Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 2
Fréttir FIMMTUDAGUR 15, OKTÓBER 1992. Skjálftar í Vík nokkrum stundum áður en gos sést „Kötlugos hafa gert boð á undan sér með stærri skjálftum en þeim sem fram eru komnir núna. Skjálfta- virknin nú er ekki orðin jafn mikil og hún var 1976 og 1977 og þá gerðist ekkert." Þetta segir Guðrún Larsen, jarðfræðingur og sérfræðingur um sögu Kötlugosa. Vegna aukinnar skjálftavirkni í Mýrdalsjökli eru Al- mannavamir í viðbragðsstöðu eða á svokölluðu viðbúnaðarstigi sem þýð- ir að farið er yfir búnað og áætlanir um björgunarstörf. Guðrún segir að samkvæmt þeim heimildum, sem til eru, hafi Kötlugos alltaf gert boð á undan sér með jarð- skjálftum sem fmnast í Mýrdal og í Vík. „Það gerist svona tveimur til átta klukkustundum áður en sést til goss eða hlaups.“ Þess eru dæmi að hlaup hafi verið komið niður fyrir núverandi brú yfir Múlakvísl tveimur klukkustundum eftir að jarðskjálfti fannst. Kötlu- hlaupin eru yfirleitt stærs't fyrsta dag gossins. Jakahrönnin, sem hlaupin bera fram, getur orðið gífurlega þykk. „í heimild um gosið 1721 varð fólk að fara upp á Hákoll, sem er nokkuð hátt fjall, til að sjá yfir jaka- hrönnina yfir til Hjörleifshöfða. Það þýðir að hún hefur verið að minnsta kosti eins há og Hallgrímskirkju- tum,“ segir Guðrún. Síðasta Kötlugos varð 12. október 1918 og stóð í 24 daga. Lengd gosanna er frá tveimur vikum upp í fimm mánuði. Margt þykir benda til að Kötlugosin hafi verið tuttugu síðustu ellefu hundruð árin. Vitað er með vissu um sautján gos. Frá 1580 til 1918 var meðaltal goshléa 41 ár. Stysta goshlé var 13 ár og lengsta 68 ár. Dæmigert Kötlugos er þeytigos, að því er Guðrún greinir frá. Eftir því sem best er vitað framleiðir það ein- göngu gjósku. Kötlugosumfylgjajök- ulhlaup og yfirleitt á Mýrdalssand. Á sögulegum tíma hafa þrisvar komið hlaup á Sólheimasand, síðast í gosinu 1860. Hlaup hafa komið í Markarfljót undan Mýrdalsjökli á forsögulegum tíma. Guðrún segir það ekki vitað en þó líklegt aö þau hlaup hafi tengst eldsumbrotum. Vitað er um tvö dauðsfoll í Kötlu- gosi. Maður og kona stóðu úti fyrir bæjardymm í Skaftártungu í gosinu 1755 og laust eldingu niður í þau. Maðurinn lést samstundis en konan nokkm síðar. Sagnir eru um að fólk hafi farist í hlaupum fyrr á öldum. í síðasta gosi sluppu ríðandi smala- menn í Álftaveri naumlega undan hlaupinu. -IBS Þjóðveginum á Mýrdalssandi var lokað síðastliðið vor í nokkrar klukkustundir vegna tveggja jarðskjálftakippa. Hér er Reynir Ragnarsson lögreglumaður við hliðið. DV-myndir GVA Fólk veit hvað það á að gera segir sveitarstjórinn í Vík „Ég held að allir hér séu meðvitaö- ir um hvað hver á að gera ef Katla gýs þó menn hafi ekki nýlega fengið fyrirmæh um það,“ segir Hafsteinn Arni Már Haraldsson og Erllngur Bjaml Hinriksson, 11 ára Víkurbúar: „Ef það kemur flóð meðan við erum í skólanum eigum við að fara upp á loft og svo kemur þyrla og sækir okkur." Jóhannesson, sveitarstjóri 1 Vík í Mýrdal og formaður almannavama- nefndar þar. Þósvo að bæjarbúar séu ekki óttaslegnir hafa þeir haft á orði Reynir Ragnarsson lögreglumaður og Hafsteinn Jóhannesson, sveitar- stjóri í Vfk, skoða áætlun um við- brögð við Kötlugosi. að það vanti fyrirmæli um viðbrögð við Kötlugosi. Hafsteinn segir leið- beiningar í smíðum hjá Almanna- vömum ríkisins. „Samkvæmt gömlu skipulagi eiga íbúar í neðri byggðum bæjarins að fara upp á