Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUE 7. SEPTEMBER 1992. Uflönd Grænlendingar seljarækju tilSviþjódar Þijú grænlensk fyrirtæki hafa stofnað sölusamtök í Svíþjóð sem ætlað er að koma grænlenskum vörum á sænska markaðinn, einkura sjósoðnum rækjum. Nýja fyrirtækið heitir Royai Seafood og er í eigu Poiar Seafo- od. Iceberg Seafood og Royal Gre- enland. Escobars leitað íMexíkó Mexíkóska lögreglan leitaði að kólumbíska eiturlyfjabaróninum *ftiblo Escobar í borginni Guad- alajara í gær eftir ábendingu um að hann kynni að hafa farið til Mexíkó eftir fangelsisflótta sinn á dögunum. Tugir lögregluþjóna, í sam- vinnu við fulltrúa Interpol, leit- uðu að Escobar á heimilum og gistihúsum borgarinnar en höföu ekki erindi sem erfiöi. Þeir leit- uðu m.a. í hveiju einasta her- bergi í glæsihótelinu Fiesta Am- ericana. RitzauogKeuter Winnie Mandela skrifaði ástmanni sínum biturt bréf í sumár þar sem hún sakar hann um að vera sér ótrúr. Bréf Winnie var birt i tveimur blöðum i Suður-Afríku um helgina og kemur trúlega í veg fyrir að hún komist aftur til áhrifa í Afríska þjóðarráðinu. Símamynd Reuter Ástarbréf Winnie Mandela birt í blöðum í Suður-Afriku: Elskhuginn var ótrúr Tvö blöð í Suður-Afríku birtu um helgina bréf frá Winnie Mandela til ástmanns hennar sem reyndist vera Dali Mpofu, lögfræðingur Afríska Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af köfunarbúnaði, t.d. þurr- og blautbúninga, loftkúta, lungu, sundfit og gleraugu. Einnig hnífa, töskur, mæla og fleiri aukahluti. Allt heimsþekktar og viðurkenndar vörur. UPPLYSINGAR ÍSÍMA 91-611055 ^ÓFUN HF. VILTU PANSA? Kennslustaöir: Auöbrekka 17 og "Lundur" Auöbrekku 25 Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: Suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir œkynslóöina. ímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 31. ágúst - 9. sept. , kl. 10-19 í síma: 64 11 11 Kennsla hefst fimmtudaginn 10. september. Kennsluönn er 15 vikur og lýkur með jólaballi. Ath. fjölskyldu- og systkinaafsláttur. jgnmsfli í P" 1 ## V/SA * Æ WKHHUtl Satrikart FÍD Betri kennsla - betri árangur Supadance skór á dömur og herra. °L> %URÐAR þjóðarráðsins. Hann er þrítugur og hefur verið rekinn úr starfi vegna fjárdráttar. Um skeið hefur veriö vitað að Winnie átti í ástarsambandi við hátt- settann mann í þjóöarráðinu á sama tíma og Nelson, maður hennar, var í fangelsi. Fyrr á árinu ákváðu þau hjón að skilja og var ein ástæðan sú að Winnie á yfir höfði sér dóm vegna aðildar að morði á ungum stuðnings- manni sínum. Önnur ástæða var framhjáhald hennar. í bréfinu, sem var skrifað í sumar, kemur fram að Winnie er ákaflega reið ástmanni sínum fyrir að halda fram hjá sér. Hún sakar hann um að hafa svikið sig og fundið sér aðra konu. Winnie er frjáls ferða sinna eftir að hún var látin laus í vor gegn trygg- ingu. Miklar líkur eru þó á að hún veröi dæmd í fangelsi fyrir morö og misþyrmingar á ungum stuðnings- mönnum sínum. Hún hefur tapað embættum sínum fyrir Afríska þjóð- arráðið en ætlaði nú í haust að freista þess aö fá uppreisn æru. Talið er fullvíst að bréíinu hafi ver- ið komið til blaðanna í þeim tilgangi að sverta enn álit hennar innan hreyfingar blökkumanna. Mál Winnie hefur skaöaö Nelson, mann hennar, og dregiö athyglina frá rétt- indabaráttu blökkumanna. Reuter Rúmlegatutt- ugu fórust í rútuslysi Tuttugu og einn maður fórst og þrjátíu slösuðust í gær þegar lang- ferðabifreið