Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992.
47
dv Smáauglýsingar - Sími 632700
Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis-
mælar fyrir heitt og Icalt vatn. Boltís
s/f, s. 91-671130,91-667418 og 985-36270.
Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar
gerðir af kerrum og vögnum, dráttar-
beisli á allar teg. bíla. Áratuga
reynSla. Allir hlutir í kerrur og vagna.
Hásingar 500 kg - 20 tonn, með eða
án bremsa. Ódýrar hestakerrur og
sturtuvagnar á lager. Vinnuskúrar á
hjólum. Veljum íslenskt. Víkurvagn-
ar, Dalbrekku 24, s. 43911 og 45270.
Vestur-þýskar kuldaúlpur, ullarjakkar
og ullarkápur frá Bardtke í mjög
miklu úrvali. Greiðslukort.
Topphúsið, Laugavegi 21, s. 25580, og
Austurstræti 8, s. 622577. Sendum í
póstkröfu. Opið laugard. frá kl. 10-16.
Mikið úrval hornsófa og sófasetta. Sér-
smíðum hornsófa eftir máli. Verð frá
77.400 kr. stgr. GB-húsgögn, Faxafeni
5, s. 91-674080 og 91-686675.
■ Fasteignir
107, 122 og 133 m2 íbúðarhús. Húsin
eru íslensk smíði, 'en byggð úr sér-
þurrkuðum norskum smíðaviði með
eða án háþrýsti-gagnvamar. Þau eru
byggð eftir ströngustu kröfum Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðarins.
Húsin kosta uppsett og fullbúin frá
kr. 4.990.000 með eldhúsinnréttingu,
hreinlætistækjum (plata, undirst. og
raflögn ekki innreiknuð). Húsin eru
fáanleg á ýmsum byggingarstigum.
Húsin standast kröfur húsnæðislána-
kerfisins. Teikningar sendar að kostn-
aðarlausu. RC & Co hf., sími 91-670470.
■ Bátar
Til sölu Sómi 660, krókaleyfisbátur,
mjög vel útbúinn. Verð 4,5 millj. Uppl.
í símum 94-1497 og 985-34102. Helgi.
■ Vaiahlutir
Brettakantar og rotþrær. Brettak. á
Toyota, Ford Ranger, Explorer, MMC
Pajero og flestar aðrar teg. jeppa og
pickupbíla, framl. einnig rotþrær, 1500
og 3000 1, samþ. af Hollustuvemd.
Opið frá kl. 9-16. Boddíplasthlutir,
Grensásvegi 24, s. 91-812030.
■ BOar til sölu
Til sölu. •Scania 140 ’74 stellari,
m/grjótpalli, m/bilaðri vél, 10 ný dekk,
selst í heilu lagi/pörtum. • Scania 140
’74 húddari á grind. • Scania 85 '72,
m/palli og sturtum. Allir skoðaðir til
’93. • M. Benz 2226 ’74, til niðurrifs
í pörtum/heilu. • Góður flutninga-
kassi, m/fiystitækjum. Islandsbíiar
hf., Eldshöfða 21, Rvík, s. 91-682190.
Mercedes Benz 190E, sportline,
árg. 1991, ekinn 31.000 km, dökkblár,
sjálfskiptur, rafdrifhar rúður, litað
gler, ABS, 4 höfuðpúðar, armpúði,
sóllúga, álfelgur, centrallæsingar,
sportline innrétting o.fl. Til greina
kemur að taka ódýrari bíl upp í
greiðslu. Vs. 91-682222 og hs. 92-15721.
Til sölu þessi gullfallegi GMC Safari,
4x4, árg. ’88, einn með öllu, ekinn 36
þús. mílur. Uppl. í símum 985-31901,
Svanur, og 985-31902, Þorvaldur, eða
91-675079 á kvöldin.
Dodge Caravan, 7 sæta, framdrifinn,
sjálfskiptur, með vökvastýri, vel við
haldið, eyðir litlu. Auðvelt að taka
sætin úr og nota sem sendibíl.
Egilsbórg, Þverholti 20, símar 91-
612600 og 41436.
Ford Econoline, árg. ’78,4x4, upphækk-
aður, mikið endumýjaður. Góður bíll.
Uppl. í sima 91-672560.
Ford Econoline 350 XLT, 4x4, disil, '88,
ek. 230 þuS. km, sæti fyrir 15. Verð 2,3
milljónir staðgr. Tvílitur, blár. Uppl.
í símum 96-12190 og 985-23188.
Snjóbill, sjóbíll, landbill, alhliða
torfæmtæki. Emm að kynna þessi frá-
bæru torfærutæki. Fær í flest. Upplýs-
ingar í síma 91-79240.
M. Benz 1735 A.K., árg. 1990, ekinn 120
þús. km. Selst með eða án vagns. Á
sama stað 40 feta fiystigámur. Nánari
uppl. í síma 96-41510.
Fréttir
Fj árlagafrumvarp 1993 um Atvmnuleysistryggingasjóö:
Bótagreiðslur skert-
ar um 100 miiyónir
- meöendurskoöunlagaumatvinnuleysistryggingar
í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið
1993, sem kynnt var í gær, kemur
fram að í kjölfar ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar um að veita tvo millj-
arða króna til atvinnuskapandi
framkvæmda er áætlað að framlag
til atvinnuleysisbóta lækki um 300
millljónir. Að auki er áformað að
endurskoða lög um atvinnuleysis-
tryggingar og lækka þannig bein út-
gjöld sjóðsins um 100 milljónir.
