Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992. Fréttir Lögreglan lét til skarar skríða í HMðunum og á Vatnsleysuströnd í gær: 770 lítrum hellt niður í baðkar bruggarans - bruggtækin ein hin fullkomnustu sem lögregla hefur lagt hald á Lögreglan í Breiðholti lét til skarar skríða í enn einu bruggmálinu í gær þegar hald var lagt mjög fullkomin eimingartæki í Hlíöunum og hellti niður 770 lítrum af bruggi í húsi á Vatnsleysuströnd. 19 ára piltur, sem ásamt bróður sínum hefur þrisvar áður komið við sögu bruggmála hjá lögreglunni, við- urkenndi í gær að bera alla ábyrgð á bruggstarfseminni. Hann gekkst jafnframt við að hafa frá í ágúst stað- ið að sölu á um 150 lítrum af tilbún- um landa. Pilturinn hafði sölumann á sínum snærum sem hann kallaði ávallt í með því að hringja í símboða- tækið hans til að auðvelda sölustarf- semina. Fyrir tveimur vikum viðurkenndi sölumaðurinn hjá lögreglunni að hafa selt 122 Utra af landa sem komu úr umræddri bruggverksmiðju. Við húsleit í kjallara einbýlishúss í Hlíð- unum í gær lagði Breiðholtslögregl- an svo hald á hin fullkomnu brugg- tæki. Þar fannst einnig lítilræði af fíkniefnum. Þama haíði bruggarinn geymt tæki sín en sjálfur ffam- leiðslustaðurinn var á Vatnsleysu- strönd. Þar býr bruggarinn í húsi sem er leigt. Bruggtækin voru hins vegar greinilega það fullkomin að þau voru flutt annaö á meðan fram- leiðsla var ekki í gangi. Þegar lögreglan gerði húsleit í umræddu húsnæði á Vatnsleysu- strönd síðdegis í gær kom brugg- verksmiðjan svo í ljós. Sjö stórar plasttunnur með samtals 770 lítrum af gambra fundust í húsinu og mikið magn af hráefnum til bruggfram- leiðslu, meðal annars hátt í tvö hundruð kíló af sykri. Brugginu var heUt niöur í baðkar hússins. Annar bræðranna viðurkenndi að bera alla ábyrgð á bruggstarfseminni og sölu vegna hennar. Báðir bræð- umir hafa hins vegar áður komið við sögu lögreglunnar, meðal annars þegar ráðist var á lögreglumenn er verið var að leggja hald á fíkniefni við pósthúsið í Pósthússtræti á síð- asta ári. Bruggarinn hefur jafnframt fram- leiöslu sinni viöurkennt að hafa stað- ið fyrir ólöglegum samkomum eftir dansleiki um helgar, svokölluðum reifþartíum. -ÓTT Kona sem var gangandi vegfarandi slasaðist heldur illa þegar hún varð fyrir bifreið sem kastaðist á hana eftir árekstur við annan bil á mótum Skálholtsstígs og Þingholtsstrætis siðdegis í gær. Slysið varö með þeim hætti aö litlum pallbil var ekið niöur Skálholtsstíginn en þá kom fólksblll í veg fyrir hann. Arekstur varð og kastaðist fólksbflllnn á konuna sem var fótgangandi. Hún hlaut hálsmeiðsl og var talin beinbrotin. Kona úr fólksbflnum slas- aðist einnig er hún kastaðist fram í framrúðu bflsins. DV-mynd Sveinn Héraösdómur Reykjaness í máli 15-16 ára pilta á höfuöborgarsvæðinu: Fjórir dæmdir ffyrir að nauðga stúlku - fenguallirskilorðsbundnadómavegnaungsaldurs Héraösdómur Reykjaness hefur dæmt fjóra 17 til 18 ára pilta til fang- elsisrefsingar fyrir að hafa staðið saman að því aö nauðga ungri stúlku í fjölbýlishúsi á höfuöborgarsvæðinu í desember 1990. Þegar atburðurinn átti sér stað voru piltamir 15 og 16 ára en stúlkan 14 ára. Piltamir fengu fíögurra, fímm, sex og átta mánaða skilorösbundna fangelsisrefsingu. Guömundur