Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ljósi punkturinn Daglega berast fréttir og frásagnir af uppsögnum starfsmanna og vaxandi atvinnuleysi. Spáö er auknu atvinnuleysi hér á landi á næsta ári og veturinn fram- undan veröur langur og strangur ef ekki rætist úr. Beð- iö er tillagna frá atvinnumálanefnd og eins er aö sjá hver útspil ríkisstjórnarinnar veröa með tilliti til at- vinnumála. Atvinnuleysistryggingarsjóður mun aö öll- um líkindum greiöa um tvo milljarða á þessu ári og er senn uppurinn. Allir sjá aö þeim peningum veröur betur variö í arð- vænlegar framkvæmdir, sem stjómvöld geta beitt sér fyrir, og em þá tvær flugur slegnar í einu höggi með því aö útvega atvinnulausum vinnu og koma þannig í veg fyrir fátæktargreiöslur úr Atvinnuleysistryggingar- sjóöi sem skila engu í aöra hönd. Sömuleiðis er áríðandi að kjarkur veröi aftur barinn í þjóðina, enda er langur vegur frá því aö íslendingar þurfi aö leggjast í örbirgö eða örvinglan. Þar vegur málflutningur stjórnmálamanna og forsvarsmanna at- vinnulífsins þungt. Stöðugur barlómur og víl eykur svartsýni og kjarkleysi. Hugarfarið skiptir máh á þreng- ingartímum og þeirri sálfræði þarf aö beita aö fólk gef- ist ekki upp. Atvinnuleysið sjálft er ekki alltaf mesta byrðin heldur það hugarfar og félagslega andrúmsloft sem fylgir. Atvinnuleysi fylgir þunglyndi, beiskja og fjárhagsáhyggjur. Og sjálfsviröingin bíöur hnekki. Fátt er ömurlegra en brotna niður í sjálfsviröingu og finna sig einskis metinn og einskis nýtan. Ef litiö er hins vegar framhjá slíkum persónulegum harmleikjum og því almenna þjóöfélagsböh sem at- vinnuleysið er má segja aö vaxandi en vonandi tíma- bundiö atvinnuleysi eigi sér rætur í þeirri viöleitni at- vinnurekstrarins að hagræöa, sameina og skipuleggja starfsemi sína upp á nýtt. Satt að segja hefur þaö ahtof lengi viðgengist aö fyrirtæki belgi sig út í mannskap og umfangi og reisi sér hurðarás um öxl. Hér á landi hafa alltof mörg fyrirtæki veriö aö vasast í sömu hlutunum og borist á banaspjótum. Hér hefur dulbúnu atvinnu- leysi veriö haldiö uppi meö opinberri velþóknun og fólk hefur verið ráöið th óaröbærra starfa. Á síðustu misserum hefur oröiö breyting á. Fjölmörg fyrirtæki hafa sameinast, í sjávarútvegi, iðnaði og versl- un. Af stærri sameiningarmálum má nú síðast nefna kaup Ölgeröar Egils Skallagrímssonar á framleiðslu- rétti Gosan en áður höföu önnur gosframleiöslufyrir- tæki sameinast í Gosan. Meginhugsunin á bak viö sam- runa eða yfirtökur af þessu tagi eru tilraunir eigend- anna til að nýta starfskrafta og fjárfestingar betur sem skilar sér í meiri framleiöni og aröi. Þegar til lengri tíma er htið njóta launþegar góös af þessari uppstokkun, því fyrirtækin standa betur að vígi, geta borgaö betri laun og starfsmaöurinn sjálfur finnur til þess að hann leggi eitthvað af mörkum í staö þess aö stunda tilgangslausa og stopula vinnu. Þetta er ljósi punkturinn í stööunni. Atvinnulífiö veröur heilbrigðara og aröbærara. Dulbúið atvinnuleysi hverfur. Jafnvel í landbúnaðinum eru menn aö vakha upp við þann vonda draum aö framleiðsla á vamingi, sem ekki er markaður fyrir, getur ekki þrifist. Það standa engin rök til þess aö atvinnurekstur haldi lífi meö því einu aö ríkissjóður borgi niður framleiðsluna. Tímabundið atvinnuleysi er óhjákvæmilegt. En eftir aö hafa gengið í gegnum þann hreinsunareld mun rísa sterkara og heilbrigðara atvinnulíf. EUert B. Schram „Af öllum sólarmerkjum aö dæma er síður en svo einhugur um andstööuna gegn EES innan Framsóknar- flokksins," segir m.a. i greininni. Átökin innan Framsóknar- flokksins Skömmu fyrir þing Sambands ungra framsókanrmanna (SUF) á Egilsstöðum á dögunum var viðtal við fráfarandi formann SUF í ein- hverri útvarpsstöðinni. Þar lét hún orð falla á þann veg, aö andstaða við aðild íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) yrði mikii á þinginu. Er líklegt, að formaðurinn hafi við þetta mat sitt meðaí annars tekið mið af hinum neikvæðu ræð- um í garð EES, er þeir Steingrímur Hermannsson flokksformaður og Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, höfðu þá nýverið flutt á Alþingi. Á þinginu á Egflsstöðum gerðist það hins vegar, að tillaga um and- stöðu við EES var felld. Sjónarmið formanna flokksins og þingflokks- ins urðu undir í atkvæðagreiðsl- unni. Um svipað