri réttast að þeir sem andmæla vilja samningnum um EES fengju líka að hafa skrif- finna á sínum snærum tii þess að fjalla um samninginn. Svo er ekki. Og það er líka athyglisvert að höfundur þessarar greinar er eini þingmaðurinn sem hefur vakið at- hygli á þeirri byltingu sem íslensk verktakastarfsemi stendur nú frammi fyrir. Þaö hafa þingmenn „Væri réttast að þeir sem andmæla vilja samningnum um EES fengju líka að hafa skriffinna á sínum snærum til þess að fjalla um samninginn. - Svo er ekki.“ aða taxtana og þar með geta þeir líka kallað til starfsfólk alls staöar að af meginlandinu. Það er því ekki lengur hægt að treysta því að virkjun í Fljótsdal auki vinnu íslendinga eins og til þessa hefur verið. Þess vegna var það fáránlegt þegar utanríkisráö- herrann, sami maðurinn og samdi EES-samninginn, lagði tii aö aukin yrði vinna á Islandi með því að flýta Fljótsdalsvirkjun. „Sérfræðingur í Evrópurétti í ut- anríkisráðuneytinu", Árni Páll Árnason, skrifar grein í DV 30. júní stjórnarflokkanna ekki gert. Grein Árna Páls Árnasonar er hógvær að minnsta kosti í saman- burði við gapandann á Jóni Bald- vini. Því miður hefur svo Jón Bald- vin komist með rauðan leiörétt- ingapenna sinn inn í texta sérfræð- ingsins því þar stendur líka: Myndbreyting á sérfræðingi „Því opnast hér umtalsverð sókn- arfæri fyrir íslenska verktaka sem geta átt í erfiðleikum með að halda starfsfólki og búnaði þegar þeir era bundnir við hinn htla innanlands- Viðauki sextán og Svava Svavar Gestsson aiþingismaður skrilar grein i DV 23. júni sl. þar sem hann fjallar um hvafta áhrif reglur EES-samningsins um opin ber innkaup hafi á opinberar fram kvæmdir hérlendis. í grein hans koma fram nokkrar missagnir sem nauAsynlegt er að leiðrétta. Þar sem grein Svavars snýst að mestu um verktakastarfsemi við virkjan ir verður einkum litið til þeirra þátta í núgildandi lögum og reglugerð- um um opinber innkaup er sett fram sú meginregla aö beita skuli útboðum viö kaup á vörum og þjón- ustu sem og við verklegar fram- kvæmdir. Ástæðan er einföld - meö þessu er stuðlað að hagkvæmni f ríkisrekstri. Þessar reglur tryggja jafnframt að allir verktakar hafa jafna möguleika á að hreppa verkiö þegar upp er staöiö; þeir geta allir náigast útboöslýsingu og gert tfi- boö. Þannig stuðla þessar reglur að því að hér fái þrifist samkeppn- ishæf verktakstétt Hvað breytist með EES? Eftir að EES-samningunnn hefúr veriö lögtekinn koma m.a. til fram kvæmda nýjar reglur um opinber innkaup sem gilda eiga i öllum rikj KjaOarinn Árni Páll Árnason sérfræðlngur i Evrópurétti i utanriklsráðuneytlnu samkeppni hefur agaö islenska verktaka og gert þá hæfari. Með aöiiduuu aö EES er þvi ekki um neina grundvallarbreytingu að ræða og erfitt aö sjá hvers vegna íslenskir verktgkar með áratuga reynslu ættu unnvörpum aö veröa undir i samkeppninni - fyrst þeir hafa ekki orðiö undir ennþá. Hofur viðauki XVI þá engin áhrlf? Jú. Með viðauka XVI er tryggt aö við munum eiga aðgang að sam eiginlegum verktökumarkaði 19 ríkja. Þar með opnast möguleikar fynr islenska verktaka tiJ að bjóða i verk fyrir opinbera aöila í oörum Evrópuríkjum. Þessir markaðir hafa viöa verið lokaðir öðrum en heimamönnum. Því opnast hér umtaisverð sóknaríæri fyrir ís- „EES-samningurinn tryggir að verk- takafyrirtæki geti við framkvæmd verks í öðru landi stuðst við sitt eigið lykilstarfsfólk. Þannig mun EES-samn- ingurinn geta stuðlað að auknum at- vinnutækifærum fyrir íslenskt starfs- fólk verktakafyrirtækja erlendis." If vid Arnl Páli vMn þ*tu mánaó Svavar vitnar i grein Árna Páls Árnasonar í DV 30. f.m. - „Því miður hefur svo Jón Baldvin komist með rauðan leiðréttingapenna sinn inn i texta sérfræðingsins." markaö." Þar með verður myndbreyting á sérfræðingnum sem verður allt í einu nýfrelsaður alþýðuflokks- maður sem upphefur l&usnara sinn. Hann flytur pólitískar full- yrðingar sem koma sérfræði ekki við og er ekki sæmandi manni sem gengur til blaðskrifa undir áður- nefndum virðulegum titli. Það era heldur engin rök fyrir þessari full- yröingu flutt í