Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 14
14 PÖST'UDA'GU.H 23. ÖKTÓBEB 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SiMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Fjárlagaræðan Fyrsta umræða fjárlagafrumvarpsins fór fram í vik- unni. Friðrik Sophusson hármálaráðherra fylgdi frum- varpinu úr hlaði með yfirliti um þróun ríkisíjármála og stöðu efnahagsmálanna almennt. Ræðan var án skrums eða stóryrða og að því leyti niðri á jörðinni. Ráðherrann kaus að flytja snyrtilega samið yfirlit um ástand og horfur, líkara ársskýrslu seðlabankastjóra heldur en stefnumótun í pólitísku hitamáli. Fjárlög eru í eðli sínu hitamál og stórmál vegna þess að þar á að finnast stefna ríkisstjórnarinnar í ríkisfj ár málunum og efnahagsmálunum. Frumvarp Friðriks Sophussonar er snotur jjárhagsáætlun en markar engin tímamót. Fram- söguræðan með frumvarpinu dregur dám af því að reynt er að sigla milli skers og báru. Hún var hógvær og hóf- söm. Það er rétt hjá Friðriki Sophussyni að fjárlagafrum- varpið er til umræðu við nokkuð sérstæðar aðstæður. Hann bendir á að þótt ýmsir kvarti undan niðurskurði í ríkisbúskapnum eru margir sem telja að ekki sé nógu langt gengið 1 þeim efnum. Þetta eru orð að sönnu. Ríkisstjórnin hefur ekki geng- ið nógu langt í niðurskurði, nógu langt í sparnaði eða nógu langt í uppstokkun á sjálfvirkum greiðslum úr ríkissjóði. Nægir þar að nefna landbúnaðinn. En hinar sérstæðu aðstæður eru einnig af öðrum toga. Rétt í þann mund, sem fjárlagafrumvarpið er tekið til umræðu, hafa alvarlegar þreifingar farið fram utan þings og utan stjórnarráðs um miklu víðtækari aðgerð- ir í efnahagsmálum heldur en frumvarpið gerir ráð fyr- ir. Þjóðin krefst aðgerða í atvinnumálum. Ríkisstjómin hefur sjálf tekið þátt í þeim viðræðum eftir því sem fjármálaráðherra segir. Ef og þegar niður- stöður liggja fyrir um þverpóhtískar og allsherjarað- gerðir í atvinnumálum, skattamálum og ríkisfjármálum mun fjárlagafrumvarpið í sinni núverandi mynd verða pappírsgagn eitt. Það er kannske þess vegna sem þing- heimur fylgdist með framsöguræðu hármálaráðherra með öðru eyranu og fjármálaráðherra sjálfur fór varleg- um orðum um einstaka þætti frumvarpsins. Ríkisstjórnin og fjármálaráðherra ættu auöv tað, í skjóli stöðu sinnar og valda og pólitískrar ábyrgoar, að hafa forystu um allsherjarviðbrögð í þjóðfélaginu til björgunar atvinnulífinu, en gott og vel: ef frumkvæðið kemur annars staðar frá, þá er sama hvaðan gott kem- ur. Fjármálaráðherra er nógu klókur og víðsýnn stjórn- málamaður til að átta sig á þeirri undiröldu sem nú er í landinu og sér og skilur að ríkisstjórnin verður að láta sig fljóta með. Fjárlagafrumvarpið er í biðstöðu á meðan. Athyglin hefur beinst að skattatilfærslum sem hefðu þann tilgang að létta byrðum af rekstri fyrirtækja og örva þannig atvinnu. Fjármálaráðherra segir í ræðu sinni að jafnframt slíkum skattatilfærslum þurfi að fylgja lækkanir á ríkisútgjöldum. Þetta er lykilatriði. Skattahækkanir einar sér leysa engan vanda ef þær verða ekki í allsherjarpakka, líkt og Svíar samþykktu, sem tekur til ríkisútgjalda og sjáanlegs árangurs 1 