Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. Fólk í fréttum r Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir Bergmann Tvíburabræðumir Amar og Bjarki Gunnlaugssynir knatt- spymumenn hafa vakið verðskuld- aða athygli með knattspymleik sínum með meistaraflokki í sumar en þeir urðu íslandsmeistarar með ÍA á laugardaginn var. Starfsferill Amar og Bjarki fæddust á Akra- nesi 6.3.1973 og ólust þar upp í for- eldrahúsum. Þeir hafa stundað nám við Fjölbrautaskóla Vestur- lands sl. þrjú ár. Á sumrin hafa þeir starfað hjá Sementsverk- smiðju ríkisins. Amar og Bjarki byijuðu að æfa knattspymu með ÍA1978, þá flmm ára, og hafa síðan æft og keppt með ÍA í öUum aldursflokkum. Þeir urðu íslandsmeistarar með 4. flokki 1987, bikarmeistarar með 3. flokki 1989 og í öðru sæti á íslands- mótinu sama ár, íslandsmeistarar með 2. flokki á þessu ári, auk þess sem þeir urðu þrisvar íslands- meistarar innanhúss með yngri flokkunum og íslandsmeistarar með meistaraflokki innanhúss á þessu ári. Þá hafa þeir unnið fjölda Faxaflóamóta og annarra smærri mótameðliðisínu. Amar og Bjarki vom kosnir efni- legustu knattspymumenn ÍA1983 og vom kosnir leikmenn 4. flokks og 2. flokks. Amar var útnefndur efnilegasti leikmaður meistara- flokks 1990 og Bjarki 1991. Þá hefur Amar verið markahæstur í meist- araflokki ÍA sl. tvö ár. Þeir bræð- umir hófu að leika með meistara- flokkiÍAl989. Unnusta Amars er Aldís Aðal- steinsdóttir, f. 4.7.1973, nemi. Hún er dóttir Aðalsteins Aðalstehisson- ar hestaíþróttamanns og Sigur- veigar Stefánsdóttur, núsmóður og starfsmanns við Sjúkrahús Akra- ness. Unnusta Bjarka er Ester Huld, f. 15.4.1972, kennari í Noregi. Hún er dóttir Teits, fyrrv. landshðs- manns og nú knattspymuþjálfara hjá Lyn í Noregi, Þóröarsonar, for- stjóra á Akranesi, sem einnig var landshðsmaöur og í hópi fremstu knattspyrnumanna okkar áður fyrr, Þórðarsonar, en móðir Ester- ar Huldar er Ásdis Dóra Ólafsdóttir kennari. Amar og Bjarki eiga tvo bræður. Þeir em Garðar Gunnlaugsson Bergmann, f. 25.4.1983, og Rúnar Gunnlaugsson Bergmann, f. 10.7. 1991. Foreldrar Amars og Bjarka eru Gunnlaugur Sölvason, f. 6.11.1951, sundlaugavörður við Sundlaug Akraness, og kona hans, Hahdóra Jóna Garðarsdóttir, f. 30.12.1953, húsmóðir, kennari og fóstra. Ætt Gunnlaugur er sonur Sölva Ant- onssonar, sem nú er látinn, starfs- manns Rafmagnsveitu Akureyrar, en hann stofnaði ásamt Óskari bróður sínum og fleirum knatt- spyrnufélagið Þór á Akureyri. Móðir Sölva var Jakobína Antons- dóttir. Móöir Gunnlaugs er Bald- vina Gunnlaugsdóttir, útgerðar- manns í Sæbóli á Dalvík, Guðjóns- sonar, b. í Sauðanesi í Svarfaðard- al, Jóhannssonar, b. á Þverá í Skíðadal, Jónssonar. Móðir Guð- jóns var'Sólveig, húsfreyja í Ytra- Garðshorni, Jónssonar, b. í Syðsta-Garðshomi, Jónssonar. Móðir Gunnlaugs var Sigurhna Sigurðardóttir, b. í Miðkoti, Jóns- sonar og Helgu Símonardóttur. Móðir Baldvinu var Sesselja Sigur- jónsdóttir, sjómanns á Sæbóli á Dalvík, Jónassonar og Kristínar Stefáiisdóttur. Tviburabræðurnir Arnar og Bjarki Hahdóra er dóttir Garðars Berg- manns, sjómanns og verkamanns á Akranesi og síðar afgreiðslu- manns