Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. 21 Sviðsljós Halldóra Hauksdóttir, starfsmaður á DV, færir Bjama Magnússyni útibús- stjóra blóm í tilefni 10 ára afmælis Breiðholtsútibús Landsbankans. DV-mynd GVA Breiðholtsútibú Lands- bankans 10 ára Breiðholtsútibú Landsbankans, fyrsta fyrirtækið sem haslaði sér völl í Mjóddinni, varð 10 ára í vik- unni. Mikið var um að vera á afmæl- isdaginn. Fjölmargir viðskiptavinir og aðrir velunnarar litu inn og þágu veitingar. Yngstu viðskiptavinirnir létu sig ekki vanta enda var sitthvað gert til að gleðja þá. Breiðholtsútibú er meðal stærstu útibúa Landsbankans og eitt af þremur umdæmisútibúum í Reykja- vík. Útibúið hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum og nýjum starfs- háttum sem í dag teljast sjálfsagðir í öllu bankakerfinu. Má í því sam- bandi nefna beinlínuna og ráðgjaf- ana. Þessir ungu blaðburðardrengir, sem bera út DV, fundu upp á því snjall- ræði að láta hanna fyrir sig handhæga kerru sem hægt er áð tengja við reiðhjól. Hún hefur komið í góðar þarfir við blaðburðinn og gerir starfið bæði léttara og skemmtilegra. Piltarnir heita Bjarni Eiriksson og Hilmar Guðmundsson og bera DV út í Háuhlíð. M A X I Handhægar • sterkar • fjölbreyttar Raðskúffur sem varðveita smáhlutino 0DEX1ON SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.