leyti og þessar fréttir bárust frá Egilsstöðum var skýrt frá því, að Páll Pétursson hefði náð endurkjöri sem þingflokksformaö- ur framsóknarmanna með aðeins 7 atkvæðum af 13, þótt enginn hefði boðið sig fram gegn honum. Er ekki unnt að telja þetta annaö en vitnisburð um það, að innan þing- flokksins sé sterkur vilji tfl þess, að nýr maður veljist þar til for- mennsku. Löngum hefur verið litið á Fram- söknarflokkinn sem ákaflega for- ystuhollan flokk. Hafa framsókn- armenn oft verið fúsir tfl aö úthýsa þeim, sem hafa verið með einhvem uppsteyt gagnvart flokksforyst- unni. Frægasta dæmi síðari tíma eru átökin, sem urðu vegna Möðru- vallahreyfingarinnar svonefndu undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar. Ólafur Jóhannesson, þáverandi formaður Framsóknar- flokksins, gerði Möðruvellinga ein- faldlega brottræka úr flokkn- um. Af öllum sólarmerkjum aö dæma er síður en svo einhugur um and- stöðuna gegn EES innan Fram- sóknarflokksins. Ungir framsókn- armenn tóku af skariö í atkvæöa- greiöslu. Páll Pétursson, sem hefur skipað sér í fremstu röð andstæð- ina samningsins á þingi, á undir högg að sæKja í eigin þingflokki, þar sem hann hefur verið formaður síðan 1980. Einkennileg þögn Þessi átök innan Framsóknar- flokksins komu í hugann viö lestur greinar eftir Finn Ingólfsson, þing- mann framsóknarmanna í Reykja- vík, hér í DV hinn 1. september síð- Kjallariim Björn Bjarnason alþingismaður astliðinn. Þar endursegir hann að hluta ályktun, sem gerð var á fundi þingflokks og landsstjómar fram- sóknarmanna um miðjan ágúst sl. Er athyglisvert, að Finnur minnist ekki einu orði á afstöðuna tfl EES- samningsins, þegar hann tíundar þau bjargráð, er hann telur fram- sóknarmenn hafa á hverjum fingri tfl að hleypa nýju blóði í atvinnulíf- ið. Finnur Ingólfsson hlýtur aö átta sig á því, aö það, sem hann nefnir í grein sinni um stefnumál Fram- sóknarflokksins, er allt fremur léttvægt miðað viö þá megin- ákvörðun, sem við þingmenn stöndum nú frammi fyrir að taka með afgreiðslu EES-samningsins. Ef Finnur væri sama sinnis og Páll Pétursson og aðrir andstæðingar EES innan þingflokks framsóknar- manna, hefði hann átt að hafa það sem höfuðröksemd aö skýra, hvaða áhrif það hefði á hag þjóðarinnar, ef EES-samningurinn næði ekki fram. Millifærsluleiðimar, sem virðast enn trúaratriði framsóknarmanna, þrátt fyrir allar upplýsingamar um sjóðasukkiö svonefnda, em eins og krot í sand miðað við stefnumörk- unina, sem felst í EES-samningn- um. Átök við hverja? Grein Finns Ingólfssonar er að öðrum þræði svar við því, sem ég sagði hér í blaðinu hinn 20. ágúst síðastliðinn. Segir Finnur, að þar hafi verið um útúrsnúning á stefnuyfirlýsingu þingflokks og landsstjómar framsóknarmanna að ræða. Gerði ég þó ekki annað en leggja út af þessum upphafsorö- mn úr ályktuninni frá 14. ágúst: „Meiri átök eru nú framundan í íslenskum stjórnmálum en verið hafa um langan tíma. Þau stafa af þeirri samdráttar- og gjaldþrota- stefnu sem ríkisstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks rekur.“ Er ástæða til að minna enn á, að þær atvinnugreinar hafa lent í mestum hremmingum vegna gjald- þrota, sem framsóknarmenn hömpuðu hvað mest í 20 ára stjórn- artíð sinni, fiskeldið og loðdýra- ræktin. Stöðnunarskeiöiö, sem enn ríkir í íslensku efnahagslífi, er að verulegum hluta arfleifð frá þess- um stjómartíma Framsóknar- flokksins. Frá því að framsóknar- menn hurfu frá völdum hefur ákvörðun um nýtt álver verið skot- ið á frest vegna lækkunar á heims- markaðsverði og þorskafli hefur verið skorinn niður vegna veik- burða veiðistofns. Þegar grein mín birtist hér hinn 20. ágúst síðastliðinn, leit ég þannig á, aö framsóknarmenn boðuðu átök við ríkisstjómina í ályktun sinni. Ef til vill hefði verið réttara að segja, að átökin yrðu innan Framsóknarflokksins um afstöð- una tfl EES? Þau flokksátök sýna betur en flest annað, hvílík henti- stefna ræður hjá þeim, sem enn hafa tögl og hagldir í Framsóknar- flokknum, því það vom einmitt þeir, sem lögöu gnmninn að allri EES-samningagerðinni. Bjöm Bjarnason „Þau flokksátök sýna betur en flest annað, hvílík hentistefna ræður hjá þeim, sem enn hafa tögl og hagldir í FramsóknarfLokknum, því það voru einmitt þeir, sem lögðu grunninn að allri EES-samningagerðinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.