hjá Sementsverksmiðju Akraness, Benediktssonar, skip- stjóra í Skuld á Akranesi, Tómas- sonar, b. á Bjargi á Akranesi, Er- lendssonar. Móðir Benedikts var Kristrún Hahgrímsdóttir. Móðir Garðars var Guðrún Sveinsdóttir í Kaplaskjóli í Reykjavík, Guð- mundssonar Bergmann, b. á Efri- Þverá í Vesturhópi, Skúlasonar, hreppstjóra á Efri-Þverá, Sveins- sonar. Móðir Guðrúnar var Guð- rún Ásmundsdóttir, b. í Hhðarhús- um í Reykjavík, Guðmundssonar. Móðir Hahdóm er Ásta Guðjóns- dóttir, b. í Vogatungu, Jónssonar, b. í Vogatungu og ráðsmanns á Hvanneyri, Þórðarsonar, vinnu- manns á Geitabergi, Jónssonar. Móðir Jóns í Vogatungu var Helga Gísladóttir. Móðir Guöjóns í Voga- tungu var Guðbjörg Hahdórsdóttir, b. í Gröf í Lundarreykjadal, Hall- dórssonar og Guðbjargar Erlends- dóttur. Móðir Ástu var Halldóra Böðvarsdóttir, b. í Vpgatungu, Sig- urðssonar og Höllu Ámadóttur. Afmæli 90 ára 60 ára Guðrún Guðmundsdóttir, Kaupfélagshúsinu í Ámeshreppi. Guðni Þórarinn Valdimar sson, Hamrahhð 21, Vopnafirði. 80 ára 50 ára Guðmundur Einursson, Ingólfur Hjartarson, Kristin Gunnlaugsdóttir, Geldingaholtíl, Seyluhreppi. í v) AVcj AJa Vlftt Björn Lúðvík Jónsson, Hhðartúni 16, Höfii í Homarfirði. Páll H. Kristjánsson, Hraunbrún 23, Hafnarfirði. Jóhann Jónmundsson, Snorrabraut22, Reykjavík. 75 ára Guðrún Sigurðardóttir, Hróarsstöðum, Hálsahreppi. Elin KrÍRtjánsdóttir, Hvítárholti, Hrunamannahreppi. Magnús Aðils Stefánsson, Hólaiandi 14, Stöðvarfirði. 40ára 70 ára Þórunn S. Steingrimsdóttir, Bakkahhö 10, AkureyrL Hekla Ámadóttir, Laugarásvegi 51, Reykjavik. Jófríður Helgadóttir, Smáratúni 25, Keflavík. Gunnlaugur Guðlaugsson, Mosabarði 14, Haftiarfirði, SéríraMliiijíar í hloiiiii'lvrrt I iiiuiiin \ ift öll lii-lvilirri blómaverkstæði INNA^ Skólav öróustíg 12. ii horni HiTgstiKliistrn'tis. simi 1!)()!)(! ■■;■ *«• •‘‘♦A*****':■***** **•"» Hlaöhömmm 34, Reykjavík. Sigurður Jóhannsson, Krosshömmm 13, Reykjavík. Páll Sigur ður Önu ndarson, Ólafstúni6, Flateyri. Hafsteinn Pólnson, Dalatanga 29, Mosfehsbæ. Jóna Hclga Jónadóttir, Ásholtí 24, Reykjavík. Olga Guðbjörg Stefánsdóttir, Reynigrund 53, Kópavogi. Hreggviður S. Sverrisson, Laufhaga 20, SelfossL Ökumenn í íbúöarhverfum! Gerum ávallt ráó ffyrir börnunum yUJgERÐAR Guðmundur S. Hjálmarsson Guömundur S. Hjálmarsson, b. í Grænhóh í Barðastrandarhreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Grænhóli og ólst þar upp í foreldrahúsum við öh almenn sveitastörf. Bamaskóla- nám hans vom nokkrar vikur á vetri í farskóla en þá var ekkert skólahús í sveitinni. Guðmundur fór til sjós um tví- tugt, fyrst á trihu frá Patreksfiröi, var síðan á stærri dekkbát þar um skeið á vorin og haustin og var um árabil á togumm hjá Vatneyrar- bræömm á Patreksfirði. Guðmundur hætti til sjós um 1958 og sneri sér þá meira að búskapn- um. Hann stundaði búskap á Græn- hóh, fyrst ásamt föður sínum til 1964 er hann féll frá en síðan einsamah. