Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 5
5 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992. i>v Fréttir ,Atvinnubótavinna“ á Akureyri: • Vinna þarf hraðaríþess- um málum - segir HaUdór Jónsson bæjarstjóri Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: > > „Ég er ekki með neinar ásakanir á hendur þeim sem eiga að fjalla um þetta mál, en það er hins vegar þann- ig að það þarf að finna málum sem þessum hraðari vinnslufarveg," seg- ir Haildór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. Bæjaryfirvöld á Akureyri sendu í apríl inn erindi til Atvinnu- leysistryggingasjóðs þar sem farið var fram á leyfi og fjármagn til að setja í gang framkvæmdir á vegum bæjarsins til að slá á atvinnuleysið í bænum. Hugmyndin var að setja í gang verkefni sem ekki var fyrirhugað að vinna strax og að Atvinnuleysis- tryggingasjóður myndi greiða þeim sem viö það verkefni ynnu sömu upphæð og greiddar eru í atvinnu- leysisbætur en Akureyrarbær myndi greiða það sem upp á vantaði varð- andi launin. Halldór Jónsson segir að bréf hafi borist frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði í síðasta mánuði þar sem óskað var frekari upplýsinga. Þvi bréfi hyggist bæjaryfirvöld svara nú á næstu dögum. Hins vegar segir Hall- dór að Atvinnuleysistryggingasjóður haldi ekki fund fyrr en í næsta mán- uði og því muni ákvörðun dragast. „Því er ekki að neita að í ágúst erum við að ræða um aörar forsendur heldur en voru hér í apríl og það er afar slæmt að þetta mál þurfi aö taka svona langan tíma,“ sagði Halldór. Akureyri: Mikið atvinnuleysi í júní Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Atvinnuleysisdagar á Akureyri í júní voru alls 5728 sem var hátt í 10% aukning frá mánuðinum á undan. Þetta er einnig umtalsvert meira at- vinnuleysi en í júní á síðasta ári en þá voru atvinnuleysisdagar 3621 tals- ins. Ljóst er að atvinnuleysi jókst veru- lega í mánuðinum á Akureyri en minnkaði síðan undir lok hans. Um mánaðamótin maí-júrú voru á at- vinnuleysisskrá 246 aðilar og sama tala var einnig í lok júní. Hin mikla fjölgun atvinnuleysisdaga í mánuð- inum verður því ekki skýrð öðruvísi en að komið hafi „toppur" atvinnu- leysis sem minnkað hafi er kom fram undir mánaðamótin. Alls voru 396 aðilar skráðir án at- vinnu í júní, 211 karlar og 185 konur. Sem fyrr sagði voru 246 atvinnulaus- ir í lok júní og voru það 122 karlar og 124 konur. Það var fremur óvenjuleg sjón sem blasti viö á Glerárgötunni á Akureyri í gærmorgun. Maður og kona voru þar „að hnoðast" á miðri götunni en gamlar „Volkswagen-bjöllur" óku framhjá. Þarna var verið að vinna að tökum á kvikmyndinni „Dauðir ganga í skóm“, sem Sævar Guðmundsson leikstýrir, en um er að ræða svokallaða stuttmynd. DV-mynd gk Akureyri: Nef brot og pústr- ar í miðbænum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fimm mál, sem tengdust slagsmál- um í miðbæ Akureyrar um helgina, komu inn á borð rannsóknarlögreglu og gengu kærumálin á víxl. Alls voru fimm menn fiuttir á slysadeild eftir þessi slagsmál en ekki voru þeir mikið slasaðir. Einn var þó nefbrotinn en hinir með minni háttar skrámur og þess háttar. Rann- sóknarlögreglan segir að slík mál, sem flokkast undir minni háttar lik- amsárásir, komi alltaf inn á borö til þeirra af og til og gangi kærumálin á víxl eftir að menn hafi tuskast. nwBMTi r~rtfrrnrinriiiP’ffrrwntiini 11 ■ iiwi URVALSBOK Bók þarf ekki að kosta 2000 krónur til að vera góð KOLST AKKUR eftir Brian Moore Kvikmynd gerð eftir bókinni var sýnd í Regnboganum í vor. Bókin er jafnvel enn meira spennandi og inniheldur alla þá þætti sem einkenna spennu- sögu: átök og afbrot, trúnaö og undirferli, ást og afbrýði, spurningar sem varpaö er fram og geta átt ótal svör, en veröur ekki svaraö fyrr en á síðustu síöum bókarinnar. Þeir sem unna góðum og spennandi sögum munu ekki leggja þessa bók frá sér fyrr en fulllesna. Á næsta sölustað _ AA og kostar aðeins kr. 790,- (91) 63 27 00 - ennþá minna í áskrift. og ævintýrasaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.