Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992. Lífsstm DV kannar verð í m atvöruver s 1 unum: Gífurlegur verðmim- ur á grænni papriku Mikill verðmunur var á grænni papriku eða 235%. Kílóið í Fjarðarkaupum kostaði ekki nema 149 krónur. í tveim- ur verslunum var þessi algenga paprikutegund ekki til. Hefðbundin verðkönnun DV fór fram í gærdag. Byrjað var í Fjarðar- kaupum í Hafnaríirði, þaöan farið í Kaupstað í Míódd, Miklagarð við Sund, Bónus í Faxafeni og að síðustu í Hagkaup í Skeifunni. Kannað var verð á sjö tegundum af ávöxtum og grænmeti; það er sveppum, kartöfl- um, blómkáli, kínakáli, greip, grænni papriku og appelsínum. Þessu til viðbótar var kannað verð á Toro bernaisesósu, ýsuflökum, Kel- log’s komflögum í 500 gramma pakkningum, 'A lítra af diet kók og Ajax þvottadufti, 2,5 kg. Neytendur Verðið í Miklagarði er sett í þessa könnun meö 3% staðgreiösluafslætti sem er fastur á allar vörur. Eitt vakti athygli þegar þessi könn- un var gerð en það var fjöldi tegunda af bemaisesósu með heitinu Toro og fjöldi annarra framleiðenda. Verðið er mjög misjafnt og er fólki bent á að skoða magn, gæði og verð sósunn- ar áður en kaupin eru gerð. Toro bemaisesósa fæst í mismunanndi verðflokkum eftir því hve „fín“ sósan Sveppir voru ódýrastir í Mikla- garði, kr. 215 kílóið, en dýrastir í Kaupstað, kr. 498 hvert kíló. Ekki fengust sveppir í Bónusi. í Hagkaupi kostaði sveppakilóið 399 krónur en 475 krónur í Fjarðarkaupum. Meðal- verð á sveppum var 397 krónur hvert kíló og munurinn á hæsta og lægsta verði er 132%. Kartöflumar í könnuninni vom í tveggja kílóa pokum í öllum tilfell- um. Odýrastar vom þær í Bónusi eða 73 krónur kílóið. Einnig fengust þar ódýrari kartöflur eöa á 43 krónur kílóiö en sumir þeirra poka voru með æði ljótu innihaldi. í Hagkaupi var hvert kartöflukíló tveimur krónum dýrara eða á krónur 75. Hvert kart- öflukíló kostaði 83 krónur í Fjarðar- kaupum, krónur 92 í Miklagarði og dýrastar voru kartöflumar í Kaup- stað eða 95 krónur hvert kíló. Munur á hæsta og lægsta verði var 30 af hundraði. Blómkáhö var ódýrast í Bónusi eða á 120 krónur hvert kíló. í Miklagaröi kostaði það 144 krónur kílóið, 167 krónur í Fjarðarkaupum. Hagkaup og Kaupstaður voru með sama verð eða 158 krónur hvert kíló. Meðalverð var 149 krónur á kílóið og munur á hæsta og lægsta verði var 39%. Meðalverð á kínakáli var 101 króna. Ódýrast var það í Bónusi eða 59 krónur hvert kíló. Mikligaröur var með næstlægsta verð á kínakáli eða 67 krónur kílóið. Þriðja lægsta verð var í Fjaröarkaupum, krónur 99 fyrir hvert kíló. Hæsta verðið var í Kaup- stað og Hagkaupi en á báðum stöðum var það á 139 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 136%. Meöalverð á greipi (hvitu) var 77 krónur kílóið. Lægst var verðið í Bónusi, 59 krónur hvert kíló. Mikh- garður fylgdi fast á eftir með 61 krónu fyrir hvert kíló. Verðið í Fjarð- arkaupum var 69 krónur á hvert kíló en dýrast var það í Kaupstað og Hag- kaupi eða 99 krónur hvert kíló. Mun- urinn á hæsta og lægsta verði var 77 krónur. Græn paprika fékkst hvorki í Bón- usi né Miklagarði. Ódýrust var pa- prikan í Fjarðarkaupum eða 149 krónur hvert kíló. Næstdýmst var hún í Hagkaupi, krónur 488 hvert kíló og dýmst í Kaupstað, krónur 499 hvert kíló. Munurinn á hæsta og lægsta verði er hvorki meiri né minni en 235%. Appelsínurnar vom ódýrastar í Kaupstað í Mjódd og var hvert kíló á 48 krónur. í Bónusi kostuðu þær 55 krónur, í Fiarðarkaupum 65 krón- ur, í Miklagarði 67 krónur og 89 krón- ur í Hagkaupi en þar voru þær dýr- astar. Mismunur á hæsta og lægsta veröi er 85 af hundraði. Toro bemaisesósa í þessari könnun er í brúnleitum pökkum. Hún fékkst ekki í Kaupstað heldur aðeins sú í er. Sveppir og blómkál lækka Sveppir hafa lækkað töluverí á þeim mánuði sem hðinn er frá þvi þeir vora síðast í verðkönnun DV. Meðalverðið í gær var 397 krónur en í