Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992. Afrnæli Axel Bjömsson Axel Björnsson, framkvæmdastjóri Vísindaráðs, til heimilis að Látra- strönd 30, Seltjamamesi, er fimm- tugurídag. Starfsferill Axel fæddist í Reykjavík og ólst upp hjá foreldrum sínum en dvald- ist þó löngum hjá ættingjum í Þing- eyjarsýslum. Hann stundaði skóla- nám í Reykjavík og lauk stúdents- prófi frá MR1962. Axel lærði síðan eðlisfræði og jarðeðlisfræði við há- skólann í Göttingen, lauk magister- prófi 1968 og doktorsprófi 1972 en doktorsritgerðin fjallaði um hálofta- fræði og seguls við j arðar. Að námi loknu hóf Axel störf á jarðhitadeild Orkustofnunar við jarðhitaleit og nýtingu jarðvarma. Hann vann einkum að þróun nýrra aðferða við jarðhitaieit og öflun jarðhita fyrir fjölmargar nýjar hita- veitur víða um land. í þeim tilgangi byggði hann upp á Orkustofnun sér- staka jarðeðlisfræðideild og var fyrst deildarstjóri hennar en síðar staðgengill forstjóra jarðhitadeildar stofnunarinnar. Samhliða hagnýtri jarðhitaleit vann Axel að umfangsmiklum eld- fiallarannsóknum á Kröflusvæðinu, mælingum á eiginleikum og gerð jarðskorpunhar undir íslandi og var stundakennari við HÍ um nokkurra áraskeið. Axel hefur gegnt margvíslegum trúnaðar- og ráðgjafarstörfum á sínu fagsviði. Hann hefur í mörg ár verið gestafyrirlesari við alþjóöleg- an jarðhitaskóla í Piza á ítaÚu, farið sem jarðhitaráðgjafi SÞ og Þróun- arsamvinnustofnunnar íslands í nokkrar ferðir til Keníu, Kína, Grænhöfðaeyja og víðar, hefur setið í ritstjóm nokkurra erlendra fag- tímarita, veriö formaður Jarð- fræðafélags íslands, setið í ráðgjafa- nefnd Almannavarna ríkisins um náttúmvá, setið í Vísindaráði og er kjörfélagi í Vísindafélagi íslendinga. Axel hefur skrifað tugi fræði- greina í erlend og innlend fagtíma- rit um jarðhita og eldfjallafræði, auk kennsluefnis og alþýðlegra greina umjarðvísindi. Axel hefur frá 1991 verið fram- kvæmdastjóri Vísindaráðs sem er ráðgjafi stjómvalda um allt er varð- ar vísindarannsóknir og sér um rekstur Vísindasjóðs. Fjölskylda Axel kvæntist 17.10.1964 Ástu Vig- bergsdóttur, f. 12.1.1942, kennara. Hún er dóttir Vigbergs Agústs Ein- arssonar og Elínborgar Þórðardótt- ur. Axel og Ásta skildu 1992. Synir Axels og Ástu em Björn Axelsson, f. 16.3.1967, landslags- arkitekt, nú í framhaldsnámi í Lon- don, og EgiU Axelsson, f. 3.11.1971, jarðfræðinemi við HÍ. Systir Axels er Aðalheiður Bjöms- dóttir, f. 12.1.1944, húsmóðir í Es- bjerg í Danmörku, gift Poul Jensen félagsráðgjafa og eiga þau tvö böm. Sambýliskona Axels er Hrefna Kristmannsdóttir, f. 20.5.1944, deild- arstjóri og jarðefnafræðingur á Orkustofnun, dóttir Kristmanns Guðmundssonar skálds og konu hans, Svanhildar Steinþórsdóttur. Foreldrar Axels em Bjöm Krist- jánsson, f. 19.8.1920, lögregluvarð- stjóri og síðar starfsmaður endur- skoðunar Reykjavíkurborgar, og