Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992. Fréttir Sophia Hansen gekk 1 gegnum langar raðir öskrandi ofsatrúarkvenna í gær: Múgurinn hyllti dóm- arann er hann fór út - ógeðslegast að hrækt var framan 1 okkur, segir Sophia Á skiltum æstra múhameðstrúarmanna við dómhúsið í Istanbúl í gær stóð meðal annars: „Við erum feður stúlkn- anna og látum þær aldrei til íslands." Það sem fólkið kallaði meðal annars var; „Þið eruð þrælar satans. Ef þið segið eitthvað illt um islam verðið þið drepin.“ Símamynd Reuter „Það var hálfóhugnanlegt þegar fyirverandi eiginmaður minn, Halim Al, stóð ailan tímann fyrir framan mig í dómsalnum. Hann blikkaði mig og brosti allan tímann. En það breytt- ist aðeins þegar lögfræðingur minn, Hasip Kaplan, gerði dómaranum grein fyrir að maðurinn væri með tvöfalt ríkisfang. Lögmaðurinn upp- lýsti að Hahm A1 hefði tekið nafnið ísak á íslandi. Þá fór hann að blikna," sagði Sophia Hansen í samtali við DV eför söguleg réttarhöld sem fram fóru í skilnaðarmáli hennar og fyrr- um eiginmanns hennar. „Um leið og við komum að dómhús- inu var mikið af bílum og fjöldi lög- reglumanna. Við fórum því úr leigu- bílnum dálítinn spöl frá húsinu. Þeg- ar við gengum að innganginum sáum við að þama voru allavega 300 manns. Um leið og við nálguðumst byijaði fólkið að hrópa. Þegar við systumar reyndum að komast inn í dómhúsið byrjuðu þeir aö hrækja á mig, sparka í mig og kýla í andlitið. Ósjálfráð viðbrögð vom að veija andiitið. Þegar bróðir minn sá þetta reyndi hann að slá frá til að verja mig. Þá varð hann líka fyrir höggi og Gunnar lögmaður, það var líka sparkað í þá. Við komumst við illan leik inn í húsið. Það var þjarmað mjög að okkur og viö áttum greini- lega að fara miklu verr út úr þessu. Fjöldi lögreglumanna var á staðnum en veitti okkur ekki mikla vemd. Lögreglau virtist ekki gera sér grein fyrir hvað var aö gerast." öskrandi konur hræktu á göngunum „Fólkið hópaöist inn í dómhúsið. Viö þurftum að fara upp á 5. hæð og á öUum göngum vom konur sem hrópuðu að mér og hræktu á mig. Þær köUuðu mig tík og sögðu að ég myndi aldrei sjá stelpumar mínar afíur. Það ógeðslegasta við þetta var hve mikið var hrækt framan í mann. Þetta var síendurtekið enda vom svo langar raðir af fóUci sem við þurftum að ganga í gegnum, bæöi á göngun- um og þegar við reyndum að nálgast dómhúsiö. Það var mikiö hrækt á okkur systumar en sparkað í Gunn- ar lögmann og bróður minn. Okkur var komið fyrir inni í Utlu herbergi þegar við komum upp. Síð- an dróst það að hefja réttarhaldið því reynt var að koma fólkinu út úr hús- inu. Síðan þyrptust að blaðamenn og fjölmiðlar og þá ákvað ég að svara þeim áður en ég færi inn. Tyrkneski lögfræðingurinn minn var mjög reið- ur og kaUaði að mannfjöldanum. Dómsalurinn er Utið herbergi og þar vom um 50 manns og aUt fuUt af fjölmiölafólki. Það var aUtaf verið að kalla ffam í fyrir lögfræðingnum mínum þegar hann tók til máls. Fyrr- verandi eiginmaður minn var með þijá lögfræðinga. FóUdð grét fyrir hann. Dómarinn þoröi senrúlega ekki að kveða upp úrskurð því líf hans var í hættu,“ sagöi Sophia. Aðspurð sagði Sophia að þrátt fyrir aUt væri skUjanlegt að dómarinn hefði frestað máhnu í Ijósi þess aö ný gögn vom lögð fram í því. „Við héldum að hann myndi sjá til að ég fengi rýmri umgengnisrétt og hann tæki hart á því að faðir þeirra braut af sér. Við gerðum líka kröfu um að bömin yrðu umsvifalaust flutt til Ist- anbúl af því að annað þeirra er veikt. Dómarinn geröi hins vegar ekki neitt. Hann bara tók við gögnun- um,“ sagði Sophia. Glott á andliti dómarans „Mér fannst dómarinn aUtaf vera með glott á andUtinu, kæruleysislegt yfirbragð - hvort það var taugaveikl- un eða ótti sem framkaUaði það hjá honum veit ég ekki. Það þurfíi fimm sinnum að fara út tU að þagga niður í fólkinu fyrir utan á meðan réttar- haldið stóð. Hrópin trufluðu mikiö. Það var kaUað: „guð, þú ert einn og þú ert mestur“. Þegar þetta var búið var okkur komiö fyrir inni í stóm fundarher- bergi. Lögreglan var með talstöðvar og þegar yfirmaður öryggiseftirUts- manna kom var reynt að reka fólkið frá. Eftir góða stund var fundin leið út og hlaupið með okkur inn í lög- reglubU og keyrt með okkur alla leið heim undir vemd. Vinkona túlksins illa barin „Það er mjög leiðinlegt að það var mjög Ula sparkað í túlkinn minn og vinkona hans var mjög Ula barin í andUtið og þurfti að fara á spítala," sagði Sophia. Þegar DV ræddi við Sophiu í gær var hún að jafna sig eftir átökin. Hún sagði að ekkert sæist á henni og fylgdarfólki hennar en marblettir væm farnir að koma fram á fótum hennar. „Ég er rauð og aum í kinnbeinunum en vona að mar komi ekki fram. Umgengnisrétt- urinn verður óbreyttur á næstunni, tvisvar í mánuði. Það er vitað að hann kemur ekki meö stúlkurnar og því kemur tU áUta að ég sleppi næstu ferð.