Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992. Smáauglýsingar Afmæli ■ BDar tíl sölu Gulifallegur Bronco II '85 til sölu, ekinn 77 þús. km, upphœkkaður á 31" dekkj- um. Til sýnis og sölu á Bílasölu Garð- ars, sími 91-19615 eða 91-624903 eftir kl. 20. Nissan king cab, árg. '90, til sölu, blágrár, 5 gíra, upphækkaður á 33" dekkjum. Uppl. í síma 91-677599. Ford Bronco XLT 2,9i '86, upphækkað- ur. Mjög góður bíll. Toppeintak. Uppl. í síma 91-672118 á kvöldin. MMC pickup 4x4, árg. 81, til sölu. Verð 125 þús. staðgreitt. Upplýsingar í síma 91-653989. Nissan Bluebird dfsil '89 til sölu, lítur vel út að utan sem innan. Otv./segulb. Góður bíll. Uppl. í síma 91-41017 eða 985-22611. ' ■ Ýmislegt Skráning í 4. og síðustu kvartmilukeppni til Ishn. fer fram í félagsh., Bíldsh. 14,1 26.9., kl. 17-19. Kvartmíluklúbburinn, s. 674530. Pétur Pálmason Pétur Pálmason, b. og skrifstofu- maður, Norður-Gröf á Kjalarnesi, varð sjötugur í gær. Starfsferill Pétur fæddist í Reykjavík en ólst upp hjá fósturforeldrum sinum, hjónunum Jónasi Tr. Bjömssyni og Guðbjörgu Andrésdóttur sem bjuggu fyrst í Gufunesi í Mosfells- sveit en fluttu síðan 1934 aö Norður- Gröf á Kjalamesi. Þar tók Pétur við búi þeirra 1950 og hefur búið þar síðan, fyrstu árin með kúabú en lengst af með fjárbú. Pétur lauk stúdentsprófi frá MR 1943 og prófi í viðskiptafræði við HÍ1950. Pétur hóf skömmu síðar hlutastarf hjá Skattstofu Reykjavík- ur, varð svo fastráðinn fulltrúi hjá Skattstofunni og hefur starfað þar í söluskatts- og síðar virðisauka- skattsdeild. Fjölskylda Pétur kvænist 30.8.1956 Elínu Þór- xuini Bjamadóttur, f. 17.9.1923, hús- freyju. Hún er dóttir Bjama Jóns- sonar, b. í Þorkelsgerði I í Selvogi, og konu hans, Þórunnar Friðriks- dóttur, húsfreyju og ljósmóður. Böm Péturs og Elínar Þórunnar em Jónas Tryggvi, f. 5.7.1955, húsa- smiður; Þórunn Aldís, f. 29.6.1956, húsmóðir og starfsmaður hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, gift Grími Péturssyni og eiga þau þrjú böm; Margrét Björg, f. 23.7.1957, fóstra í Reykjavík, og á hún eina dóttur; Friðrik Ámi, f. 3.9.1958, húsgagna- smiður og starfsmaður við Bílabúð Benna; Sigrún Bryndís, f. 24.11.1959, stúdent og skrifstofumaður hjá Plastos hf., og á hún eina dóttur; PálmiHannes, f. 6.12.1961, starfs- maður hjá Gúmmívinnustofunni í Reykjavík; Þórdís Anna, f. 5.7.1965, stúdent og nemi í hjúkmnarfræði í Svíþjóð, en sambýlismaður hennar er Kristinn Benediktsson læknir; Bjarni Þór, f. 6.9.1968, háskólanemi. Hálfsystkini Péturs, samfeðra: El- ín, f. 31.1.1927, blaðamaður við Morgunblaðið; Sólveig, f. 25.2.1929, læknaritari við Landspítalann, var gift Ingólfi Steinssyni og eiga þau tvö böm; Ámi Jón, f. 4.4.1931,kenn- ari, kvæntur Evu J. Júlíusdóttur sálfræðingi; Helga, f. 4.7.1936, svið- stjóri hjá Ríkissjónvarpinu, gift HelgaP. Samúelssyniverkfræðingi og eiga þau tvö böm. Foreldrar Péturs: Pálmi Hannes Jónsson frá Nautabúi, f. 10.10.1902, fyrrv. aðalbókari hjá Kveldúifi í Reykjavík, og Þómnn Einarsdóttir frá Eyrarbakka, f. 19.8.1897, d. 24.3. 1976, húsmóðir í Kaupmannahöfn. Ætt Pálmi var bróðir Jóns á Hofi, foður Pálma i Hagkaupi og Sólveigar, móður Jóns Ásbergssonar, forstjóra Hagkaups. Pálmi var sonur Jóns, b. á Nautabúi í Skagafirði, bróður Hannesar, föður Pálma rektors og afa Hannesar Péturssonar skálds. Systir Jóns var Halldóra, móðir Þor- steins Briem ráðherra og amma Þórðar Bjömssonar, fyrrv. ríkissak- sóknara. Önnur systir Jóns var Her- dís, móðir Helga Hálfdánarsonar skálds. Jón var sonur Péturs, b. í Valadal, Pálmasonar. Móðir Pálma Hannesar var Sólveig Eggertsdóttir, Jónssonar, prests á Mælifelli, bróð- ur Sigríðar, langömmu Runólfs Sveinssonar landgræðslustjóra, föð- ur Sveins landgræðslustjóra. Jón var sonur Sveins, læknis í Vík, Páls- sonar og konu hans, Þórunnar Bjamadóttur landlæknis, Pálsson- ar. Móðir Þómnnar var Rannveig Skúladóttir landfógeta, Magnússon- ar. Móðir Eggerts var Hólmfríður Jónsdóttir, prests í Reykjahlíð, Þor- steinssonar, ættföður Reykjahiíðar- ættarinnar. Þómnn var dóttir Einars í Traðar- húsum á Eyrarbakka, bróður Guð- mundár, afa Eiðs Guðnasonar um- hverfisráðherra. Einar var sonur Jóns, b. í