Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SiMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hönd fyrir höfuð sér Eftir aö ríkisstjómin lagði til hliðar hugmyndir sínar um tvö virðisaukaskattsþrep og fækkun undanþága var horfið til þess ráðs að afnema rétt tiltekinnar starfsemi til að fá svonefndan innskatt endurgreiddan. Þessi ákvörðun bitnar meðal annars á hitaveitum, fjölmiðlum og bókaútgáfu. Að því er varðar húsahitun hyggst ríkis- stjómin leggja fram fé til niðurgreiðslu á auknum hús- hitunarkostnaði á köldustu svæðunum. Sú millifærsla er mildandi aðgerð en er engu að síður millifærsla sem menn héldu að heyrði sögunni til. Millifærslur af þessu tagi hafa hingað til verið eitur í beinum sjálfstæðis- manna. Að öðm leyti er auðvitað verið að hækka skatta á þeirri starfsemi sem nú þarf að greiða virðisauka án þess að fá hann endurgreiddan. Á móti kemur að ríkis- stjómin boðar lækkun á almenna virðisaukanum um eitt prósent. Það á svo eftir að koma í ljós hvemig sú lækkun skilar sér í lægra vöruverði. Menn hafa hingað til ekki gert mikið með eitt prósent. Þessum ráðagerðum hefur verið mótmælt af þeim sem hagsmuna hafa að gæta, íjölmiðlum og bókaut- gáfu. Að því er fjölmiðlana varðar hefur Morgunblaðið birt Reykjavíkurbréf sem felur í sér harða en málefna- lega gagnrýni á ríkisstjómina og þá einkum Sjálfstæðis- flokkinn. Ennfremur hefur Stöð tvö haldið uppi nokkr- um andróðri gegn skattlagningunni enda bitnar hún illa á rekstri stöðvarinnar í samkeppni hennar við Ríkis- útvarpið. Forsætisráðherra lagði lykkju á leið sína í viðtals- þætti í sjónvarpi nú í vikunni til að vandlætast yfir málfLutningi Stöðvar tvö og segir hana hafa misst fót- anna. Með sama hætti og Morgunblaðið skrifar gegn afnámi endurgreiðslunnar hlýtur Stöð tvö að vera leyfi- legt að birta fréttir og frásagnir af þeim áhrifum sem skattlagningin hefur á rekstur þess fyrirtækis. Bæði Morgunblaðið og Stöð tvö hafa mikla hagsmuni af því að rekstrinum sé ekki íþyngt með nýjum sköttum. Það hefur útgáfufélag DV líka þó blaðið hafi ekki verið sak- að um að hafa „misst fótanna". Fjölmiðlar em ekki stikkfrí en þeir em atvinnustarfsemi sem þarf að bera sig eins og önnur atvinnustarfsemi og reynslan sýnir að fjölmiðlarekstur er áhættusamur og viðkvæmur. Aukinn skattpíning á þennan rekstur stefnir fiölmiðla- frelsinu og lýðræðislegri umfjöllun í hættu. Bókaútgefendur hafa sömuleiðis bmgðist hart við afnámi endurgreiðslunnar á virðisaukaskattinum. Þeir hafa margt til sín máls. í heilan aldarflórðung börðust bókaútgefendur og rithöfundar gegn söluskatti á bæk- ur. Sá skattur var loks lagður niður í fyrra. Það verður skammvinnur sigur ef tillögur ríkisstjómarinnar verða ofan á. Það er mat bókaútgefenda að verð bóka muni hækka um 18%, hætta sé á því að prentverk flytjist úr landi og útgáfa stærri verka og þeirra bóka, sem mikil- vægastar em í menningarlegu tilliti, leggist að mestu af. Alvarlegasta afleiðingin er þó sú aö íslensk bókaút- gáfa verði undir í samkeppninni við erlendar reyfara- bókmenntir, sápuþætti sjónvarps og andmenningarlega afþreyingu. Ósigur í þeirri samkeppni verður ekki aftur tekinn. Sagt er að undanþágur séu af hinu illa. Hvers vegna? Skattar em ekki lögmál. Sköttum á að beita í hófi og það er öjálslynd og réttlát skattastefna sem vill vemda þá sem vemdar þurfa á að halda af menningarlegum eða þjóðfélagslegum ástæðum. Ellert B. Schram „Þegar ríkisstjórn Sjálfstæöisflokks og Alþýðuflokks kom til valda bundu fylgismenn hennar miklar vonir viö störf hennar.“ Grundvallar- breytinga er þörf Þegar afgreiöslu íjárlaga lýkur á Alþingi, oftast í kringum miöjan desember ár hvert, þá hefst fljót- lega undirbúningar þeirra næstu meö tillögugerö ráðuneyta og stofnana um fjárframlög fyrir næsta ár. Þegar kemur fram á mitt ár þá fer fram hin pólitíska stefnu- mörkun, s.s. hver skatthlutfóllin skuh vera og útgjaldaramminn er ákveöinn. Áður en frumvarpiö fer 1 prentun leggja stjómarflokkamir biessun sína yfir verk fjármálaráð- herrans eöa hafna því. Ráöherrann niðurlægður Fyrir þessu verklagi er áralöng hefö. Svo virðist sem út af því hafi verið brugðið hjá ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar ef marka má af at- burðum síöustu daga og vikna í kringum fjárlagagerðina fyrir árið 1993. Fáum dögum áður en ríkis- stjómin þarf að ganga frá fjárlaga- fmmvarpinu til prentunar kemur fjármálaráðherrann með tihögur um grundvaharbreytingar á skatt- kerfinu. Tihögur sem hefðu þurft að vera tilbúnar fyrir