Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992. g Fréttir _________________ Forsvarsmaður Víghólasamtakanna: Aðalsafnaðarfuiidur verði ekki í kirkju - „það er ekkert annað en vanhelgun“ Forsvarsmaður Víghólasamtak- anna í Kópavogi, Gylfi Sveinsson, hefur skrifað dómprófasti bréf og farið fram á að aöalsafnaðarfundur verði ekki haldinn í kirkju. „Fundurinn var haldinn í Kópa- vogskirkju síðast og var öllum til skammar sem þar voru inni. Menn voru farnir að rífast hástöfum og fundi var slitið á gerræðislegan hátt. Okkur var bara hreinlega hent út. Þegar kirkjunnar menn taka að sér VíkingBrugghf.: Bjórframleiðslan áframá Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Það hefur ekki komið til tals í sambándi við sölu á framleiðslu Gos- ans hf. til Ölgerðarinnar að neinar breytingar verði á framleiðslu okkar hér, aðrar en þær að við munum hætta að framleiöa maltöl og léttan pilsner. Bjórframleiðslan verður því áfram hér af fullum krafti eftir því sem ég best veit,“ segir Magnús Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Víking Brugg hf. á Akureyri. Gosan hf. er aöaleigandi Víking Brugg og áður hafði komiö til athug- unar að sameina alla framleiðslu Gosans og Viking Brugg, annaðhvort á Akureyri eða í Reykjavík. Bæjaryf- irvöld á Akureyri voru m.a. tilbúin að veita fyrirtækjunum fyrirgreiðslu svo framleiðslan yrði á Akureyri. Víking Brugg hefur verið dreifmg- ar- og umboðsaöili fyrir Gosan á Norðurlandi. í kjölfar sölunnar á framleiðslu Gosans til Ölgerðarinnar hefur 8 starfsmönnum Víking Brugg, sem hafa annast sölu- og dreifingar- mál, verið sagt upp. aö stýra fundi og segja safnaðar- systkinum að halda kjafti og það séu ákveðin mál sem má ekki ræða og segja þeim að hunskast út þá getur það ekki endurtekið sig í kirkju. Dómprófastur er búinn að gefa vil- yrði fyrir þvi aö fundurinn nú verði ekki haldinn í kirkju," segir Gylfi. „Helsta tillaga okkar á fundinum verður sú að hætt verði við fram- kvæmdir við Víghól. Einnig er fyrir- hugað að bera fram tillögu um að öll safnaðarsystkini austan Bröttu- brekku, eins og viö köllum það, flytji sig yfir í Hjallasókn." Skóflustunga að kirkju við Víghól var tekin síðastliðinn fimmtudag. „Nú eru menn byijaðir að moka upp öllum lausum jarðvegi. í framhaldi af því ætla þeir sér aö fara að sprengja harða klöpp. Húsin okkar standa að hluta til á umræddri klöpp. Við íbúamir hér munum ekki líða þeim að skemma húsin okkar,“ tekur Gylfi fram. „Það er skoðun mín aö þessi dagur þegar skóflustungan var tekin verði talinn upphafsdagur að því að ís- lenska þjóðkirkjan einangrist og verði að sértrúarsöfnuði. Þetta er að gera síg um allt land og kirkjunnar menn þar víðast hvar eins og bölvaö- ir þverhausar í öllum sínum málum. Ég held að almenningur fari að hætta að láta bjóða sér þetta og muni segja sigúrþjóðkirkjunni." -IBS Fjöldi unglinga hlýddi á Todmobile leika fyrir gesti og gangandi fyrir utan Bíóhöllina i Mjóddinni síðdegis á föstu- daginn. Tónleikarnir voru i boði Menntabrautar íslandsbanka og SAM-bfóanna og haldnir í tilefni 10 ára afmælis íslandsbanka í Mjóddinni. DV-mynd GVA Gytfi Knstjánæon, DV, Akureyri: „Nemendur hér í skólanum veröa um 190 talsins í vetur og þar af eru um 90 nýnemar og það er talsverð aukning frá fyrri árum," segir Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, í upphafi skólavertíðar. í Háskólanum á Akureyri eru þrjár deildir, sjávarútvegsdeild, rekstrardeild og heilbrigðisdeild, og segir Haraldur að aðsókn aö öllum deildtmum þremur sé jöfn og góð. i haust hefst einnig kennsla í íslensku við skólann og segist Haraldur líta á það sem upphaf kennaranáms við skól- ann. Upphaflega var ákveðið aö hefla rekstur kennaradeildar við skól- ann í haust en af því verður ekki. Haraldur segist vongóður um að sú kennsla heflist aö ári. „Ég hef fengiö leyfi til aö ráða mann í fullt starf fram að áramótum til að undirbúa kennslu í kennara- deild ogég dreg ekki aðra ály ktun af því en þá að kennaradeildin taki starfa á næsta ári," sagði Haraldur. Dagvistarhópur BSRB: Mótmælir hækkun leik- skólagjalda Ðagvistarhópur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefúr sent frá sér mótmæli vegna þeirr- ar ákvörðunar meirihluta borg- arráðs að hækka gjald það sem námsmenn aðrir en einstæðir greiöa fyrir vist barna sinna á leikskólum borgarinnar. í tilkynningu frá hópnum segir að námsmenn hafi mátt sæta þungum búsiflum af hálfu ríkis- valdsins