Hreiðri, Guðmundssonar, Pétur Pálmason. b. í Steinkrossi, Oddssonar, bróður Eyjólfs, langafa Odds, föður Davíðs forsætisráðherra. Móðir Guðmund- ar var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi, Bjamasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ættfoður Víkings- lækjarættarinnar. Móðir Jóns var Kristín Jónsdóttir, systir Þorgils, foður Þuríðar, langömmu Guðrúnar Erlendsdóttur, forseta Hæstaréttar. Móðir Þórunnar var Aldís Guð- mundsdóttir, b. í Einakoti, Þor- steinssonar, b. í Vorsabæ á Skeiö- um, Jörundssonar, b. á Drumbodds- stöðrnn, Dlugasonar Skálholtsráðs- manns, Jónssonar. Pétur er að heiman á afmælisdag- inn. Myndlist Ólafur Engilbertsson Að norðan og úr Þingholtunum -tvær s Hring Jóhannesson má hiklaust telja í hópi okkar helstu málara. Óvenjuleg sjónarhom á hversdagsleg fyrirbæri - þá gjaman úr Aðal- dalnum nyrðra - hafa einkennt verk Hrings síð- ustu tuttugu árin. / Myndir hans hafa nálgast raunsæi ijósmynd- arinnar en í þeim hefur mátt greina áhrif frá flestum listastefnum módemismans, s.s. súr- reaiisma og popplist. Hann hefur verið gagn- rýndur fyrir að mála veðurlausar og átakaiitlar myndir hér í rokrassgatinu og fyrir að vera sér- sinna og gamaldags. A sjötta áratugnum og fram eftir þeim sjöunda, þegar strangflatarlistin tröll- reið röftxun listalífsins, fór Hringur eigin leiöir sem þótti ekki par gæfulegt. En hann gaf öllum rógberum langt nef í upphafi áttunda áratugar- ins með því að lýsa yfir samstöðu með SUM- hópnum og sýna myndir sem minntu að upp- byggingu á strangflatarmyndir og viðfangsefnið nálgaðist heim popplistarinnar á alveg sérís- lenskan máta. Utsýni Hrings yfir Aðaldalinn hafði tekið sér bólsetu í hérlendri listaflóru og blómstrar þar enn. Hringur hefur nú efnt til tveggja sýninga í senn. í Norræna húsinu sýnir hann ails 72 myndir; 42 olíumálverk og 30 litkrít- armyndir. í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg hefur Hringur svo komið fyrir 20 krítarmyndum til viðbótar. Skuggar og speglanir Þegar kemur inn í anddyri kjallara Norræna hússins blasa við kunnugleg mótív í þeim þijá- tíu litkrítarmyndum sem þar hanga uppi. I leit sinni að óvæntum sjónarhomum hefur Hringur jafnan notað skugga og speglanir. Skuggamir em t.d. af persónu eða heyvinnuvél sem standa utan myndar og skapa verkinu þannig vissa dulúð. Speglanir sér Hringur t.a.m. í hliðar- speglinum á bfl sínum á leið norður og í hinum ýmsu polium. Dæmi þessa má sjá í mörgum iit- krítarmyndum á sýningunni, þ.á m. nr. 45, 53 og 68. Sömu stefin ganga svo aftur í olíumálverk- unum; olíuverk nr. 5 samsvarar t.a.m. Utkrítar- mynd nr. 53. Það verður að segjast að endurtek- in sjónarhom á borð við hin ofantöldu em orð- Hringur Jóhannesson. in ansi þreytuieg og spuming hvort þau séu svo óvænt eða nýstárleg lengur. Innileiki og dulúð Skuggar, speglanir og birta era samt sem áður meginstef Ustar Hrings og flest eftirminnileg- ustu verk hans einkennast af þessu þrennu. Það er helst þegar Hringur fer millUiðalaust inn í málverkið og formin standa fyrir sig sjálf án alira tilvísana að myndimar öðlast dýpt og dul- úð. Þar má t.d. nefna verk eins og Staurspeglun og þoku (nr. 31), Þoku í hólunum (nr. 38) og Kvöldþoku (nr. 42). Einfaldleiki þessara verka, innfleiki og mýkt, em ágætir vegvísar hvaða Ustamanni sem er yfir hálendið. Takmörkuð Utanotkun virðist einnig henta Hringi vel. Hann veit sem er að íslenskt landslag er aldrei alveg svarthvítt þótt það nálgist það stig og Miðnætti á vinnustofunni (nr. 35) sýnir vel þann form- styrk sem Hringur hefur sem málari. Sumar- snjór, sem er hvort tveggja Utkrítarmynd og oUuverk, birtir á afgerandi hátt hve skammt er á miUi óhlutbundins og hlutbundins veruleika í málverki. Það er einn helsti kostur Hrings sem málara að finna hið hárfína stig þama á miUi. Þau verk sem Hringur sýnir í Stöðlakoti em krítarskissur af húsum og götumyndum úr Þingholtunum. Þar birtist borgarbúinn Hringur sem sér hús og aftur hús en engan dal og fátt óvænt. En teikningamar eiga vel heima í þessu litla húsi í Þingholtunum sem Stöðlakot er. Sýn- ingum Hrings lýkur nk. sunnudag, 27. septemb- er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.