Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Side 15
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. 15 Átök um EES-samningmn Undanfama daga hafa farið fram á Alþingi snarpar umræöur um EES-samninginn. Þar hafa komið fram mjög veigamikil rök fyrir því að óskynsamlegt sé fyrir íslendinga að gerast aðilar að Evrópsku efna- hagsvæði. Fjárhagslegur ávinning- ur af samningnum er ekki raun- verulegur og gallar hans eru marg- ir og afdrifaríkir. í samningnum eins og hann er í lokagerð felst al- varleg skerðing á fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti íslands. Skerðing á fullveldinu Samkvæmt stjórnarksrá okkar á löggjafarvaldið að vera hjá forseta íslands og Alþingi. Formlega séö verður löggjafarvaldið áfram hjá Alþingi en þó einungis sem neitun- arvald hvað varðar ákvarðanir Evrópubandalagsins. Þessu neit- unarvaldi er þó ómögulegt að beita vegna hættu á þvingunum frá hendi EB. Við þurfum við gildistöku samn- ingsins að breyta 80 íslenskum lög- um til samræmis við lög EB. Síðan verðum við í framtíðinni að lög- leiða allar ákvaröanir EB án þess að geta haft nokkur áhrif á efni þeirra eða innihald. Alþingi hefur sem sagt bundnar hendur og má ekki breyta stafkrók. Þá eru í frumvarpinu um EES opnar heimildir til ráðherra að setja reglugerðir um hvaðeina og er þaö líka mjög alvarlegt framsal á löggjafarvaldinu. Framsal á framkvæmda- og dómsvaldi Framkvæmdavaldið er að hluta til fært úr landi í hendur aðila úti í Evrópu og sama er að segja um dómsvaldið. Erlendir dómstólar geta kveðið upp dóma yfir íslend- ingum fyrir aögerðir hér á landi og eru þeir aðfararhæfir hér án þess að íslendingurinn eigi málskot til íslensks dómstóls. Þá verða ís- KjaUaiinn Páll Pétursson alþingismaður lenskir dómarar að hafa hliðsjón af dómum Evrópudómstólsins og jafnvel dæma eftir lögum sem ekki eru í gildi hér heldur í útlöndum. Þá þrengir samningiuinn mjög svigrúm íslendinga til samninga við ríki eða ríkjasambönd utan Evrópsks efnahagssvæðis og bind- ur hendur okkar í framtíðinni til einhliða ákvarðana, t.d. um út- færslu fiskveiðilögsögu. Hefði EES-samningurinn verið í gildi ár- ið 1971 hefðum við aldrei getað fært út landhelgina. - Þetta er mik- ið og alvarlegt afsal á fullveldi. ísland fyrir útlendinga Þá hafa íslendingar, ef samning- urinn verður að lögum, ekki lengur neinn frumburðarrétt að landi sínu eða auðlindum þess. Við verðum að veita flota Evrópubandalagsins aðgang að fiskimiðum okkar. Út- lendingum verður heimilt að kaupa hér lendur og jarðir, lax- veiðiár og orkulindir til jafns við íslendinga. Atvinnuleysi hér hlýt- ur að aukast með aðild að efna- hagssamfélagi þar sem atvinnu- leysi er stöðugt um og yfir 10%. Erlendir aðilar verða hér umsvifa- miklir í verktakastarfsemi, iðnaði og verslun. Sjálfræði sveitarfélaga er stór- lega skert til að hafa áhrif á at- vinnuuppbyggingu innan sinna vébanda. Félagsleg þjónusta verð- ur lakari vegna þess að menn láta sér bráðlega nægja staðla þá sem gilda í Evrópubandalaginu og sömu sögu má segja um umhverfismál. Landbúnaði er stofnað í aukna hættu vegna aukins innflutnings landbúnaðarvara sem við höfum til þessa framleitt í landinu. Sjávarútvegur í hættu Þó er alvarlegast að þróun sjávar- útvegsins er stefnt í verulega hættu þvert ofan í það sem sölumenn samningsins halda fram með órök- studdum fullyrðingum. Sam- kvæmt-EES-samningnum mega ís- lendingar halda þeim lögum sem í gildi eru um eignarhald Islendinga á útgerð og frumvinnslu fisks. Hættan er sú að lítt unnar fiskaf- urðir