kona hans, Auður Axelsdóttir, f. 15.4.1920, húsmóðir. Ætt Meðal bræðrasona Bjöm er Krist- ján Arason handknattleiksmaður. Bjöm er sonur Kristjáns, b. á Hjöll- um í Skötufirði, Einarssonar, snikk- ara á ísafirði, Bjamasonar b. í Meirihlíð, Ebenezerssonar, b. í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði Guðmundssonar, b. í Neðri-Amard- al Bárðarsonar, b. í Amardal, 111- ugasonar, ættfoður Amardalsætt- arinnar. Móðir Bjöms var Kristjana Guð- mundsdóttir, sjómanns í Amardal, Kristjánssonar. Móðir Kristjönu var Guðmimdína Magnúsdóttir, b. í Skálavik, Guðmundssonar og konu hans, Hólmfríðar Ólafsdóttur, b. á Axel Björnsson. Hallsstöðum, Þórðarsonar. Móðir Ólafs var Hólmfríður Hafliðadóttir, systir Hafliða, langafa Önnu, ömmu Sverris Hermannssonar banka- stjóra. Auður er dóttir Axels, kennara í Ási, Jónssonar, b. í Sultum í Keldu- hverfi, Egilssonar, b. í Tungugerði, Stefánssonar. Móðir Axels er Krist- ín Stefánsdóttir, b. á Halldórsstöð- um í Reykjadal, Bjömssonar. Móðir Auðar var Sigríöur Jóhann- esdóttir, b. á Sveinsströnd í Mý- vatnssveit, Friðrikssonar, b. á Sveinsströnd, Ámasonar. Móðir Sigríðar var Hólmfríður Stefáns- dóttir, systir Kristínar, móður Axels kennara. Axel er að heiman á afmælisdag- inn. Stefán Þórarinn Sigurðsson Stefán Þórarinn Sigurðsson, bóndi að Steiná í Svartárdal, er áttatíu og fimmáraídag. Starfsferill Stefán fæddist að Steiná og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann keypti hluta jarðar- innar af foreldmm sínum 1929 og bjó þar í sambýli við þau en tók við allri jörðinni 1940 og hefur búið þar síðan. Fjölskylda Stefán kvæntist 15.7.1934 Ragn- heiði Jónsdóttur, f. 10.11.1908, hús- freyju. Hún er dóttir Jóns Ólafsson- ar, b. á Skottastöðum í Svartárdal, og Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju. Böm Stefáns og Ragnheiðar em Jóna Anna Stefánsdóttir, f. 13.3. 1935, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Ólafi B. Jónssyni og eiga þau fjögúr börn, Óskar Eyvind, f. 25.10.1959, b. á Steiná n, Eydísi, f. 13.10.1960, lækni í Svíþjóð, Stefán Þórarin, f. 14.7.1964, fulltrúa sýslumanns á Blönduósi, og Ragnheiði Rósu, f. 11.2.1%7, hjúkmnarfræðinema við HÍ; Sigurbjörg Rannveig Stefáns- dóttir, f. 22.5.1937, húsmóðir í Kópa- vogi, gift Sigurði Pálssyni og eiga þau þrjú böm, Guðrúnu Margréti, f. 5.6.1968, nema í dýralækningum í Danmörku, Unu Aldísi, f. 8.6.1970, skrifstofumann á Sauðárkróki og Stefán Þórarin, f. 18.4.1972, lífræði- nema við HÍ; Siguijón Stefánsson, f. 19.10.1938, b. að Steiná, kvæntur Katrínu Grímsdóttur og eiga þau tvo syni, Grím, f. 1.2.1965, nema við Samvinnuháskólann á Bifröst, og Jakob, búfræðing og b. að Hóli. Fóst- urdóttir Stefáns og Ragnheiðar er Helga A. Jónsdóttir, f. 2.10.1950, húsmóðir í Reykjavík, og á hún þrjú böm. Systkini Stefáns em öll látin. Þau vom Lilja Sigurðardóttir, f. 14.10. 