Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992. 15 Lýðræði og þjóðaratk væði Þaö vakti eðlilega nokkra athygli í umræðunum um EES-lagafrum- vörpin 20. ágúst sl. að utanríkisráð- herra mælti á móti þjóðaratkvæða- greiðslu um málið með þeim „rökstuðningi" að þjóðin væri ekki nógu vel að sér til slíkrar ákvarð- anatöku í atkvæðagreiðslu. Meistari hjásöghnnar sagði líka „að flestir þeirra sem hafa lagt á sig að kynna sér samninginn... lýsa sig fylgjandi honum.“ Skoð- anakannanir um máhð síöustu þijú árin sýna þveröfuga niður- stöðu. Nauðhyggjan Það er ekki langt síðan nauð- hyggjan var allsráðandi hér á landi varðandi Evrópusamrunaþróun- ina. f tíð tveggja’ríkisstjórna, sem hafa haft sama utanríkisráðherr- ann, hefur grunntónninn verið sá að Evrópusamrunaþróunin eigi sér stað. Hún verði ekki stöðvuð. Við verðum að verða hluti af henni eða einangrast eha og veslast upp í fá- tækt utan við innri markað Evr- ópuríkjanna. Svo haldnir voru menn af þessari nauðhyggju að á árinu 1989 fóru stjómvöld út í könnunarviðræður og síðan samningaviðræður með EFTA-ríkjunum um EES án þess að láta rannsaka fyrst hver áhrif fjórfrelsiskerfið, sem átti alltaf að vera aðaleinkenni EES, hefði á ís- lenskt efnahagslíf. Það er ekki fyrr en tveim árum síðar, í febrúar og mars 1991, að Þjóðhagsstofnun byijaði að senda forsætisráðherra skýrslur um kannanir sínar á mál- inu. KjaHarinn Dr. Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra Skoðanakannanir Skoðanakannanir sýna þróun al- menningsálitsins á EES: * í maí 1990 gátu aðeins 41,2% spurðra nefnt eitthvert eitt EFTA-land og 47,3% eitt EB-land en 87% sögðust fylgjandi Evrópu- markaði án þess að skhgreint hefði verið hvort átt væri við EFTA-EB- eða EES-markað. í október 1989 sögðust 90,3% fylgj- andi. Þá vissi fólk lítið um EES. * í desember 1991 lýstu 50,6% þeirra sem afstöðu tóku sig hlynnta EES, 49,4% sig andvíga. * í júní 1992 lýstu 37,4% sig fylgj- andi EES, 62,6% vora á móti. Könnun DV í september 1992 sýndi söiriu niðurstöðu. Og ekki má gleyma „földu“ skoð- anakönnuninni sem krataráðherr- amir létu ÍM-Gahup framkvæma 10.-28. júh 1992 á kostnað okkar skattborgaranna. í ljós kom eftir kröfu um birtingu á Alþingi að 54,1% af þeim sem afstöðu tóku voru andvígir EES, 45,9% fylgjandi. Þessi þróun almenningsáhtsins hefur einmitt átt sér stað vegna þess að stöðugt stærri hópur sjálf- stæðra, hugsandi og ábyrgra borg- ara hefur tekið þátt í umræðunni um málið. Lýðræði Það hljómar undarlega þegar maður, sem telur sig jafnaðar- mann, talar gegn því að almenning- ur fái tækifæri th að tjá sig í þjóðar- atkvæðagreiðslu um örlagamál sem snertir alla þjóðina í nútíð og framtíð. Ef þekkingarskortur á EES á að takmarka atkvæðisrétt- inn, hvað þá um rétt okkar til að velja þingmenn og aðra stjórnend- ur? A kannski að gera lýðræðið „Skoöanakannanir sanna aö þjóðin treystir ekki málflutningi utanríkis- ráðherra 1 EES-málinu. Hún vill meiri hlutlausar upplýsingar og fróðleik.