Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR '7. SEPTEMBER 1992. Fréttir____________________________ „Heimsmeistaraeinvígið“ í Svartfjallalandi: Fyrsta tap Fischers í tuttugu ár - sannfærandi sigur Spasskijs í 4. skákinni sem sýndi sínar bestu Mðar Boris Spasskij hefur verið þekktur fyrir litla baráttugleöi og takmarkaðan metnað síðasta áratug. Svo virðist sem rússneski bjöminn sé nú loks vaknaður af dvalanum, eða hafi a.m.k. rumskað. símamynd Reuter „Ég er afar ánægður, ég tefldi mjög vel,“ sagði Boris Spasskij eftir sigur- inn í fjórðu einvígisskákinni gegn Bobby Fischer í Sveti Stefan í gær. „Þessi skák kom mér mjög á óvart. Þetta var ekki Fischer gullaldarár- anna. Hann tapaði skák þar sem hann var í vörn allan tímann.“ Með sigrinum hefur Spasskij tekist að jafna stöðuna, hvor hefur unniö eina skák en jafntefli eru ekki talin með. Spasskij þarf að vinna tíu skák- ir til að sigra í einviginu og til mikils er að vinna. Teflt er um 5 milljónir Bandaríkjadala eða 260 mifljónir ísl. króna. Sigurvegarinn fær ríflega 170 mifljónir í sinn hlut en sá er bíður lægri hlut tæpar 90 milljónir. Fischer nægir að vinna- níu skákir því að standi leikar níu-níu lítur hann svo á að hann haldi „heimsmeistaratitl- inurn" á jöfnu. Hann krafðist þess um helgina að blaðamenn titluðu sig heimsmeistara, ella fengju þeir ekki aögang að skáksalnum. Fischer var vonsvikinn eftir skák- ma og sagðist hafa teflt illa. „Ég van- mat skiptamunsfómina," sagði hann og hafði á orði að einn daginn væri skákmaðurinn í hlutverki kennar- ans en væri sjálfur tekinn í kennslu- stund næsta dag. Auðveldur sigur Spasskijs eftir varfærna taflmennsku í byrjun bendir til þess að endurkoma Fisc- hers að skákþorðinu verði ekki jafn- glæsileg og útlit var fyrir eftir fyrstu skákina. Einvígið er e.t.v. ekki síður endurkoma Spasskijs, sem hefur ver- ið þekktur fyrir litla baráttugleði og takmarkaðan metnað síöasta áratug. Eftir skákum helgarinnar aö dæma hefur Fischer tekist að draga fram hans bestu hhðar - rússneski bjöm- inn er loks vaknaður af dvalanum, eða hefur a.m.k. nunskað. Hvítt: Boris Spasskij Svart: Bobby Fischer Móttekið drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 Fischer leggur kóngsindversku vörnina til hliðar og eftir aðeins tvo leiki er fram komin staða sem aldrei hefur sést áður í skákum hans! 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 a6 6. 0-0 c5 7. dxc5 Afar hógvært afbrigði sem ætti ekki að gefa hvítum mikið í aðra hönd. 7. - Dxdl 8. Hxdl Bxc5 9. b3 Rbd7 10. Bb2 b6 11. Rc3 Bb7 12. Hacl Be7 13. Rd4 Hc8 14. f3 b5 15. Be2 Bc5 16. Kfl Ke7 17. e4 g5 18. Rbl g4 19. Ba3 b4? Nú leggur Fischer of mikið á stöðu sína. Eftir uppskipti á a3 er staöan sjónarmun betri á svart en afar jafn- teflisleg og það hefur meistaranum ekki líkað. I X 4 1 A Jl A4 a m A A É.& A A É. A & mnn & ABCDEFGH 20. Hxc5! Rxc5 21. Bxb4 Með skiptamunsfóminni hefur Spasskij náð frumkvæöinu - veilum- ar í svörtu stöðunni verða sérstak- lega áberandi eftir aö hvítur riddari er kominn til c4 en það er næst á stefnuskránni. í hvítu stöðunni býr dulinn sprengikraftur - eða eins og Eugenio Torre, aðstoðarmaður Fisc- hers, orðaði það: „Staðan er dínam- ít.“ Fischer teflir næsta þátt skákar- innar ráðleysislega. í þessari stöðu er 21. - h5!? með hugmyndinni að leika h4rh3 og setja hrók á h5 t.d. athyglisverð, eins og Helgi Ólafsson stakk upp á í Faxafeni. 21. - Hhd8?! 22. Ra3 gxf3 23. gxf3 Rd7 24. Rc4 Ba8 25. Kf2 Hg8 26. h4 Hc7 27. Rc2! Hb8 28. Ba3 h5? Vondur leikur og nú er Fischer í slæmum málum. Hann getur ekki lengur varið g5-reitinn. 29. Hgl Kf6 30. Ke3 a5 31. Hg5 a4 32. b4 Rb7 33. b5! Rbc5 34. Rd4 e5 Treystir á 37. leik sinn en svartur á fá tromp á hendi í stöðunni. 35. Rxe5! Rxe5 36. Hf5+ Kg7 37. Hxe5 Rxe4 J>I X A& A 2 A a m * A ÉL <á?A A 1.. A B C D E F G H Reynir aö mgla Spasskij í ríminu því að svarið við 38. &e4 yrði 38. - Hc3+ og biskupinn á a Bd3 Einfalt og gott en afbrigðið 38. Rc6 Bxc6 39. bxc6 Rc3 40. Bd6 Hbc8 41. Hg5+ Kh6 42. Bd3! Hxc6 43. Bf4! og tjaldið fellur, eins og áhorfendur í Faxafeni skemmtu sér við að skoða, virðist ekki síðra. 