Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 44
F R ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar • Áskrift - Preifing: S»mi 63 27 00 Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. Lést eftir bílveltu Ungur maður lést í bílveltu i Fljót- unum á laugardag. Síðdegis á laugardag var tilkynnt að bifreiðar væri saknað í Siglufiröi. Seint á laugardagskvöld kom í ljós að einnig var saknað ungs manns úr bænum. Að sögn lögreglu á Siglufirði var unnið aö rannsókn málsins á laugar- dagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Klukkan sex á sunnudagsmorgni hófst skipuleg leit lögreglumanna frá Siglufirði og Olafsfirði. Fjörutíu min- útum síðar fannst bifreiðin skammt norðan við bæinn Hraun í Fljótum. Þegar læknir kom á vettvang úr- skurðaði hann ökumanninn látinn og reyndist hann vera sá sami og saknað var kvöldiö áður. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Akureyri: Konurnar líka í slagsmálin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tvær konur slógust hressilega á Ráðhústorgi á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Lögreglan skakkaði leik- inn og voru þá gleraugu annarrar brotin en þær urðu ekki fyrir alvar- legum meiðslum. Tveir skipsfélagar slógust einnig hressilega fyrir utan Sjallann í nótt. Annar þeirra lá rænulítill eftir með alvarlega áverka á hnakka og var fluttur á slysadeild en hinn fékk að gista hjá lögreglunni. Smáskot íSkaftá Enginn vöxtur var í Skaftá í gær. Vatnamælingamenn, sem fóru inn að Sveinstindi, telja að vöxturinn í ánni hafi byrjað á fóstudag en náð hámarki í fyrrinótt, að sögn Odd- steins Kristjánssonar, bónda í Hvammi. „Þetta var nú ekkert hlaup, bara smáskot," sagði Oddsteinn. -IBS Truflanir í áætlunarflugi Sökum veðurs hafa flugsamgöngur gengið brösulega síðasta sólarhring- inn. í morgun var ekki hægt að fljúga til Vestmannaeyja vegna vinds. Flug- fært var til annarra staða en talið líklegt að einhveijar tafir mundu verða í dag. Spáð er hvassviðri fram ákvöld. -bjb sjomanm: HBHH ■ i i B W fcinn nenu sgf i sjornn a eftar Ewaivi mm m ■ ■ m iðBT wyiviyviiiivi voru 1-2 metra frá því að lenda í flörunni „Þetta gerðíst allt svo hratt. Við vorum í ósnum að fylgjast með þegar við fengura kall um að einn hefði fariö í sjóinn og við ættum möguleika að ná honum," sagöi Einar Bjöm Einarsson. skipstjóri á bátnum Flóka, sem bjargaði skip- stjóranum á færeyska skipinu Gula kletti sem strandaði við Horna- fiarðarósa í gær. Þremur var bjarg- að af færeyska bátnum en eins er enn saknað. „Við þurftum frá að hverfa fyrst því það var svo ofsaiegur vindur. Þá sneri ég bátnum og lét hann reka í átt að manninum. Einn af okkur henti sér í sjóinn á eftir manninum, dró hann meðfram síðu bátsins og'við tókum hann upp aö aftan.“ Mikley Ósland n O O Vitar o Leidar- Ijós Austurfjörutangi émm Hór fórst Guli kletturinn Suðurfjörutang Hvanney ~m3— Einar Bjöm segir að Flóka hafi rekið mjög hratt undan vindinum og litlu hafi mátt muna að hann ræki upp í flöru. „Það vantaöi einn til tvo metra upp á við lentum i fjör- unni,“ sagði Einar Björn. Einar Bjöm er félagi í björgunar- sveitinni og var hann kallaður út strax þegar slysið varö. Hann fór með björgunarsveitarmenn út á fjörur og þaðan aftur í land. Þá mannaði hann bátinn á ný meö þeim sem hann fann á bryggjunni. Tveir þeirra voru í flotgöllum. Að sögn Einars var færeyski skipstjórinn orðinn mjög þrekaður þegar þeir náðu honum um borö enda haföi hann rekið um tvö hundruð metra undan vindinum. „Hann var samt ótrúlega fljótur að ná sér. Rúmri klukkustund síðar var hann búinn að ná góöum hita í líkamann," sagöi Einar Bjöm Ein- arsson, skipstjóri á Flóka, -JJ - sjá einnig bls. 2 Haraldur Noregskonungur á Fornebuflugvelli í Ósló í morgun á leið til Islands. Hann og Sonja drottning komu f fyrstu opinberu heimsókn sína hingað til lands í morgun. DV-mynd Scan-foto Vinnupallar Vinnupallar við Ástún 2 í Kópavogi hrundu klukkan 8 í morgun en þar var mjög hvasst að sögn íbúa. Tveir bílar urðu undir hlassinu og eru báð- ir mikið skemmdir. Vinnupallarnir höfðu staðið uppi í allt sumar og átti að taka þá niður um næstu helgi en verið var að gera við steypuskemmd- ir. -Ari Víghólasamtökin: Lögbanní dag? „Við erum að biðja um lögbann þangað til aðalsafnaðarfundurinn verður haldinn. Ef þaö verður ein- hver dráttur á því að fundurinn verði haldinn, þá er það á ábyrgð aðalsafn- aðarstjómar er ekki okkar. Það eina sem við förum fram á er að halda fundinn, ræða máhð og taka ákvörö- un þar,“ segir Gylfi Sveinsson, for- svarsmaður Víghólasamtakanna. Beiðni um lögbann á framkvæmdir við kirkjubygginguna á Víghóh var lagt fram í morgun og sagðist Gylfi búast við úrskurði dómara fljótiega eftirhádegið. -Ari Akureyri: Þrjú innbrot Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þrír unghngar á aldrinum 14-15 ára vom staðnir að verki í sundlaug- arbyggingunni á Akureyri í nótt en þeir höfðu brotist þar inn og voru að láta greipar sópa er þeir voru handsamaðir. Innbrotsþjófamir voru búnir að viða að sér ýmsu dóti til að taka með sér, auk þess sem þeir höfðu komist yfir um 9 þúsund krónur í peningum. Innbrot var tilkynnt í sumarbústað við Höskuldsstaði í Eyjafjarðarsveit um helgina. Þar hafði verið farið inn og unnar talsverðar skemmdir. Þá var brotist inn í Hólabúðina á Akur- eyri. Norsku konungshjónin: Hádegisverður áBessastöðum Norsku konungshjónin, sem komu til íslands í morgun, munu snæða hádegisverð í boði forseta íslands á Bessastöðum. Eftir hádegi mun Sonja drottning opna sýningu í Hafn- arborg á verkum norska málarans Káre Tveter. Síðdegis í dag munu konungshjónin heimsækja Stofnun Árna Magnússonar. Forseti íslands mun halda kvöldverðarboð í Súlna- sal Hótel Sögu til heiðurs konungs- hjónunum. -IBS LOKI Ætli Víkingarfullkomni hringinn með því að taka sæti (A í annarri deild? Veðrið á morgun: Skýjað og þurrtá Suðurlandi Á hádegi á morgun verður norðan og norðvestan átt, stinn- ingskaldi eða allhvasst en sums staðar hvasst á Norðvesturlandi. Rigning verðin- norðanlands en skýjað og þurrt að mestu syðra. Veðrið í dag er á bls. 52 RAFMÓTORAR Powfeew Suðurlondabraut 10. 8. 686480.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.