Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 199É. .Draumurinn varð að martöö,' Þessi orð eru höfð eftir þjálfara belgíska liðsins, Ariel Jacobs. „Þegar sjo nunútur voru eftir og staðan 2-2, sem nægði okkur. fengum við á okkur óþarfa vítaspymu. Viö réðum ferðinni í fyrri hálfleik, vorum 2-1 yfir og áttum Qeiri marktækifæri, og eftir aö ísland jafnaði, var okkar staða enn þaegjleg. En það var eins og okkar strákar liefðu ekki úthald og við töpuöum 5-2. Martröö!," segir Jacobs ennfremur við blaöiö. Þess má geta að belgísku leikmennimir komu nær ailir frá 1. deildar liðum á borð við Anderlecbt, Mechelen, Antwerpen, Standard, Beyeren og Cercie Brugge. landi og Noröur-írlandi. íþróttir Cloughætlar ~ aðstyrkja liðForest Gísli Þ. Guðmundsson, DV, Englandi: Brian Clough, framkvæmda- stjóri Nottingham Forest, ætlar að bregöast hart við slæmri byrj- un liðsins sem nú vermir botn- sæti úrvalsdeildarinnar í knatt- spymu. Hann reyndi að fá franska landsliösmanninn Laur- ent Blanc aö láni frá Napólí, en Blanc fór í staðinn til Nimes í gær. Þá hyggst Clough selja Roy Keane til Arsenal fyrir einar 3 milljónir punda. Upp í þá tölu fengi hann tvo sterka leikmenn, Alan Smith og Andy Linighan. Eins og fram kom í D V í gær skor- aði Þorvaldur Örlygsson fyrir Forest í 3-2 sigrinum á Stockport í deildabikarnum í fyrrakvöld og auk þess lagði hann upp annaö mark. Frjálsíþróttamót framhaldsskóla Frjálsíþróttamót framhalds- skólanna 1992 fer fram á Laugar- dalsvellinum á morgun, laugar- dag, klukkan 14 tii 16. Þar keppa 14 skólar um bikarmeistaratign en keppendur eru um 200. Hand- hafi bikarsins frá því í fyrra er Menntaskólinn á Laugarvatni. Fyrstileikur- inn hjá Gullit Ruud Gullit, hollenski lands- liðsmaðurinn, fær loksins að leika með AC Mílan þegar liöið mætir Sampdoria í ítölsku 1. deildinni í knattspymu á sunnu- daginn. Gullit var ekki valinn í hópinn fyrir fyrstu þrjá leikina enda er AC Mílan með sex útlend- inga og má aðeins nota þrjá hveiju sinni. Það verður hol- lenska tríóið Gullit, Van Basten og Rijkaard sem verður meö gegn Sampdoria en Jean-Pierre Papin, Dejan Savicevic og Zvonimir Bo- ban fylgjast með af áhorfenda- pöllunum. -VS Raimeðþrennu fyrirBrasilíu Miðjumaðurinn Rai skoraði þrennu þegar Brasilía sigraði Costa Rica, 4-2, í vináttulandsleik sem fram fór í fyrrakvöld. Leik- menn Costa Rica vom ansi feröa- lúnir því þeir komu heint í leik- inn eftir 45 tíma ferðalag! Urug- uay og Argentína geröu 0-0 jafn- tefli sama kvöld, og Atletico Min- eiro frá Brasilíu sigraði Olimpia frá Paraguay í úrslitaleik í fyrstu Conmebol-képpni Suður-Amer- íku, sem samsvarar evrópska UEFA-bikarnum. . -VS Hörðurvann styrktarmótið Hörður Már Gylfason, GR, sigr- aöi á styrktarmóti sem haldið var um síöustu helgi vegna þátttöku Golfklúbbs Reykjavíkur í Evr- ópumóti félagsÚða. Hann lék á 67 höggum með forgjöf, Halldór Sig- urðsson, GR, á 68 höggum og Ól- afur Skúlason, GR, á 71 höggi. Tryggvi Pétursson, GR, fékk verðlaun fyrir besta skor, 73 högg. Um helgina fór einnig fram firmakeppni hjá GR og þar sigr- aöi Siguijón Amarson fyrir hönd Blómabúðarinnar Vors. Hjá GR verður haustleikur unglinga á morgun, laugardag, og verður ræst út klukkan 10. Á sunnudag verður síðan annað styrktarmót, 18 hola höggleikur með forgjöf og er öllum heimil þátttaka. Skráning í bæði mótin er í síma 682215. Ámundirhættir fyrirvestan Ámundi Sigmundsson, sem hef- ur þjálfaö og leikið hefur með knattspymuliði BÍ á ísafirði tvö síðustu keppnistímabil, ætlar ekki að þjálfa fyrir vestan á næsta keppnistímabili. Undir stjóm hans komst liðið upp í 2. deild í fyrra og hélt sæti sínu í deildinni í sumar. „Ég tel mig vera búinn að ná því besta út úr þeim mann- skap sem er hjá félaginu. Það er óráðiö hvað ég geri en áhugi er á að þjálfa áfram og þá hjá ein- hverju félagi á höfuðborgarsvæð- inu,“ sagði Ámundi viö DV í gær. -GH Serbarnir áfram meðÞrótti Serbnesku leikmennimir, sem léku með liði Þróttar í 2. deildinni í knattspymu í sumar, þeir Drag- an Manjolovic og Zoran Stosic, hafa ákveðið að leika áfram með liðinu á næsta keppnistímabili. Þá standa yfir viðræður við Ólaf Jóhannesson um endurráðningu en hann þjálfaði liðið á síðasta tímabili. -KG/GH Óvissahvað Rúnargerir Rúnar Kristinsson