“ Á kannski að gera lýðræðið óvirkt og takmarka kosningarétt almenn- ings? spyr dr. Hannes i grein sinni. óvirkt með því að hverfa th fortiðar og takmarka kosningarétt almenn- ings? Eitt meginatriði lýðræðisskipu- lagsins er að stjómað sé í samræmi við vhja þjóðarinnar. Annað að öh efnisatriði máls séu tekin th ræki- legrar rökrænnar skoðunar og al- mennrar opinberrar umræðu áður en ákvarðanir eru teknar í sam- ræmi við vhja kjósenda. Skoðanakannanir sanna að þjóð- in treystir ekki málflutningi utan- ríkisráðherra í EES-máhnu. Hún vhl meiri hlutlausar upplýsingar og fróðleik. Að þeim fengnum væri ekkert eðhlegra en að þjóðin tæki afstöðu til EES með lýðræðislegum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á þetta benti Matthías Johannessen ritstjóri 19. júní 1990 í rabbdálki sínum með þessum orðum: „Þjóðin verður að lifa við eigin ábyrgð... Slík málsmeðferð væri lýðræði í verki og allt annars eðlis en höktið í stjórnmálamönnum sem sigla einatt eftir kompás- skekkjum og þeyta þokulúðra jafnt í sól og regni. Færi því best á að þjóðaratkvæði réði úrshtum eftir víðtæka upplýsingamiðlun." Þarna talar sannur lýðræðissinni sem vert er að hlusta á. Dr. Hannes Jónsson Blað á gerviforsendum? Greinarhöfundur segir þingmenn hafa fullt umboð til að ákveða þátttöku í EES og eigi ekki að skjóta sér undan ábyrgð með því að visa þeirri ákvörðun til annarra. Um miðjan september spurði ég blaðamenn DV, sem voru að segja frá því, hvernig staðið var að af- greiðslu fjárlagafrumvarpsins fyr- ir 1993 í þingflokki sjálfstæðis- manna, hvort þeir væru að rita póhtíska skáldsögu eða segja frá staðreyndum. Þeir sögðust starfa við hiö síðarnefnda. Það, sem birt- ist á síðum DV um fjárlögin og þingflokkinn, bar þess hins vegar engin merki. Varð þessi hugarsmíð blaðamannanna þó aö forsendum fyrir pólitískum útleggingum í rit- stjómardálkum DV. „Samsærisstjórn" DV Sá einkennilegi atburður gerðist í fréttatíma Stöðvar 2 laugardaginn 17. október, að þar var leiddur fram Sigurdór Sigurdórsson, stjórn- málablaðamaður DV, th að ítreka „frétt“ sína frá fostudeginum 16. október, um að það væri að mynd- ast þverpóhtísk samstaða á Al- þingi, sem kynni að leiða til þess, að völdin yrðu tekin af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, eins og sagði í lok umræddrar „fréttar". Gat Sig- urdór að sjálfsögðu ekki rökstutt þessa niðurstöðu sína með nokkr- um rökum, enda er hún enn th marks um fréttalegan skáldskap. Haukur Helgason, aðstoðarrit- stjóri DV, leggur út af „frétt“ Sig- urdórs í ritstjórnardálki, Laugar- dagspisth, 17. október. Er Haukur skjótur að komast að niðurstöðu: „Takist á næstunni breið samstaöa gegn sljómarstefnunni, þánnig að nýr þingmeirihluti taki ráðin af stjóminni, ættu samsærismenn- imir að sjálfsögðu að mynda nýja ríkisstjóm eins og Gunnar Thor- oddsen gerði á sínum tíma.“ Th að hafa vaðið fyrir neðan sig og þurfa ekki sjálfkrafa að styðja þessa „samsærisstjóm" DV bætir Hauk- ur við: „Skoðun á nokkmm megin- KjaUaiinn Björn Bjarnason alþingismaöur þáttum í stefnu samsærismanna gefur ekki th kynna, að þeir bjóði upp á betri kosti en ríkisstjómin gerir, þrátt fyrir óvinsældir hennar og ráðleysi." (!) DV ætlar sem sé ekki að láta það henda sig að hafa fyrirfram lýst stuðningi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar, sem starfs- menn DV keppast þó við að