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 1945 Klöm Jónsdóttur, f. 1921, húsfreyju. Hún er dóttir Jóns Guðmundssonar, verkamanns á Patreksfirði, og konu hans, Ingibjargar Helgu Guðmunds- dótturhúsmóöur. Guðmundur og Klara eiga fimm böm. Þau era Guðmundur Snorri Guðmundsson, f. 1946, sjómaöur í Grindavík, kvæntur Astríði Jóns- dóttur frá Götu í Hvolhreppi, hús- móður, og eiga þau fimm börn; Samúel Jón, f. 1947, starfsmaður hjá Einari Farestveit í Reykjavík, kvæntur Guöfmnu Sigurðardóttur frá Ketilseyri í Dýrafirði, húsmóður, og eiga þau íjögur böm og eitt bamabarn; Hjálmar Jón, f. 1954, sendibifreiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Hafdísi Harðardóttur, hús- móður og bankastarfsmanni, og eiga þau fjögur böm og tvö bama- böm; Ingi Gunnar, f. 1955, strætís- vagnastjóri í Hafnarfirði, kvæntur Gróu Guðmundsdóttur frá Selfossi, húsmóður og verslunarmanni, og eiga þau þrjú böm; Hugrún Ósk, f. 1958, húsmóðir og starfsmaður hjá Samskipum, búsett í Hafnarfirði, en hennar maður er Sveinn Einarsson GuðmundurS. Hjálmarsson. frá Haukabergi, sendibifreiðar- stjóri. Guðmundur á tvær systur. Þær eru Ólafia, búsett á Grænhóh, og Hjálmfríður, búsett í Stykkishólmi. Foreldrar Guðmundar vora Hjálmar Guðmundsson, b. á Græn- hóh, og kona hans, Sigríður Jóns- dóttir frá Hvammi í Barðastrandar- hreppi. Ingimundur Hjálmarsson Ingimundur Hjálmarsson, fyrrv. bifreiðastjóri og síðar gjaldkeri, til heimils að Austurvegi 9, Seyðisfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ingimundur fæddist í Hátúni í Skagafirði og ólst upp í foreldrahús- um í Skagafirðinum, síðustu fimm árin á Sauðárkróki, en flutti með foreldmm sínum og systkinum til Seyðisfiarðar er hann varfjórtán ára og hefur hann búið þar síðan. Ingimundur stundaði fyrst al- menna verkamannvinnu á Seyðis- firði, var við fiskverkun og sfldar- söltun, var síðan tvö og hálft ár vinnumaður hjá séra Sveini Víkingi og Sigurveigu Gunnarsdóttur á Dvergasteini en fór síðan að vinna sjálfstætt. Hann ók vörubifreið í fjölda ára og fór þá eina vertíð með bflinn til Keflavíkur þar sem hann stundaði akstur auk þess sem hann keypti þar verkaðan saltfisk sem hann ók með austur þar sem hann þurrkaði fiskinn og seldi síðan á Spánarmarkað. Ingimundur stundaði gjaldkera- störf í Kaupfélaginu á Seyðisfirði 1960-63, var gjaldkeri á fógetaskrif- stofu Erlendar Bjömssonar sýslu- manns 1963-77 en lét þá af störfum fyriraldurssakir. Fjölskylda Ingimundur kvæntist 1940 Unni Jónsdóttur, f. 1913, d. 1990, húsmóð- ur. Hún var dóttír Jóns Sveinsson- ar, útgerðarmanns á Seyðisfirði og á Höfn í Homafirði, og konu hans, Torfhiidar Sigurðardóttur húsmóð- ur. Dætur Ingimundar og Unnar em tvær. Þær em Kolbrún Ingimundar- dóttir, f. 1942, starfsmaður við útibú Kaupfélags Héraðsbúa á Seyðisfirði, gift Óddi Ragnarssyni verkamanni og eiga þau fjóra syni, og Guðrún, f. 1946, húsmóðir á Seyðisfirði, gift Jósef Sigurðssyni trihuútgerðar- manni og eiga þau einn son. Ingimundur áttí fjögur systkini en þau em nú öh látin. Þau vom Ingir- íður, húsmóðir á Seyðisfirði, var gift Níelsi Jónssyni; Sveinbjöm, verkamaður á Seyðisfirði, var kvæntur Ástu Sveinbjömsdóttur; Ingibjörg, dó ung; Ingibjörg, búsett á Seyðisfirði, ógift. Foreldrar Ingimundar vom Hjálmar Jónsson, og Guðrún Ingi- mundardóttír.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.