Nefnd, sem ætlað er að endurskoða
lög um atvinnuleysistryggingar, hef-
ur tvisvar sinnum komið saman en
að sögn Margrétar Tómasdóttur,
framkvæmdastjóra Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs, hefur ekkert verið
rætt þar um skertar bótagreiðslur.
Við gerð fj árlagafrumvarpsins fyr-
ir 1993 var gert ráð fyrir að atvinnu-
leysi ykist enn frekar á næsta ári eða
í 3,5—4 prósent. Miðað við þessar at-
vinnuleysistölur er íjárþörf At-
vinnuleysistryggingasjóðs á næsta
ári áætluö 2.314 milljónir króna þar
af 1.939 miUjónir til greiðslu atvinnu-
leysisbóta.
Til að sjóðurinn standi undir
greiðslum atvinnuleysistrygginga á
næsta ári er gert ráð fyrir að hann
selji verðbréf í eigu sinni fyrir um
250 milljónir en hann á eignir sem
nema um tveimur milljörðum króna.
í fjáraukalögum, sem lögð verða
fram á næstu dögum, er gert ráð fyr-
ir 700 milljóna króna aukaframlagi
úr ríkissjóði í Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð til að bregðast við fjárþörf
sjóðsins á þessu ári. í fjárlögum fyrir
árið 1992 var gert ráð fyrir bóta-
greiðslum miðað við rúmlega tveggja
prósenta atvinnuleysi en ljóst er að
atvinnuleysi í ár stefnir í 3 prósent.
-ból
Leiðrétting á marmréttmdabrotum Atviimuleysistryggingasjóðs:
Eykur útgjöld sjóðsins
en sparar ekki
- Þórarinn V. segir áfonn ríkisstjómarinnar lýsa bjartsýni
„Okkur hafa ekki verið kynnt nein
áform eða hugmyndir sem miða að
því að draga úr bótagreiðslum. Það
er starfandi nefnd sem vinnur að
endurskoðun laganna um sjóðinn og
við eigum aðild að henni. Frá okkar
bæjardyrum séð miðar sú endur-
skoðun frekar að því að fjölga þeim
sem rétt eiga á bótagreiðslum úr
sjóðnum," segir Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins, um þau áform
sem fram koma í fjárlagafrumvarp-
inu fyrir 1993 aö endurskoða lög um
Atvinnuleysistryggingasjóð og
lækka þannig útgjöld sjóðsins um 100
milijómr.
„í dag eru mannréttindi brotin á
svo mörgum að það er skelfilegt á
að horfa. Fólk sem ekki hefur verið
í stéttarfélögum og gengur um at-
vinnulaust nýtur ekki réttar í þess-
um sjóði. Mannréttindanefnd og fé-
lagsmálanefnd Evrópuráðsins hafa
gert alvarlegar athugasemdir við
þessa skipan og ég vænti þess að
þetta verði leiðrétt en auðvitað fylgja
því einhver aukin útgjöld úr sjóðn-
um,“ segir Þórarinn.
Þórarinn segir aö endurskoða þurfi
reglur sjóðsins um að fólk geti hafn-
að vinnu. í því sambandi þiu-fi hugs-
anlega að stækka atvinnusvæðin og
það gæti leitt til spamaðar. „Það
kemur hins vegar á óvart að þær
breytingar myndu leiða til svona
mikils spamaðar, sérstaklega þegar
höfð er í huga sú leiðrétting sem
nauðsynleg er og kemur til aukning-
ar á útgjöldum sjóðsins. Mér finnst
þetta því lýsa töluverðri bjartsýni,"
segirÞórarinn. -ból
Það er ekki amalegt að geta verið utandyra á meðan gluggað er í skólabæk-
urnar. Stúlkurnar í Kvennaskólanum I Reykjavík kunna sannarlega að
meta haustbliðuna. DV-mynd GVA
Byggðastofnun:
Sjávarút-
vegurinn
skuldar um
króna
„Skuldir sjávarútvegsins við
Byggðastofnun eru um fimm
milljarðar króna og skuldir við
atvinnutryggingadeild Byggða-
stofnunar eru sex til sjö milljarö-
ar króna,“ sagði Guðmundur
Malmqmst, forstjóri Byggða-
:; stofnunar, þegar hann rar spurð-
ur hversu mikiö sjávarútvegur-
inn skuldaði Byggðastofnun.
„Nei, sjávarútvegurinn borgar
sitt að mestu leyti. Það er fiskeldi
og annað þvíumlíkt sem við lögð-
um á afskriítareikninga fyrir,“
sagði Guðmundur þegar hann
var spuröur hvort hann óttaöist
að hluti lána til sjávarútvegsins
væri tapaður í ljósi erfiðrar stöðu
margra sjávarútvegsfyrirtækja.
Af heildarlánum Byggðastofn-
unar eru skuldir sjávarútvegsins
um 65 til 66 prósent en af skuldum
við atvinnutryggingadeild eru
skuldir sjávarútvegsins hærra
hlutfall eða 80 til 85 prósent.
í heild skuldar sjávarútvegur-
inn yfir 90 milljarða króna. Sem
dæmi má nefna að skuldir hans
við Fiskveiðasjóð eru um 15 milij-
arðar króna, þá eru umtalsverðar
skuldir við rfkissjóð og fleiri.
-sme