Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 23:' OKTÓBER' 19'9'2. Afmæli Sigurbjörg Ögmundsdóttir Sigurbjörg Ögmundsdóttir húsmóö- ir, Víðigrund 22, Sauðárkróki, er 85 ára í dag. Starfsferill Sigurbjörg fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hún hefur búið þar alla sína ævi fyrir utan árin 1974-83 er hún var búsett í Reykjavík. Sigurbjörg fór ung að vinna fyrir sér og vann þá hin margvíslegustu störf. Hún hefur starfað með Hvíta- sunnusöfnuðinum frá 1938. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 23.1.1927 Svav- ari Guðmundssyni, f. 5.12.1905, d. 6.6.1980, fyrrum bæjargjaldkera Sauðárkróksbæjár. Hann var sonur Guðmundar Guðmundssonar og Önnu Maríu Stefánsdóttur, systur Eyþórs Stefánssonar, tónskáíds á Sauðárkróki. Börn Sigurbjargar og Svavars eru: Eymundur Stefán, f. 23.2.1927, d. 3.6.1927; Ögmundur Eyþór, f. 30.3. 1928, mjólkurfræðingur, kvæntur Maríu Pétursdóttur og eiga þau þrjár dætur. Þær eru: Ásdís, f. 24.2. 1931, d. 29.9.1988, fyrri maður Egill Halldórsson og eignuðust þau fimm börn, seinni maður Gunnlaugur Sigurgeirsson; Guðrún Ólöf, f. 14.6. 1932, gift Þorsteini Vigfússyni og eiga þau fimm börn; Kristín Björg, f. 1.7.1933, gift Hjalta Guðmunds- syni og eiga þau fimm börn; Sverr- ir, f. 24.11.1934, kirkjuvörður, fyrri kona Ester Magnúsdóttir og eignuð- ust þau þrjú börn, seinni kona Sig- rún Halldórsdóttir og eignuðust þau tvö börn; og Sigríður, f. 25.12.1937, gift Birgi Þórðarsyni og eiga þau eina dóttur en auk þess ólu þau upp tvö barnabörn sín. Afkomendur Sig- urbjargar urðu 100 á síðasta ári. Systkini Sigurbjargar eru: Magn- ÚS, f. 17.10.1904, d. 9.3.1964, skósmið- ur; Ingibjörg Jakobína, f. 12.1.1906, húsmóðir, var gift Pétri Laxdal Guð- varössyni sem lést 1971, eignuðust þau fjögur börn; Jóhanna, f. 6.6. 1917, húsmóðir, gift Kristjáni Reykdal Kristjánssyni og eiga þau fjögur börn; Páll, f. 29.7.1914, bif- reiðastjóri, fyrri kona Sigurbjörg Sveinsdóttir og eignuðust þau fjögur börn, seinni kona Halla Sigurðar- dóttir og eignuðust þau tvær dætur; Sigríður Björg, f. 2.5.1921, húsmóð- ir, fyrri maður Helgi Einarsson sem lést 1964 og áttu þau fimm börn, seinni maður er Árni M. Jónsson. Foreldrar Sigurbjargar voru Ög- mundur Magnússon, f. 31.3.1879, d. 9.8.1968, söðlasmiður, ogKristín Björg Pálsdóttir, f. 15.4.1884, d. 17.8. 1942, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af á Sauðárkróki. Ögmundur var sonur Magnúsar, b. Brandaskarði, Ögmundssonar. Móðir Magnúsar var Jóhanna ljós- móðir Magnúsdóttir, b. á Fjalh á Skaga, Jónssonar. Móðir Ögmundar var Sigurbjörg Andrésdóttir, b. á Syðri-Bægisá, Tómassonar og Helgu Daníelsdóttur frá Skipalóni við Ak- ureyri. Móðir Sigurbjargar var Ingi- björg Þórðardóttir, b. á Kjarna, ætt- fóður Kjarnaættarinnar, Pálssonar. Kristín Björg var dóttir Páls, b. á Gröf í Víðidal, Steinssonar. Móðir Páls var Þorbjörg Árnadóttir, b. á Hörgshóli, Björnssonar. Móðir Þor- bjargar var Sigríður systir Ragn- heiðar, langömmu Lúðvíks Nordal læknis, afa Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Sigríður var dóttir Friðriks, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórarinssonar, sýslu- manns á Grund, Jónssonar, ættfoð- ur Thorarensensættarinnar. Móðir Sigríðar var Hólmfríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víðidalstungu, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns for- seta og bróður Þórðar, stúdents í Vigur, ættfoður Vigurættarinnar, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættarinnar, Jóns- sonar. Sigurbjörg Ögmundsdóttir. Móðir Kristínar Bjargar var Ingi- björg Jakobína Jósepsdóttir, b. í Enniskoti, og Signýjar, dóttur Jóns, b. á Sæunnarstöðum, og Signýjar Sveinsdóttur frá Fremri-Fitjum. Sigurbjörg tekur á móti gestum í félagsheimili Léttfeta í Tjamarbæ á milli kl. 20 og 23 á afmælisdaginn. Þröstur Guðbjartsson Þröstur Guðbjartsson leikari og leikstjóri, Tryggvagötu 