38. - Hc3 39. Bb4 Hxd3 Eitthvað verður undan að láta en nú hefur hvítur náð skiptamuninum til baka og á peði meira með vinn- ingsstöðu. 40. Kxd3 Rf6 41. Bd6 Hc8 42. Hg5+ Kh7 43. Be5 Re8 44. Hxh5+ Kg7 45. Hg5+ Kh7 46. Bf4 f6 47. Hf5 Kg6 48. b6 Hd8 49. Ha5 Bxf3 50. h5 + ! -Og Fischer lagði niður vopn. Ef 50. - Bxh5 51. b7 og peðið rennur upp í borö og eför 50. - Kf7 51. Ha7 + Kg8 52. b7 verður svartur að láta biskup- inn fyrir peðið og þá er eftirleikurinn auðveldur. Fyrsta tap Fischers í tutt- ugu ár! Jafhtefli í 3. einvígisskákimii: Riddarar Fischers jafnokar biskupanna Spasskíj náði snemma undirtökun- um með svörtu mönnunum í þriðju einvígisskákinni sem tefld var á laugardag. Byrjunin var sú sama og í 1. skákinni - Breyer-afbrigöiö af spænskum leik. í 16. leik breytti Spasskíj út af með því að ráðast strax fram á miðborðinu. Fischer kunni ekki svar við þessu og lenti í vamar- stöðu. Eftir uppskipti virtist Spasskíj eiga góð færi með biskupapar og hrók' í opinni stöðu gegn riddarapari og hróki Fischers. En þá sýndi Fischer mikla hugkvæmni. Riddaramir léku lipurlega í höndum hans og tóku alla reiti sem máli skiptu af svarta hrókn- um. Riddaramir reyndust fyllilega jafnokar biskupanna og varð Spasskíj að láta sér lynda að þrá- leika. Hann má þó vel við þessi mála- lok una. Nú þarf Fischer að finna svar við leikaðferð hans fyrir mið- vikudag er fimmta einvígisskákin verður tefld. Hvitt: Bobby Fischer Svart: Boris Spasskij Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 RfB 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rfl Bf8 14. Rg3 g6 15. Bg5 h6 16. Bd2 exd4! Spasskíj endurbætir nú tafl- mennsku sína í 1. skákinni er hann lék 16. - Bg7. Nú ræðst hann strax að miðborðinu og færir sér í nyt óvirka stöðu biskupsins á d2. 17. cxd4 c5 18. Bf4 Hér kemur 18. d5 til greina en Spasskíj virtist aiit eins eiga von á textaleiknum því að hann lék að bragöi. 18. - cxd4 19. Rxd4 Re5 20. b3 Ef hvítur ætlar aö leika drottning- unni til d2 verður hann að hindra að riddarinn komist á c4. En þetta hafði Spasskfj líka tekiö með í reikn- inginn. 20. - d5! Með þessum leik jafhar Spasskjj taflið og vel það. Ef nú 21. exd5 Dxd5 með máthótun á g2, eða 21. Bxe5 Hxe5 22. f4 He8 (22. - Hxe4!? er held- ur ekki út í bláinn) 23. e5 Re4 og nú strandar 24. Bxe4 dxe4 25. Rxe4 á 25. - Bxe4 26. Hxe4 Bc5 og ef 27. Dd3, eða 27. Kh2, 27. - f5! og vinnur mann. 21. Dd2 dxe4 22. Rxe4 Rd5! Nú þarf Fischer að halda vel á spöðunum ef ekki á illa að fara. Spasskjj hótar 23. - Rxf4 og 23. - Bb4. Ekki gengur 23. Rc5? Rxf4 24. Rxb7 vegna 24. - Dg5! og efflr að hvít- ur valdar mátreitinn á g2 kemur 25. - Rxh3 + og drottning hvíts er fallin. 23. Bg3! Til aö svara 23. - Bb4 með 24. Dxh6 er hvítur hefur fullnægjandi bætur fyrir skiptamun - með drottninguna í fremstu víglínu. En erfiðleikar Fischers em ekki að baki. 23. - Hc8 24. He2 f5! 25. Bxe5 Ekki 25. Rc5? Hxc5 26. Hxe5 Hxe5 27. Bxe5 Rb4! sem er verulega and- styggilegt, eins og afbrigðið 28. Dxb4 Hxe5 29. Dc3 Hc5 30. De3 (30. Dd2 Hd5) Dd5! 31. f3 Hxc2 32. Rxc2 Bc5 gefur til kynna. 25. - Hxe5 26. Rg3 Hxe2 27. Rgxe2 Rb4 28. Hdl Rxc2 29. Rxc2 Dxd2 30. Hxd2 Hc7 Skák Jón L. Árnason Endataflið sem nú er komið fram er hagstæðara svörtum. Á opnu borði njóta biskupar sín gjaman bet- ur en riddarar. 31. Re3! Kf7 32. h4 Bc8 33. Rf4 g5 34. hxg5 hxg5 35. Rd3 Bg7? Gætir sín ekki á hugmynd „heims- meistarans". Með 35. -Be6 ætti svart- ur vinningsmöguleika. 36. Rd5! Hc6 Ef 36. - Hd7 á hvítm- 37. Rb6 og nær öðmm biskupnum. 37. R5b4 Hc7 38. Rd5 Hc6 39. R5b4 Hc7 X A A A A m A A s A A A B C D E <&> 'xíSSfi:;: F G H - Og Fischer bauð jafntefli, sem Spasskíj þáði. Svarti hrókurinn verð- ur að halda sig við c7 og c6 reitina. Ef 39. - Hd6 40. Hc2 og hvítur á.síst lakara tafl. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.