verði fluttar úr landi í aukn- um mæh en fullvinnsla hér á landi minnki. Við fáum lækkun eða nið- urfehingu tolla á nokkrum fiskaf- urðum í Evrópubandlaginu. Því höfum við átt kost á allt frá 1972 enda létum við fiskveiðiheimildir af hendi við Evrópubandalagið til endurgjalds. Þetta skref hafa íslendingar aldr- ei verið tilbúnir að stíga fyrr en nú, en að kröfu Evrópubandalagsins voru veiðiheimildir við ísland for- senda fyrir því að EES-samningur- inn öðlist gildi. Þróunin verður lík- legast sú að íslendingar verði fyrst og fremst hráefnisfamleiðendur og fullvinnsla aflans fari í enn ríkari mæli fram erlendis. Þá er líklegt að sú stýring á fiskútflutningi frá íslandi sem við höfum haft verði aflögð vegna þess að hún raskar eðlilegri verðsamkeppni á markaði EB. Tálvon rikisstjórnarinnar Hér hafa aðeins verið nefndir nokkrir annmarkar EES-samn- ingsins og er þó af nógu að taka. Eftir því sam samningurinn í loka- gerð er skoðaður betur kemur æ skýrar í ljós að það er rangt sem ríkisstjómin heldur fram aö þetta sé samningur sem sé hagstæður íslandi. Ríkisstjórnin er komin í óbotnandi vandræði með alla landsstjórnina. Atvinnulífið er að fara í rúst. Stórfellt atvinnuleysi hefur haldið innreið sína. - Ríkis- stjórnin reynir í þrengingum sín- um að grípa það hálmstrá að reyna að telja sjálfri sér og þjóðinni trú um það að úr muni rakna verðum við aðilar að Evrópsku efnahags- svæði. í þessari tálvon reynir ríkis- stjórnin nú að böðla EES-samn- ingnum í gegnum Alþingi. Hún lok- ar jafnvel augunum fyrir þvi að lögtaka samningsins brýtur í bága við íslensku stjómarskrána og þjóðréttarsamningur sem ekki samrýmist stjómarskrá er ógildur að lögum. Verði ísland aðih að þessum samningi þá fyrst byija erfiðleikarnir. Páll Pétursson „Stórfellt atvinnuleysi hefur haldið innreið sína. - Ríkisstjórnin reynir í þrengingum sínum að grípa það hálm- strá að reyna að telja sjálfri sér og þjóð- inni trú um það að úr muni rakna verð- um við aðilar að Evrópsku efnahags- svæði.“ Skilnað, takk! Mikh leynd hefur jafnan verið sveipuð kjömm presta á íslandi. Ástæðan er vafalaust sú að mönn- um hefur ekki þótt við hæfi að guðsmennirnir væru að kvarta, bera á tog áhyggur og raunir af veraldlegri afkomu sinni. Þaö hef- ur viljað gleymast að þeir era menn eins og aðrir, dauðlegir meira að segja, og þarfnast fæðis og klæða. Og prestar hafa sjálfir, óafvit- andi, gengið inn í þessa ranghug- mynd um að þeir eigi aö hugsa um ríki ljóssins eitt en láta hitt ríkið, atvinnurekandann, í friði og helst blessa það og dásama ahar stundir. En eftir atburði síðustu daga og vikna er mál að þessari vitleysu hnni. Mæhrinn er fullur. Oft hefur maöur kynnst erfiðum hjónaböndum sem þó hefur verið reynt að halda saman vegna ýmissa aðstæðna en þetta samband ríkis og kirkju, þessi langi og mglaði dans, tekur út yfir allan þjófabálk og er orðið hið allra vonlausasta mál sem ég hef kynnst á minni prestsævi sem þó er að visu hvorki orðin löng né merkileg. Þetta par er eins og svart og hvítt, vatn og eldur. Annað leitast við að drepa hitt. Og þegar svo er komið er bara eitt til ráða. Skilnaður. Helgisögn til endurskoðunar Það hefur löngum verið sagt að kommúnisminn teljist óvinur kristninnar í heiminum, númer 1, 2 og 3, en fráleitt öfl í lítóngu viö þau, sem ráöa á íslandi núna og kenna sig við frelsi og annaö því um líkt og hafa lengstum státað að góðhug til kirkjunnar. En það er greinilegt aö maður þarf að fara KjaUaiinn Sigurður Ægisson sóknarprestur í Bolungarvík eins og þeir