mynda þessa dagana á síðum blaðsins. Slíkur stuðningur mundi bijóta í bága við meginstefið í ritstjórnar- stefnu blaðsins, að vera ahtaf í and- stöðu við ríkisstjórn og ráðandi stjórnmálaöfl og finna öflugum og stefnufóstum, póhtískum forystu- mönnum aht til foráttu. Þessi árátta hefur nú tekið á sig þá mynd í forystugreinum Jónasar Kristjánssonar að hann vegur að stjómmálamönnum á persónulega rætinn hátt og gefur hvað eftir ann- að th kynna að þeir séu almennt vanhæfir til að sinna störfum sín- um. Stjómmála'skrif í þessum dúr eru í ætt við skítkastið er ein- kenndi íslenska blaðamennsku þegar hún var að slíta barnskón- um. Setji aðrir sig í sömu stelhngar kemur brátt að því aö vegið verði að persónu og lifnaðarháttum þess sem skítkastið hóf. Vonandi leggjst fjölmiðlarnir ekki 1 það svað. Á viliigötum Jónas Kristjánsson er sjálfum sér samkvæmur í forystugrein 17. okt- óber sl. þegar hann rökstyöur skoð- un sína um nauðsyn þjóðarat- kvæðagreiðslu um Evrópska efna- hagssvæðið (EES), meðal annars á þeirri forsendu að á Alþingi sitji 63 menn sem séu sumir hveijir „ófærir um að sinna því starfi og sem flestir hafa htið sem ekkert kynnt sér Evrópska efnahagssvæð- iö.“ Með rökum af þessu tagi er í raun auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að taka eigi Alþingis- húsið undir annað en löggjafar- starf, því að aldrei veljist þangað menn sem séu th þess hæfir. Það er rétt hjá Jónasi Kristjáns- syni, að haustið 1989 vhdu sjálf- stæðismenn, að leið tvíhhða við- ræðna við Evrópubandalagið (EB) yrði könnuð th þrautar. Þegar tæp tvö ár voru hðin frá því að þeirri leið var hafnað og samningar um EES vom á lokastigi, það er fyrir kosningar 1991, ályktuðu sjálfstæð- ismenn á landsfundi sínum, að ís- lendingar hlytu að tengjast sam- vinnuþróuninni í Vestur-Evrópu og þeir gerðu það með samninga- viðræðunum um EES, en þeim yrði að ljúka á þann veg, að íslendingar héldu sjálfstæði sínu og óskoruð- um yfirráðum th lands og sjávar. Þessi ályktun varð kosningayfir- lýsing sjálfstæðismanna í þing- kosningunum. Hún hefur gengið eftir. Talsmenn þjóðaratkvæða- greiðslu kjósa ætíð að hta fram hjá því, að EES-samningurinn ghdir í raun ekki nema th tólf mánaða, við getum sagt honum upp með þeim fyrirvara. Þeir minnast þess ekki heldur, að fram komu kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi, þegar rætt var um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO), samninginn um álverið í Straums- vík og aðhdina að EFTA. í öhum thvikum vora þessar thlögur fehd- ar, af því að þær eru í ósamræmi við meginforsendur íslenskrar stjómskipunar, fuhtrúalýðræðið: Þingmenn era kjömir th að taka ákvarðanir um þátttöku í NATO, álver 1 Straumsvík og aðhd að EFTA. Þeir hafa fvhlt umboð th að ákveða þátttöku í EES og eiga ekki að skjóta sér undan ábyrgð með því að vísa þeirri mikhvægu ákvörðun th annarra. Dóm sinn hljóta þing- menn síðan í almennum kosning- um. Bj örn Bj arnason „Talsmenn þjóðaratkvæðagreiðslu kjósa ætíð að líta fram hjá því, að EES- samningurinn gildir í raun ekki nema til tólf mánaða, við getum sagt honum upp með þeim fyrirvara.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.