Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 24
32 Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 ■ Innrömmun • Rammamiðstöðin, Sigtúni 10, Rvk. Sýrufrí karton, margir litir, állistar, trélistar, tugir gerða. Smellu- og ál- rammar, margar st. Plaköt. Málverk eftir Atla Má. íslensk grafik. Opið frá 9-18 og laug. frá 10-14. S. 91-25054. ■ Gaiðyrkja_____________________ Afbragös túnþökur í netum, hífðar af með krana. 100% nýting. Hífum yfir hœstu tré og veggi. Uppl. í símum 98-22668 og 985-24430. Sérræktaðar túnþökur í netum. Skammur afgreiðslutími. Gerið gæða- samanburð. Túnþökusala Guðmundar Þ. Jónssonar. S. 618155 og 985-25172. ■ Til bygginga Verðiö, það er svo hagstætt. Eigum allt efni í þakið á frábæru verði. Sólpalla- og skjólgirðingaefni, ótrúlegt verð. Allt efni í væntanlegan sumarbústað sem á að smíða í vetur. Það borgeu- sig að fá tilboð, þessi hagstæðu. Smiðsbúð, Smiðsbúð 8, Garðabæ, s. 91-656300, fax 91-656306. Ca 10 m3 vinnuskúr með öilu, wc, 3ja fasa, verð kr. 400-450 þúsund. Skipti á bíl eða vörulager, má einnig greið- ast að hluta með vinnu. Sími 91-51076. Pússvél, Rival A250, sem ný, og sam- byggð a-þýsk trésmíðavél, fást á góðu verði v/flutninga. S. 657160 á daginn og 9142378 á kvöldin, boðs. 984-52042. ■ Húsaviðgeröir Breytingar, miliiveggjauppsetningar, gólfalagnir og hljóðeinangrandi gólf, hljóðeinangrunarveggir, brunaþétt- ingar. Sími 91-652818, kvs. 74743. ■ Ferðaþjónusta Húsafell - opið allt árlð. Sumarhús, sundlaug, verslun. Upplýsingar og bókanir í símum 93-51376 og 93-51377. ■ Dulspeki Einkatimar í Reiki-heilun. Tekið á móti beiðnum í síma §26465 kl. 18-19. Sigurður Guðleifsson reikimeistari. ■ TQsölu BFGoodrich mmmmKmmm^^m^mmm^mmmm^mDekk GÆDI Á GÓDU VERDI Verðlækkun - Verðlækkun. All-Terrain 30"-15", kr. 9980 stgr. All-Terrain 31"-15", kr. 11.353 stgr. All-Terrain 32"-15", kr. 12.301 stgr. All-Terrain 33"-15", kr. 12.591 stgr. All-Terrain 35"-15", kr. 14.175 stgr. Bílabúð Benna, sími 685825. ■ Verslun 20% afslðttur á Hafa baðinnréttingum. Poulsen, Suðurlandsbraut 10, sími 91-686499. Dróttarbeisli, kerrur. Ödýru, ensku dráttarbeislin á flestar gerðir bfla. Samþykkt af BifreiðEiskoðun íslands. Ásetning á staðnum. Póstsendum. Opið alla laugardaga. Víkurvagnar, Laufbrekku 24, s. 43911 og 45270. Stórkostlegt úrval af nýjum sturtuklefum og baðkarshurðum frá Dusar með ör- yggisgleri og plexigleri. Stgrv. frá kr. 15.905, 25.954 og 10.747. Opið laugard. 10-14. A & B, Skeifunni 11, S. 681570. ■ Húsgögn Þýsku svefnsófarnir komnir aftur. 3 sæta sveínsófi, með rúmfatageymslu, verð 44.550 stgr. Einnig 2 og 3 sæta svefnsófar, með leður- og tauáklæði. Kaj Pind hf., Suðurlandsbraut 52, við Fákafen, sími 91-682340. ■ BDar tíl sölu Tilboð óskast í bil þennan, sem er ’78, mikið endurbyggður, dísilvél, ek- inn 20 þús. km. Mikið af varahlutum fylgir. Uppl. í síma 91-658134 næst- komandi föstudag og laugardag. Til sölu Mazda 626 GLX 2000 '87, rauð- ur, vel með farinn. Verð 490.000 stað- greitt. Upplýsingar í síma 91-73399 eða 985-32878. Toyota Hllux '82, allur nýuppgerður, er með V6 