1910, d. 1.12.1988, húsfreyja á Akur- eyri, átti Hjört Gísla Gíslason, starfsmann Flugmálastjómar á Ak- ureyri og rithöfund, og em böm þeirra fimm, þar á meðal Gísli Bragi, bæjarfulltrúi á Akureyri, fað- ir Alfreðs handknattleiksmanns og Gunnars knattspymumanns; Pálmi Sigurðsson, f. 22.2.1914, húsasmiður og formaður Verkalýðsfélags Skaga- strandar, átti Hólmfríði Hjartardótt- ur og em böm þeirra fimm; Sigríður Guðrún Sigurðardóttir, f. 22.5.1917, d. 16.10.1987, húsfreyja að Hólabaki og í Reykjavík, átti Baldur Magnús- son og eru dætur þeirra þijár; Frið- rik Guðmann Sigurðsson, f. 22.5. 1917, d. 5.9.1987, bifvélavirki hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki, átti Brynhildi Jónasdóttur og eignuðust þau tvö böm og fóstur- dóttur en sonur þeirra dó í bam- æsku. Hálfsystkini Stefáns, samfeðra: Anna Aldis Sigurðardóttir, f. 26.9. 1881, d. 19.2.1948, saumakona á Blöndusósi; Jón Sigurðsson, f. 6.8. 1882, d. 7.9.1924, b. á Steiná, átti Ingibjörgu Guðlaugu Bjamadóttur en þau eignuðust eina dóttur; Rann- veiglngibjörg, f. 4.10.1888, d. 1.3. 1985, búsett á Blöndusósi. Hálfbróðir Stefáns, sammæðra, var Pétur Pétursson, f. 30.11.1905, d. 7.5.1977, b. á Höllustöðum, átti Huldu Pálsdóttur og em böm þeirra flögur, þar á meðal, Páls þingflokks- formaður og Pétur Ingvi læknir. Foreldrar Stefáns vom Sigurður Jakobsson, f. 16.6.1859, d. 23.5.1945, b. á Hóh og Steiná, og seinni kona hans, Ingibjörg Hólmfríður Sigurð- ardóttir, f. 4.1.1850, d. 28.5.1906, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Jakobs, b. að Syðra-Tungukoti, Benjamínssonar, b. að Hvammi og Skyttudal, Sveins- sonar, b. í Tungu í Gönguskörðum, Sveinssonar. Móðir Sigurðar var Rannveig Magnúsdóttir, b. í Garði og Ytra-Vallholti, Magnússonar og Margrétar Sigurðardóttur. Ingibjörg var dóttir Sigurðar, b. í Hringveri, Hallssonar, hreppsflóra á Reykjum, Jónssonar, bróður Jó- hannesar, afa Vilhjálms Stefánsson- ar landkönnuðar. Annar bróðir Halls var Guðmundur, faðir Jó- hannesar sýslumanns, föður Jó- hannesar, bæjarfógeta í Reykjavík, fóður Lámsar hæstaréttardómara og alþingismanns, og Önnu, móður Matthíasar Johannessen, skálds og ritsflóra. Móðir Ingibjargar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Flugumýr- arhvammi, Jónssonar. Stefán verður að heiman á afmæl- isdaginn. Stefán Þórarinn Sigurðsson. Sigurður Bjamason Sigurður Bjamason, fyrrv. vömbíl- sflóri, Hjállabrekku 21, Kópavogi, eráttræðurídag. Starfsferill Sigurður fæddist að Görðum á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hann var tæplega tveggja ára er hann missti fóður sinn en ólst upp með móður sinni á Hellissandi til fermn- ingaraldurs er þau fluttu til Reykja- víkur. Móður sínar missti Sigurður fimmtán ára og fór hann þá að vinna fyrir sér. Hann stundaði fyrst sjó- mennsku á litlum bátum og síðar á ffaktskipum. Sigurður