bakkana og safnast saman í gamla sýslumannsbústaðnum til að láta skrá sig áður en þeir halda ann- að. Björgunarsveitir eiga síöan að fara í öll hús og kanna hvort ein- hverjir séu þar. Ef ástandið verður þannig að menn geti farið að búast við gosi geri ég ráð fyrir að menn verði látnir sofa í efri hluta bæjarins þó þeir vinni í neðri hlutanum," seg- ir Hafsteinn. Hann tekur það fram að ef hlaupið kemur niður Mýrdalssand, þar sem það hefur oftast komið, sé Höfða- brekkujökull ein aöalvömin fyrir Vík. „Menn era samt hræddir við að vatn sem fylgir á eftir leðjunni og ísjökunum geti brotið sér leiö í gegn og alla leiö til Víkur. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort alda geti kom- ið til baka og valdið flóði þegar jaka- burðurinn lendir í sjónum." -IBS Möguleikar eru taldir á hlaupi niður Mýrdalssand, þar sem þau hafa oftast orðið, niður Sólheimasand eða Skógasand og niður í Markarfljót. Skjálfta- virknin nú hefur verið vestan til i Mýrdalsjökli en Katla er undir austanverð- um jöklinum. Síðasta Kötlugos varð 12. október 1918. Jarðskjálftamælirinn áfram á elliheimilinu Einar H. Einarsson á Skammadals- hóh, skjálftafræðingur Mýrdælinga, sem lést í síðustu viku, tók með sér jarðskjálftamæli á elliheimilið í Vík þegar hann gerðist þar vistmaður 1990. „Við erum jafnvel að hugsa um að hafa mælinn áfram á elliheimilinu því þai’ er vakt allan sólarhringinn og möguleiki á að einhver geti fylgst með mæhnum," segir Hafsteinn Jó- hannesson, sveitarstjóri í Vík í Mýr- dal. „Einar var í rauninni sjálfur á vakt ahan sólarhringinn í tugi ára,“ segir Hafsteinn. „Hann hafði komið því fyrir að ef mæUrinn sýndi ákveðinn styrk á Richterskvarða hringdi bjaUa til að vekja hann. Það kom fyrir að hann ræsti út menn á Raunvísinda- stofnun Háskólans." Hafsteinn segir mæUnn tengdan sírita á Raunvísindastofnun en þar sé aðeins fylgst með mæUnum frá klukkanníutfifimm. -IBS Einn af jarðskjálftamælunum í nágrenni Mýrdalsjökuls er i Selkoti undir Eyjafjöllum. Bræðurnir Gissur og Steinþór við mælinn. DV-mynd GVA í kjaftinum á Kötlu „Það er nú oft búið að hlæja að mér fyrir að hafa þennan miða hang- andi í forstofunni. En ég vona að ég þurfi aldrei að nota hann,“ segir Katrín Brynjólfsdóttir, húsfreyja í Vík í Mýrdal. „Húsið yfirgefið" stendur á miðanum hennar Katrínar sem er gulur og svoUtið snjáður. Slíka miða á að setja á útidyr húsa í Vík þegar íbúamir yfirgefa þau vegna náttúruhamfara. „Ég veit ekki hvort margir hafa geymt svona miða sem viö fengum þegar æfing var hjá björgunarsveit- inni fyrir um tuttugu árum,“ segir Katrín og bætir við að það mætti nú verða æfing aftur. „Þá komu hingaö menn úr bænum og kvenfélagið stórgræddi á ka£fisölu.“ En Katrín viU ekki eingöngu björg- unaræfingu vegna mögulegs hagnað- ar á kaffisölu. Kötlugos hefur aUtaf verið ofarlega í huga hennar þvi hún er fædd í kjaftinum á Kötlu, eins og hún orðar það, það er á Þykkvabæj- arklaustri í Álftaveri. „Ég er fædd 1926 og foreldrar mínir töluðu oft um Kötlugosið 1918. Við krakkamir lék- um meira að segja að Katla væri að gjósa. Þá hoppuðum við á blööram." Katrín minnist þess einnig að vegna hræðslu við Kötlu hafi sími verið keyptur á hvem bæ. „Hann var kaUaður Kötlusími og ein hringing átti að merkja gos. Ég er ekkert hrædd hér í Víkinni en skyldfólkið mitt er í kjaftinum á Kötlu. Ég er hræddumþað,“segirhún. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.