18, Reykja- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Þröstur fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp til níu ára aldurs en fluttist þá til höfuðborgarinnar. Fimm næstu sumur var hann í sveit að Móskeldu í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu og hefur litið á það sem sitt annað heimili síðan. Sextán ára gamall hóf Þröstur nám hjá Angantý Vilhjálmssyni, bakarameistara í Njarðarbakaríi, og lauk síðar sveinsprófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1973. Ári síðar hóf hann nám í Leiklist- arskóla SÁL og útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla íslands 1978. Alla tíð síðan hefur hann verið lausráðinn leikari og leikstjóri hjá hinum ýmsu stofnunum og leikfé- lögum víðs vegar um landið eins og t.d. hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleik- húsinu og Leikfélagi Akureyrar. Hann er nú lausráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgar- leikhúsinu þar sem hann fer þessa dagana með hlutverk í leikriti Björns Th. Bjömssonar „Dungan- on.“ Jafnframt því er hann að leik- stýra leikriti Unnar Guttormsdóttur og Önnu Kristínar Kristjánsdóttur, Sögunni um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans, hjá leikdeild UMF íslendings í Borgar- firði. Þröstur hefur einnig leikið í tveimur kvikmyndum. Önnur er Svart og sykurlaust, sem tekin var að mestu leyti á Ítalíu sumarið 1985, en hin er mynd Óskars Jónassonar, Sódóma Reykjavík, sem verið er að sýna um þessar mundir. Hann hefur ennfremur fengist lít- ils háttar við ritstörf, skrifað nokkra „sketsa“ og leikgert nokkrar sögur fyrir árshátíðir og skólaskemmtan- ir, ásamt því að skrifa barnaleikritið AÍIt í plati sem sýnt hefur verið hjá nokkrum áhugaleikfélögum. Fjölskylda Alsystkini Þrastar ecu: Vilhelm Valgeir, f. 1948, kvæntur Guðrúnu Ragnarsdóttur og eiga þau þrjá syni; Ólöf María, f. 1950, gift Jónasi Pétri Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur; Svanur, f. 1951, kvæntur Ólöfu Magnúsdóttur og eiga þau þrjár dætur en Svanur átti dóttur fyrir; Guðrún, f. 1955, gift Bjarna Alberts- syni og eiga þau þrjú börn; Unnur, f. 1956, gift Garðari Benediktssyni og eiga þau fjögur börn; Kristín Þóra, f. 1960, gift Davíð Ólafssyni; og Birna, f. 1962, gift Sölva Sólbergs- syni og eiga þau tvo syni. Hálíbróðir Þrastar, sammæðra, er Öm Guðjónsson, f. 1945, kvæntur Sigurósk Garðarsdóttur og eignuð- ust þau þijá syni en misstu þann elsta á 14. ári. Hálfsystur Þrastar, samfeðra, eru: Bára, f. 1962, gift Jóni Haukdal og eiga þau tvo syni; og Sif Ásthildur, f. 1973. Auk þess eignuðust foreldrar Þröstur Guðbjartsson. Þrastar þríbura 1953 en þeir létust allir á fyrsta sólarhringnum. Foreldrar Þrastar eru Guðbjartur Þórir Oddsson, f. 20.3.1925, húsa- málari, og Kristín Ólafsdóttir, f. 17.10.1920, húsmóðir. Þau eru skilin og er Guðbjartyur nú búsettur í Húnavatnssýslu en Kristín í Reykjavík. Foreldrar Guðbjarts vom Oddur Valgeir Gísli Guðmundsson og Vil- helmína Jónsdóttir sem nú eru bæði látin. Foreldrar Kristínar vom Hálf- dán Ólafur Hálfdánarson og María Rögnvaldsdóttir sem einnig eru lát- in. Andlát DV Haukur Morthens Haukur Morthens söngvari, Garð- húsum 51, Reykjavík, lést 13.10. sl. Hann verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag, íöstudaginn 23.10. kl. 15. Starfsferill Haukur fæddist í Reykjavík 17.5. 1924. Hann hóf prentnám í Alþýðu- prentsmiðjunni 1943, lauk sveins- prófi 1948 og starfaði um skeið í ísa- foldarprentsmiðju. Haukur var án efa einhver vinsæl- asti dægurlagasöngvari sem um get- ur hér á landi. Hann hélt vinsældum sínum sem dægurlagasöngvari til hinstu stundar eða lengur en nokk- ur annar, söng fleiri lög inn á hljóm- plötur en nokkur annar íslending- ur, söng með miklum fjölda ólíkra hljómsveita og var aUan sinn tón- listarferil óvenju víðfömll. Haukur hóf söngferil sinn á stúku- skemmtunum í Góðtemlparahúsinu 1944, söng síðan með Alfreð Clausen um skeið; Crasy Rhythim-kvartett; Hljómsveit Bjama Böðvarssonar (og fór með henni um landið 1946); KK-sextett; G.O.