knatt- spymumaður með KR kemur heim í dag frá dvöl sinni hjá norska félaginu Brann. Rúnar fór út í boði Brann á mánudaginn en félagið hefur lýst yfir miklum áhuga á að fá kappann. Að sögn forráðamanna KR hefur ekki ver- ið gengið frá neinum samningum enda hafa forráöamenn Brann ekki talað við KR og þeir segja að ekkert gerist í þessu máli fyrr en eftir landsleiki íslendinga í október. Það er því of snemmt að segja á þessu stigi hvort Rúnar yfirgefur KR og leikur í Noregi á næsta keppnistímabili. -GH Konaímarkið íNHL-deildinni Manon Rheaume, tvítug kana- disk stúlka, varð fyrst kvenna til að standa í marki hjá liði í NHL- atvinnumannadeildinni. í fyrra- kvöld lék Rheaume í 20 mín. með Tampa Bay Lightnings í sýning- arleik gegn St. Louis Blues. Rhe- aume fékk á sig 9 skot og varði 7 þeirra. Áhorfendur, sem voru á níunda þúsund, risu úr sætum sínum og klöppuðu heinni lof í lófa fyrir frammistöðu hennar. Hún hafði sannað það sem hún ætlaði að sanna að kona gæti leik- ið í NHL-deildinni og það vel. Rheaume vonast til þess að fá samning hjá liðinu sem tekur þátt í NHL-deildinni í fyrsta sinn 1 vetur. -BL Marseille tapaðistigi Keppnin í frönsku knattspym- unni virðist ætla að verða jöfn og spennandi í vetur ef marka má stöðu efstu liða í dag. í gærkvöldi fóru fram tveir leik- ir. Marseille tapaði stigi á útivelli gegn Lens, 2-2. Þeir Boli og Völler skoruðu mörk frönsku meistar- anna en þess má geta að Lens jafnaði metin þegar um stundar- fjórðungur var til leiksloka. Þá sigraði Auxerre lið Lille, 2-0. Par- is SG, Auxerre, Nantes og Mar- seille eru efst með 12 stig en næst kemur Bordeaux með 9 stig. -SK 1. deildar keppnin í k( Víkverj Körfuknattleiksdeild Víkveija hefu úr keppni í 1. deild karla. Ekki er enn í deildinni, en takist þaö ekki er keppn Á síöasta ársþingi KKÍ var nýtt þykkt, liðin átta leika í tveimur flc umferð innan riðlilsins og tvöfalda úrvalsdeild. Þar sem landsbyggðarlii fyrra, er ijóst aö kostnaður við þáttl ástæðan fyrir ákvörðun Víkveija. Lið Laugaskóla í Þingeyjarsýslu vi deildar í vor en tapaði síðan í kær þess staö. Þaö liggur því beint viö af til stefnu er skammur og ekki víst h Hlynur Stefánsson, fyrir miðri mynd, á fleygiferð í landsliðsbúningnum. Hann segist aldrei hafa verið f betri æfingu en einmit af kappi undir síðari leikinn gegn belgíska liðinu Mechelen en Hlynur kom mikið við sögu í fyrri leiknum. Hafi ég einhvern tín heima í landsliði er | - segir Eyjamaðurinn Hlynur Stefánsson sem er að gera þs Hlynur Stefánsson, knattspymumað- ur úr Vestmannaeyjum, hefur verið að gera góða hluti með sænska liöinu Örebro en hann gekk til liðs við félagið eftir keppnistímabilið í fyrra. Örebro náði ekki einu af sex efstu sætunum í úrvalsdeildinni, en þau iið leika um meistaratitilinn, og leikur því meðal átta annarra liða um að halda sæti sínu meðal þeirra hestu. í gærkvöldi sigraði Örebro lið Frölunda, 2-1, og er í 3. sæti af átta liðum þegar níu umferöum er lokið. „Mér hefur líkað vistin hér í Svíþjóð mjög vel. Hér er toppaöstaða, frábærir veliir, veðursæld mikil og gaman að æfa og spila fótbolta. Mér hefiir gengið vel, lék fyrst sem útliggjandi miðjumað- ur en leik nú í minni gömlu stöðu á miðjunni og það líkar mér vel,“ sagði Hlynur í samtali við DV í gærkvöldi. Fékk mjög góöa dóma eftir Evrópuleikinn Örebro lék gegn Mechelen í UEFA- keppninni á dögunum og tapaði, 2-1, en leikurinn fór fram í Belgíu. Hlynur fékk mjög góða dóma eftir þann leik og lagði upp markiö sem Örebro skoraði. „Þetta er örugglega besti leikur minn með Örebro en ég lék í stöðu bakvarðar í þessum leik. Síöari leikurinn verður hér í Örebro á miðvikudag og er mikiU áhugi fyrir honum enda leika tveir sænskir landsliðsmenn með Mechelen, Kenneth Anderson og Klas Ingerson. Ég tel okkur eiga möguleika á að slá Belgana út en við þurfum toppleik til þess.“ Hlynur gerði tveggja ára samning viö sænska liðið og gerir fastlega ráð fyrir því að klára samninginn. Kona hans, Unnur B. Sigmarsdóttir, er líka liðs- maður í Örebro en hún leikur hand- knattleik með félaginu sem leikur í 1. deild. Ef einhvern tíma heima í landsliði er það nú Hlynur lék með ÍBV áður en hann hélt utan og heftir verið einn af bestu knatt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.