Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992. 5 Fréttir Bjartsýnir innheimtuaðilar með sex lögtaksurskurði: Milljónakröfur hvfla á gömlum bflskrjóði - kostnaður við kröfulýsingar hærri en andvirði bílsins „Eg var aö rukka mann og komst aö því að hann átti bíl, Dodge Aries, árgerð 1981. Áður en ég krafðist lög- taks í bílnum athugaði ég auðvitað hvort einhveijar skuldir hvíldu á honum og þá kom í ljós að það eru alls sex lögtök og fjámám upp á rúm- ar fjórar milljónir á þennan bíl. Þessi lögtök eru alveg út í hött og velta bara kostnaði. Þetta er ekki eina svona dæmið sem ég hef rekist á í minu starfi og manni ofbýður þessi eyðsla á almannafe," segir rukkari sem hafði samband við DV. Fjórir aðilar gera kröfu í viðkom- andi bíl samkvæmt veðbókarvott- VEÐBOKflRVOTTORD B Sir>, SJ?Kán. n»'. SUrá&ur* «?ig. : I Lýsing* DDDGG flRIES Ar'gur'&i 19B1 Kennitaldí Vedí-fculdxr* Uvc»aír og bnnur eignörbbnds VeSroJi í Kröfuhafor 01 TOLLST JORftEMBÆTTIÐ 02 RIKISÖTVARPJÐ 03 SPflRISJOÐUR VCLSTJORft 04 TOLLSTJORAEMBffTTZ D 05 Innheiatustofnun sveítarfélaga 06 TOLLSTJGRflEMBflETTIÐ Veritryggang ; Vítitala Upph*& í Otgáfudagur «t 149.143,00 11.02.91 * A 15.646,00 24.06.91 50.226,00 14.10.91 #C 156.036, OO £9. 10. 91 *D 3. 346.196,00 26.11.91 442.660,00 16.06.92 «C Nánari skýringar* *ft LOGTftK Sjá skjal nr.6-03554/91 LÖGTAK SjA skjal nr. B-09764/91 FJftRNAM Bját skjal nr. B-14016/91 LÖGTAK Sjá skjal nr.B-14563/91 LÖBTftK Sjá skjal nr. B-16199/91 LÖ6TAK Sjá Bkjal nr. B-09225/92 *E Greítt kr. 600 Bla&íOOl Veðbókarvottorð bilsins þar sem fram kemur að lýstar kröfur nema tæpum 4,2 milljónum króna. Billinn, Dodge Aries, árgerð 1981 er metinn á 50-100 þúsund krónur. IrLnheimtustofnun sveitarfélaga: Verðum að gera lög- tak þrátt fyrir sjáan- legt árangursleysi - segir Ami Guöjónsson, franíkvæmdastjóri „Það er afskaplega algengt þegar gert er lögtak í eignum að þær hrökkvi ekki fyrir öllum kröfum. En þegar menn skulda eigum við sam- kvæmt lögum að gera fjárnám eða lögtak í eignum manna. Þaö er venj- an að byrja á fasteignum en það eru ekki alhr sem eiga fasteignir og þá er gert fjámám í lausafé sem oftast eru bílar,“ segir Ami Guðjónsson, framkvæmdastjóri Innheimtustofn- unar sveitarfélaga, en þeir eiga fimmtu kröfu í bíl sem metinn er á 50-100 þúsund krónur. Krafan, sem er meðlagsskuld, hijóðar upp á tæpar 3,4 milljónir króna en opinber kostn- aður af kröfulýsingunni hjá sýslu- manni er um 85 þúsund krónur. „Við tökum engin innheimtulaun af því sem við innheimtum svo að kostnaðurinn felst bara í því sem við borgum til sýslumanns. Það hefur komið ansi hár kostnaður á þetta sérstaka mál en þetta er hins vegar óvenjuhá upphæð því að skuldin er mjög há. Við eyðum miklum vinnu- tima í að reyna að innheimta kröfur, þær liggja ekki hreyfingarlausar hjá okkur. Við leggjum út í kostnað og í þessu tilviki er ljóst að það er borin von að við fáum þetta nokkurn tíma til baka en okkur er uppálagt aö gera þetta samkvæmt lögum,“ segir Árni. Að sögn Árna er það matsatriði hvort stofnunin krefst gjaldþrots í kjölfar árangurslauss fjárnáms. „Þaö kostar mikla peninga að krefjast gjaldþrots og í þessu tilfelli myndum við aldrei biðja um gjaldþrot því að það er ljóst að það er þýðingarlaust og myndi bara hafa kostnað í för með sér. Að því leyti getum við sparað peninga," segir Árni. -ból Ólafsíjörður: Dularf ullir brunar óupplýstir hér góðu lífi. Lögreglan á Ólafsfirði varðist allra frétta þegar DV spurðist fyrir um málið en það er í höndum sýslu- manns. Því var slegið upp í frétta- tíma beggja sjónvarpsstöðvanna á sínum tíma og látið í það skína að brennuvargur gengi laus í