em. Hér er raunvem- lega um líf að tefla, áframhaldandi thvist þessa afls sem hefur í 1000 ár gist þetta land. Furðuleg yrði sú uppákoma, og reyndar einsdæmi, ef prestar fyndu sig knúna til að boða söfnuðunum þau tíðindi að einu ráðin tíl bjargar væm að koma þessari ríkisstjóm frá. En það gæti allt eins orðið, miðað við óbreytt ástand. Því mið- ur. Svo mikið er í húfi. Prestinum ýttfrá landi... í skipunarbréfi því, sem biskup íslands lætur nývígðum prestum í té, er kveðiö á um skyldur þær er starfmu fylgja. Presturinn á m.a. að „rækja embætti sitt með trú- mennsku og kostgæfni,... stunda af alhug uppfræðing æskulýðsins, „Furðuleg yrði sú uppákoma, og reynd- ar* einsdæmi, ef prestar fyndu sig knúna til að boða söfnuðunum þau tíð- indi að einu ráðin til bjargar væru að koma þessari ríkisstjórn frá.“ að taka þessa helgisögn til endur- skoðunar. Þvi að ef eitthvað er vist í þessum heimi er þaö sú einkenni- lega staðreynd að núverandi vald- hafar hér á landi eru ekkert betri en þessi áðurnefnda Grýla, heldur alveg með eindæmum fjandsam- legir í garð stofnunar Guðs á jörð, heilagrar kirkju. Það er best að vera ekki að tala neitt rósamál heldur segja hlutina vitja kostgæfilega sjúkra, ala önn fyrir fátækum og munaðarlausum og í öhum greinum kosta kapps um að fuhnægja embættisskyldum sín- um...“ og loks á hann að vera sóknarmönnum sínum „th aöstoð- ar í sáluhjálparefnum þeirra, eins- lega og opinberlega, hvenær sem þeim á hggur og þeir hans leita.“ í þessari klausu felst m.ö.o. það að prestsstarfið sé 24 stunda vinna „ ... um líf að tefla, áframhaldandi tilvist þessa afls sem hefur i 1000 ár gist þetta land,“ segir sr. Sigurður m.a. á sólarhring. Hugur, sál og líkami eigi aö vera klár í slaginn þegar kahað er. Bréfið segir það. Hvað merkir þetta? Jú, prestin- um er ýtt frá landi í hriplekum bát og sagt að fiska. Og hvemig bregst presturinn við þessu er á hólminn er komið? Jú, hann fer, þegar að sverfur, og augu hans opnast fyrir þessari endaleysu að leita sér að einhverju lífsviðurværi th að fæða sig og hyski sitt; hann fær sér aðra vinnu með prestsstarfinu. En á meðan fyllist báturinn af sjó. En gengur hann þá ekki í berhögg við orð skipunarbréfsins með þessu? Svar: jú, auðvitað. Þetta er einkennheg staða. Prest- urinn hefur ráðið sig í vinnu upp á þau býti að hann vaki allan sólar- hringinn; gefi sig ahan á vald emb- ættinu. En það getur hann ekki, þegar á reynir, því hann á fjöl- skyldu og þarf að lifa eins og aðrir landsmenn. Launin duga ekki og hafa aldrei gert. Haim verður því að fá sér annað starf en með því gengur hann á skjön við orð bisk- ups síns. Og það sem verst er af öhu; presturinn er neyddur til að gera þetta. Og fyrir vikið er það hehaga embætti, prestsembættið, orðið að aukajobbi, hlutastarfi. Sem er vont mál og rangt og gjör- samlega óhugsandi th frambúðar, allra vegna. Dæmið er vonlaust Ég sé því ekki nema tvennt í stöð- unni: að fólkið, kjósendur, söfnuð- imir, rísi upp og mótmæh kröftug- lega, sýni tennur og klær, eða þá, sem ég held að sé raunhæfara, að komi th fullkominn aöskilnaður þessara hjóna, því dæmið er von- laust. Og taki kirkjunnar menn þetta mikhvæga skref verður í ffamtíðinni hægt að segja aht þegar svo ber undir; aht hiö forboðna, sem við höfum látið okkur nægja hingað th, mest af ótta, að pukrast með einhvers staðar í leynum, úti í homi eöa aö kórbaki. Þá loksins verður kirKjan trú eöh sínu; lif- andi, óhrædd, og fijáls. Já, sönn. Sigurður Ægisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.