Buick. Ek. 25 þús. km, gír- kassi, millikassi og hásing úr Toyota Landcruiser ’87. Skipti. S. 91-675987. Subaru Legacy 1,8 GL station, árg. ’90, ekinn 40 þús. km, 5 gíra, útvarp + segulband, dráttarkrókur, sflsalistar. Fallegur bíll. Uppl. í síma 91-688177. ■ Jeppar Nissan Patrol GR 2,8 turbo dísil, árg. ’91, ekinn 27 þús. km, rauður/beige, útvarp + segulband, 5 gíra, 31" dekk, dráttarkrókur. Eins og nýr, skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 91-622969. ■ Ymislegt Verðlaunaafh. v/kvartmíluk. 12/7, 27/9 og sandspymu 13/9 fer ffarn í veitingah. Berlín, Austurstr., 17. okt. Húsið opn- að kl. 20. Verðlafh. hefst kl. 22. Kvartmíluklúbburinn, s. 674530. Frá Landssambandi ísl. akstursíþrótta- fél.: Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-12 og 13-15. I hádeginu er heitt á könnunni. Allir akstursíþróttaá- hugamenn og aðrir velkomnir. Ódýr gisting ð Akureyri. Bjóðum gest- um á Akureyri annan valkost en venjulega hótelgistingu, glæsilegar einkaíbúðir með öllum þægindum á mjög sanngjörnu verði. Studio-íbúðir, Strandgötu 13, 600 Akureyri, sími 96-12035, fax 96-11227. Opið hús i kvöld kl. 20 i Mörklnni 6. ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN A FULLRI FERDl . . . OG SIMINN ER 63 27 00 SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRÍR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 DV GRÆNI sfi DV SIMINN -talandi dæmi um þjónustu! Merming________________pv Ljósmálverk - Magnús Kjartansson í Listmunahúsinu Á liðnum árum hefur Magnús Kjartansson markað sér sérstöðu í hér- lendu listalífi með því að tvinna saman ljósmyndatækni og málverk bams- legra og frumstæðra ímynda. Magnús hefur nýlega hreiðrað um sig í gamla Alafosshúsinu í Mosfellsbæ og hefur hafið þar stórvirka listfram- leiðslu. En þau verk Magnúsar, sem um þessar mundir eru til sýnis í Listmunahúsinu, voru ekki gerð uppi í Mosfellsbæ heldur vestur í Döl- um, a.m.k. mörg hver. Þar kveðst listamaöurinn hafa notast við aðferðir sem urðu til á bemskudögum ljósmyndanna. Á sýningunni gefur m.a. að líta uppskriftir þessara aðferða sem ailar eiga uppruna sinn um mið- bik síðustu aldar. Vísindalegt hugarfar Það setur skemmtíiegan safnblæ á sýninguna að skoða þessar uppskrift- ir ásamt sýnishornum Ustamannsins í þar til gerðum glerkössum. Raun- ar er þessi útskýring aðferða gott dæmi um vísindalegt hugarfar Magnús- ar gagnvart Ust sinni. Honum er í mun að skýra fyrir sjáifum sér og Myndlist Ólafur Engilbertsson öðrum hvemig ljós og efni vinna saman og til hvaða lykta sú samvinna leiðir. Þessar aðferðir era þó langt í frá gleymd og tormelt vísindi, því til era þeir ljósmyndarar sem bregða þeim fyrir sig í Ustrænni ijósmynd- un, t.d. „gum-bicromate“. Glímt við Ijósmyndagyðjuna Á sýningunni era átján verk og auk þess þrettán í sölugaUeríinu á efri hæð. Era þau öU nokkurra ára gömul, hið nýjasta frá 1989. Þannig má Uta á sýningu þessa sem uppgjör Magnúsar við ákveöið tímabU, yfirUt yfir glímu hans við ljósmyndagyðjuna. Þrenns konar myndir era áberandi; sjálfsmyndir sem minna að nokkra á frumstæð hellamálverk en