bænum. Helgi Jónsson, DV, ÓlaMröi: Rannsóknarlögreglumenn frá Ak- ureyri voru kallaðir til Ólafsfiarðar nýlega eftir að tilkynnt hafði verið um dularfullan bruna í íbúðarhúsi hér í bæ. í þessu sama húsi varð bruni fyrir réttu ári og upplýstist það mál ekki og því hafa kjaftasögur lifað orði. Þeir eru: Tollstjóraembættið, Ríkisútvarpið, Sparisjóður vélstjóra og Innheimtustofnun sveitarfélaga. Samkvæmt upplýsingum frá bílasöl- um kostar bíll adf þessari tegund og árgerð 50-100 þúsund krónur eftir ástandi. Fyrsta krafa í bílinn er 150 þúsund frá Tollstjóraembættinu en sýnt þykir aö andvirði bílsins nær ekki einu sinni til að greiöa þá skuld, hvað þá þær kröfur sem á eftir koma. Sérstaka athygli vekur að Inn- heimtustofnun sveitarfélaga á fimmtu kröfu 1 bílinn aö upphæð tæplega 3,4 milljónir. Þaö kostar dágóðan pening að láta lýsa kröfum í eignir. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík veröur að borga fast gjald upp á eitt þúsund krónur fyrir hverja þinglýsingu auk stimpilgjalds sem er 1,5 prosent af kröfunni og aðfarar- gjalds sem er 1 prósent af kröfunni. Opinber kostnaður hjá sýslumannin- um í Reykjavík við kröfulýsingar í bíhnn er samkvæmt þessu kominn í um 110 þúsund krónur eða meira en áætlað andvirði bílsins. Þá er ótalinn lögfræðikostnaður sem safnast hefur hjá kröfuhöfum í meðferð málsins. í þessu tilviki þykir ólíklegt að tak- ast muni að krefia manninn um greiðslu á skuldum sínum. Eignir hans, þ.e. bíllinn, ná ekki einu sinni upp í kostnaðinn við kröfulýsingárn- ar. Kostnaður vegna kröfulýsinga hinna opinberu skulda mannsins, svo sem hjá Tollstjóraembættinu og hjá Innheimtustofnun sveitafélaga, munu því á endanum lenda á þessum stofnunum sem rekstrarkostnaður, sem síðan greiðist af ríkissjóöi. „Hér er um flókna tilfærslu á pen- ingum að ræða, úr einum vasa ríkis- ins í annan. Þessi tilfærsla kostar hins vegar ríkissjóð ómældar fiár- hæðir í formi vinnutíma og launa," sagði einn af viðmælendum DV sem vel þekkir til innheimtustarfa. -ból ekki Bolshoj „Þessi baljettflokkur var sér- staklega settur saman fyrir þessa sýningu. Þeir voru búnir að sýna í um mánuð í Bretlandi og komu svo hingað. Ailir aðaldansaramir voru frá Bolshoj- og Kírovballet- flokkunum en dansarar frá þjóð- arballéttinum í Pétursborg voru meginuppistaðan í dansflokkn- um sjálfum," segir Gísli Gíslason, lögfræðingur bresku umboðs- skrifstofunnar TKO sem stóð fyr ir sýningum á Svanavatninu í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku en nokkuð hefur borið á þeim mis- skilningi að fólk hafi haldiö aö um sýningu BolshojbaUettsins hafi verið að ræða. „Við vitum ekki af öðru en það hafi verið mikil ánægja með þess- ar sýningar og það var uppselt mjög fljótlega. Viö tókum það skýrt fram í öllum auglýsingum og kynningum að það væru stjömur frá Bolshoj og Kirov sem dönsuðu í uppfærslunni. Það hefði ekki verið hægt að fá þessa tvo baUettflokka hingað tíl að sýna saman því það væra um 200 manns. Það vom því einungis aðaldansarar og prímadonnur úr þessum tveimur frægu ballett- flokkura sem tóku þátt í sýning- unni,“ segir Gísli. Svanavatnið var sýnt á 10 sýn- ingum fyrir fullu húsi í Þjóðleik- húsinu og einni aukasýningu þar sem ein sýningin var styttri en tilstóðvegnamisskilnings. -ból Við fylgjumst með tískunni. ZILO húsgögnin eru fallcg og stílhrein. Þú getur fengið heyki/svart eins og á myndunum eða mahogni/svart eða þá aiveg svartlakkað og hvítlakkað. Komdu strax í dag og fáðu upplýsingar um ZILO húsgögnin. Greiósluhjör við allra hæfi . Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 EUROCARD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.