Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAjGUR p. OfCTÓBER 1992. Fréttir Dómur hæstaréttar vegna voðaatburðar í Vestmannaeyj um í janúar: Sex ára f angelsi fyrir að bana sambýlismanni - dómurinn klofnaði en þyngdi refsiákvörðun héraðsdóms um 2 ár Hæstiréttur hefur þyngt fangels- isrefsingu Jónínu Sigríöar Guð- mundsdóttur, sem banaði sambýlis- manni sínum með flökunarhnífi í íbúð í Vestmannaeyjum þann 11. jan- úar í ár, úr 4 ára fangelsi í 6 ára fang- elsisrefsingu. Til frádráttar refsing- unni kemur varðahald sem konan hefur sætt frá í janúar. Þegar atburðurinn átti sér stað var konan, sem er tvítug, að koma heim snemma að morgni eftir skemmtanir um nóttina og hitti þá fyrir sambýlis- mann sinn sitja við drykkju ásamt fjórum félögum sínum. Konan bað mennina aö fara út en gestgjafinn aftók það með öllu. Hringdi hún þá á lögreglu sem ekki kom. Eftir mikið þjark hótaði konan sambýlismanni sínum lífláti en fékk ögrandi svör. Konan sótti síðan hníf fram í eldhús, kom framan að manninum og lagði að honum þar sem hann sat með fætur kreppta að líkamanum. Hnífs- lagið kom í hjartastað á milli saman- krepptra hjánna. Héraðsdómur Vestmannaeyja sak- felldi konuna í maí fyrir manndráp með svokölluöum líkindaásetningi. Héraðsdómur hafnaði þeirri skýr- ingu að um óviljaverk hefði verið að ræða en féllst á að konan hefði ekki fyrirfram ætlað sér aö bana mannin- um. Samkvæmt almennum hegningar- lögum skal refsing fyrir manndráp ekki vera skemmri en 5 ára fangelsi. Þó er heimilt að færa refsingu niður ef brotið er framið í ákafri geðshrær- ingu eins og héraðsdómur komst að niðurstöðu um auk þess sem tillit var tekið til fleiri mildandi atriöa. Hæstiréttur taldi refsinguna hins vegar hæfllega 6 ár. Fimm manna dómur klofnaði þó í afstööu sinni. Hjörtur Torfason hæstaréttardómari skilaði sératkvæði. Hann taldi að dæma ætti konuna í 4 ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás. Hjörtur taldi ósannað aö konan „hafi hlotið að sjá fyrir banvæni atlögu sinnar með svo eindregnum hætti að“ refsi- ákvæði um manndráp ætti við. Við ákvörðun refsingar í því sambandi taldi Hjörtur m.a. að líta bæri til hættunnar sem stafaði af hnífnum. Þeir sem tóku meirihlutaafstöðu í dóminum voru hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Þór Vilhjálmsson og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. -ÓTT / Vegfarandinn sá reyk leggja frá þessum bíl á bilastæði stutt frá Þjóðleikhúsinu. Þegar hann aðgætti nánar sá hann tvo útigangsmenn í fastasvefni í reyknum inni i bilnum. Á innfelldu myndinni sést hvernig aðstaðan var í hinum yfirgefna númerslausa sendibil. DV-myndir Sveinn Fulltrúar Kaiser Aluminium ánægöir meö Islandsheimsóknina: ísland vantar ekki staði undir álver - sagði John M. Seidl er hann gekk á fund iðnaðarráðherra 1 gær „ísland vantar ekki heppilega staði undir álver, svo mikið er víst. Á þess- um stutta tíma, sem ég hef dvalið á íslandi, hef ég aö minnsta kosti séð eina 4 til 5 fyrir mér, þar á meðal í Eyjafirði," sagði John M. Seidl, stjómarformaður Kaiser Alumin- ium, er hann gekk á fund Jóns Sig- urðssonar iönaðarráðherra í gær. íslandsheimsókn fulltrúa Kaiser Aluminium lauk í gær en þeir hafa dvalið hér á landi undanfama fjóra d'aga til að kynna sér aöstæður til álframleiðslu. Fyrirtækið er staðráð- ið í að fara út í nýfjárfestingar á næstu ámm og leitar nú aö heppileg- ustu staðsetningunni. Auk Islands hafa fulltrúar Kaiser kannað aðstæð- ur í Suður-Ameríku, Afríku og Rúss- landi. Ákvörðun um hvaða land verður fyrir valinu verður tekin af stjóm fyrirtækisins á fyrsta fjórð- ungi næsta árs. Undirbúningur að komu Kaiser-, manna hingað til lands hefur aðal- lega verið i höndum Charles Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Að sögn Charles er haxm nyög ánægður með hvemig til hefur tekist í könnunarviðræðum Kaiser- Jón Sigurðsson iönaöarráðherra og Charles Cobb, ráögjafi Kaiser Alum- inium. DV-mynd Brynjar Gauti manna við íslensk stjómvöld. „Tíminn hefur veriö vel nýttur og vinnan því verið árangursrík. Ég er sannfærður um að Kaiser muni byggja álver einhvers staðar í heim- inum og ég er líka sannfærður um að ísland sé góður valkostur. í þess- um viðræðum voru engir samningar gerðir heldur reyndum við að gera okkur grein fyrir skilmálum hugsan- legra samningaviðræðna." Charles segir að verði ísland fyrir valinu komi vel til álita aö Kaiser leiti eftir samstarfi við Atlantsál- hópinn um framkvæmdir. Á hinn