Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992. 11 Útlönd Andrel Chikatilo lét á köflum ófriðlega i búri sinu við réttarhöldin f Rostov. Milli þess sem hann sat hljóður og brosandi öskraði hann upp meðan dómarinn rakti 52 morð fyrir honum. Chikatilo var fundinn sekur um morðln ogmannátaðauki. Slmamynd Reuter Aðstandendur fómalamba Rostov-morðingjans krefiast hefnda: Látið mig ríf a hann í tætlur - sagði fullorðin kona sem missti bam sitt í hendur Chikatilo „Það er engin refsing að skjóta þessa skepnu. Látið mig rífa hann í tætlur með mínum eigin höndum. Ég get ekki lifað á sömu jörð og hann,“ hrópaði svartklædd kona við réttarhöldin yfir Rostov-morðingjan- um svokallaða, Andrei Chikatilo. Hún missti barn sitt í hendur Andrei og hann murkaði úr því lífið eftir ótrúlegustu pyndingar. Andrei var í gær fundinn sekur um 52 hrottaleg morð og verður að öllum likindum tekinn af lífi. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði myrt 21 dreng á aldrinum átta til 16 ára; 14 stúlkur á aldrinum níu til 17 ára og 17 konur komnar af unglingsárum. Glæpaferill hans hófst árið 1978 og lauk ekki fyrr en í hittifyrra þegar lögreglunni tókst loks að hafa hendur í hári hans. Dómarinn sagði að Andrei heíði pyndað fórnarlömd sín áður en hann myrti þau. Hann beit úr þeim tung- una, sleit kynfæri af drengjunum og risti fólkið á kvið áður en hann stytti því aldur. Þá þótti sannað að hann hefði lagt sér líkamsparta eins og kynfæri sér til munns. Mikið uppistand var í réttarsalnum þegar dómurinn var kveðinn upp. Dómarinn rakti hvert morð fyrir sig og varð hjúkrunarfólk að vera á staðnum til að róa aðstandendur fómarlambanna. Andrei brosti og virtist annars hugar. Hann var úr- skurðaður heill á geðsmunum og því sakhæfur. Búið var að handtaka þijá menn vegna morða Andreis. Hinn fyrsti var tekinn af lífi en morðin hættu ekki við það. Næsti framdi sjálfs- morð og sá þriðji reyndi það líka áður en hann var sýknaöur. Meðan á þessu gekk var Andrei virtur kenn- ari og heimilisfaðir í Rostov. Meðan á rannsókn málsins stóð var hann eitt sinn handtekinn þar sem hann kom blóðugur út úr skóginum þar sem hann gróf lík fómarlamb- anna. Þá tókst ekki aö sanna sök á hann og var honum sleppt. Haustið 1990 beindist grunur á ný að Andrei. Lögreglan hafði á honum nánar gæt- ur og handtók hann eftir að hann reyndi að tæla tvo dregni til lags við sig. Reuter BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 fHundahreinsun og greiðsla árgjalds í Reykjavík Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201 /1957 um varn- ir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6 mán- aða hreinsaðir af bandormum í október eða nóvemb- er ár hvert. Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til starf- andi dýralækna í Reykjavík með hreinsun. Einungis þeir hundaeigendur sem senda heilbrigðis- eftirlitinu gild hundahreinsunarvottorð fyrir 15. des- ember nk. fá heimsenda gíróseðla til greiðslu árgjalds. Gjalddagi árgjalds er 1. janúar og eindagi 1. mars. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 Innlausnardagur 15. október 1992 Nafnverð Innlausnarverð 1.000.000 1.206.561 100.000 120.656 10.000 12.066 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. , 0) HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS f U HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVlK SlMI 91-696900 « ... 06 200 BfLAR TIL VWBðTAR Á STADNUM! NOTAÐIR BILAR BYGGIR A TRAUSTI HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.