Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Blaðsíða 4
4 • FIMMTUDAGUR 15. OKTÖBER 1992. Fréttir dv FíkmefhadómstóUinn haföi vart undan árin áður en hann var lagður niður: Akærum var fækkad viljandi í þrjú ár - málningarfótumálinu úthlutað til Sverris Einarssonar héraðsdómara í gær Samtals sex manns hafa á síðustu misserum verið ákærðir fyrir aðild með einum eða öörum hætti að svo- nefndu málningarfótmnáli. Femt hefur verið dæmt til refsingar fyrir brot sín. Höfuðpaurana tvo á hins vegar eftir að dæma. Þeir era ákærö- ir fyrir að hafa staðið að innflutningi á 67-70 kílóum af hassi með níu send- ingum með skipum á árunum 1985- 1987. Sverri Einarssyni héraðsdóm- ara var úthlutað málinu í gær. Fjórir þegar dæmdir Þeir fjórir aðilar, sem þegar hafa verið dæmdir, tengdust málinu með Fréttaljós Óttar Sveinsson ýmsum hætti, svo sem því aö kaupa eða dreifa hluta af efnunum. Hins vegar er ljóst að afgreiðsla á máh höfuðpauranna tveggja hefur tafist óeðhlega, jafnt hjá ríkissaksóknara sem Sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum sem reyndar var lagður niður þann 1. júh. Fyrsta hasssendingin af niu kom samkvæmt ákæru til landsins með Eyrarfossi til Hafnarfjarðar í des- ember 1985. Síðasta sendingin kom með sama skipi 9. nóvember 1987. Lögreglan lagði hald á hana, rúm 10 - kíló af hassi. Stuttu síðar voru höf- uðpauramir handteknir, svo og kona sem tengdist máhnu. Þau voru öh úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konan var reyndar dæmd í 10 mánaða fang- elsi í apríl síðasthðnum fyrir aðild sína að málningarfótumálinu, auk annarra fíknefnamála. Konunni og öðrum mannanna var sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrir jóhn Málningarfötumálid 19. nóv. 1987 21. júlí 1988 27. júli 1990 I,L,Ll Tæplega 1 ér 2 ár T 2 ár Héraðsdómur Reykjavíkur 15 okt. 1987. Hinn maöurinn sat inni þar tíl í janúar 1988. Rannsókn lögreglunn- ar lauk og gögnin voru send til ríkis- saksóknara 21. júh sama ár. Tveimur árum síðar var ákæra loks gefln út á hendur höfuðpaurunum tveimur og hún send Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum. Ákærum fækkað í 3 ár Helsta ástæðan fyrir þessum óeðh- lega drætti á afgreiöslu málsins hjá ákæruvaldinu er samkvæmt áreið- anlegum heimhdum DV innan ríkis- saksóknaraembættisins þessi: Árið 1987 var 71 aðih ákærður í fíkniefnamálum, fyrir utan fjölda dómsátta. Á seinni hluta þess árs starfaði aðeins einn dómari við Saka- dóm í ávana- og fíkniefnamálum og tókst því engan veginn að ljúka við að dæma í öhum þeim málum sem bárust frá ríkissaksóknara. Þetta komu starfsmenn ríkissak- sóknaraembættisins auga á og hægðu á afgreiöslu mála th dóm- stólsins í því skyni að rétta af stöð- una hjá honum. Ákæruvaldið sneri sér á meðan að afgreiðslu annarra afbrotamála sem send voru öðrum dómstólum, eins og Sakadómi Reykjavíkur. Þar störfuðu á annan tug dómara og dómarafuhtrúa. „Menn hægðu á ákæruflæðinu th dómstólsins þó að það hefði vissulega verið umdehanlegt og komið óeðh- lega niöur á málningarfótumálinu," sagði heimhdarmaður DV. Arið 1988, árið sem umrætt mál barst ríkissaksóknara