bóginn séu ýmsar aðstæður Kaiser aðrar en þeirra fyrirtækja sem mynda Atlantsál-hópinn og því yrðu að koma til sérstakir samningar við fyrirtækið. Jon Sigurðsson iðnaöarráöherra sagði eftir fundinn með Kaiser- mönnum í gær að hann ætti von á því að heyra frá þeim á næstunni. Ljóst væri að af hálfu Kaiser ríkti mikill áhugi á frekari upplýsingum héðan. Enn sé þó ótímabært að tala um árangur þessara viðræðna. „Málið er enn á könnunarstigi. Það er hins vegar hverjum manni ljóst aö miðað við efnahagsskilyrðin í ál- iðnaðinum og lágt álverð um þessar mundir þá munu menn þurfa að safna kjarki áður en þeir taka ákvörðun um aö leggja í svona fram- kvæmdir. Vonandi verður það Kjark- söfnun sem í hönd fer.“ -kaa Athugull íbúi 1 gamla miöbænum: Bjargaði útigangsmönn- um úr reykjarkófi í bíl - annarreyndistverahinnbrenndiútigangsmaður Komið hefur í ljós að útigangsmaö- urinn sem sagði við lögreglu í síðustu viku að tveir menn hefðu kveikt í sér að saga hans á ekki beinlínis við rök að styðjast. Maðurinn fannst eins og fram kom í DV talsvert brenndur á biðstöð við Lækjargötu á fimmtudag. Málavextir eru þeir að maður nokkur, sem býr í gamla miðbænum, átti leið um gatnamót Smiðjustigs og Hverfisgötu, stutt frá Þjóðleikhús- inu, seint á fimmtudagskvöld. Sá hann þá hvar reykur steig út úr gömlum „yfirgefnum“ Chevrolet sendiferðabíl er stóð númerslaus á bílastæði. Maðurinn þekkir vel til í hverfmu og vissi að útigangsmenn hafa stundum hafst viö inni í bílnum, jafnvel sofið þar. Honum datt því í hug að líta inn í bílinn og athuga hvort einhver væri þar. Er hann leit inn sá hann hvar tveir þekktir en ógæfulegir útigangsmenn sváfu inni í reyknum. Brá hann skjótt við og vakti annan mannanna, þann sem „var við stýrið“. Sá vakn- aði og aöstoðaði síöan aökomumann- inn við að koma félaga sínum út sem var aftur í. Þetta reyndist vera mað- urinn sem brenndist. Þegar hann vaknaði loksins sá hann hina tvo vera að drösla sér út úr bílnum. Ljóst þykir að kviknað hafði í út frá sígar- ettuglóð eða því um líku. Maðurinn sem bjargaði útigangs- mönnunum út úr bílnum fór með þá heim til sín, gaf þeim að borða og reyndi að hlúa að þeim en við svo búið kvöddu þeir. Það var svo daginn eftir sem lög- reglan fann hinn brennda mann dauðadrukkinn í biöstöðinni við Lækjargötu. Þegar lögreglan var að koma honum í burtu stundi hann: „Þeir kveiktu í mér“. Honum var síð- an komið undir læknishendur. Eftir að fréttir voru sagðar af úti- gangsmanninum, og bjargvætturinn gaf sig fram, kom hið rétta í ljós. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú lokið rannsókn á þessu máli. Hún telur vegfarandan í gamla miðbæn- um tvímælalaust hafa bjargað úti- gangsmönnunum frá köfnun í reyknum inni í bílnum. Heilsa hins brennda útigangsmanns er talin góð. Maður frá ráðningarskrtfstofrinm kom með flugvél: „i ixippocjauBcuuii uahueu ciui 1 Ud iVjtUL UUd gCl ct eiiLHvau ai S6r, sérstökum fundi meö okkur í landi fær fjölskylda þeirra ekkert að en þeir þora ekki að tala þegar skip- borða,“ segir Jónas. stjórinn sér til, Þetta mál er ekki Að sögn Jónasar sendi ráöning- búið. Það gæti farið svo að Bakka- arskrifstofan sérstakan mann frá foss yröi kyrrsettur úti eða þegar Filippseyjum með einkaflugvél til hann kemur aftur hingað eftir hálf- landsins þegar fréttist af kvörtun- an mánuð. Ég hugsa þó að skip- um mannanna. Þessi maður kom stjórinn muni á endanum beygja fram í ijölmiðlum undir fólsku sig undir að þurfa að borga þeim nafni, sagðist vera óbreyttur háseti rétt laun,“ segir Jónas Garðarsson, á Bakkafossi og hélt þvi fram að framkvæmdastjóri Sjómannafé- allt væri í himnalagi með laun og lags Reykiavíkur. aðbúnaö filippseysku sjóraann- Á fundinum með fulltrúum Sjó- anna. „Við erum búnir að tala við mannafélagsins staöfestu Filipps- þennan mann og hann heitir allt éyingamir hin lágu laun sín. Þeir annað í dag en í gær. Það er ekkert fá einungis þriöjung launanna að marka það sem hann og skip- sinna útborgaðan mánaðarlega en stjórinn segja,“ segir Birgir Björg- ; afgangurinn er sendur heim til vinsson hjá Sjómannafélaginu. ráðningarskrifstofunnar á Filipps- Filippseysku sjómennirnir eru eyjum. ráðnir á Bakkafoss fram yör ára- „Fjölskyldur mannanna fá mat- mót og ætlar Sjómannafélagiö aö vöru upp í launin hjá fyrirtæki sem fylgjast með því að sá samningur ráðningarskrifstofan á. Ef menn- veröi haldinn. imir haga sér ekki vel um borö, -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.