hófbúskap að Leiðarhöfn í Vopnafirði 1937 og stundaði þá jafnframt útgerð en jafnan voru tveir bátar gerðir þar útáhansvegum. Sigurður flutti aftur til Reykjavík- ur 1945 og hóf þá akstur hjá Vöm- bfiastöðinni Þrótti sem hann stund- aði næstu þijátíu árin. Sigurður var varaformaður Þrótt- ar um nokkurra ára skeið, var einn af stofnendum Taflfélags Þróttar og formaður þess, auk þess sem hann er stofnandi Átthagafélags Sandara og var formaður þess um margra áraskeið. Fjölskylda Sigurður kvæntist 13.4.1941 Hall- dóm Nönnu Guðjónsdóttur, f. 14.6. 1917, húsmóður. Foreldrar hennar vom Guðjón Gíslason, b. að Við- borði í Homafirði, og kona hans, Pálína Jónsdóttir húsmóðir. Synir Sigurðar og Halldóm em Hörður, bifreiðasflóri í Kópavogi; Gunndór, flugsflóri í Garðabæ; Val- þór, húsasmiður í Hafnarfirði. Sig- urður og Halldóra eiga átta bama- böm og sex langafa- og langömmu- böm. Sigurður er yngstur tólf systkina en hann er einn eftirlifandi af systk- inahópnum. Sigurður Bjarnason. Foreldrar Sigurðar vora Bjami Bjamason frá Glaumbæ í Staðar- syeit og Valgerður Benónýsdóttir frá Kirkjuhóli í sömu sveit. Sigurður og Halldóra taka á móti gestum laugardaginn 26.9. frá kl. 16.00 í Félagsheimili Kópavogs. Soffia Gísladóttir, Logafold 90, Reylflavík. Eiginmaöur hennar var Auðunn Pálsson bóndi setn iést 1966. Soffia veröur ekki heíma á afraælisdag- Jóbanna Jónsdóttir, Sjúkradeild Dvalarheimilisins á Sauðárkróki. Birna Ðjörns, Hamrahlíð 12, Vopnafirði. Þórhildur Jónasdóttir, Neshömram 10,Reykjavík. Halldór Hartmannsson, Eva Sæmundsdóttir, Vallarbraut2, Njarðvík. Sólveig Jónsdóttir, Ásvegi 13, Akureyri. 70 ára Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði. 60 ára Hreinn Bjarnason, Berserkseyri, Eyrarsveit. Sigriður Valdimarsdóttir, Fýlshólum 9, Reykjavlk. Eiginmaður Sigríöar var Þórarínn Á. Flygenring kennari sem lést 1985. Sigríður telyir á móti vinura á heimili sínu laugardaginn 26.9. milli kl. 17.00 og 21.00. Þórólfur Jóhannsson, Miðtúni 6, Höfn í Homafirði. Hulda Aðalsteinsdóttir Sche ving, Breiðvangi 2, Hafnarfirði. 40ára Þorvaldur S.K. Norðdahl, Hólmi viö Suðurlandsbraut, Roykjavík. Sigurbjörg K. Róbertsdóttir, Borgarhrauni 18, Grindavík. Ingunn G. Björnsdóttir, Suðurvegi 4, Skagaströnd. Borghildur Brynjarsdóttir, Otrateigi 52, Reykjavík. Kristín Gisladóttir, HlíöartúnilS, HöfnlHomaftröi. Gerður Eiín Hjálmarsdóttir, Lönguhliö 17, Reykjavík. Ingvar Árni Sverrisgon, IxSnguraýri 16, Garðabæ. Sigurjóna Sverrisdóttir, Kirkjuvegi 29, Vestmannaeyjum. Sandver Jónsson, Garðsenda 7. Reykjavík, Reynir Carl Þorieifsson, Helgubraut 7, Kópavogi. Gifting á næstunni María Kristín Guðmundsdóttir og Jón Helgi Eiðsson, til heimilis að Kötlufelli 9, Reykjavík, verða gefin saman af séra Pálma Matthí- assyni í Bústaðakirkju laugardag- inn 26.9. kl 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.