“ Sophia sagði að lögmaður sinn væri mjög harður og hefði komist mjög vel frá þinghaldinu og viðtölum við fjölmiðla. Margfalt húrra fyrir dómaranum „Ofsatrúarmennimir urðu mjög ánægðir með niðurstöðu dómarans þegar hann frestaði úrskurði. FóUdð hrópaði margfalt húrra fyrir dómar- anum þegar hann gekk út úr dóm- salnum. Sigur minn var því enginn í dag en ég vona að ég hafi haldið andUtinu. í raun og veru er ekki hægt að tryggja öryggi í næsta réttarhaldi en það verður reynt að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. Það er búið að hafa samband við stjómvöld og þau hafa lofað að þau reyni að gera aUt sem þau geta til að koma í veg fyrir það,“ sagði Sophia Hansen. -ÓTT ■—.—... ■ ' ..................... ............1 ............... .. Mögulegt að Halim A1 sé alls ekki tyrkneskur ríkisborgari: Lögmenn Sophiu fara fram á frávísun - vilja annan dómara og efast um að Sophia mæti sjálf í nóvember öryggis vegna „Ég held að það hafi aldrei gerst áður að íslendingar hafi lent í öðm eins og þessu við aö leita réttar síns. Þetta var eins og að nálgast hrópandi múg á knattspymuvelU og skjólstæð- ingur minn varð fyrir líkamsárás," sagði Gunnar Guömundsson, lög- maður Sophiu Hansen, við DV. Hann og Hasip Kaplan, hinn tyrkneski lög- maöur hennar, lögðu fram alveg nýtt útspU í réttinum í gær. Hasip Kaplan fór fram á aö máUnu yrði vísað frá þar sem HaUm AI, sem íslenskur ríkisborgari, bar nafnið ísak,“ sagði Gunnar. „Samkvæmt tyrkneskum lögum á hann þar með að missa ríkisfang í Tyrklandi nema að fá samþykki tyrkneskra yfirvalda. Samkvæmt því stendur íslenski for- ræðisúrskurðurinn. Ef málinu verð- ur vísaö frá verður Utið á Halim A1 sem íslenskan ríkisborgara. Einnig voru ítrekaðar óskir um aukinn umgengnisrétt og kvartað yfir að Sophia hefði ekki fengiö að sjá bömin í 8 skipti. Auk þess var óskaö eftir sálfræðiathugun á högum bamanna. Jafnframt óskaöi hann eftir að umgengnisréttinum yrði Fyrrum eiginmaður Sophiu, Halim Al, var brosmildur eftir réttarhöldin. Hann gekk undir nafninu ísak er hann bjó á íslandi. Mögulegt er að það komi honum í koll síðar. framfylgt með aðstoð lögreglu - bömin yrðu sótt. Að lokum var tekið fram að móður væri órótt vegna veikinda annarrar stúlkunnar og ekld hægt aö færa hana til læknis. Ég held að dómarinn hafi tekið mið dómstóla fengið innsetningu og þannig náð stúlkunum. Þá myndum við hefja máliö á íslandi - tyrknesk- um lögum yrði beitt við sjálfa inn- setninguna en íslensk lög giltu um efnisréttinn - íslensk lög um forsjá en aðferð við aö ná bömunum sam- kvæmt tyrkneskri aðferð. Þá getur faðirinn ekki sagt „Ég er Tyrki, þess vegna hef ég börnin." Fallist dómarinn ekki á frávísun verður máiið tekið fyrir 12. nóvem- ber. Við höfum hins vegar óskað eft- ir að annar dómari verði fenginn í máhð og hinn leystur frá. Miðað við hvemig þetta hefur gengið núna verðum við að hugsa mn öryggisþátt- inn. Það er ekkert víst að við verðum við réttarhaldið þann 12. nóvember. Hasip Kaplan mun þá flytja málið. Þannig verður engin móðir til að áreita með múgæsingu. Við vinnum áfram á öllum vígstöðvmn og verð- um að vera bjartsýn á að hún fái stúlkumar heim. Við vonumst eftir aðstoð heiman frá í þeim efnum," sagði Gunnar. -ÓTT Æstir múhameðstrúarmenn kölluðu ftrekað fram í fyrir hinum tyrkneska lögmanni Sophiu, Hasip Kaplan, er hann flutti mál sitt fyrir dómaranum i gær. Á myndinni fylgist Sophia með málflutningi Kaplans. Við hlið hennar stendur túlkur en á bak vlð hann er Gunnar Guðmundsson, hinn íslenski lögmaður Sophiu. Sfmamyndir Reuter af því að þurfa að skoða þetta atriði með ríkisfang mannsins með því aö fresta málinu til 12. nóvember. Ef hann hefði tekið á forræðismálinu held ég að þessi mannfiöldi í salnum heföi látið til sín taka.“ Gunnar sagði að ef dómari félhst á að vísa málinu frá vegna íslensks ríkisfangs Halims A1 gæti hann ekki höfðað mál í Tyrklandi. Hann yrði þá aö sækja rétt sinn á íslandi. „Þá getum við með aöstoð íslenskra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.