Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. 39 Guðbjörg Guðmarsdóttir, hótelstýra á Hótel Jórvík á Þórshöfn á Langanesi. DV-mynd örn Hótel Jórvlk á Þórshöfn: Hótelstjórinn er eini starfs- maðurinn öm Þórarinsscm, DV, Þórshcfn; „Hér er stanslaus gestagangur á öllum árstímum," sagði Guöbjörg Guðmannsdóttir, hótelstýra og eig- andi Hótel Jórvíkur á Þórshöfn, þeg- ar blaðamaður DV leit inn hjá henni á dögunum. Guðbjörg hefur staöið ein að hótelrekstrinum síðan maður hennar lést fyrir nokkrum árum. Hóteliö er í myndarlegu einbýlis- húsi utarlega í þorpinu. I því er gisti- aöstaða fyrir 14 manns en Guðbjörg segist eiga góða nágranna sem ávallt séu tilbúnir að hýsa fyrir hana fólk ef þörf krefur. Guðbjörg segir að starfsemin byggist ekki á hinum svo- kölluðu túristum enda sé ferða- mannatíminn stuttur úti á hjara ver- aldar. Viðskiptavinirmr eru einkum þeir sem eiga erindi til staðarins og þeir eru ótrúlega margir yfir aUt árið. Nýr samkomustaður fyrir íbúa Stokkseyrar: Ný sundlaug tekin í notkun Hótelstýran vinnur að mestu ein að rekstrinum. Hún bakar sjálf allt brauð fyrir hótelið og á haustin reykir hún kjötið sem hún notar yfir árið. „Mér líður afskaplega vel á Þórs- höfn og það eru aUir góðir við mig hér,“ sagði Guðbjörg. „Það sem mér líkar einna verst er að sundlaugin okkar skuU vera lokuð aUan vetur- inn. Það er vegna þess að hér er ekki heitt vatn og hreppurinn hefur ekki efni á að hita upp vatniö í laugina með oUu aUan vetminn. Mér finnst að frammámenn þjóðarinnar ættu að beita sér fyrir því að staðir, þar sem ekki er jarðhiti fyrir hendi, gætu fengiö raforku á lægra verði til þess að fólk geti komist í sundlaugar. Nóg er af raforku í landinu sem enginn notar,“ sagði Guðbjörg Guðmanns- dóttir að lokum. Ingi bigasan, DV, Stokkseyri; Stokkseyringar létu norðannepj- una á höfuðdaginn ekki aftra sér frá því að taka í notkun nýja sundlaug. Þótti raunar sumum tími tíl kominn því bygging hennar hefur nú staðið í hálfan annan áratug. Gleði og ákefö skein úr andUtum flestra viðstaddra enda urðu margir tíl að skeUa sér í laugina og pottana að aflokinni vígsluathöfiúnni. Sundlaugin er stálrammi sem klæddur er að innan með plastdúk. Hún er 16,67 m x 8 m að flatarmáU og öU 0,9 m djúp. Auk hennar eru á svæðinu 20 m2 vaðlaug og tveir heit- ir pottar, 40° og 41°C og er annar þeirra með loft- og vatnsnuddi. Sóknarpresturinn, séra Úlfar Guð- mimdsson, tók til máls og taldi ekki ólíklegt að kristnihald mundi nú fær- ast að hluta til úr aldargamaUi kirkj- unni á þennan nýja samkomustað. Svo mikiö er víst, að 5-10-falt fleiri hiýddu á orð klerks þennan laugar- dag við sundlaugarbarminn en í kirkjunni daginn eftir. Hvatti prest- ur jafnt yngri sem eldri tíl að nota sundlaugina í framtíöinni. Sundiaugin verður opin kl. 14-20 aUa virka daga en kl. 14-18 um helg- ar. Hugsanlegt er þó að laugin verði lokuð í svartasta skammdeginu. Fréttir Ekkert uppgjafarhljóð í AustjQrðingum: Mjófirðingum fjölgaði um 11 prósent - fólk að byrja aftur með sauðfé eftir niðurskurð Öm Þórarinssan, DV, Mjóafirðl „Viö höldum vel í við önnur sveit- arfélög í dreifbýlinu hvað íbúatölu varðar,“ sagði Erlendur Magnússon, vitavörður og oddviti Mjóafiaröar- hrepps, þegar fréttamaður innti hann eftir mannlífinu í hreppnum á dögunum. „Hreppurinn er að sjálfsögðu fá- mennt samfélag. Hér voru 38 með lögheimili 1. desember síðastliðinn en það fjölgaði um 11% á því ári. Fólk byggir afkomu sína einkum á sjósókn. Frá Brekkuþorpinu eru gerðar út tvær trillur auk þess sem gerður er út einn stærri bátur sem jafnframt annast póstflutninga til Mjóafiarðar. Fólk er að byija hér aftur með sauðfé eftir niðurskurö og fjárleysi, en fjárbúskapur hefur aldr- ei verið stór í sniöum hér í Mjóa- firði," sagði Erlendur. „Ég held að fólki líði hér vel þrátt fyrir fámennið og vissa einangrun yfir veturinn. Það hefur flust hingað fólk bæöi úr Reykjavík og nágranna- byggðum síðustu ár og ég heyri ekki annað en þessu fólki líki vel hér í Mjóafirði," sagði Erlendur að lokum. Æfingabekkir Hreyfingar Er 7 bekkja æfingakerfiö fýrir þig? Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri sem ekki hefur stundað einhverja likamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. 7. bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra Þuríður Slgurðardóttlr Ég hef þjáðst af bakverkjum I mörg ár en síðan ég fór að stunda æfingabekkina held ég mér alveg góðri og þol mitt hefur aukist og finn ég þar mik- inn mun. Vllhelmína Blerlng Ég er eldri borgari og hef verið hjá Sigrúnu í æfinga- bekkjum í 3 ár og hlakka til I hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr 1 tíma enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta þess að vera í æfing- um til þess að halda góðri heilsu og njóta þess um leið að hafa eigin tíma. ✓ Ert þú meö lærapoka? ✓ Ert þú búln aö reyna allt, án árangurs? ✓ HJá okkur næröu árangrl. j/ Prófaðu og þú kemstað því aö cm fækkar ótrúlega fljjótt. minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. Getur eldra fólk notlð góös af þeesum bekkj- um? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Sólrún BJómsdóttlr Ég hef stundað æfingabekkina í 10 mánuði og sé ég stórkost- legan mun á vextinum um leið og þolið hefur aukist til muna og svo ekki hvað síst hafa bak- verkir algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt. Helga Elnarsdóttlr Ég hef í mörg ár þjáðst af verkjum í mjöðmum og fótum en síðan ég fór að stunda æfingabekkina hef ég ekki fundið fyrir því svo að ég mæli eindregið með þessum æfingum. HREYFING Opið frá kl. 9-12 og 15-20. Frír kynningartími. Ármúla 24 • Slmi 680677

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.