L. Jóhannesson, hér- aðsdómari á Reykjanesi, kvað upp dóminn. Atburðurinn átti sér stað síðdegis mánudaginn 3. desember 1990. Fimm piltar fóru þá að fjölbýlishúsi sem stúlkan bjó í. Þeir komust inn um útidyr og knúðu síðan dyra á heimili stúlkunnar. Hún vildi ekki hleypa þeim inn en piltamir létu sér ekki segjast og mddu sér inngöngu. Þeir geröu sig heimakomna í íbúðinni og fékk einn þeirra sér meðai annars aö borða. Nokkra síðar fóra piltamir með stúlkuna inn í svefnherbergi þar sem þeir hófu að afklæða hana og sjálfa sig. Stúlkan mótmælti og varð hrædd. Hún barðist á móti en pilt- amir héldu henni. Einn þeirra hafði mök viö stúlkuna á meðan hinir héldu fótum hennar og höndum og höföu í frammi ýmsa kynferðislega tilburöi. Þegar þetta stóð yfir var bankað á dyr herbergisins og sagt að nágranni hefði kvartaö yfir hávaöa og ætlaöi að hringja á lögreglu. Þá hættu pilt- amir, klæddu sig, og fóra síðan einn af ööram út. Málið var kært til Rann- sóknarlögreglu ríkisins daginn eftir. Einn fimmmeninganna var ekki ákærður í málinu þar sem hann var ekki orðinn sakhæfur. Hinir fjórir vora ákærðir - þeir vora allir komn- ir yfir lögaldur sakamanna í desem- ber 1990. Þegar héraðsdómur tók af- stöðu til refsiákvörðunar yfír piltun- um var tekið mið af hve ungir þeir vora er atburðimir áttu sér staö og vísaö til lagaákvæöa þess efnis. Þannig var lágmarksrefsing fyrir brot þeirra færð niður og refsingar þeirra hafðar skilorðsbundnar. Skilorðstíminn er tvö ár. Á þeim tíma verður sérstök umsjón höfð með sakbomingunum af hálfu yfir- valda samkvæmt dóminum. Ákvörö- un hefur ekki verið tekin um hvort málinu verður áfrýjað af hálfu ákæravaldsins. -ÓTT Borgarráð: Tillögur um nýja 34 millj- óna gjaldtöku - vegna mengunar- og heilbrigðiseftirlits Tillögur um nýjar gjaldtökur voru lagðar fram á borgarráðsfundi í gær. TUlögumar era frá heilbrigðiseftir- hti Reykjavíkur. Með þeim er ætlað að ná inn 34 milljónum króna með gjöldum sem áður hafa ekki verið innheimt. Annars vegar er gert ráð fyrir gjöldum til heilbrigðiseftiriits Reykjavíkur og hins vegar til meng- unareftirhts Reykjavíkur. Tillögum- ar era nánast eins en í þeim báðum er gert ráð fyrir starfsleyfisgjöldum og eftirhtsgjöldum sem skipast ann- ars vegar í fímm undirflokka og hins vegar í sex undirflokka, það er eftir eðh þeirrar starfsemi sem gjaldið er innheimt af. Borgarráð tók ekki af- stöðu til thlagnanna á fundi sínum í gær. Máhð verður á dagskrá næsta borgarráðsfundar - eftir viku. Hestahald, félagsheimih án veit- inga, einkasalir, tækifærisveitingar, torgsala, gisting á einkaheimilum, íþróttavelhr, tjaldstæði og fleira verður að greiða 10 þúsund á ári í eftirhtsgjald og 5 þúsund í starfleyfis- gjald - nái þessar tihögur fram að ganga. Meðal þess sem þarf að greiöa 20 þúsund í eftirhtsgjald og 10 þúsund í starfsleyfisgjald má nefna æfinga- svæði slökkvihðs, fangageymslur, skyndibitastaði, smurbrauðsstofur, tómstimdamiöstöðvar, vinnuheimih, ísbúðir, fiskbúðir, minni sundlaugar og íþróttahús. Gjaldtökur sem þessar hafa ekki veriö til þessa. Eins og áður sagði hefur borgarráð ekki tekið afstöðu til tihagnanna en málið verður á dagskrá næsta fundar borgarráðs. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.