-kvintettinum; Ori- on-kvintettinum; Hljómsveit Gunn- ars Sveinssonar; Tríói Eyþórs Þor- lákssonar; Hljómsveit Jöm Grau- engárd og fjölda annarra. Haukur stofnaði eigin hljómsveit 1958 og söng síðan lengst af með henni. Hann fór í söngferðir til m.a. Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Englands, Sovétríkj- anna, Kanada, Bandaríkjanna og Austurríkis og hlaut verðlaun og viðurkenningar í dægurlagakeppn- umerlendis. Fyrsta tveggja laga plata Hauks kom út 1954 en það ár komu út níu tveggja laga plötur með honum þar sem m.a. er að finna lögin Ó borg mín borg, Bjössi kvennagull og Eg er kominn heim. Fyrsta breiðskífa Hauks kom hins vegar út hjá Fálk- anum 1962 en alls mun hann hafa sungið um þrjú hundmð lög inn á hljómplötur. Haukur hóf störf sem stefnuvottur um 1963 og dró þá nokkuð úr söngn- um en starfrækti þó eigin hljóm- sveit fram á miðjan áttunda áratug- inn. Hann hóf síðan að syngja aftur af fullum krafti um 1980 en síðast kom hann fram opinberlega sl. ný- ársdag. Haukur þáði viðurkenningu DB fyrir störf að dægurlagatónlist 1979, var heiðursborgari Winnipegborgar 1982, var heiöraður af STEF fyrir útbreiðslu íslenskrar tónhstar 1992 og var sæmdur fálkaorðunni 1992. Fjölskylda Haúkur kvæntist 24.12.1952 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Magnúsdóttur, f. 1.9.1932, sjúkra- liða. Hún er dóttir Magnúsar Þor- varðarsonar sjómanns, og Jóhönnu Vilmundardóttur húsmóður. Synir Hauks og Ragnheiðar eru Ómar Morthens, f. 4.12.1953, fram- reiðslumaður í Reykjavík, í sambúð með Kolbrúnu Björnsdóttur, starfs- manni við Leikfélag Reykjavíkur og á hann þijár dætur; Heimir, f. 23.3. 1956, pípulagningarmeistari í Reykjavík, kvæntur Þóm Kristínu Sigursveinsdóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjá syni; Haukur, f. 23.7.1962, nemi í byggingarlist í Sví- þjóð, í sambýh með Sigríöi Garðars- dóttur garðyrkjufræðingi. Systkini Hauks urðu átta talsins en tvær systur hans dóu í bemsku. Systkini hans sem upp komust: Haukur Morthens. Karla Cohing, verslunarmaður í Noregi, nú látin; Rut Mason, hús- móðir í Englandi, lést sl. sumar; Ester Eliott, húsmóðir í Oxford í Englandi; Kristinn Morthens, list- málari í Reykjavík (faðir Tolla hst- málara og Bubba söngvara); Emm- anúel Morthens, forstjóri í Reykja- vík; Hubert Morthens, vélstjóri í Reykjavík. Foreldrar Hauks voru Edvard Morthens, f. í Nærö í Noregi 15.5. 1882, d. 12.5.1963, og Rósa Guö- brandsdóttir, f. 28.10.1892, látin, húsmóðir. Til hamingju með afmælið 23. október 95 ára Stefanía Einarsdóttir, Barmahlíö 19, Reykjavík. Jón Sigvaldi Steinsson, Hólavegi 8, Sauðárkróki. Valný Bárðardóttir, Miklubraut 60, Reykjavík. Valný verður 75 ára á morgun, iaugardag. Eiginmaðm- hennar er Helgi Sæmundsson ritstjóri. Hún tekur á móti gestum í Saínaðar- heimili Fella- og Hólasóknar á milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. 70 ára Jafet Vigfússon, Skálmarbæ, Skaftárhreppi. Fjóla Unnur Halldórsdóttir, Bergþórugötu51, Reykjavík. sjötugámorg- un, laugardag. Húntekurá vH mótigestumí Átthagasal Hót- ei Söguámihi kl. 16ogl9á afmælisdaginn. 60 ára Guðrún Ingólfsdóttir, Hásteinsvegi 56, Vestmannaeyjum. Björgvin Jakobsson, Hátúni 4, Reykjavík. Páll Finnbogi Jónsson, Reykjabraut 11, Reykhólahreppi. Bryndís Jónsdóttir, Mýrarhoiti 1, Ólafsvik. llildur R. Guðmundsdóttir, Heiðarbrún 19, Hverageröi. BjörnBjörnsson, Kolbeisgötu 16 B, Vopnaflrði. Haukur Georgsson, Sunnuhlíð, Vopnafirði. Þorvaldur Sigurbjörnsson, Víöihhð 38, Reykjavík. Sœvar Reynisson, Heiðarbóli 55, Keflavík. Axel Erlendur Sigurðsson, Nýjabæjarhrauni 3, Vestmanna- eyjum. Júlíanna HelgaFriðjónsdóttir, Breiövangi 2, Hafnarfirði, Hjörtur Þór Guðbj artsson, Bogabraut 11, Skagaströnd. Guðríður Ósk Axelsdóttir, Hringbraut 13, Hafnarfirði. Oddgeir B. Guðfinnsson, Suöurhólum 30, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.