frá lögregl- unni, voru aðeins 20 ákærur gefnar út í fíkniefnamálum miöað við 71 árið áður. Fyrirséð var að mannfár fíkniefnadómstólhnn var flöskuháls. Um þetta leyti var mikhl fjöldi mála óafgreiddur hjá þeim eina dóm- ara sem starfaði í fíkniefnadómstóln- um. Áriö 1989 voru aðeins 17 ákærur gefnar út í þessum málaflokki og aðeins 18 árið 1990. í september 1988 var annar starfs- maður, dómarafuhtrúi, ráðinn til fíkniefnadómstólsins. Þá fóru hlut- irnir að ganga hraðar fyrir sig þó svo að dómstóllinn hefði í raun verið ætlaður mönnum í þremur stöðu- ghdum. Málningarfötumáhð barst fíkniefnadómstólnum loks sumarið 1990. Á þeim tíma var mikið af fyrir- hggjandi málum hjá dómstólnum en eitthvað varð th þess að dráttur varð á afgreiðslu þess. Það var í raun ekki tekið fram fyrir önnur mál þó svo að ætla mætti að hraða bæri af- greiðslu þess miðað við hve þungum sökum sakborningamir eru bomir í ákæru. Aðeins ákærubirting í 16 mánuði DV fylgdist vel með málinu. í des- ember 1990 var öðrum mannanna birt ákæran. Hinum var birt hún í janúar eða febrúar árið 1991. Dómar- anum, sem var með máhð, hafði gengið iha að hafa uppi á hinum síð- amefnda. Þegar báðum haíði verið birt ákæran birti DV frétt um að rétt- arhöld í málningarfótumálinu stæðu fyrir dyrum. Samt sem áður dróst að koma á dómsyfirheyrslum og drífa máhð í gegn. Um 16 mánuðum eftir að seinni manninum var birt ákæran, þegar fíkniefnadómstólhnn var lagður niður með nýrri dóm- stólaskipan, 1. júh síðasthðinn, var málningarfótumáhð enn óafgreitt. Þeir sem DV hefur rætt við í dóms- kerfinu em sammála um að síðasta árið eða mánuðina fyrir réttarfars- breytingamar 1. júh hefði tekist að afgreiða og dæma í ótrúlega mörgum fíkniefnamálum í dómstólnum - en ekki „stóra málinu“. Starfsmenn ákæmvaldsins juku ákærustreymið á ný th dómstólsins þegar betur fór að ganga 1991 með 55 opinberum málshöfðunum í fíkni- efnamálum og síðan fjölda mála á yfirstandandi ári. Þau sem ekki tókst að ljúka, þar á meðal málningarfótu- máhð, fóra th nýja dómstólsins, Hér- aðsdóms Reykjavíkur, 1. júh. Dómstjóri þar úthlutaði málinu th eins af 21 héraðsdómara embættisins í gær, Sverri Einarssyni. Reiknað er með að dómur gangi ekki síðar en á næstu mánuðum, jafnvel fyrir ára- mót'. -ÓTT í dag mælir Dagfarí______________ Færeyskt fordæmi Frændur okkar Færeyingar era komnir á hausinn. Aht er þar í kaldakoh, ríkiskassinn tómur, fisk- vinnslan gjaldþrota og bankamir eiga ekki einu sinni fyrir skuldum. Sagt er að Færeyjar séu komnar á sveitina hjá Dönum og í theöh af öhum þessum hrunadansi hafa op- inberir starfsmenn-þar í landi setiö í verkfalh þessa vikima. í Færeyjum búa ekki nema rétt tæplega fimmtíu þúsund manris. Þeir era sem sagt ekki einu sinni hálfdrættingar á viö okkur íslend- inga í mannfjölda tahð og mætti halda aö hehu þjóðarbúi tækist bærilega að hafa í sig og á og fæða þessar fáu hræður, að minnsta kosti vel yfir fátæktarmörkum. Enda hefur það lengstum verið svo að Færeyingar hafa búiö vel og stundum ekki vitað aura sinna tal. Það var meira að segja sagt fyrir nokkrum áram og margendurtekið að íslendingar ættu