ók á.bifreiö og valt síðan á hliðina á hraðbraut nærri Svarta skógi í Þýskalandi í gær. Björgimar- menn þurftu að skera þak rútunnar af til aö komast að farþegunum. Rútan flutti aðallega eldra fólk sem var að koma úr sumarleyfisferð um Svarta skóg. Solzlienítsyn Rússneski , rithöfundurinn Alex- ander Solzhenítsyn, sem hefur búið í útlegð í Bandaríkjunum undanfarin átján ár, ætlar að halda heim snemma á næsta ári. Bandaríska tímaritið U.S. News and World Report skýrir frá því í nýjasta hefti sínu að eiginkona rit- höfundarins hafi fundið hús fyrir þau skammt utan við Moskvu. Haft er eftir vinum þeirra hjóna að Solzhenítsyn ætli fyrst að ljúka við bók sem hann er að skrifa um bylt- ingu Bolsévika árið 1917. Ekki ætlar skáldið þó að selja hús sitt í Ameríku ef ske kynni að honum fyndist erfltt að laga sig að Rússlandi hinu nýja, eftir hrun kommúnismans. Reuter næstunni „Týnd“ Bítlalög, sem hafa legiö í hirslum hljóðupptökuvera i tuttugu og fimm ár, verða loks gefin út á næstunni, að því er breska blaðið Sunday Times sagöi í gær. Að sögn blaðsins eru þar á með- al lög sem Bítlamir hljóðrituðu í Abbey Road hljóðverinu áriö 1965 þegar þeir voru á hátindi frægðar sinnar. Og ekki er talið útilokað að hljómsveitin komist aftur í efsta sæti vinsældalístanna, rúm- um tuttugu árum eftir aö hún hætti. í síðustu viku voru liðin þijátíu ár frá því sveitin tók upp fyrsta lagið sitt sem náði vinsæld- um, Love Me Do. Hljómplötufyrirtæki Bítlanna, EMI, og þeirra eigin, Apple, vildu ekki tjá sig um fyrirhugaða út- gáfu en sagt er að þau muni standa saman að henni. Háttsetturmaf- iubófiábakvið lásogslá ítölsk stjómvöld unnu áfanga- sigur í baráttunni gegn mafíunni í gær þegar lögreglan handtók Giuseppe Madonia, einn eftiriýst- asta mann landsins og háttsettan foringja mafíunnar. Madonia var eftírlýstur vegna fjölda glæpa, þar á meðal fjárkúg- unar, og lögreglan telur að hann gæti verið viðriðinn morðin á dómurunum Giovanni Falcone og Paolo Borsellino á Sikiley í sumar. Madonia haföi veriö á flótta undan lögreglunni 1 níu ár þegar hann var gómaður í gærmorgun. Lögreglan fann Madonia fyrir nokkrura dögum en ekki var taliö óhætt að láta til skarar skríða fyrr en í gær. Perúmaður slyngasturíað Perúmaöur, sem búsettur er á Ítalíu, lét úrhellisrigningu ekkert á sig fá og skaut keppinautum sínum ref fyrir rass í keppninni um heimsmeistaratitilinn í gull- skolun í Leadbills í Skotlandi í gær. Pablo Schwarz tókst að ná íimm litlum gullkomum á stærö við saltkom úr tuttugu kílóum af sandi á fjórum og hálfri min- utu. Franskur maður vai;ð í öðru sæti og var niu sekúndum lengur að skilja gullið frá sandinura. Tæplega fiögur hundmð manns tóku þátt íheimsmeistarakeppn- inni í gullskolun sem nú var hald- in í fimmtánda sinn. Aö sögn eins keppandans voru aöstæður nú hinar verstu, rok og rigning. lestsluppumeð skrekkinn Tvö hundruð farþegar í hrað- lestínni milli Liverpooi og Lon- don á laugardagskvöld sluppu með skrekkinn þegar lestin ók á þrjá málmhekki sem skemmdar- vargar höfðu rifið upp á jám- brautarstöð og komiö fyrír á tein- unum. Lestin ók á bekkina á 145 kíló- metra hraða á kiukkustund en farþegamir sluppu án meíðsla vegna þess aö lestin fór ekki út af sporinu. Aö sögn lögreglunnar hefði get- að fariö ilia og hafa nú verið boðnar eitt hundrað þúsund krónur fyrir upplýsingar um óþokkana sem settu bekkina á teinana, Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.