einnig að nokkra á þá aðferð popphstamannsins Yves Kiein að mála með eigin líkama eða annarra; myndir er draga dám af bamateikningum eða veggjakroti og loks myndir sem byggja á myndheimi og mynsturgerð ýmissa Afríkuþjóða. Ósýnilegt bindiefni Það sem bindur aUar þessar myndgeröir saman og gefur sýningunni afgerandi heUdarsvip er Ijósmyndatæknin, en jafnframt eitthvað persónu- legt en Uláþreifanlegt sem virðist loða við myndir Magnúsar. Það er þetta ósýnUega bindiefni sem gerir það fyrst og fremst aö verkum að hér er um athygUsverða sýningu að ræða, heUsteypta sýningu Ustamanns sem hefur þá sérstöðu að beita fyrir sig með opnmn huga stílbrögðum og tækni frá ýmsum tímum og ýmsum stöðum tU að gera sundurleit ljósmál- verk sem era þrátt fyrir aUt persónuleg. Það verður spennandi að sjá Álafossafurðir Magnúsar. Sýning hans í Listmunahúsinu stendur tíl sunnudagsins 18. október. Popp Roxette - Tourism Hálf þreyttir ferðalangar Sænski dúettinn Roxette hefur verið tíður gestur á vinsældaUstum víða um heim undanfarin ár og því þurft að standa í tímafrekum tónleikaferö- um mn heimsbyggðina. Slík ferðalög hafa hingað tU þótt ærinn starfi og hijómsveitir ekki haft mikinn tíma aflögu tU að sinna öðra á meðan. En Roxette-fóUcið er greinUega lúsiðið og útsjónarsamt eins og nýja platan, Tomism ber með sér. Platan er nefiúlega blanda af tónleikaplötu, stúdíó- plötu og heimUdarplötu um heimsreisu. Þetta heitir aö slá margar flugur Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson í einu höggi og er athygUsverð tilraun sem því miður fyrir Roxette lukk- ast ekki, að mínu mati. AUs koma tíu upptökustaðir við sögu á plötunni, þrír tónleikastaöir, Sidney, Zurich og Santiago, fimm hijóðver í jafnmörgmn borgum, Stokk- hólmi, Halmstad, Kaupmannahöfn, Los Angeles og Rio de Janeiro. Eitt lag er hijóðritað á næturkiúhbi í Sao Paulo og tvö á hótelherbergi 1 Buen- os Aires! AUt er þetta gott og blessað og auövitað era það ekki upptökustaðimir sem verða til þess að útkoman er hálfmisheppnuð. Þar er fyrst og fremst um að kenna slökum lagasmíðum og hvort þær era þessum þvæUngi um að kenna er annað mál. Sem fyrr er það Per Gessle sem semur öU lög Roxette og vissulega er Pési Upur lagasmiöur sem hefur samið mörg gullfaUeg lög. Og slík lög er líka að finna á Tourism, þau era bara of fá til að platan komist upp úr meðalmennskunni. Tónieikalögin The Look, It Must Have Been Love, Things WiU Never Be the Same og Joyride ná ekki að lyfta plötunni upp þótt margfræg séu en samt er útgáfan á It Must Have Been Love kannski það athygUverð- asta á plötunni en fyrri hluti lagsins er hljóðritaður á tónleikum í Sant- iago í ChUe með tilheyrandi íjöldasöng, sá síðari í hljóðveri í Los Angeles þar sem upprunalega útsetning lagsins breytist í bandarískt suðurríkja- sveitarokk. Þrátt fyrir þetta er ekki að efa að einhver lög af þessari plötu eiga eftir að ná vinsældum, How Do You Do! hefur þegar komist hátt á vinsælda- lista, þar á meðal hér á landi, en þaö breytir þvi ekki að Roxette hefur gert betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.