að taka Færey- inga sér th fýrirmyndar um físk- sölu og útflutning á framleiðslu sinni og hvemig þeir ávöxtuöu sitt pund. Islendingar geröu margt vit- lausara en að sækja sér fyrirmynd- ir og fordæmi th Færeyja. En nú hefur þetta snúist th verri vegar. Nú er svo komiö að Færey- ingar skammast sín fyrir að vera Færeyingar. Þeir skammast sín fyrir landsstjómina og þeir skammast sín fyrir að geta ekki framfleytt sér og þeir skammast sín mest fýrir það að vera nú upp á Dani komiúr, enn einu sinni. Já, það er Ijótt ástandið í Færeyj- um og menn era þar mikið sköm- mustulegir. íslenskir fjölmiðlar hafa gert nokkuð úr þessu fær- eyska vandamáh. Helst er þar að skilja að Færeyjar séu víti th vam- aðar þar sem allt bendi th að Fær- eyingar hafí gert þau mistök sem íslendingar era að gera núna og það sé aöeins tímaspursmál hve- nær íslenska þjóðarbúið fari sömu leið og það færeyska. Þessar vinsamlegu ábendingar era góðra gjalda verðar og vonandi ekki of seint í rassinn gripiö. Hitt er annað mál, sem fjölmiðlar gleyma að skýra frá, að Færeyingar gerðu aldrei þau mistök að segja sig úr lögum við Dani. Færeyingar era enn hluti af danska konungs- ríkinu og era fjarstýröir frá kóngs- ins Kaupinhöfn þegar aht um þrýt- m-. Þess vegna er danska stjómin að hafa afskipti af færeyskum stjómmálum og senda thskipanir ..um hallalaus fjárlög th Þórshafnar og það er þess vegna sem Færey- ingar geta sagt sig th sveitar hjá Dönum, þegar þeir era sjálfir búnir aö gera í sig og geta ekki lengur í rassinn gripið. íslendingar hefðu betur lært af Færeyingum í þessum efnum. Ef aht stefnir th helvítis hér á landi eins og í Færeyjum hefðu íslend- ingar átt blessaða Danina aö ef ís- lenska þjóðin hefði haft vit á því að shta ekki stjómmálasambandi við danska kónginn. Það þýðir htið aö vara íslendinga viö þeirri gryfíu sem Færeyingar eru dottnir í vegna þess að sjálfstæðið og lýöveldið er staðreynd og við eigum enga sveit sem við getum sagt okkur th. Dan- ir bera enga ábyrgö á íslandi lengur og aö því leyti erum við miklu verr staddir en Færeyingar þegar krass- ið kemur. Ef menn era að búa sig undir þau óhjákvæmhegu örlög að fara sömu leið th andskotans og Færeyingar kemur annað tveggja th greina, að afsala sér fuhveldinu aftur og við- urkenna þau mistök sem áttu sér stað þegar lýðveldið var stofnaö ehegar að ganga rakleitt í Evrópu- bandalagið þar sem Danir era með- limir og leita svo skjóls í bandalag- inu þegar krassiö kemur. Ahavega er ljóst að íslendingar verða að læra af reynslunni frá Færeyjum og viðurkenna þá staðreynd að við höfum ekki verið færir um að standa á eigin fótum frekar en Færeyingar. Það sem Færeyingar geta hins vegar gert th að skapa atvinnu heima fyrir er að senda hingað fólk í stríðum straumum th að kenna okkur hvað við eigum ekki að gera th að lenda ekki í sömu súpunni og þeir. Dagfari leggur th að nokk- ur hundrað Færeyingar verði ráðnir th íslands th aövörunar og áminningar gegn hinu færeyska fordæmi. Þannig getum við haft gagn af krassinu í Færeyjum úr þvi aö get- um ekki haft gagn af Dönum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.