síðustu könnun 424 krónur og þar áður, 12. ágúst, 426 krónur. Verö á grænni papriku hefur hækkað frá síðustu viku. Þann 7. október var verðið 330 krónur en í gær var það 379 krónur. Kartöflur hafa frekar hækkað milli kannana. Fyrir tveimur vikum var meðalverð 70 krónur en í gær var það 84 krónur. Blómkáhö hefur lækkað frá þvi verð á því var síðast skoðað um miðj- an september. Þá kostaði hvert kíló að meðaltah 242 krónur en í gær var þaö 149 krónur hvert kíló. Verð á kínakáh er nánast óbreytt á þeim þremur vikum sem hðnar em frá því það var síðast tekiö meö í könnun. Þá var meðalverðið 103 krónur en nú er það 101 króna. Verð- ið var þó mun lægra í septemberbyrj- pn eða 72 krónur. Meðalverð á greipi var krónur 77 í gær. Síðast var greip með í könnun þann 30. september og þá var meðal- verðið 83 krónur. Meðalverð 600 Sveppir 500 \ 397 400 200 29/7 12/8 2/9 14/10 90 80 70 60 50 Greip 29/7 19/8 30/9 14/10 Kartöflur 21/8 9/9 30/9 14/10 gráu pökkunum. Odýrust var hún í Bónusi á kr. 21, næst kom Mikhgarð- ur með 22 krónur fyrir hvem pakka, þá Fjarðarkaup með 25 krónur en dýrast var hún í Hagkaupi á 34 krón- ur. Eins og áður sagði er úrvahð af bemaisesósu geysimikið og vel þess virði að skoða hverja tegund með til- hti til verðs og gæöa. Mismunur á hæsta og lægsta verði var 62%. Minnsti munur var á kílói af ýsu- flökum eða 17%. Ahs staðar nema í Bónusi er ýsan seld úr fiskborði en í Bónusi er hún pökkuð í loftþéttar umbúðir. Bónus var með lægsta ýsu- verðið, kr. 398 hvert kíló. Næstlægst var það í Miklagarði eða 412 krónur, þar á eftir kom Hagkaup með 449 krónur á kíló, næst Kaupstaður með 455 krónur og dýrust var ýsan í Fjarðarkaupum, kr. 455. Hálfur htri af diet kók í plastflösku var ódýrastur í Bónusi, kr. 64. í Mik- lagarði kostaði flaskan 67 krónur, 74 krónur í Hagkaupi, 83 krónur í Kaup- stað og dýrastur var sopinn í Fjarð- arkaupum eða 85 krónur hver hálfs htra plastflaska. Munur á hæsta og lægsta verði var 33%. í Miklagarði voru Kehog’s korn- högur ekki th í 500 g pakkningu, að- eins í 750 g pakka. Lægsta verð var 175 krónur í Bónusi, í Hagkaupi kost- aði pakkinn 183 krónur og Fjarðar- kaup og Kaupstaður vom með sama verð, kr. 199 á pakka. Munur á hæsta og lægsta verði ver 14%. Ajax þvottaduft var ekki th í Bón- usi. Ódýrast var það í Fjarðarkaup- um á 409 krónur. Dýrast var þaö í Hagkaupi og Kaupstað, kr. 499, en 436 kostaði pakkinn í Miklagarði. Munur á hæsta og láegsta verði var 22%. -JJ Sértilboð og afsláttun Kex og buxur Fjórar tegundir af Lyons Mary- land kexi era á sérstöku thboös- verði í Bónusi. Verðið á hverjum pakka er 62 krónur. Þar fæst líka dönsk hunangskaka, 350 g, á 199 krónur, danskt remólaði (450) á 99 krónur og Libresse Invisible dömubindi (16 stk. normal og 14 stk. super) á krónur 209. f Fiarðarkaupum er tilboð á Sweet Life vörum. Non Ðairy Creamer (rjómaduft) kostar 98 krónur, sama verö er á 794 g af tómatsósu, gular baunir (453 g) á kr. 53, örbylgjupopp frá sama framleiðanda kostar 88 krónur meö þremur pokum í kassa. Einnig er tílboð á tveggja htra flösku af Sunkist, 149 krónur. í Miklagarði er sérthboð á reykt- um, úrbeinuðum svinabógi sem kostar 899 hvert kiló. Með þessu má benda á danskt rauðkál á th- boðsverði, kr. 69 fyrir 720 g krukku. Sérstök buxnatilboö eru í þessum mánuði í Miklagarði. Bamagallabuxur á 1.495 krónur, dömugahabuxur á 1.995 kr. og herraflauelsbuxur á 2.495 krón- ur. í vikuthboði Kaupstaðar er Myflu heilhveitibraúð á kr. 89, spægipylsa á 1.499 hvert khó, frosnar pitsur (350 g) á kr. 148 og rófukhóíð á 139 krónur. f Hagkaupi er thboð á þremur tegundum af melónum, kr. 99 hvert kíló. Ferskt islenskt eggjap- asta er á kr. 99, Hattings-hvit- lauksbrauð, fln og gróf, kosta 129 krónur á thboði og að lokum er það Tavda Lasagna í 400 g pakkn- ingum sem kostar 169 krónur. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.