rík- isfjármálunum. Fjárlagafrumvarpið er hvorki fugl né fiskur í þeim efnum og kropp í virðisaukaskatt hér og klór í atvinnusköpun þar vekur lítinn fögnuð meðan slíkar hugmyndir virðast án stefnu og stjórnar. Skilaboðin eru skýr. Fjárlagafrumvarpið er ekki nægjanlegt útspil. Aðstæður í þjóðfélaginu kalla á miklu róttækari aðgerðir. EUert B. Schram Perot enn ogaftur Sú merkilega niöurstaða blasir við eftir sjónvarpsrökræður frambjóð- enda í Bandaríkjunum að það er Ross Perot sem stendur uppi sem sigurvegari. Samkvæmt skoðana- könnunum töldu fleiri hann hafa staðið sig best en sjálfan Bush og ekki munar miklu að hann nái Clinton sem enn er langfremstur og ætti næstum því að eiga sigur vísan ef fullt mark væri takandi á skoðanakönnunum. - En svo er ekki. Skoðanakannanir mæla stundar- geðhrif frekar en sannfæringu og léttleiki Perots og föst skot hans á skrifræðið og möppudýrafarganið í Washington áttu djúpan hljóm- grunn meðal áhorfenda að kapp- ræðunum. Samt sem áður, og án þess að gera ráð fyrir að Perot eigi raunhæfa möguleika á að vinna sigur, er þegar ljóst að hann er um það bil að ná því fylgi, sem hann hafði, þegar hann dró sig óvænt í hlé í júlí, eða nálæg, 20 prósentum atkvæða. - Þetta eru meiri tíðindi en virðast kann í fyrstu, því aö í Bandaríkjunum er það ekki at- kvæðafjöldi sem ræður hver nær kjöri heldur fjöldi kjörmanna. KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Hann er aö vísu reynslulaus í pólitík, en eins og hann sagði sjálf- ur, er það enginn plús að hafa reynslu af því eins og Bush og fyrir- rennari hans að safna íjögur þús- und milljarða dollara fjárlagahalla. Af því hefur hann enga reynslu og þessi athugasemd hefur flogið víða. Perot hét því að taka ærlega til hendinni og hann þótti einiægur og trúveröugur. Sjáífur verð ég að viðurkenna að mér þótti sumt sem Perot sagði hitta beint í mark, enda þótt ég vildi ekki'sjá hann á forseta- stóli. Jafntefli er ekki nóg En þegar allt kemur til alls skipta röksemdir og málflutningur sára- litlu máli í sjónvarpi. Það sem öllu máli skiptir er heildaráhrifin, ein „... léttleiki Perots og föst skot hans á skrifræðið og möppudýrafarganið í Washington áttu djúpan hljómgrunn meðal áhorfenda að kappræðunum.“ Kjörmenn Kjörmenn eru alls 538 og hreinn meirihluti er 270. Til að ná kjöri þarf hreinan meirihiuta. Sú regla gildir að sá sem sigrar í hverju ríki fær alla kjörmennina, jafnvel þótt' hann vinni meö eins atkvæðis mun. Perot gæti eftir frammistöðu hans í kappræðunum að dæma unnið einhver ríki, til dæmis Tex- as, sem er heimaríki hans, og heimaríki Bush að nafninu til líka, og þessir 35 kjörmenn eru mikil- vægir. Ennfremur gæti hann með því að draga atkvæði ýmist frá Clinton eða Bush ráðiö úrslitum í ríkjum þar sem mjótt er á munum. Sam- kvæmt nýjustu fréttum er nú svo mjótt á munum að Bush forseti getur aðeins talist viss um sigur í sjö ríkjum. Mörg ríki, sem áður voru trygg vígi repúblikana, svo sem Kalifornía, eru nú talin örugg fyrir Clinton. Kalifomía ein hefur 53 kjörmenn, og frá upphafi hefur verið talið að sá sem ynni sigur í Kaliforníu, New York, Texas og Pennsylvaníu ætti