Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. Fréttir ~TJ^ 1 A-^l. tjfíj. . iBÍ * Aðalfundur Skógræktarfélags íslands: 6 milljónir trjá- plantna gróðursettar U:'? << í Eitt afskekktasta gistiheimili landsins er Sólbrekka í Mjóafirði. DV-mynd Örn Forsvarsmaöur náttúruvemdarsamtaka Noregs: EES þýðir minni inn- sýn í umhverf ismál „Samningur um Evrópska efna- hagssvæöið, EES, þýðir miklu minni innsýn og minni þáttöku af hálfu náttúruverndarsamtaka í umhverf- ismálum. Hjá Evrópubandalaginu fara umræöur um slík mál fram fyr- ir luktum dyrum. Á Norðurlöndun- um eru menn vanir að geta fylgst með framvindu mála áður en teknar eru ákvarðanir." Þetta segir Dag Hareide, forsvarsmaður Náttúru- vemdarsamtaka Noregs. Um helgina var haldinn á íslandi stjómarfundur norrænna náttúrvemdarsamtaka og vora afleiðingar samnings um EES meðal þess sem var á dagskrá. Hareide getur þess einnig að þegar innri markaður Evrópubandalagsins veröi orðinn að veruieika aukist mengun vegna aukinnar umferðar og úrgangs. „í þriðja lagi gera aðild- arríki Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, á mörgum sviðum meiri kröf- ur um mengunarvamir heldur en Evrópubandalagslöndin. Eiturefnin koma kannski ekki lengur út um rör og reykháfa verksmiðjanna en þau koma til almennings í vöranum sem keyrðar era út um hhð verksmiðj- anna.“ Dagtilgreindi einnig stefnuna í fiskveiðum sem eitt af þeim málum sem ágreiningur er um. Á fundinum um helgina skoruðu fulltrúar norrænu náttúruvemdar- samtakanna meðal annars á stjórnir Norðurlanda að veita samtökunum áheym í umhverfisnefnd EFTA og undirbúningsnefnd um umhverfis- mál sem kann að verða skipuð vegna EES-samningsins. Landvemd lagði á fundinum áherslu á að samvinna yröi efld í norðvesturhluta Norðurlandanna, það er íslandi, Færeyjum, Græn- landi, strandhéraðum Norður-Nor- egs og Hjaltlandi. „Við þurfum aö efla samvinnu um vemdun og nýt- ingu auðlinda okkar og einnig sam- vinnu gegn mengun. Á fundinum var samþykkt ályktun um að fara fram á samvinnu við opinbera aðila í þess- um málum,“ segir Auöur Sveinsdótt- ir hjá Landvemd. -IBS Metþátttaka var á aóalfundi Skógræktarfélags Islands sem haldinn var á Akranesi um síðustu helgi. DV-mynd Sigurgeir FASTEIGNAEIGENDUR, ATH. EKKERT SKOÐUNARGJALD Fasteignaeigendur, sem hafa hug á að selja, athugið að við erum staðsett í hjarta borgarinnar í Austur- stræti 17 (við pósthúsið). Kynnum eignir mynd- rænt. Skjót sala. Vantar allar tegundir eigna og fyrir- tækja á söluskrá. Lítið inn. Ekkert skoðunargjald. KAUPMIÐLUN HF. AUSTURSTRÆTI 17 (JARÐHÆÐ OG 6. HÆÐ) SÍMI 621700 Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Aðalfundur Skógræktarfélags ís- lands var nýlega haldinn í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fundarmenn á aöalfundinum voru um 140 talsins og er það metþátttaka. Jón Geir Pétursson, fuUtrúi hjá skógræktarfélaginu, segir aö á und- anfornum árum hafi umfang skóg- ræktar aukist gífurlega og um 6 milljónir tijáplantna veriö gróður- settar árlega. Aðildarfélög Skógræktarfélagsins eru 50 talsins. Þar af voru 5 ný félög stofnuð á síðasta ári og eru félagar orðnir rúmlega 6000. Meðal fundar- gesta á aöalfundinum var forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, en í tilefni 60 ára afmælis hennar var stofnaður sérstakur sjóður, „Yrkja“, sjóður æskunnar til ræktunar lands- ins. Á árinu var 35 grannskólum, víðs vegar um landið, úthlutað tæp- lega 50 þúsund trjáplöntum úr sjóðn- um. Gistiaðstaða í Mjóafirði: Mjög af skekkt en opin allt árið Öm Þóraiinsson, DV, Mjóafiröi: Gistiheimilið Sólbrekka í Mjóafirði er eflaust með þeim afskekktari sinn- ar tegundar hér á landi. Það er til húsa yst í Brekkuþorpinu og er hluti hússins notaður til bamakennslu á - BÖNNUÐ ELDm \ÁF! SINq 4EGGJA grUH.:^S^ALÍnS e/kur einn N Vaxtalínan er f jármólaþjónusta fyrir unalinqa 13-18 ára. Þegar þú skráir þig í Vaxtalínuna opnast þér ýmsir möguleikar: AFSLÁTTARKORT SKÓLADAGBÓK r»éTTk**Íf FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ VAJtMt/NUv6*u' BÍ LPRÓFSSTYRKUR vÁNAMÓgule^A8A^4 Félagar fá Vaxtalinubol um leið og þeir skrá sig - þeim að kostnaðarlausu. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS vetuma. Þama er starfrækt verslun og veitingasala yflr ferðamannatím- ann en gistiaðstaða er til staðar allt árið, þótt hún sé nær eingöngu notuð yfir sumarmánuðina. Sigrún Steindórsdóttir og Kristín Gestsdóttir hafa annast rekstur Sól- brekku í sumar. Þær sögðu að í vor hefði verið opnað 10. júni, sem væri nokkru fyrr en venjulega. Talsvert hefur verið um ferðafólk í sumar og flestir htu við í Sólbrekku en fremur lítið væri um gistingar ef undan væri skilið verslunarmannahelgin þegar haldið var ættarmót í Mjóa- firði. Þær stöllur sögðu að ferða- mannatíminn væri úti í lok ágúst en þá er versluninni lokað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.