greininni. Ég tel að þvert á móti megi halda því fram aö í fyrsta lagi muni ís- lenskir verktakar eiga erfiðara í samkeppni við erlenda aðila hér á landi. Og í öðra lagi að þeir sem geta eitthvað erlendis fari fremur utan að gerðum samningnum en ella. Þar með verði öll verktaka- starfsemi hér á landi smátt og smátt á næstu árum alþjóðlegri en fyrr og það hefur þær afleiðingar að möguleikar okkar til aö tryggja íslendingum vinnu verða minni en fyrr. Skorað á sérfræðinginn Þess vegna skora ég á „sérfræö- ing í Evrópurétti í utanríkisráðu- neytinu" aö halda sig við sérfræð- ina um sinn fremur en að hleypa stílleiðréttingum Jóns Baldvins inn í texta sína gagnrýnislausti Og sérfræðingum utanríkisráðu- neytisins vil ég líka gefa þau góðu ráð - ekki síst þeim ungu sem eru að hasla sér völl - að þeir geri sér grein fyrir skyldum sínum viö þjóðina. Þær eru að fræða, upplýsa og segja satt - og það fer sem kunn- ugt er yfirleitt ekki saman við áróð- ur Jóns Baidvins Hannibalssonar. Svavar Gestsson Lokum Austurstræti fyrir bflaumferð Nýveriö lauk 6 mánaða reynslu- tíma á opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð en samt hefur götunni ekki verið lokaö aftur, okkur gang- andi vegfarendum í Austurstræti til mikillar hrellingar. 18.000 undirskriftir Einn einstaklingur átti frum- kvæöi aö undirskriftasöfnun meö lokun Austurstrætis fyrir bílaum- ferð á ný og söfnuðust a.m.k. 18.000 undirskriftir og er það frábært framtak en heldur voru viðbrögð borgarstjóra aumingjaleg. Hann reyndi að draga úr gildi þessara undirskrifta, m.a. með því að benda á að mikið af unglingum hefði skrifað á listana. Stór hluti af gangandi vegfarend- um er einmitt unglingar og hafa þeir að sjálfsögðu sama rétt og aðr- ir til að taka afstöðu með málefni sem kemur þeim svo sannarlega við. Þær 140 gagnundirskriftir sem söfnuðust á vegum verslunareig- enda sýna að þar er minnihluta- hópur á ferð. Göngugötur og verslun Verslunareigendur hafa gjaman viljað kenna göngugötunni um minnkandi verslun í miðbænum og sjálfsagt hefur hún einhver áhrif. Mun nærtækara er þó að benda á tilkomu Kringlunnar og annarra samkeppnisaöila og það vita allir sem hafa heimsótt ná- grannalönd okkar í Evrópu að í Kjallariim Kjartan Jónsson verslunarmaður við Laugaveginn í Reykjavík höfuðborgum þeirra eru yflrleitt göngugötur og eru þær undantekn- ingalítiö miklar verslunargötur, jafnvel í borgum á svipaðri breidd- argráöu og Reykjavík. Einnig mættu þeir líta í eigin barm og skoða sína eigin frammi- stöðu í staðinn fyrir að leita að blórabögglum; það hafa verið fyrir- tæki með blómlegan rekstur við Austurstræti undanfarin ár þrátt fyrir göngugötuna. Málamiðlun vonlaus Rætt hefur verið um að hafa Austurstræti opiö fyrir bílaumferð en loka því t.d. í góðu veðri og þeg- ar einhverjar uppákomur eru í gangi í miöbænum. Slík málamiðl- un er vonlaus. Austurstræti í nú- verandi mynd er ekki sniðið þannig að það henti sem göngugata, t.d. era stauramir sem afmarka göt- una til trafala og þeir sem ganga Austurstræti daglega eins og imd- irritaður geta ekki almennilega slappað af á miðri götu þar sem þeir hafa vanist því að bflar séu á ferð. Stígum skrefið til fulls Fylgjendur opnunar Austur- strætis hafa gjarnan bent á að Austurstræti hafi verið hálfmis- heppnuð göngugata; grá, kaldrana- leg og Ijót. Því get ég verið sam- mála. Það er samt engin ástæða fyrir því að opna hana fyrir bfla- umferð. Það er miklu nær að gera átak, endurhanna og fegra göngu- götuna og stíga skrefið til fulls því upphaflega var gert ráð fyrir að göngugatan næði alla leið að Morg- unblaðshúsinu. Ég skora á borgarfulltrúa að sam- þykkja lokun Austurstrætis á ný fyrir bflaumferð og gera veg þess sem göngugötu sem mestan, gang- andi vegfarendum tfl gleði og versl- unareigendum tfl vegsemdar. Kjartan Jónsson „Það er miklu nær að gera átak, endur- hanna og fegra göngugötuna og stíga skrefið tU fulls því upphaflega var gert ráð fyrir að göngugatan næði alla leið að Morgunblaðshúsinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.