sigur vísan. Nú er að minnsta kosti Texas í óvissu og í ýmsum miðvest- urríkjanna, svo og sums staðar í Suðurríkjunum gæti fylgi Perots riðið baggamuninn. Allt veltur á því frá hvorum hann tekur meira fylgi, Bush eða Clinton. Af fyrstu viðbrögðum við kappræðunum er svo að sjá sem það sé Bush sem tapi meira fylgi til Perots. Suðurríkin Kappræðumar í sjónvarpinu vom skemmtilegt sjónarspil og minntu mig á gamla daga þegar sjónvarpskappræður þeirra Nix- ons og Kennedys árið 1960 vom teknar upp á filmur og sýndar há- skólastúdentum. Þá var hiti í bar- áttunni, sem nú vantar. Samanbor- ið við Nixon og Kennedy em Bush og Clinton heldur sviplausir og Perot er eins konar þriðja hjól sem dregur athygli frá báðum. í rauninni fannst mér Perot hjálpa Clinton meir en Bush. Telja má að þeir sem em í gmndvallar- atriðum andvígir sjálfri sambands- stjóminni í Washington, eins og furðu algengt er meðal Suðurríkja- manna, muni halla sér að Perot í mótmælaskyni við Bush. Hvemig það kémur út, þegar kjörmannatal- an er lögð saman, er svo allt annað mál. Þeir Clinton og Gore varaforseti eru báðir Suðurríkjamenn og hugs- unin á bak viö það að hafa þá báða úr suðri var að grafa undan því rótgróna fylgi sem Reagan hafði aflað sér þar meðal íhaldssamra demókrata. Sú stefna virðist hafa ætlað að ganga upp, en síðan kem- ur Perot eins og jókerinn í spila- pakkanum og hleypir öllu í óvissu. Samt sem áður ætti niðurstaðan að vera sú aö með því að draga fylgi frá Bush í Suðurríkjunum ætti Perot að styrkja Clinton. „Bisness“ Svo er að sjá af viðbrögðum al- mennings í Bandaríkjunum við framkomu Perots í kappræöunum að hann hafi vaxið stórlega í áliti. Hann boðar lausnir byggðar á þeim heimi sem hann þekkir, bandarísk- um viðskiptaheimi á hæsta stigi. Meðal Bandaríkjamanna er grunnt á aðdáun á milljarðamæringum, einkum þeim sem hafa aflað sinna milljarða á eigin spýtur. Perot seg- ist aðeins sjá ákveðin vandamál í Washington af sama tagi og hann fékkst við sem viðskiptajöfur og segist ætla að leysa þau eins og hvert annað „bisnessmál". vel heppnuð setning getur gert einn eða annan að sigurvegara. Það er framkoma, hreyfmgar og svip- brigöi sem frambjóðendur eru dæmdir eftir. Og eftir því sem næst verður komist var það Clinton sem best kom út úr þessari eldraun, ekki vegna þess endilega að hann hefði sigrað, heldur vegna þess að hann hélt sínu og vel það fyrir Bush. Bush er sitjandi forseti og nefur sem slíkur stjórn á öllum þeim gíf- urlegu áhrifum sem Hvíta húsið getur haft. Samt tókst honum ekki að slá Clinton út í kappræðum. Það er ekki svo að Bush hafi tapað, hann sigraði ekki. Það er ekki nóg fyrir Bush að ná jafntefli. Heims- meistarinn í skák heldur titlinum á jafntefli, en það gildir ekki um bandarískar forsetakosningar. Með því einu að koma ekki afger- andi höggi á Clinton tapaði Bush þessum kappræðum og þar með að öllum líkindum möguleikum sín- um á að halda forsetaembættinu næstu íjögur ár. Gunnar Eyþórsson Ross Perot forsetaframbjóðandi. - Segist vilja leysa ákveðin vandamál í Washington eins og hvert annað „bisnessmál"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.