mitt ár hefði eitthvert vit átt að vera í fram- kvæmd þeirra. Enda mun hafa komið í ljós þegar farið var að fjaha um tihögur fjármálaráðherrans í stjómarflokkunum að þær vom illa undirbúnar, vanhugsaðar. Enda mun tilgangurinn ekki hafa verið sá að breyta framkvæmd viröisaukaskattsins heldur að stór- hækka skatt á almenning. Fjár- málaráðherrann var gerður aftur- reka með skattahækkunartihögur sínar í báðum stjómarflokkunum þar sem tihögumar vora kolfehdar og ráðherrann þannig niðurlægð- ur. Þessi atburðarás staðfestir að verkstjómin í ríkisstjóminni er engin og sá sem með málaflokkinn fer veldur ekki sínu verkefni. Failin á prófinu Þegar ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks og Alþýöuflokks kom til valda bundu fylgismenn hennar miklar vonir við störf hennar. Al- veg sérstaklega trúðu þeir því að hún mundi taka rækilega til hendi við niðurskurö ríkisútgjalda. Morgunblaðið eyddi heilu Reykja- víkurbréfi undir ríkisútgjalda- vanda sem ekki skal gert htið úr og gaf ríkisstjóminni tóninn með hvemig taka skyldi á. Morgunblað- iö fuhyrti að þaö væri prófsteinn á ríkisstjómina hvemig til tækist við fjárlagagerðina fyrir áriö 1992 og hver framkvæmd fjárlaganna yrði það árið. Nú hggur fyrir skýrsla Ríkisend- urskoðunar um framkvæmd fjár- laga fyrstu 6 mánuði ársins 1992. í þeirri skýrslu segir: „Ríkisendur- Kjallarinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík skoðun telur að að öhu óbreyttu stefni rekstrarhalh A-hluta ríkis- sjóðs í árslok í að verða 9,0 tíl 9,5 mihjarðar króna. Rekstrarhalhnn samkvæmt fjárlögum er talinn vera 4,1 mihjarður. Meginskýring- in á auknum rekstrarhaha er að tekjur ríkissjóðs em áætlaðar um 2 mihjörðum króna lægri en fjárlög geröu ráð fyrir og gjöld um 3,5 mihjörðum króna hærri en flárlög 1992 áformuðu.“ Þetta er þungur áfelhsdómur yfir fjármálastjóm ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. Þetta er þungur áfelhsdómur yfir dómgreind þeirra manna sem trúðu þvi að fjárlagahallinn yrði ekki nema 4,1 mihjarður á árinu 1992. Þráttfyrirskatt, skatt, skatt... Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1992 var fjármálaráðherra með há- stemmdar yflrlýsingar um það á hve traustum grunni fjárlögin stæðu. Það væri í fyrsta skipti í langan tíma sem verið væri að gera raunhæf fjárlög. Fjárlagahallinn stefnir nú í að verða meira en helm- ingi meiri en fjárlög gerðu ráð fyr- ir, þrátt fyrir lyfjaskatt, skatt á sjúklinga, skatt á ellilífeyrisþega, skatt á öryrkja, skatt á námsmenn, skatt á sjómenn og þannig mætti lengi halda áfram. Vonimar, sem fylgismenn ríkisstjómarinnar og Morgunblaðiö sérstaklega batt við ríkisstjómina, hafa algjörlega bragðist. Enda spyr Morgunblaðið í Reykjavíkurbréfi nú um síðustu helgi á hvaða leið ríkisstjómar- flokkamir séu. Að stokka upp kerfið Ríkisstjómin hefur gefist upp. Hún treystir sér ekki til að takast á við þær grundvaharbreytingar sem gera verður á ríkisfjármálun- um, eigi aö takast að ráöa við út- gjaldaþenslu ríkisfjármálanna. Sagan segir okkur þaö að þau ár sem Sjálfstæðisflokkurinn er í rík- isstjóm þá aukist ríkisútgjöldin hröðum skrefum því flokkurinn er í eðh sínu sóunarílokkur. Grund- vaharbreytinga við skipulag, fram- kvæmd, ábyrgð og eftirlit ríkisfjár- málanna er þörf. Þær breytingar þurfa að byggjast m.a. á eftirfar- andi: 1. Miðstýring ríkisfjármálanna í gegnum fiármálaráðuneytið verði afnumin. 2. Öh sjálfvirkni í ríkisútgjöldum verði afnumin. 3. Alþingi skipti fiárveitingunum niður á fagráðuneyti eftir við- fangsefhum. 4. Fagráðuneytin verði látin bera ábyrgð á skiptingu fiármunanna niður á undirstofnanir og á smærri viðfangsefni. 5. Hlutverk fiármálaráðuneytisins verði að hafa eftirht með fram- kvæmd fiárlaga og sjá um inn- heimtu á skatttekjum og tryggja að undanskot frá skatti veröi sem allra minnst með því að halda uppi öflugu skatteftirhti. 6. Starfsmarkmið ríkisstofnana verði endurmetið og þau markmið, sem til grundvallar era lögð við rekstur, verði skil- greind að nýju. Sjálfstæði ríkis- stofnana verði aukið. Vald og ábyrgð sfiómenda verði aukin. 7. Stjómkerfi ríkisstofhana verði gert virkara. Verkaskipting starfsmanna ríkisins verði gerð sveigjanlegri en nú er. Starfs- mönnum ríkisstofnana verði umbunað fyrir árangur í starfi. Finnur Ingólfsson „Fjármálaráöherrann var gerður aft- urreka með skattahækkunartillögur sínar í báðum stjórnarflokkunum þar sem tillögurnar voru kolfelldar og ráð- herrann þannig niðurlægður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.