að undanfórnu, einkum að því er varðar verri kjör á námslánum og hertar reglur um endurgreiðslur. Því sæti furðu að meiri hluti borgarráðs skuli fylgja í kjölfarið svo skömmu síð- ar með stórfelldri hækkun á Ieik- skólagjöldum bama námsmanna. -JSS ídagmælirDagfari Býður einhver betur? Það var heldur betur flör í ríkisflár- málunum í síöustu viku. Hallinn á ríkisrekstrinum fyrir árið í ár hækkaði á nokkrum dögum úr flór- um milflörðum í tæplega þrettán milljaröa. Þetta var þó ekkert á við hallann frá síöasta ári sem kominn var í sautján milljarða króna þegar síðast fréttist. Þjóðin beið raunar spennt eftir næsta útspili og mátti þess vegna eiga von á því að hallinn á ríkissjóði færi langt yfir tuttugu milljarða þegar allt væri með talið. Fjárlög vora á síðasta vetri af- greidd með flögurra milljaröa króna halla. Þetta þótti viðunandi. Fjármálaráðherra hélt nýlega blaðamannafund og kynnti þær horfur að flárlagahallinn gæti tvö- faldast og yröi átta milljaröar. Þá kom Ríkisendurskoðun og sagði aö hann mundi vera nær tíu milflörö- um króna. Ekki hafði Ríkisendur- skoðun fyrr sleppt orðinu en Ólaf- ur Ragnar hélt blaöamannafund og tilkynnti að Ríkisendurskoðun reiknaði vitlaust út. Hallinn væri tæpir þrettán milflarðar. Daginn eftir hélt flármálaráðherra nýjan blaðamannafund og sagði að sam- kvæmt nýjum útreikningum færi hallinn á ríkissjóði á síöasta ári Ólafs Ragnars í flármálaráöuneyt- inu upp í sauflán milflarða. Skýringamar á þessrnn blaða- mannafundum og uppboðshaldi núverandi og fyrrverandi flár- máláráðherra era þær að hvorki ríkisbókhaldið, flármálaráðuneyt- ið né Ríkisendurskoðun hafa taliö allar greiðslur ríkissjóðs með þegar hallatölur era gefnar upp. Niðurs- tölutölumar fara því eftir því hvemig reiknað er. Ef menn hafa þá aðferð sem flármálaráðuneytið hefur notað er hallinn á ríkissjóði sáralítill, nokkrir ómerkilegir milflarðar, sem ekki er orö á ger- andi og öllum flármálaráðherrum til hróss. Ef menn nota hins vegar aðferðir Ríkisendurskoðunar versnar dæmið enda hefur Ríkisendurskoð- un verið að reikna með flárskuld- bindingum, sem ríkissjóður hefur tekið á sig á reikningsárinu, án þess að skoða hvenær þær flár- skuldbindingar koma til útborgun- ar. Þetta fer vitaskuld með hallann upp úr öllu valdi og Ríkisendur- skoðun hefur veriö skömmuð fyrir þessa reikningsaðferð. Fjármála- ráðherrar og flármálaráðuneytiö tefla óþarfa að færa skuldir til skulda fyrr en þær era komnar til útborgunar. Ríkisendurskoðun gaf sig þess vegna með sína aðferö og notaöi aöferð flármálaráðuneytis- ins og þegar þær tölur vora skoðaö- ar kom í flós að þær vora ekki sam- bærilegar við tölumar frá því í fyrra. Þetta sá Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi flármálaráðherra, og mótmælti þess vegna þeim reikn- ingsaðferðum Rikisendurskoðun- ar, sem hann hafði hingaö til mót- mælt fyrir að reikna ekki út eins og flármálaráöuneytiö hafði óskað eftir. Nú fór Ríkisendurskoðun eft- ir óskum flármálaráöuneytisins en þá mótmælti Ólafur Ragnar því aö Ríkisendurskoðun reiknaði ekki út í ár eins og hún gerði í fyrra. Hall- inn hjá Friðrik var því jafh mikill og hjá Ólafi, ef tölumar vora bom- ar saman við það sem Ríkisendur- skoðun reiknaði ekki út eins og hún hafði gert í fyrra. Friðrik hefiir mótmælt þessum mótmælum Ólafs Ragnars og segir aö Ríkisendurskoðun hafi reiknað rétt út en ef hún reikni öðravisi út í ár þá verði hún líka að reikna öðravisi út í fyrra og þá verður samanburðurinn óeðlilegur nema aö þær tölur verði teknar inn, sem Ríkisendurskoðun sleppti. Þetta þýðir að hallinn á ríkissjóði í fyrra er ekki sá sem talað hefur veriö um heldur er hann nú kominn í sautján milflarða króna. Þegar hér var komið sögu var beðið eftir næsta útspili Ólafs Ragnars sem hlýtur auðvitað að hafa uppi mótmæli gegn mótmæl- um Friðriks um mótrnæh sín um það hvemig Ríkisendurskoðun reiknar út hallann og Ólafur Ragn- ar er vís til þess aö benda á að halli ríkissjóðs sé mun meiri ef allt er taliö með. Þetta mál snýst ekki um það hvað ríkissjóður er rekinn með miklum haUa. Deilan snýst um það hvor sé með meiri halla, Friðrik eða Ólafur Ragnar. Hingaö til hafa flármála- ráðherrar kappkostaö aö fela hall- ann með því að nota þær reiknings- aðferðir aö hafa hallann sem minnstan. Nú stendur kapphlaupiö hins vegar um þaö aö hafa hallann sem mestan. Spumingin er: býöur einhver betur? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.